Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 30

Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Ályktun stjómar Félags íslenskra iðnrekenda: Islenskur fjármagnsmark- aður verður að tengjast alþjóð legum fjármagnsmarkaði HÉR Á eftir fer ályktun Félags íslenskra iðnrekenda og greinar- gerð með henni. „Með vísan til meðfylgjandi greinargerðar leggur stjóm Félags íslenskra iðnrekenda til eftirfarandi breytingar á íslenskum fjármagns- markaði. 1. íslenskum sparifjáreigendum og lántakendum verði gefið fullt frelsi til að binda spamað sinn og lántökur hér á landi við gengi er- lendra gjaldmiðla. 2. í beinu framhaldi verði gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að af- nema öll höft sem nú eru á mögu- leikum íslendinga til spamaðar eða lántöku erlendis. 3. Erlendum bönkum verði leyft að stunda bankastarfsemi á íslandi. 4. Athugað verði með tengingu íslensku krónunnar við myntkerfi eins og ECU. Ef framangreindar ráðstafanir verða framicvæmdar gefst tækifæri til að tryggja fslenskum sparifjár- eigendum og lántakendum jafn- stöðu við það sem tíðkast erlendis. Þannig skapast færi á að losa sig undan þeim séríslensku fyrirbæmm á peningamarkaðnum sem birtast annars vegar f lánskjaravfsitölu og hins vegar í háum íslenskum nafn- vöxtum." Greinargerð: „íslenskur fjármagnsmarkaður er lokaður Á undanfömum ámm hafa orðið vemlegar breytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði. Möguleikar til ávöxtunar á sparifé em nú fjöl- breyttari en áður var og sama gild- ir einnig um möguleika fyrirtækja til lánsfjáröflunar. Möguleikar fyr- irtækja til að auka eigið fé með auknu hlutafé hafa hins vegar ekki batnað vegna þess að nauðsynlegar breytingar á skattalögum í þessu skyni hafa ekki verið gerðar. Þama er að flnna eina ástæðu þess að raunvextir á lánamarkaði hafa hækkað svo mjög sem raun ber vitni á undangengnum missemm. Þótt íslenskur fjármagnsmarkað- ur hafí stækkað og orðið fjölbreytt- ari á síðustu ámm, þá er hann enn í aðalatriðum lokaður gagnvart umheiminum. Erlendar lántökur hafa að vísu lengi verið miklar eins og alkunna er, en þær hafa aðallega verið á vegum opinberra aðila eða með opinbem forræði á- einhvem hátt en ekki sem eðlilegur þáttur í starfsemi fyrirtækja. Á síðustu ámm hafa verið gerðar nokkrar breytingar í þá átt að draga úr þessu forræði. Möguleikar Islend- inga til að ávaxta sparifé sitt á annan hátt en í fslenskum krónum em nánast engir. Þetta hefur leitt til þess að öll ávöxtun er mæld á innlendan mælikvarða en saman- burður við erlenda mælikvarða er ekki raunhæfur vegna þess að ekki er hægt að flytja spamað úr krón- um í aðrar myntir eða öfugt. Á sama hátt er lántökukostnaður ein- staklinga og einnig að vemlegu leyti fyrirtækja miðaður við inn- lendan mælikvarða eingöngu. Af- leiðingin er stöðug umræða um þennan mælikvarða, þ.e. lánskjara- vísitöluna, en þessi umræða veldur óróa og óvissu. Þetta dregur ótví- rætt úr áhuga fólks að varðveita spamað sinn á fjármagnsmarkaði. Breytingar á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði Á sama tíma og þessi umræða á sér stað á íslandi, er verið að gera gjörbyltingu á fjármagnsmarkaði í Evrópu. Raunar er þessi breyting þegar hafln víða um heim því nokk- ur ríki hafa um alllangt skeið búið við algert eða nær algert frelsi í gjaldeyrismálum. Þetta á ekki ein- göngu við stóm ríkin, Bandaríkin, Japan, Bretland og Þýskaland, heldur einnig ríki eins og Dan- mörku, Holland, Belgfu og Lúxem- borg. Nú hefur það gerst að ráðherrar Evrópubandalagsríkjanna tólf hafa QENQISSKRÁNINQ Nr. 122. 1. júlí 1988 Kr. Kr. TolF Eln. Kl. 00.16 Kaup S.l. g«ngl Dollari 45,76000 46,88000 45,43000 Sterlp. 77,98900 78,19300 78,30300 Kan. dollari 37,57000 37,66800 37,66800 Dönsk kr. 6,61320 6,63050 6,64520 Norsk kr. 6.87600 6,89410 6,94490 Sænsk kr. 7,27620 7,29530 7,31560 Fi. mark 10,55720 10,58480 10.61700 Fr. franki 7,45460 7,47410 7,48130 Belg. franki 1,19990 1,20310 1,20460 Sv. franki 30,29460 30,37400 30,48990 Holl. gyllini 22,30560 22,36410 22.38480 .V-þ. mark 25,14290 25,20880 25,23610 ít. líra - 0.03389 0,03397 0,03399 Austurr. sch. 3.57290 3,58230 3,58560 Port. escudo 0,30780 0,30860 0,30920 Sp. peseti 0,37650 0,37750 0,38140 Jap. yen 0.34130 0,34220 0,34905 írskt pund 67,52100 67,69800 67,80400 SDR (Sérst.) 59,90080 60,05780 60,11570 ECU, evr. m. 52,14350 52,28030 52,33990 Tollgengi fyrir júlí er sölugengi 28. júní Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. ákveðið að á næstu ámm muni banka- og lánakerfí ríkja Evrópu- bandalagsins renna saman f eina heild, þ.e. peningastofnanir í þess- um löndum munu starfa á einum sameiginlegum fjármagnsmarkaði. Þetta er einn veigamesti þátturinn í áætlun Evrópubandalagsins um einn sameiginlegan markað árið 1992. Evrópuríki utan Evrópu- bandalagsins em þegar farin að undirbúa aðlögun að þessari þróun og allt stefnir í að gjaldeyrisvið- skipti innan Evrópu verði orðin al- gerlega frjáls eftir nokkur ár. Við þessar breytingar mun samkeppni á fjármagnsmarkaði aukast vem- lega og kemur það bæði sparifjár- eigendum og lántakendum í þessum ríkjum til góða. Gengisamstarf í Evrópu Veigamikil forsenda þeirra breyt- inga, sem nú er verið að gera í Evrópu, er stöðugt gengi Evrópu- mynta innbyrðis. Töluvert hefur miðað í þessa átt á undanfömum ámm og allt útlit fyrir að gengis- samstarf í Evrópu muni styrkjast mjög á næstu árum. Reyndar hafa verið settar fram hugmyndir um mun víðtækara samstarf sem endi í einni Evrópumjmt. Full ástæða er til að taka slíkar hugmyndir alvar- lega en hins vegar ljóst að þær munu ekki koma til framkvæmda á næstu árom. Viðbrögð íslendinga við breytingum á alþjóðafjármagnsmarkaði Af framansögðu er Ijóst að tíma- mót em nú að verða í þróun pen- inga- og gjaldeyrismála í Evrópu. Það er afar mikilvægt að íslending- ar geri sér þetta ljóst og þá jafn- framt hvemig við eigum að laga okkur að þessarí þróun. íslendingar verða að eiga sömu möguleika og aðrir til að ávaxta sparifé sitt og íslensk fyrirtæki verða að hafa sömu stöðu og erlendir keppinautar að því er varðar aðgang og Iqor á lánsfé. Til þess þurfa íslensk fyrir- tæki sama aðgang að alþjóðlegum ijármagnsmarkaði og erlendir keppinautar. Fijáls viðskipti með Qármagn em nú orðin nauðsynleg forsenda frjálsra viðskipta með vör- ur og þjónustu. Þær breytingar sem nú em að verða á fjármagnsmarkaði í Evrópu gefa einnig tækifæri til að ijúfa einangmn íslenska fjármagnsmark- aðarins. Það er óhugsandi að ís- lendingar geti einangrað sig frá umheiminum. Lífskjör á íslandi hafa ekki síst byggst á því að eiga viðskipti við umheiminn óg laga sig að þeim breytingum sem þar hafa orðið. Það er alkunna að þrálát vanda- mál vegna óstöðugleika í þjóðarbú- skapnum og mikillar verðbólgu hafa mjög tafíð fyrir því að við gætum lagað okkur að alþjóðlegri efna- hagsþróun. Meðal annars á þennan hátt hefur verðbólga valdið nokkr- um búsifjum. Það hlýtur áfram að verða brýn- asta verkefni hagstjómar að draga úr verðbólgu þannig að hún verði ekki meiri en í viðskiptalöndum ís- lendinga. Jafnframt er nauðsynlegt að íhuga hvemig breytingar á al- þjóðlegum fjármagnsmarkaði geta orðið okkur til hjálpar í þessu. I því sambandi má benda á eftirfarandi: 1. Stöðugt gengi hefur um nokk- urt skeið verið einn veigamesti þátt- urinn í þeirri stefnu íslenskra ríkis- stjóma að draga úr verðbólgu. Sama gildir einnig um efnahags- stefnu margra annarra þjóða. Einn megintilgangur gengissamstarfs Evrópuþjóða hefur einmitt verið að draga úr verðbólgu og skapa meiri stöðugleika í viðskiptum milli Evr- ópuþjóða með því að draga úr óvissu um gengisþróun. Það hefíir alltaf verið ljóst að fastgengisstefna á íslandi stæðist ekki til lengdar nema jafnframt yrði beitt öflugum aðgerðum til að draga úr sveiflum í útflutningstelq- um en þær sveiflur em ein af meg- inástæðum mikillar verðbólgu hér á Iandi. Þetta hefur ekki tekist og þess vegna varð fastgengisstefnan að láta undan síga þegar skyndilega urðu breytingar á ytri skilyrðum þjóðarbúsins. Þetta verkefni sveiflujöfnunar verður að leysa. Við það skapast betri forsendur en nú em til að fylgja stöðugu gengi. Fastgengisstefna getur þá áfram stuðlað að hjöðnun verðbólgu og skapað stöðugleika í utanríkisvið- skiptum. Þá skiptir einnig miklu máli hvemig fastgengisstefnan er fram- kvæmd. Núverandi framkvæmd miðað við tiltekna gengisvog trygg- ir fast gengi að meðaltali en hins vegar er gengi breytilegt gagnvart öllum myntum ef gengissveiflur verða milli dollars og Evrópumynta. Kostir fasts gengis í utanríkisvið- skiptum nýtast því ekki að fullu í 'þessu fyrirkomulagi. Eftir sem áður ríkir óvissa um gengi allra mynta. Eftir því sem fleiri ríki taka þátt í gengissamstarfí í Evrópu verður stærri hluti af utanríkisviðskiptum íslendinga við þetta fastgengis- svæði. Evrópa er nú þegar stærsti við- skiptaaðili íslendinga. Það em því vaxandi rök fyrir því að tengja gengi islensku krónunnar gengi Evrópumynta, t.d. með tengingu við ECU (European Currency Un- it). Þetta er hægt að gera áh þess að um formlega aðild að gjaldeyris- kerfí Evrópu (EMS) verði að ræða. Með þessum hætti yrði fastgengis- stefnan mun skýrari í framkvæmd en nú er og kostir hennar betur nýttir. Áhrif af gengissveiflum gagnvart Bandaríkjadollar yrðu hins vegar meiri en þær em hluti af því vandamali ytri sveiflna sem leysa þarf á annan hátt en með framkvæmd gengisstefnunnar. Með tengingu við ECU yrði fastgengis- stefnan einnig mun skiljanlegri en nú er og því auðveldara að skapa um hana samstöðu. Hún á sér þá einnig skírskotun til þess sem er að gerast í nágrannalöndunum. 2. Fastgengisstefna verður aldrei . trúverðug meðan nær allar viðmið- anir á flármagnsmarkaði em tengd- ar innlendum breytingum verðlags og lánskjara. Til þess að festa fast- gengisstefnuna í sessi verður að heimila viðmiðanir, bæði innlána og útlána, við gengi erlendra gjald- miðia. Vísir að þessu er þegar fyrir hendi en þetta verður að gilda al- mennt. Með þessari breytingu yrðu ávöxtun og lánskjör á Islandi einnig sett í betri samanburð við það sem er í nágrannalöndunum. Þetta mundi einnig draga úr þeim óróa og óvissu sem umræðan um láns- kjaravísitöluna veldur. 3. í alvöm mun aldrei reyna á að hvort fastgengisstefna stenst á íslandi til lengdar nema sömu regl- ur gildi um Qármagnshreyfíngar milli íslands og annarra landa og gilda erlendis. Eins og áður sagði, . er nú stefnt að því að banka- og lánakerfí (og jafnvel allt peninga- kerfi) ríkja Evrópubandalagsins renni saman í eina heild. Þetta mun gjörbreyta allri bankastarfsemi í þessum löndum og gjörbreyta stöðu einstaklinga og fyrirtækja á fjár- magnsmarkaði. Þeir sem standa utan þessara landamæra — en keppa við aðila innan landamær- anna — búa þá við lakari samkeppn- isstöðu, bæði að því er varðar ávöxt- un fjár og kjör og aðgang að láns- fé. Islensk stjómvöld og bankakerfí verða nú þegar að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þessar breytingar muni hafa fyrir íslenskt atvinnulíf og hvemig eigi að laga sig að þessum breytingum. Það er ljóst að fijálsir íjármagns- flutningar við fast gengi breyta hlutverki og möguleikum hag- stjómar á sviði peningamála. Þetta kallar því á skoðun á þeim mögu- leikum hagstjómar sem verða fyrir hendi í breyttu peningakerfi og hvemig eigi að beita þeim til að. ná því markmiði stöðugleika sem áfram hlýtur að vega þyngst. Sér- staklega kallar þetta á rækilega úttekt á því hvemig unnt sé að draga úr áhrifum sveiflna í útflutn- ingstekjum á almenna efnahags- þróun. Ef við hins vegar lokum okkur af frá því sem er að gerast á fjármagnsmarkaði Evrópu, og reyndar alls heimsins, þá mun það háfa afdrifarík áhrif á íslenskt at- vinnulíf." Fiskverð á uppboðsnnörkuðum 1. júií. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 42,00 30,00 38,87 11,876 461.736 Ýsa 71,00 35,00 52,38 0,694 36.353 Karfi 21,00 15,00 19,80 24,595 487.150 Ufsi(smár) 14,50 14,50 14,50 2,143 31.074 Langa 20,00 15,00 17,70 4,405 77.975 Blálanga 21,00 21,00 21,00 0,562 11.822 Steinbítur 21,00 12,50 16,72 1,816 30.370 Lúða 120,00 70,00 76,60 0,731 56.047 Koli 36,00 36,00 36,00 0,452 16.272 Skötuselur 195,00 195,00 195,00 0,100 19.500 Grálúða 32,50 32,50 32,50 0,568 18.486 Sólkoli 25,00 25,00 25,00 - 0,090 2.250 Undirmál 20,00 20,00 20,00 0,927 18.540 Samtals 25,89 48,963 1.267.575 Selt var úr Saxhamri SH, Víöi HF, Halldóru HF og fleiri og frá nokkrum fyrirtækjum. Á mánudag verður selt úr Skipaskaga AK 60 topn aðallega karfi og Fróða SH 7 tonn af blönduðum afla. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 44,00 17,00 41,92 13,615 570.679 Þorskur(umál) 17,00 17,00 17,00 0,157 2.669 Ýsa 64,00 35,00 47,40 16,602 786.883 Karfi 24,00 22,00 22,63 1,509 34.150 Ufsi 11,00 11,00 11,00 1,005 11.055 Skata 74,00 74,00 74,00 0,038 2.812 Langa 22,00 15,00 21,66 0,637 13.797 Lúða(smá) 140,00 135,00 136,27 0,150 20.440 Skötuselur 185,00 185,00 185,00 0,065 12.025 Skarkoli 36,00 34,00 34,67 1,109 38.446 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,703 10.545 Samtals 42,24 35,590 1.503.501 Selt var úr Geir RE og ýmsum bátum. Á mánudag veröur selt úr Þrym BA 50 tonn af karfa og ufsa og Ásgeiri 30 tonn af grálúðu. FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf. Þorskur 44,50 44,50 44,50 0,206 9.167 Skötuselur 105,00 105,00 105,00 0,172 18.060 Ýsa 55,00 55,00 55,00 0,045 2.475 Ufsi 27,00 27,00 27,00 3,813 102.951 Steinbítur 26,00 21,50 25,60 10,873 . 278.340 Karfi 23,40 23,40 23,40 0,491 11.489 Lúða 100,00 100,00 100,00 0,043 4.300 Langa 27,00 25,50 26,76 •1,936 51.813 Skata 45,00 45,00 45,00 0,235 10.575 Langlúra 30,00 27,00 27,02 6,043 163.290 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,045 900 Skarkoli 47,00 47,00 47,00 0,071 3.337 Samtals 27,39 23,973 656.697 Selt var úr Gandí VE, Sigurbjörgu VE, Erlingi VE, Frá VE og Sjöstjörnunni VE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Þorskur 50,00 41,50 46,40 76,459 3.547.447 Ýsa 78,50 25,0.0 64,96 16,373 1.063.669 Ufsi 24,50 22,50 23,70 11,306 267.985 Steinbítur 29,00 15,00 25,76 1,735 44.706 Hlýri 26,00 26,00 26,00 0,275 7.165 Karfi 22,00 15,00 20,21 5,798 117.156 Skata 71,00 71,00 71,00 1,806 128.226 Langa 23,50 23,50 23,50 2,398 56.353 Blálanga 24,00 15,00 22,43 1,773 39.771 Sandkoli 10,00 10,00 10,00 0,031 310 Skarkoli 48,00 38,00 38,58 1,181 45.585 Lúða 171,00 108,00 135,34 0,593 80.323 Grálúða 12,00 12,00 12,00 0,039 474 Skötuselur 176,00 56,00 167,49 0,227 38.020 Samtals 45,31 119,998 5.437.190 Selt var aðallega úr Hauki GK, Höfrungi II GK og Má GK. Á mánudag veröur selt úr ýmsum bátum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.