Morgunblaðið - 02.07.1988, Page 12

Morgunblaðið - 02.07.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 4 Margar opinberar stofnanir fötluð- um óaðgengilegar ÞAÐ eru ekki mörg ár sfðan farið var að gera byggingar þannig úr garði að fatlaðir œttu þar jafn greiðan aðgang og aðrir. Nu eru liðin tíu ár sfðan sett voru lagaákvæði um aðgengi fatlaðra og hef- ur margt verið gert til úrbóta, bæði á gömlum byggingum og nýj- um, en þó eru enn margar opinberar stofnanir og þjónustuhúsnæði sem fatlaðir hafa ekki aðgang að vegna handriðslausra stiga, lyftu- leysis og annarra óyfirstfganiegra hindrana. Blaðamaður Morgunblaðsins fór ásamt fatlaðri konu og sérfræðingi í aðgengismálum fatlaðra til að kanna þessi mál. Það fyrsta sem verður á vegi þeirra sem ferðast um í hjólastól eru gangstéttarbrún- ir. Til að maður í hjólastól komist hjálparlaust upp á gangstéttina þarf að vera aflíðandi halii upp á stéttina, og hafa borgaryfirvöld samþykkt að leggja slíkar ská- brautir við gatnamót og gang- brautir í öllum nýjum hverfum og vfðar ef þurfa þykir. Ólöf Ríkarðsdóttir, forstöðumað- ur félagsmála hjá Landssambandi Sjálfsbjargar, sem sat í hjólastóln- um, sagði víða misbrest á fram- kvæmd þess og alls ekki hægt að treysta á að slíkar skábrautir væru til staðar, hvorki við gangbrautir né opinberar stofnanir, né neins staðar þar sem þeirra væri þörf. Annað sem fæstir ófatlaðir hafa trúlega veitt athygli eru handrið. Allt of algengt er að þau vanti, en tröppur án handriða eru, ásamt gangstéttarbrúnum, einn helsti far- artálmi fatlaðra. Handrið þurfa að ná alveg niður að neðstu tröppu, en víða byija þau ekki fyrr en í fjórðu eða fimmtu tröppu og enda áður en komið er alla leið upp. Slík handrið eru fötluðum algerlega gagnslaus. Þau þurfa líka að vera til þess fallin að grípa um, en breið- ar fjalir, eins og verið hafa í tísku undanfarin ár eru ekki hentugar til þess. Fyrsti viðkomustaður okkar var Listasafn íslands, en að sögn Carls Brand, frá Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, er það um flest til fyrirmyndar og gott dæmi um þær úrbætur sem gerðar hafa ver- ið á mörgum nýjum byggingum. Sérstaklega vildi hann vekja at- hygli á salemisaðstöðu fatlaðra sem þar væri óvenju góð. Þó benti hann á að sparkplötu vantaði á hurð, en til að opna dyr þarf að aka hjólastólnum alveg upp að hurðinni og er hætt við að hún skemmist fyrir vikið ef slík plata er ekki til hlífðar. í byggingarlöggjöf frá 1978 og reglugerð frá 1979 voru í fyrsta skipti sett inn ákvæði um aðgengi fatlaðra við opinberar stofnanir, og er þar m.a. kveðið á um að allar opinberar stofnanir og þjónustu- byggingar eigi að vera aðgengileg- ar, fötluðum sem ófötluðum. Hejgi Hróðmarsson, starfsmaður Ör- yrkjabandalagsins og Þroskahjálp- ar sagði lög þessi þverbrotin og ekki farið eftir reglugerðum nema endrum og eins. Af því tilefni lögð- Fatlaðir eiga greiðan aðgang að Listasafni Islands, sem og mörgum öðrum nýjum bygg- ingum sem hannaðar eru með þarfir þeirra í huga. Gangstéttarbrúnir eru einn al- gengasti farartálmi þeirra sem ferðast um í hjólastól, og er Alþingishúsið ein þeirra mörgu opinberu stofnana sem um- kringdar eru slíkum hindrun- um auk þess sem tröppur eru við báðar dyr hússins. um við leið okkar að Alþingishúsinu og rákumst fyrst á háa gangstétt- arbrún en síðan blöstu við hand- riðslausar tröppur, bæði við skrif- stofu— og aðaldyr. Carl Brand sagði að flestar nýjar byggingar væru nú hannaðar með þarfir fatlaðra í huga og oft væri leitað til þeirra hjá Samstarfs- nefndinni um ferlimál fatlaðra til að fá ráðleggingar um endurbæt- ur. Sem dæmi má nefna að í Þjóð- minjasafninu er nú verið að vinna að þessum málum og stendur til að setja þar upp lyftu á næstunni. Carl sagði að almennt hefði ástand- ið mikið batnað á síðustu fimm Morgunblaðið/BAR Svona handrið, sem ná ekki nema hálfa leið niður, koma fötluðum ekki að neinu gagni. árum, en þó væri enn allt of al- gengt að það gleymdist að gera ráð fyrir fötluðum. -GHS Grunnrannsóknir — hagnýtar rannsóknir Raunvísindi Egill Egilsson Orðið rannsóknir er notað í margvislegri merkingu í fjölmiðl- um. Af viðtölum má stundum helst ráða að það merki ekki öllu meira en að safna gögnum eða mæla eitthvað. Rannsókn sem er ætlað að varpa ljósi á raunveru- leikann í kringum okkur er hins vegar oft þríþætt. Eitt er að safna gögnum eða mæla. Annað er að vinna úr þeim og finna í þeim þætti sem sjást ekki, séu gögnin ógreind. Hið þriðja er að draga af þessu ályktanir, slá við var- nagla, segja til um gildi niður- staðna, ræða endurbætur og e.t.v. vísa veginn fram til næsta skrefs. Skilgreining hagnýtra rannsókna Fremur sjaldan heyrist um það rætt, að allar rannsóknir skiptast í grundvallaratriðum í tvennt. Annars vegar eru þær rannsóknir sem snúast beint um að bæta úr einhverju ákveðnu atriði eða meinsemd, hvort sem hún er efna- hagslegs, heilbrigðislegs, félags- legs eðiis eða enn annars. Dæmi um slíkar rannsóknir eru ákvarð- anir á stærð fiskistofna, talning áfengissjúklinga á Reykjavíkur- svæðinu eða prófun á endingu fylliefna í tannskemmdum. Skilgreining grunnrann- sókna Hins vegar eru grunnrannsókn- ir. Einkenni þeirra er að velja og fást við viðfang sitt án beins til- lits til gagnsemi í núverandi heimi. Nærtækt frægt dæmi um slíkt er tilurð afstæðiskenningar Alberts Einsteins. Einstein stefndi ekki fyrst og fremst að því að fínna orkulind fyrir mannkynið, hvað þá heldur að „bæta“ hemaðar- tækni þess. Svo að tekið sé dæmi frá fyrri tíma, er erfitt að hugsa sér að hreyfílögmál Newtons hafí haft beint hagnýtt gildi þegar þau eru sett fram um seytján hundruð. Newton fann lögmálin upp engu að síður, þótt þau hafi öðlast hag- nýtt gildi seinna. Annað dæmi: Þegar Daninn H.C. 0rsted kemst að samverkan rafstraums og segulmagns á fyrri hluta síðustu aldar, og Bretinn J.C. Maxwell gefur henni nákvæ- man stærðfræðilegan búning á seinni hluta aldarinnar, er það ekki vegna áhuga þeirra á nýtingu fyrirbæranna. Heldur er það vegna áhuga þeirra á skilningi þeirrar heildarmyndar, sem var að verða til, og er síðar nefnd rafsegulfræði. Síðan líður ekki á löngu, þar til sá skilningur fær hagnýtt gildi, þegar ítalinn Marc- oni ruddi fjarskiptatækninni braut. Samliking Heyrst hefur eftirfarandi samlík- ing um skiptingu rannsókna í grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Líkingin er sótt til landkönnunar: Grunnrannsókn ókannaðs lands felst í að kortleggja það án tillits til notkunar. Þetta er sjálf land- mælingin og kortagerð. Hagnýta rannsóknin er sú sem á eftir fer, þegar athugaðir eru nýtingar- möguleikar svæðisins með tilliti til ræktunar, jarðefna, orkufram- leiðslu o.s.frv. Hvers vegna grunnrann- sóknir? Leikmaður gæti spurt sem svo: Af hveiju eru grunnrannsóknir til? Af hveiju snýst ekki hver rannsókn beinlínis um að bæta úr einhveijum tilteknum vanda? Þeirri spumingu verður best svarað með tilvísun til reynslunn- ar. Æ ofan í æ hefur komið í ljós að grunnrannsóknir hafa flýtt fyrir heildarskilningi einhvers 3viðs, sem hefur sfðan fengið hag- nýtt gildi. Enn má vitna til afstæð- iskenningar Einsteins: Meðal þess fyrsta, sem kom í ljós, var hin fræga formúla um jafrigildi orku og massa, E=Mc2. Svo mikið má fullyrða, að Einstein stefndi ekki að því með rannsóknum sínum að finna orkulind fyrir mannkyn- ið. Né heldur var þessi formúla lokatakmark í sjálfu sér. En hún hefur verið vafalítið mesta hag- nýta þýðingu í öllu formúlusafni afstæðiskenningarinnar. En að- eins um þijátíu árum seinna fannst ferli í náttúrunni, þar sem áhrifa þessarar formúlu gætti sannanlega. Deila má um hvort það ferli hefði fundist svo fljótt, hefði Einstein ekki verið að verki fyrr. En víst er að afstæðiskenn- ingin flýtti fyrir skilningi fyrir- brigðisins, og að menn öðlast næg tök á því til að hægt er að búa til kjamorkusprengjuna og kjamaofna, sem sjá nú fyrir vem- legum hluta orku iðnríkja heims- ins. Og að öllum líkindum munu þau gera það í vaxandi mæli, þótt umdeild séu. í næsta þætti lítum við enn á rannsóknir og skiptingu þeirra í grunnrannsóknir og hagnýtar. Einnig lítum við nokkuð á gidi rannsókna fyrir hið almenna menntakerfí. Morgunblaðið/J6n Gunnlaugsson Jón Ólafur Signrðsson organisti við hlið hins nýja orgels. Nytt pípuorgel í Akranesskirkju Akranesi. NÚ ER nýlokið uppsetningu á nýju pípuorgeli í Akranesskirkju og verður það vigt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 4. júlí nk. Að sögn Jóns Ólafs Sigurðssonar organista Akranesskirkju er þetta orgel mikil og vönduð smíði og eitt það fullkomnasta sem sett hefur verið upp á íslandi. „Munurinn á þessu orgeli og því eldra er geysi- mikill. Þetta orgel er 32 radda. Kirkjugestir verða örugglega varir við betri hljóm en áður var,“ sagði Jón Ólafur. Danska fyrirtækið Bruno Crist- ensen og Sonner smfðaði orgelið og orgelsmiðir frá því hafa að und- anfömu unnið við uppsetningu þess. Þetta er hin mesta völundarsmíð og pípumar í því em um tvö þús- und talsins, sumar þeirra örsmáar en þær stærstu um tveir og hálfur metri á hæð. Mikil nákvæmisvinna er að setja slíkt orgel saman, enda allir hlutir þess sérsmíðaðir. Þrátt fyrir stærð orgelsins taka pípumar og annar útbúnaður mun minna pláss en gamla orgelið. Hefur öllu verið komið mjög haganlega fyrir. Orgelið er séhannað fyrir Akra- nesskirkju. Nær ár er liðið síðan Danimir komu og mældu kirkjuna út, ekki síst hljóminn. Síðan þá hefur verið unnið að orgelsmíðinni. Gamla orgelið sem nú hverfur hefur verið í kirkjunni frá því um 1960. í þá daga þótti það vera mjög full- komið. Ekki er fullfrágengið hvað verður um það en það hefur verið auglýst til sölu. Nýja orgelið kostar um 10 milljónir króna og er sá kostnaður greiddur úr kirkjusjóði. Eins og áður kom fram verður hið nýja orgel vígt við hátíðarguðs- þjónustu sunnudaginn 4. júlí nk. sem hefst kl. 14.00. —JG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.