Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 INNLENT angri. Hann náði þar 6,5 stigum af 10 mögulegum en besti árangur var aðeins 8 stig. Til marks um það hve erfið verk- efnin voru þá náði efsti maður í keppninni aðeins 39,38 stigum af 50 mögulegum sem samsvarar ein- kunninni 7,9 en það var 17 ára breskur piltur frá London, Conrad McDonnell, sem náði þessum ágæta árangri. Samkvæmt reglum ólympíu- keppninnar fá gullverðlaun allir sem ná 90% eða meir af besta ár- angri. í þessum hópi voru aðeins sex aðrir keppendur, tveir Vestur- Þjóðverjar, Ungverji, Kínveiji, Búlgari og Rúmeni. Athygli vekur að enginn sovéskur keppandi var í gullhópnum að þessu sinni sem nánast er einsdæmi. Besti Sovét- maðurinn varð að láta sér lynda 8. sæti, aðeins fjórðungsstigi frá gullmarkinu. Silfurverðlaun, sem veitt eru fyr- ir meira en 78% af besta árangri, hlutu 23 keppendur og þeirra á meðal voru þrír sænskir piltar. Þetta mun vera besti ámgur Svía til þessa og þar með allra Norður- landabúa. Bronsverðlaun, sem veitt eru fyr- ir meira en 65% af besta árangri, hlutu 29 keppendur og 27 keppend- ur fengu heiðursviðurkenningu. Þeirra á meðal var, eins og að ofan sagði, íslendingurinn Hákon Ás- grímsson, sem lenti í 76. sæti í keppninni. Stúlkunum sjö sem þátt tóku í keppninni gekk öllum heldur illa. Bestum ámgri náði þar tékkneska stúlkan sem lenti í 66. sæti og hlaut heiðursviðurkenningu. Þótt ólympíukeppnin sé keppni einstaklinga og ekki opinberlega birtur ámgur þjóða í heild þá ber þetta alltaf á góma. í þetta sinn náðu Rúmenar bestum heildarár- angri með 1 gull og 4 silfur. Sovét- Kjör heiðursdoktors á Háskólahátíð: „Vænt um að fá viður- kenningu af þessu tagi“ 19. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði í Bad Ischl: DR. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, var einn þeirra fjög- urra sem hlutu heiðursdoktors- nafnbót við Háskóla íslands á Háskólahátið 1988. Jóhannes Nordal lauk doktorsprófi félags- fræði og hagfræði frá London School of Economics 1953 og var fyrsti íslendingurinn sem lauk doktorsritgerð í félagsfræði. Blaðamaður ræddi við hann var hann fyrst spurður hvaða þýð- ingu slík nafnbót hefði í hans huga. „Mér þykir mjög vænt um að fá viðurkenningu af þessu tagi en um leið minnir hún mig á að margt hefur verið vanrækt sem maður hafði áhuga á áður en lagt var út í ævistarfið. En hvort hún leiði til þess að ég sinni fræðistörfum meira héðan í frá en hingað til læt ég ósagt. Þau störf sem ég hef unnið að í hagsýslu og bankastjómun eru afskaplega erilsöm. Það gefst sjald- an stund milli stríða og því má segja að öll fræðistörf mín hafi um langt skeið verið nánast í molum. Hins vegar þætti mér vænt um að geta sinnt félagsvísindum af meiri alúð það sem eftir er ævinnar." - Átt þú einhver ráð að gefa kandidötum í félagsfræði og hag- fræði? „Ekki önnur en þau að menn skyldu setja það efst á bauginn að Morgunblaðið/Einar Falur Dr. Jóhannes Nordal veitir viðtöku heiðursdoktorsnafnbót í Há- skólabíó. F.v.: Sigmundur Guðbjamason, rektor Háskóla íslands, dr. Jóhannes Nordal, heiðursdoktor og Þórólfur Þórlindsson, deildarforseti félagsvísindadeildar. sinna þeim málum sem þeir hafa mestan áhuga á og þar sem þeir telja að hæfileikar sínir komi að bestum notum." - Hvað finnst þér um iðkun fé- lagsfræða hér á landi? „Félagsfræði er skammt á veg komin hér enda aðeins rúmur hálfur annar áratugur frá því að kennsla í félagsvísindum við Háskólann hófst. Það er mikið uppbygginga- starf framundan." Að lokum hafði Jóhannes Nordal þetta að segja: „Háskólinn er ein mikilvægasta stofiiun þessa lands og þá ekki síst vísindastarfsemi hans. Ég vil færa honum bestu óskir um að hann nái að dafna og styrkj- ast og þá ekki síst vísindastarfsem- in. Hún hefur ekki hlotið þann meðbyr stjómvalda og almennings sem henni er nauðsynlegur því skapandi vísinda- og rannsóknar- starf er grundvöllur allrar æðri menntunar." Kvennaþingið í Qsló: 800 konur og 1 karl- maður frá Islandí Yngsti þátttakandinn þriggja mánaða Samnorræna kvennaþingið sem haldið verður í Osló vikuna 30. júlí — 7. ágúst hefur fengið góðar undirtektir hjá íslenskum konum. Nærri 800 konur hafa skráð sig til þátttöku í þinginu og er það met á Norðurlöndun- um. Nokkur böm verða sam- ferða mæðrum sinum á þingið, m.a. þriggja mánaða snáði, Kri- stófer Hauksson, en eini full- orðni karlmaðurinn í hópnum verður Sigurður Karlsson, leik- ari, sem kemur fram í leikþætti sem fluttur verður á þinginu. Þetta kom fram á kynningar- fundi sem haldinn var í húsakynn- um BSRB við Gretisgötu 30. júní sl. Um 200 konur mættu á fundinn og ríkti mikil stemming í hópnum. Tiigangur fundarins var að kynna konunum dagskrá þingsins og veita þeim leiðsögn um ýmis mál varð- andi ferðina, svo sem farmiðakaup, ferðatryggingu o.fl. Ýmis stéttarfélög styrkja sínar félagskonur til fararinnar og auk þess hefur félagsmálaráðherra stofnað sjóð til að styrkja þær kon- ur sem ekki hljóta stuðning annars staðar. Einnig hefur fjármálaráð- herra samþykkt, að beiðni BSRB, að ríkisstarfsmenn verði á launum þá flóra virka daga sem þingið stendur og borgarstjóri hefur sam- þykkt að borgarstarfsmenn búi við hið sama. Fyrsta konan sem tilkynnti þát- töku í þinginu var Ágústa Lilja Ásgeirsdóttir, Qögurra bama móðir sem átti von á því fimmta. Hún eignaðist bamið á sumardaginn fjrsta 21. apríl, dreng sem hlotið hefur nafnið Kristófer. Hann verður samferða móður sinni á þingið, þá mmlega þriggja mánaða gamall. Ágústa Lilja var spurð hvenær hún hefði ákveðið að sækja þingið. „Strax og ég heyrði minnst á það. Ég tilkynnti þátttöku daginn eftir að fyrsta_ frétt um þingið kom í blöðunum. Ég var að vinna hjá Verkakvennafélaginu Framsókn, áður en ég fór í bameignarleyfí, og fékk styrk hjá þeim til fararinn- ar“. „Ég hef ekki áhyggjur af því að mig skorti aðstoð við að sjá um Kristófer í ferðinni. Það verða áreið- anlega margar konur sem sakna bamanna sinna og verða fúsar til að sinna honum". Blaðamaður spurði nokkrar kon- ur á fundinum hvemig þingið legð- ist í þær og hvort þær hefðu hlotið einhvem styrk til fararinnar. Þyri Þorvaldsdóttir, sjúkraliði, sagðist álíta að þingið yrði bæði skemmtilegt og fróðlegt, auk þess sem gaman yrði að sjá Osló, en þangað hefði hún aldrei komið. Þyri sagðist ekki hafa búist við að þátttaka íslenskra kvenna yrði eins mikil og raun bæri vitni, en sjálf- sagt gerðu styrkir frá stéttarfélög- unum mörgum konum sem ella hefðu setið heima kleyft að fara. Hún sagðist sjálf fá styrk frá BSRB, en þar sem þingið væri á þeim tíma sem hún væri í sumarfríi skipti samþykktin um launagreiðslur á meðan ekki máli í sínu tilfelli. Guðrún Steinþórsdóttir, verslun- armaður, sagðist hafa fengið 20.000 í styrk frá sínu félagi, Versi- unarmannafélagi Suðumesja, en hún væri eina konan úr því félagi sem færi á þingið. Hún sagðist telja styrkveitingamar álitsauka fyrir stéttarfélögin, og hún væri sann- færð um að sú reynsla sem konur öðluðust á þinginu mjmdi skila sér í starfí stéttarfélaganna eftir að heim væri komið. „Þetta legst vel í mig“, sagði Brynja Margeirsdóttir, heimavinn- andi tveggja bama móðir. „Þetta er hressilegra en orlofsbúðir hús- mæðra á Laugarvatni". Hún sagð- ist fara á vegum eiginmannsins, hann hefði skráð hana og ætlaði sjálfur að taka sér sumarfrí á með- an og sjá um bömin. „Þegar annar aðilinn er heimavinnandi verður vinnuálagið á hinn tvöfalt, og ég hugsa að þetta sé kærkomið tæki- færi fyrir hann til að vera með bömunum" sagði Brynja. íslenskur piltur hlýtur heiðursviðurkenningu Austurriki, frá Hans Kr. Guðmundssyni. 19. Ólympiuleikunum í eðlis- fræði var slitið 1. júlí við hátíð- lega athöfn í „heilsuhúsi" Bad Ischl-borgar. Leikarnir stóðu í 8 ánægjulega daga þar sem skipt- ust á ströng vinna og afslapp- andi kynnisferðir. Verkefni þau sem keppendumir 135 fengu að glíma við vom mjög erfið og þá sérstaklega sú ná- kvæmni og óvissumat sem krafist var í verklega hlutanum. íslensku keppendumir vom nokkuð niður- dregnir eftir einkunnagjöfina í verklegu en þar misstu þau af stig- um fyrir góða vinnu og réttar að- ferðir vegna þess að síðasta mæling var ónákvæm og niðurstaðan því utan þeirra marka sem sett vom. íslenska liðið náði annars í heild- ina góðum árangri í samanburði við fyrri þátttökur og líklega betri en nokkru sinni fyrr í fræðilega hlutan- um. Áður hafa íslendingamir ann- ars alltaf náð betri árangri í verk- legu. Bestum árangri lslendinganna náði Hákon Ásgrímsson stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri sem hlaut 20,88 stig og náði því marki að fá heiðursviðurkenningu. Áður hefur aðeins einum íslendingi tekist þetta, Gunnari Guðnasyni í Aust- ur-Þýskalandi í fyrra. Hákoni tókst m.a. að ná 9,75 stigum af 10 mögu- legum fyrir jójó-verkefni í fræðilega hlutanum. Þess má einnig geta að Agni Ásgeirsson úr Menntaskólan- um í Reykjavík vann verklega verk- efnið um skautun ljóss svo vel að aðeins náðu 6 keppendur betri ár- menn komu næstir með þijú silfur og tvö brons, síðan komu Ungveij- ar, Vestur-Þjóðveijar, Kínveijar og Svíar með sinn besta árangur til þessa. Þrátt fyrir óvenjugóðan ár- angur í samanburði við fyrri þátt- töku var íslenska liðið að venju í neðsta hlutanum, nú í 25. sæti. Með svipaðan heildarárangur og Belgía, Kúba, Kolumbía og Víet- nam. Kanada, Kýpur, Austurríki og Ítalía voru skammt fyrir ofan. Við síitin, þar sem fulltrúi menntamálaráðherra Austurríkis afhenti verðlaun, sagði formaður ólympíuráðsins meðal annars: „Þrátt fyrir það að ekki fái allir verðlaun skulum við muna að sigur hvers og eins felst í því að taka þátt í keppninni." Það er einróma álit þátttakenda að þessir dagar sem nú eru á enda hafi verið þeim til mikillar ánægju og frábær frammistaða austurrísku framkvæmdastjórnarinnar til fyrir- myndar. Eins og einn íslensku kepp- endanna komst að orði: „Ég hef lært óhemjumikið og hefði ekki fyr- ir nokkum mun viljað missa af þessu tækifæri." MORGUNBLASIÐ/SVERRIR Yngsti íslenski kvennaþingsfarinn, Kristófer Hauksson, í fangi móð- ur sinnar Ágústu Lilju Ásgeirsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.