Morgunblaðið - 02.07.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 02.07.1988, Síða 19
að sinni, en við höfum nú látið setja ódýrt nylonteppi á skrifstofu mina og kapellu og stijúka þar yfír veggi. Var það gert af kunningja okkar ' og mun sá reikningur örugglega verða mjög í hófi.“ Þann 9. des., daginn eftir fund- inn, fær Berta Kristinsdóttir þær upplýsingar hjá gjaldkera, Eyjólfí Halldórssyni, að búið sé að greiða þessa reikninga og hafi teppi og lögn kostað kr. 125.000 og máln- ingar„strokumar“ kr. 97.171. Efni kr. 31.290,. Vinna kr. 65.881. Ég vil þá leyfa mér að benda á að þ. 3.11. 1987 barst tilboð frá Hjálmari Kjartanssyni, málara- meistara, í að mála og gera við alla glugga Fríkirkjunnar og mála ennfremur loft og veggi í kór, sem er mikil vinna. Var tilboðið, efni og vinnulaun, kr. 110.000. Hefði ekki verið skynsamlegra að leita tilboðs í að mála kapelluna, eða alla vega segja safnaðarstjóm- inni satt til um að búið væri að mála og teppaleggja alla hæðina? Enginn okkar ber vafa í brjósti um, að tími var kominn til við- gerða, en samanber lög safnaðarins og samkomulag við prest, 4. grein dags. 4. okt. 1985, skal samþykki safnaðarstjómar liggja fyrir um viðgerðir áður en í þær er ráðist. Þann 9. sept. er bókun um að sr. Gunnar er beðinn um lista, hvaða og hvenær viðgerðir henti best, svo ekki er hægt að bera við tímaleysi fyrir jól. í gærkvöldi átti ég símtal við formann safnaðarstjómar um áætl- aðan næsta fund þ. 27. jan. þar sem gjaldkeri legði fram yfirlit yfir greidda reikninga á árinu 1987, flárhagsstöðu og áætlaða innkomu á árinu, með tilliti til hinna miklu framkvæmda við kirkjuna sem áætlaðar em, hugsanleg húsakaup fyrir safnaðarheimili o.fl. Stuttu síðar hringir sr. Gunnar og var honum mikið niðri fyrir. Kurteislegri fyrirspum minni um Garðastræti svaraði hann á þann veg, að við væmm öll í þessum „tíu- þúsundkallabissness“. Kvaðst hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með störf mín í safnaðarstjóm, ég væri svo hallur undir „kerlinguna Bertu Kristinsdóttur, sem vonandi myndi þó ekki lafa nema til vors- ins“. Ég sagðist ekki trúa mínum eig- in eyrum að heyra slíkt tal frá vel menntuðum og, að ég hefði talið, skynsömum manni. Berta hefði unnið störf sín af samviskusemi og dugnaði og væri löglega kjörin á aðalfundi. „Já,“ var svarað. „Hún var því miður kosin af hinum illu öflum innan safnaðarins." Kvaðst sr. Gunnar hafa vitneskju um það að við Berta væmm í stöðugu síma- sambandi og „yrði hann þeim degi fegnastur þegar ég hætti í safnað- arstjóm, því hann sæi mikið eftir að hafa fengið mig þangað". Sagð- ist ég þá aldrei hafa heyrt slíkar móðganir á ævi minni og lagði tólið á, til að spara presti Fríkirkjunnar þá skömm að láta fleiri stóryrði fjúka. Ofangreint símtal var skrifað niður strax eftir að því lauk og er satt og rétt að viðlögðum drengskap mínum. Af framansögðu má ljóst vera, að ég mun ekki stíga fæti inn fyrir dyr Fríkirkjunnar í Reykjavík við núverandi aðstæður. Mun ég af- henda fyrrverandi ritara gögn öll sem ég hef undir höndum, og biðj- ast undan að heyra frekar af mál- efnum þessum. Tel ég Fríkirkjuna, sem mér fínnst vænt um, því miður vera að nálgast hliðstætt hús í Hruna forð- um. Ég vil ítreka að í störfum fyrir kirkjuna, sem hafa kostað miklar útréttingar og tíma, hef ég lagt áherslu á, að fara fyrst og fremst eftir samvisku minni og réttlætis- kennd, vera ekki ,já-maður“ eins eða neins. Enda er svo komið, að ég er eflaust talinn með „hinum illu öflum innan safnaðarins". Það þarf þó ekki lengi, þvi eins og fyrr segir, hef ég og kona mín sagt okkur úr Fríkirlqunni ásamt tengdaforeldr- um mínum, Ingibjörgu Gísladóttur og Leif Valdimarssyni, sem þó hafa verið í kirkjunni alla tíð. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Þessi ákvörðun er tekin með þungu hjarta og samúð með þeim safnaðamefndarmönnum sem vilja vinna verk sín af samviskusemi og undir þeirri ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Með kveðju, Guðmundur Gunnlaugsson (sign). Afrit sent öllum meðlimum safnaðarstjómar." Óþarft er að skýra innihaldið, það skýrir sig sjálft. í bréfinu óskar Guðmundur eftir að það verði lesið upp á næsta aðalfundi þar á eftir. Fráfarandi formaður, Gísli ísleifs- son, sá ekki ástæðu til að verða við þeirri einföldu ósk. Bréfið á erindi til alls safnaðarins, til þess að með- limir hans sjái hvað einstakir stjóm- armenn hafa mátt búa við, ef þeir vom ekki í náðinni hjá prestinum. Það skal tekið fram í þessari grein- argerð, að núverandi safnaðarstjóm telur efnisinnihaldið nægjanlegt til þess að víkja séra Gunnari frá störf- um, að öðmm ástæðum ótöldum. Það er flestum kunnugt hvemig presthjónum Fríkirkjunnar tókst að splundra kirkjukómum, með því að koma í veg fyrir að kórfélagar önn- uðust söng við útfarir á vegum kirkjunnar. Prestfrúin var með sinn eigin kór og ekki var rúm fyrir aðra á því sviði. Þetta fyrirkomulag hefur ríkt fram á þennan dag (sjá fylgiskjöl nr. 4 og nr. 5). Fylgislqal nr. 4 „22. mai 1985 Hr. Ragnar Bemburg, form. sóknamefndar Fríkirkjunnar í Reylq'avík. Að gefnu tilefni öðm sinni, kemst ég ekki hjá því að senda yður og sóknamefndinni kvörtunarbréf út af sóknarpresti ykkar, séra Gunn- ari Bjömssyni. Málið er, að ég var beðin um það af ættingjum, að syngja við jarðar- för á morgun, 23. maí, einsöng með félögum úr Karlakór Reykjavíkur og játti ég því fúslega. En í gær- kvöldi fékk ég símleiðis afboð, þar sem Gunnar Bjömsson neitar mér um aðgang að kirkjunni á þann veg, að ég fæ ekki að syngja eins og ég var beðin um, en hefur kom- ið eiginkonu sinni að í staðinn. Honum virðist auðvelt að koma sínu fram, ættingjum virðist þetta alveg óviðkomandi. Ég kæri hann fyrir atvinnuróg og lítilsvirðingu við allt og alla. Hvað hann hefur sagt við ættingjana veit ég ekki, sjálfsagt hefur hann ekki farið ljúfum orðum um mig. Nú er mál að linni, hann virðist ekki starfí sínu vaxinn. Frú Ágústa á aðeins að syngja sé hún beðin um það, en fégræðgi og dóna- skapur virðist vera þeirra mottó. Þetta verður að taka enda, gagn- vart mér og öðram sem hann bann- ar aðgang að kirkjunni. Virðingarfyllst Svala Nielsen, söngkona." Fylgiskjal nr. 5 „Reykjavík, 10. september 1985. Herra Ragnar Bemburg, formaður safnaðarstjómar Fríkirkjusafnaðarins, Reykjavík. Tilefni þessa bréfs er framkoma prests Fríkirkjusafnaðarins, séra Gunnars Bjömssonar, og konu hans, frú Agústu Ágústsdóttur, í okkar garð í viðkvæmu máli. Finnst okkur ekki rétt, að þetta liggi í þagnargildi. Þannig er mál með vexti, að þeg- ar móðir okkar, frú Dagmar Guð- mundsdóttir, Skúlagötu 53, andað- ist 27. ágúst sl., fannst okkur eðli- legt og sjálfsagt að leita til prests Fríkirkjusafnaðarins í sambandi við útförina, þar sem hún hafði verið í söfnuðinum frá fæðingu. Áttum við samtal við hann 29. ágúst. Séra Gunnar tók okkur vel í fyrstu, þegar rætt var um kistu- lagninguna, en viðmótið breyttist, þegar kom að sjálfri útförinni, og við báram fram vissar óskir um einsöngvara og kór, þ.e. Garðar Cortes, Svölu Nielsen og Ljóðakór- inn. Séra Gunnar var ekki einn um að rekja ókosti þeirra söngvara, sem við nefndum, því að meðan á sam- tali okkar stóð, kom kona hans, frú Ágústa, inn til okkar. Töldu hjónin, að Garðar væri mjög lélegur söngv- ari, nánast ónothæfur, en nyti þess að hann væri vemdaður af Mafí- unni, eins og frú Ágústa komst svo smekklega að orði. Um Ljóðakórinn vora þau orð viðhöfð, að hann syngi svo oft við jarðarfarir, jafnvel tvisv- ar eða þrisvar á dag, að þegar kæmi fram í lok vikunnar, væri hann að niðurlotum kominn, svo að lítið heyrðist í honum. Frú Ágústa sagði, að hún hefði ráð á betri kór en Ljóðakómum, og það kæmi oft fyrir, að hennar kór væri pantaður, en svo hringdi einhver úr Ljóðakómum í aðstandendur og væri hennar kór þá afpantaður. Ekki vora þau hjónin alveg ein- huga eða sammála í öllum efnum, því að samtal það, sem við höfðum hafið við séra Gunnar snerist brátt upp í samræður milli þeirra hjóna, en við urðum áheyrendur og undr- uðumst, svo ekki sé meira sagt. Var ljóst af öllu, að þau hjónin vildu ráða tilhögun útfararinnar að mestu að eigin geðþótta, enda ynni séra Gunnar ekki með hveijum sem væri, og ef okkur líkaði það ekki, þá skyldum við leita annað. Er það skemmst af þessu að segja, að þegar við fóram af fundi séra Gunnars, voram við orðnar afhuga því að njóta þjónustu hans í þessum efnum. Lyktaði hugleiðingum okkar á þann veg, að starf séra Gunnars var afþakkað, og gaf hann þá það svar, að hann væri feginn að losna við þessa útför. Leituðum við til annars prests og tók hann erindi okkar með ljúfmennsku, eins og vera ber, og virti óskir okkar í hvívetna. Að endingu þetta: Okkur er svo hlýtt til Fríkirkjusafnaðarins, að við teljum okkur skylt að skýra frá slíkum misbresti í starfí prests hans í eins viðkvæmu máli og hér var um að ræða, því að varla eram við einar um að verða fyrir slíku við- móti, slík framkoma getur bitnað á öllu starfi safnaðarins til frambúð- ar. Virðingarfyllst, Auður Gisladóttir (sign.). Áslaug Gísladóttir (sign.).“ Þrátt fyrir fyrirmæli í 7. gr. end- urráðningarsamningsins, hefur prestur ftrekað sagt organistanum að hann væri rekinn og verið með tilhæfulausar ásakanir við hann, sem ekki er hægt að una við. Org- anistinn hefur greint frá því, að hvorki hann né kirkjukórinn muni starfa áfram við kirkjuna ef séra Gunnar starfi þar áfram sem prest- ur. Kirkjuvörð á safnaðarstjóm að ráða til starfa samkv. 8. gr. erindis- bréfs prests. Einn af traustustu meðlimum kvenfélags safnaðarins tók starfið að sér, en neyddist til að segja því lausu vegna yfirgangs prestshjónanna. Þama átti traustur safnaðarmeðlimur hlut að máli, en þar sem umrædd kona var álitin vinkona stjómarmanns safnaðar- sljómar, var prestshjónunum mjög í nöp við hana og vildu hana burt úr starfi kirkjuvarðar og þau áform tókust. Á safnaðarstjómarfundi þann 19. mars sl., var enn rætt um sam- starfsörðugleikana og þar lýsti séra Gunnar yfír því að afsökunarbréfið frá 28. sept. 1985, hafi verið ritað til að halda starfi sfnu hjá söfnuðin- um og gert vegna tilmæla biskups- ins yfir íslandi. í sjötta lið fundar- gerðar þessa fundar segir orðrétt: „Berta Kristinsdóttir spurði sr. Gunnar, vegna persónulegra ásak- ana hans á einstaka menn í safiiað- arstjóm, á hveiju hann hefði beðist afsökunar f bréfi sínu til safnaðar- stjómar, er hann var endurráðinn til safnaðarins. Sr. Gunnar lýsti því yfir, að bréfið hafi verið skrifað vegna tilmæla biskups. Guðbrandur Ámason spurði sr. Gunnar hvort hann hafi þá ekki skrifað þetta bréf af heilum hug. Sr. Gunnar sagði það hafa verið skrifað til að halda embætti sínu.“ Dæmin era mörg og öll sorgleg fyrir söfnuðinn, sem vill lifa í sátt og samlyndi við meðborgara sína. Á stjómarfundi 29. jan. sl., lagði t.d. séra Gunnar til að tveir aðal- safnaðarfulltrúar, þær Berta Krist- insdóttir og Sigurborg Bragadóttir, yrðu reknar úr safnaðarstjóminni. Þessi tillaga, sem ekki fékk hljóm- grann, er færð í fundargerðabók og undirrituð af stjóminni og séra Gunnari. í útvarpsviðtali við Gísla ísleifs- son nýverið, gerði hann lítið úr sam- starfsörðugleikum við prestinn, þótt svo að hann vissi t.d. um innihaldið í bréfí Guððmundar Gunnlaugsson- ar, sem hér hefur verið birt. I bréf- inu kemur skýrt fram, að séra Gunnar hefur stofnað til flokka- drátta innan safnaðarins og rekið fleyg milli safnaðarmeðlima. Hann hefur stundað áróður og smölun til að koma „sínu fólki“ í stjóm safnað- arins. Á nýafstöðnum aðalfundi kallaði fráfarandi formaður ákveð- inn framboðslista um stjómarlqör „framboð prestsins" og leyndi sér ekki að það væri það framboð sem væri séra Gunnari velþókknanlegt og fundarmenn ættu að greiða því atkvæði sitt. Á stjómarfundi safnaðarins 8. júní sl. var samþykkt í samráði við safnaðarprest að sumarfrí byijaði 1. júlí og að síðasta messa fyrir sumarleyfí 'yrði 26. júní. Séra Gunnari er tíðrætt um hin illu öfl í söfiiuðinum. Við sem nú sitjum í safnaðarstjóm og höfum sumir hveijir verið í söfnuðinum í meira en fjöratíu ár, höfum aldrei orðið varir við þessi öfl hins illa. Séu þau til staðar nú, þá hafa þau komið með séra Gunnari. Afstaða prestsins til kvenfélags kirkjunnar, sem á sér áttatíu og tveggja ára sögu og er eitt elsta kvenfélag kirlq'u hérlendis, er öll á sömu bókina lærð. í stað þess að leita til félagskvennanna og efla samstarfíð við þær og innan kirkj- unnar, hefur hann sniðgengið félag- ið og á þann hátt lítilsvirt merkilegt og göfugt kirstilegt starf þess. Hægt er að rekja þessa sorgar- sögu áfram, en hér skal látið staðar numið. Þó skal tekið fram, að mað- ur með slíka skaphöfii sem stendur í stöðugum illindum og ýfingum við safnaðarstjóm og sóknarböm sín, er lítt hæfur til að gegna hinu vandasama starfi trúarleiðtoga í kirkjusöfnuði. Því miður sýnir bitur reynsla að lítil von er til að hús- friður ríki innan Fríkirkjusafnaðar- ins að öllu óbreyttu. Það er kapps- mál að bæta safnaðarstarfíð, sam- eina söfnuðinn, finna nýjan prest s'em vill starfa í sátt og samlyndi við söfnuð sinn og rækja kristilegt starf. Mörg verkefni bíða óleyst meðan söfnuðurinn velur sér nýjan guðsmann. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík hefur lagt sitt af mörkum í trúarlífi þjóðarinnar á undanfom- um áratugum og það er einlæg ósk hans alls að fá að rækja það starf áfram f friði og sátt við umhverfi sitt og undir leiðsögn trúarleiðtoga sem gengur friðarveginn, en ekki grýtta slóð myrkurs og ófriðar. Reykjavík, 30. júnf 1988, safnaðarstjórn Fríkirlq- unnar í Reykjavík, Þorsteinn Eggertsson, formaður, Berta Kristinsdóttir, varaf ormaður, Guðmundur Hjaltason, ísak Sigurgeirsson, Magnús Siguroddsson, Sigurborg Bragadóttir." tryggingar SJÓVÁ 19 laugardaga 8QP-I8QP sunnudaga IIQP-I8QP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.