Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2..JÚLÍ 1988 5 Karpov stöðvaði sigurgöngu Kasparovs með glæsilegum sigri umframpeð hvíts, og sú herfrseðilega hugmynd hvíts að gera biskupinn á g7 alveg óvirkan virðist hafa heppn- ast vel. Enski stórmeistarinn Jona- than Speelman stakk upp á h6-h5 og það er erfitt að ímynda sér að svartur nái nokkru mótspili án þess að koma biskupnum á g7 í spilið. 23. - Df7 24. Bg3 - g57! Reuter Karpov og Kasparov við upphaf skákarinnar í gær. Skák Margeir Pétursson Sigurganga heimsmeistarans, Garris Kasparovs hér á heims- bikarmótinu var stöðvuð á eftir- minnilegan hátt i dag er hann tapaði fyrir Anatolij Karpov. Kasparov er enn langefstur á mótinu, en það er fræðilegur möguleiki að Karpov geti náð honum. Til þess þarf Karpov að vinna Spasskjj i siðustu umferð- inni á sunnudaginn, en Kasparov að tapa fyrir Sokolov með hvítu. Jóhann Hjartarson tefldi i gær mjög erfiða skák við Jan Timman. Honum urðu á mistök í miðtaflinu og Timman vann peð. Hann komst siðan út i hróksendatafl, þar sem Jóhann fann ekki beztu vörnina og tapaði. Önnur úrslit í flórtándu og næst- síðustu umferðinni í gær urðu þau að Hiibner tapaði sinni fyrstu skák, fyrir Ljúbójevítsj, sem vann þar með sinn fyrsta sigur. Jafntefli gerðu Speelman og Spasskíj, Sokolov og Short, Jusupov og Ehlvest, Nogueir- as og Beljavsky, Ríblí og Andersson. Flestar þessara jafnteflisskáka voru litlausar. Úrslit í þrettándu umferðinni féllu niður í Mbl. í gær. Þau verða rakin i blaðinu á morgun. Staðan eftir 14 umferðir: 1. Kasparov IOV2 v. 2. Karpov 9'/2 v. 3. Ehlvest 8V2 v. 4-5. Spasskíj, og Sokolov 7V2 v. 6-7. Húbner og RíMí 7 v. 8-9. Short og Speelman 6V2 v. 10-12. Nogueiras, Andersson og Ljúbójevítsj 6 v. 13-14. Jusupov, Beljavsky 5V2 v. 15-16. Jóhann Hjartarson og Timm- an 5 v. Jóhann hefur ekki átt sjö dagana sæla á þessu móti, en getur huggað sig við það að það eru .þijú beztu mót hvers skákmann sem gilda í heildarstigakeppninni. Hann getur því sleppt þessu móti og sama gildir um Timman. Umferðin í dag sló öll aðsóknar- met vegna þess að Kasparov og Karpov tefldu saman. Tugir ljós- myndara og kvikmyndatökumanna voru á sviðinu þegar þeir tókust í hendur áður en skákin hófst. Skákin var afskaplega spennandi, þeir tefldu enn einu sinni hið svonefnda Sevilla afbrigði, sem kennt er við Spánsku borgina þar sem þeir háðu síðasta einvígi sitt. Karpov var að vonum kampakátur eftir að skákinni lauk og kom í blaða- mannaherbergið til að taka við ham- ingjuóskum. Hann sagði fréttamönn- um að hann hefði ávallt talið sig hafa staðið betur að vgi f skákinni í dag. Aðspurður um tvö töp sín fyr- ir Kasparov á móti í Amsterdam um daginn, sagði Karpov aðeins: „Þessi skák skiptir meira máli". Hvítt: Ajuatoiy Karpov Svart: Garri Kasparov Grllnfeldsvörn I. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. cxd5 — Rxd5 5. e4 — Rxc3 6. bxc3 — Bg7 7. Bc4 — c5 8. Re2 - Rc6 9. Be3 - 0-0 10. 0-0 - Bg4 II. f3 - Ra6 12. Bxf7+ Þetta er hið fræga Sevilla af- brigði. Hvítur seilist eftir peði, en kappamir eru ekki sammála um það hvort það sé hollt eða ekki. 12. - Hxf7 13. fxg4 - Hxfl+ 14. Kxfl - Dd6 15. e5 í Sevilla reyndi Karpov hér einn- ig að leika 15. Kgl!? — De6 16. Dd3 — Dc4 17. Dxc4 — Rxc4 og freista gæfunnar í endatafii. Sú leikaðferð hefur átt töluverðum vinsældum að fagna upp á síðkastið. 15. - Dd5 16. Bf2 - Hd8 Þessi staða hefur komið upp áður í viðureignum þeirra Karpovs og Kasparovs. í 7. einvígisskákinni í Sevilla Iék lék Karpov hér 17. Del - De4 18. g5 - Df5 19. h4 - Rc4 20. Kgl - Dg4 21. a4! - h6! og staðan er óljós. í einni af skákum þeirra á fjög- urra manna mótinu í Amsterdam um daginn kom þessi staða einnig upp. Þá lék Karpov 17. Dc2 — Dc4 18. Db2 - Bh6 19. h4 - Df7 20. Kgl - Hf8 21. Rg3 - Rc4 22. De2. í þessari stöðu fann Kasparov mjög laglega lausn á vandamálum snum: 22. - Dxf2+ 23. Dxf2 - Be3 24. Dxe3 — Rxe3 25. dxc5 — Hc8 og svartur stóð sízt lakar í endatafiinu. Kasparov tók sér u.þ.b. 40 mínútna umhugsunarfrest áður en hann svar- aði nýjung Karpovs. 17. Da4 - b6 18. Dc2 - Hf8 19. Kgl - Dc4 20. Dd2 - De6 21. h3 - Rc4 22. Dg5! - h6 23. Dcl Þegar hér var komið sögu í skák- inni átti Karpov 54 mínútur eftir, en Kasparov aðeins 25 mínútur. Byijun Karpovs virðist nokkuð vel heppnuð. Svartur getur ekki sýnt fram á neinar sérstakar bætur fyrir Með þessu hindrar Kasparov að vísu að hvítur komi riddara til f4, en hann veikir reitina f5 og h5 og lokar biskupinn á g7 endanlega inni. 25. Dc2 - Dd5 26. Bf2 Það er athyglisvert að Karpov lék tveimur síðustu leikjum sínum án umhugsunar. Hugmynd hans er greinilega að nýta sér veilumar sem 24. — g5 sköpuðu og koma riddara til f5 eða h5. Kasparov átti hér aðeins nú mínút- ur eftir og honum tókst ekki að finna fullnægjandi mótspil á þeim skamma tíma, enda býður staðan ekki upp á- það. 26. - b5 27. Rg3 - Hf7 28. Hel - b4 29. Dg6! - Kf8 30. Re4! ■ b c d • t 0 h Karpov teflir þessa skák geysilega vel. Þama stendur riddarinn frábær- lega vel til bæði sóknar og vamar. Mun ónákvæmara er 30. Rf5 — e6 31. Rxg7 — Hxg7 32. Dxh6 — bxc3 og útkoman er alls ekki ljós. Kasp- arov grípur nú til örþrifaráða. 30. - Hxf2 31. Kxf2— bxc3 32. Df5+ - Kg8 33. Dc8+ - Kh7 34. Dxc6 - Df7+ 35. Kgl - c2 36. Rg3— Bf8 37. Rf5 — Kg8 38. Hcl og Kasparov gafst upp. SUMARSÝNINGIN HELDUR ÁFRAM UM ÞESSA HELGI. Á sumarsýningunni í ár getur þú kynnst kostagripum okkar af eigin raun: Glæsilega innréttuð hjólhýsi; tjaldvagnar sem eru þrautreynd- ir fyrir íslenskar aðstæður; gróðurhús, farangurskassar og margt fleira af spennandi sumarvöru. í dag er opið frá kl. 10 til 17 og á morgun verður opið frá kl. 13 til 17. Gísli Jónsson & Co Sundaborg 41 s. 686644
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.