Morgunblaðið - 02.07.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.07.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 17 Á snúrum forvarðarins hanga skattskýrslur sem skemmdust í bruna fyrir 180 árum og verið er að gera við i dag. Á safninu er stöðugt unnið að varðveislu heimilda sem liggja undir skemmdum. Frá einni af skjalageymslunum niðri i granítklöppinni. endanlega hjá Ríkisskjalasafninu. Oft er þeim skilað þegar þau hafa ekki lengur gildi fyrir viðkomandi stofnun og stundum er það eftir aðeins tvö til þrjú ár. Ríkisstofnanir eiga á tíu ára fresti að skila skrá yfir skjöl sín til Ríkisskjalasafnsins og þá er oft tekið við skjölum. í reynd vilja ríkisstofnanir losna við skjalasöfn sín sem fyrst. Stofnanir sem heyra undir héraðsskjalasöfnin eiga að skila sínum gögnum eftir 100 ár. Eftir 1950 hefur skjölum hins opinbera fjölgað verulega. Ástæður þess eru margar og má nefna vöxt stjómsýslunnar, fólksfjölgun, kröfur um meiri innsýn og tilkomu §öl- og Ijósritunarvéla auk tölva sem spýta út úr sér skjölum af miklum krafti. Um aldamótin var áætlað að til féllu um 500 hillumetrar af skjölum ár- lega. Árið 1985 var talan komin upp í 100 km á ári. Þar af eru um 20% varðveitt eða 20.000 hillumetrar. Ríkisstofnanir geta aðeins eytt skjöl- um að undangegninni rannsókn Ríkisskjalasafnsins. Skjalastjórnun hjá ríkis- stofnunum Skjalasöfn hafa verið kölluð minni samfélagsins. Skjalasöfnin eiga að sjá um að minnið sé skilvirkt og vinni hratt og ömgglega, en einnig að vinsa úr það sem ekki er þess virði að leggja á minnið. Þetta þýðir að skjalafræðingar þurfa að taka þátt í að skipuleggja skjalavistun ríkis- stofnana frá upphafi og „stjóma" skjalflæðinu. Síðustu áratugi hefur safnið lagt áherslu á starf utan safnsins við eftirlit, aðstoð og hjálp til aðila sem vilja bæta skjalavistun- ina. í sumum löndum er gerður grein- armunur á skjalafræðingum sem vinna með sögulegar heimildir, sem jafnan eni varðveittar á söfnum, og öðmm sem aðstoða stofnanir við lif- andi skjalasöfn og skjalastjómun. Hjá Ríkisskjalasafninu er þessi tvískipting ekki fyrir hendi þannig að þeir skjalfræðingar sem varðveita skjöl frá ákveðnum stofnunum leið- beina þeim einnig um skjalvistun. Þannig unnu árið 1981 um 25 skjal- fræðingar af 125 manna starfsliði safnsins úti í rfkisstofnunum við skipulag og hagræðingu á skrifstof- um en komu sjaldan heim í j^ranít- námuna á Maríuklettinum. A árinu 1985 fóm skjalfræðingar í rúmlega 1100 slíkar heimsóknir og eftirlits- ferðir. Talsverður tími skjalfræðinga fer í að svara skriflegum fyrirspumum um heimildir. Flestar em frá öllum landshomum Svíþjóðar en margar koma að után enda áttu Svíar lend- ur í Finnlandi, Rússlandi, Póllandi, Þýskalandi, Noregi og jafnvel Bandaríkjunum og heimildir um það em varðveittar í Ríkisskjalasafninu. Sæti fyrir 110 safngesti eru í tveimur lessölum í Ríkisskjalasafninu. Tölvur og skjalasöfn Hin síðari ár hafa lög um tölvu- skráningu (1973) haft veruleg áhrif á skjalamyndun. Flestar upplýsingar em nú skráðar í tölvur og þarf sér- stakt leyfi fyrir hverri skrá. Öllum skrám með upplýsingum um ein- staklinga er skylt að eyða eftir notk- un, eða ganga þannig frá að ekki sé hægt að þekkja einstakljnga úr skránum. Ákvæðið um friðhelgi ein- staklingsins og tölvulögin hafa á síðustu ámm haft betur í kappi við baráttu Ríkisskjalasafnsins að varð- veita sem mest af verðmætum tölvu- skrám til rannsóknar í framtíðinni. Árið 1980 var sett upp sérstök deild innan Rikisskjalasafnsins sem varðveittir tölvugögn. Segulbands- spólur og filmur þarf að geyma líkt og pappír þ.e. flarri sól, raka og öðmm skilyrðum sem geta eyðilagt gögnin. Ekki er tekið við tölvudisk- um, enda er talið að upplýsingar á þeim hverfi mjög fljótlega, eða eftir rúm 10-ár. Allar mikilvægar upplýsingar sem varðveita á til frambúðar,' og þá er miðað við 500-1.000 ár, þarf að skrifa eða ljósrita á sérstakan pappír sem á að standast tímans tönn. Þar til gerður pappír hefur verið fram- leiddur sérstaklega og kallast „Svensk arkiv". Skylt er að nota hann f fundargerðabækur, bréfadag- bækur og margt fleira. Vélritunar- og ljósritunarpappír sem mest er notaður í dag eyðist upp eftir rúm 100 ár. Ríkisskjalasafnið hefur ekki tekið tölvur í sína þjónustu, aðalega vegna þess að fjáveitingar em takmarkað- ar, en fylgst er með hinni hröðu þróun á þessu sviði. Því hefur verið sett upp ein tölvuskrá við safnið þar sem skráð em einkasöfn í öllum skjalasöfnum í Svíþjóð. Ef leitað er í tölvuskránni má t.d. sjá að hjá Vísindaakademíunni er einkasafn íslendingsins Þorvaldar Grímsen Broocman sem lést í Stokkhólmi árið 1763. Skjölin em kölluð upp á þýsku „fréttir frá íslandi". Skjala- safn Vfsindaakademíunnar er varð- veitt í háskólabókasafninu í Stokk- hólmi. Sænska fombréfasafnið Starfsmenn sænska fombréfa- saftisins (Svenskt Diplomatarium, SD) hafa aðsetur f Ríkisskjalasafn- inu og hafa heyrt undir það frá 1976. Fombréfasafnið, sem inni- heldur skjöl og hvers kyns bréf frá miðöldum, á að ná yfir tímabilið 815 til 1540. Fombréfasöfn hafa verið gefin út alls staðar á Norðurlöndum. I Svíþjóð hafa aðeins verið gefin út 8 bindi og er komið fram til ársins 1368. Einnig hafa árin 1371 til 1374 verið gefin út. Kemur þessi seina- gangur að nokkm til af því að mjög hefur verið vandað til verksins að minnsta kosti hin síðari ár. Að með- altali hefur tekið tæp 20 ár að gefa út hvert þeirra 8 binda sem komin em út. Flest em bréfín á latfnu, þýsku og á sænsku þegar frá líður, og því er prentaður útdráttur á nútfmamáli með hveiju bréfi. Hvert skjal getur verið til í 50-afritum og þarf að bera öll nákvæmlega saman og fá fram texta uppmnalegasta slqalsins. Áætlað er að endurútgefa fyretu bindin enda hafa heimildir komið í ljós eftir að útgáfan hófst árið 1829. Heimildir um ísland eða íslendinga er ekki að fínna í sænska fombréfasafninu, að sögn Per-Axel Wijrioreson starfsmannas SD. íslenska fombréfasafnið hefur verið uppselt og ófáanlegt í nokkuð langan tíma. Bent hefur verið á að nokkur bréf vanti í safnið. Það yrði góð fjárfesting að hefja endurútgáfu á hinu íslenska fombréfasafni með viðaukum og lagfæringum. Sænskar æviskrár Útgáfan Sænskar æviskrár (Svensk Biografisk Lexikon) er einn- ig til húsa í Ríkisskjalasafninu en er þó sjálfstæð stofnun. Útgáfan var sett á stofn af fyrrum Ríkisskjala- verði, Bertil Boéhius, í samvinnu við Bonnier bókaforlagið. Útgáfan hefur staðið með hléum í um sjö áratugi og er komið að stafnum M. samtals 25 bindi. Áætlað er að um 6.000 nöfii verði í ritinu. Bonnier þótti of mikill seinagangur á verkinu og sleit samstarfinu og nú em æviskrámar gefnar út með ríkisstyrk. Ævi- Aflátsbréf sænskra biskupa dagsett 9. september 1271. Við Ríkis- skjalasafnið er unnið að útgáfu miðaldabréfa og annarra verðmætra heunilda fyrir fræðimenn. Sérstök deild við safnið sér »™ varð- veislu innsigla. skrámar em ritaðar af ýmsum sér- fræðingum en ritstýrt af átta manna starfsliði sem lúsles textann og yfir- fer heimildir, og það em einmitt hin- ar mikilvægu frumheimildir í Ríkis- skjalasafninu sem ráða staðsetningu stofiiunarinnar. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt er unnið að útgáfu á fleiri heimildum Ríkisskjalasafnsins, eins og t.d. fundargerðum Riksdagen (eins konar Alþingisbækur), bréfa- söfnumr og mörgu öðm. Safnið gef- ur út vandaða árbók (Meddelanden frán Svenska Riksarkivet). Einnig em gefnar út skrár yfir þau söfn sem varðveitt em í skjalasafninu. íslensku handritin og ríkis- skjalasafnið Næst íslendingum og Dönum ganga Svíar um eign gamalla íslenskra handrita. Flest em varðveitt í Kon- ungsbókhlöðunni í Stokkhólmi og háskóiabókasafninu í Uppsölum. Hannes Finnsson biskup kom frá Kaupmannahöfn 1772 og Jón Sig- urðsson foreeti 1841 til að skoða og skrá hin miklu söfn íslenskra hand- rita. Hannes setti saman ferðalýs- ingu sem gefin var út í Stokkhólmi 1935 undir nafninu Stokkhólms- Rella. Á leið sinni til Uppsala kom Hannes við hjá grasafraeðingnum Linné og fræddi hann um veðrið á íslandi. Jón Sigurðsson, sem lengst af starfaði sem skjalafræðingur í Kaupmannahöfn, tók saman skrá sem gefin var út í Stokkhólmi 1848. Síðan hafa íslenskufræðingar leitað í öðmm söfnum í Svíþjóð og fundið fleiri handrit, meðal annare í Ríkis- skjalasafninu í Stokkhólmi. Áhugi Svía á islenskum handrit- um vaknaði laust eftir miðja 17. öld í tengslum við almennan áhuga á uppmna þjóðarinnar. Sagan hermir að skólapiltur frá Hólum, Jón Jóns- son frá Rúgastöðum, hafi verið á leið til Kaupmannahafnar að leita réttar síns eftir að hafa verið vikið úr skóla. Svíar og Danir áttu þá í stríði, og var skipið sem skólapiltur- inn var á tekið herekildi og fært til hafnar í Gautaborg. Ríkishöfðingj- anum Per Brahe þótti fengur í skóla- piltinum enda hafði hann með sér Islands fomu fræði sem meðai ann- are sögðu frá sænskum konungum og afrekum þeirra. En Jón Rúgman var sendur í háskólann í Uppsölum í stað svartholsins og gengdi síðan starfi skrifara í Fomfræðaráði Svía. Jón Rúgman fór til íslands 1661 og keypti handrit og síðar fleiri íslend- ingar á eftir honum. Þau lentu flest hjá fomfræðaráði (Antikvitetskoll- egium) sem stofnað var 1667 og gaf það m.a. út á prenti í Uppsölum, fyret íslenskra handrita, Hrólfs sögu Gautrekssonar 1664. Frá starfi Fomfræðiráðsins og kaupum á íslenskum handritum er til talsvert af heimildum í Ríkisslqalasafninu. Ekki bara andlegt fóður Hin islensku handrit höfðu ekki aðeins fræðilegt gildi heldur einnig bókmenntalegt. Talið er að Svíar hafi lesið íslendingasögumar sér til ánægju á 17. öld og fram á 18. öld, eða í hartnær hundrað ár. Af skjölum í Ríkisskjalasafninu má sjá að íslendingar sáu Svíum ekki aðeins fyrir andlegu fóðri. í heimildum frá miðri 18. öld, í við- skipta- og iðnaðarráðuneytinu (kom- merekollegium), kemur fram að Svíar fluttu inn ull, húðir og kinda- lq'öt frá íslandi. Á öðmm áratug 19. aldar fluttu Svíar inn sauðfé frá ís- landi til ullarræktunar. Ekki fara sögur af því hvemig tókst til með þá ræktun. Frá 17. öld em heimildir um deilur Dana og Hollendinga um fiskveiðar við ísland. Svíar stunduðu sjálfir fiskveiðar við ísland á síðari hluta 19. aldar og keyptu-fisk frá íslandi. Þeir opnuðu vararæðis- mannsskrifstofur víða um ísland, í Reykjavík 1856, á Akureyri 1887, ísafirði 1887, Seyðisfirði og Eski- firði 1881, og síðar Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Af heimildum í safninu kemur fram að þeir höfðu • af því nokkrar áhyggjur að þeim var meinað að veiða sfld í reknet við landið. f upphafi 20. aldar fyölgaði vem- lega heimildum um ísland í Ríkis- slqalasafninu. Meðal nokkurra heim- ildaflokka má liefna lagningu síma til íslands 1907, þátttöku íslendinga í Ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912, þar sem Siguijón Pétureson á Álafossi náði nokkmm árangri. Þama em einnig allir verelunar- samningar Svíá og íslendinga og margt fleira. Skrá yfir heimildir sem varða ísland í Ríkisskjalasafninu í Stokkhólmi er til á Þjóðskalasafni íslands. Nemendur i sagnfræði sem hafa áhuga á að vinna út þessum heimild- um geta fengið leiðsögn hjá Harald Gustafsson við sögustofnun Stokk- hólmsháskóla, en hann skrifaði dokt- oreritgerð um embættismenn á ís- landi á 18. öld og talar ágæta islensku. Nýjar hugmyndir í aprfl sl. kom út opinber skýrela um skjalamál Svía, „Öppenhet och minne. Arkivens roll í samhallet“. Þar er rætt um að setja Iög um skjalasöfn, en til þessa hefur skjala- málum verið stýrt með reglugerðum. Einnig eru fyrirhugaðar reglur um grisjun skjala sem hlaðist hafa upp síðustu ár; þ. á m. umfangsmikl- ar sjúkraskrár eða sk. sjúmalar. Einnig er lagt kapp á að varðveita öll gögn sem varpað geta ljósi á náttúm og umhverfi, þvi mengun og dauði lífríkja er daglegt brauð í fréttum í Svíþjóð. Þvi er jafnframt slegið föstu að líklega sé ekki hægt að komast lengra í eyðingu skjala þegar um 80% þeirra er fargað. Til að auðvelda rannsóknir er fyr- irhugað að koma upp gagnabmnni sem á að geyma upplýsingar um öll skjalasöfn landsins. Auk þess er áætlað að Ijósmynda skjöl á ör- glæmr og dreifa til fleiri skjala- og bókasafna til að fleirifái aðgang að heimildum safnsins. Á næstu ámm er fyrirhugað að leggja aukna áherslu á menningargildi skjala- safna, því starf slqalfræðinga snýst fyrst og fremst um að varðveita menningu þjóðanna fyrir komandi kynslóðir, þeim til fróðleiks og rann- sókna. Höfundur er sagnfræóingur og lagði stund á skjalfrseðinám við Stokkhólmsháskóla sl. vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.