Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 Hvað er ekki óumbreytanlegft? Hugleiðing um leiðakerf i innanlandsf lugsins eftir Askel Einarsson Undanfamar vikur hefur gætt óánægju um innanlandsflug Flug- leiða. Sá hængur er á framkvæmd flugáætlana í innanlandsflugi Flugleiða, að seinkun og tafír af ýmsum ástæðum eru daglegt brauð. Sumar skýringamar em lítt trúverðugar, þótt að hafa verði þær góðar og gildar, jafnvel þótt ástæða sé ekki til að halda að þær séu sannar. Nú undanfarið hefur félagið fengið trúverðugar skýringar. Þar sem það er viðurkennt af flug- mönnum að þeir taki sér betri tíma en áður til undirbúnings, til að auka öryggi flugsins. í þetta sinn hafa flugmenn óbeint viðurkennt, að áður hafí þeir ekki sýnt sömu árvekni í störfum. Sök Flugleiða í þessum efnum er því augljós, að þrýsta á flugmenn að eyða sem minnstum tíma til undirbúnings flugs hveiju sinni. Séu menn ekki ánægðir með þessa nýju starfshætti flugmanna er ekki við Flugleiðir að sakast og næst er að benda félögum að ráða erlendar flugáhafnir, sem sýni meiri röskleika í störfum. Allir heilvita menn hljóta að sjá að það er engin lausn á þessum vanda að svifta Flugleiðir arð- bærustu flugleiðinni, sem hingað til hefur verið kjölfesta þess að hægt hafí verið að halda uppi inn- anlandsflugi án ríkisstyrkja. Það er hægt að taka undir orð samgönguráðherra að ekkert sé óumbreytanlegt. Eitt er þó víst að ólíklegt er að Hafnfírðingar þurfí flugkost til að fara á fund herra sinna í-Reykjavík. Hér gegnir öðru máli um landsbyggðarmenn flesta. Um það geta fyrrverandi sam- gönguráðherrar upplýst þann, sem nú situr í því ráðherraembætti. Allir hafa þeir þurft að nota flug- ið. Það er óvefengjanlegt að svo- nefnd landshlutafélög hafa átt á brattann að sækja. Það hefur kom- ið í hlut Flugleiða að efla þessa starfsemi með fjármagni og ekki síst með viðskiptavild og tækniað- stoð í rekstri. Það er mjög trúlegt að ekkert þessara félga sinnti vax- andi hlutverki sínu án stuðnings þá frá Flugleiðum og Amarflugi er varðar innanlandsdeild þess. Hjá öllum flugfélögum landsins stendur endumýjun flugflotans fyrir dyrum. Hjá Amarflugi má segja að þegar sé mörkuð stefnan að því er varðar utanlandsflugið. Flugleiðir hafa í megindráttum markað flugvélakaup viðkomandi Evrópuflug og ákvörðun um flug- vélakost fyrir Ameríkuflug er á næsta leiti. Ljóst er að flugvélaval fyrir innanlandsflugið mun enn um sinn sitja á hakanum. Sú spuming hlýtur að leita á, hvort ekki sé tímabært að fram fari endurmat á hlutverki Flugleiða og lands- hlutaflugfélaganna í rekstri innan- landsflugsins. Ástæður til þess að ég fór að hugleiða þessi mál nánar var, að ég var kallaður á fund undimefnd- ar flugráðs, sem átti að leita leiða um endurskipulagningu leiðakerf- is í innanlandsflugi. Mér er ekki kunnugt um hvort þessi nend hef- ur skilað áliti. Hitt er mér ljóst að hugmyndir mínar hafa ekki fengið náð fyrir augum nefndar- innar eða flugráðs. Hugmyndir mínar byggðust á þeim meginforsendum, að Flug- leiðir og landshlutaflugfélögin þyrftu ekki að fjárfesta í samskon- ar flugvélakosti. Samhliða yrði gerð sú skipulagsbreyting að flug- vélakostur Flugleiða yrði miðaður við stærri flugvélar sem hæfðu flutningafrekustu leiðum innan- lands og til skemmra millilanda- flugs. Flugvélakostur landshluta- félaganna þyrfti að vera af tveim Áskell Einarsson „Meginkostur þessara hugmynda er sá að hægt er að gera innan- landsflugið arðbært bæði fyrir Flugleiðir og landshlutaf lugf<elögin, en um leið bæta flug- samgöngur með bætt- um flugvélakosti og aukinni tíðni flugferða á milli staða.“ stærðum þ.e. minni vélar vegna póstflugs og áætlanaflugs til fá- mennari byggðalaga og stærri vélar sem hæfðu leiðum, sem nú eru í rekstri Flugleiða og hafa ekki í rekstri stærri flugvélakosti. Þetta mundi þýða í raun að Flug- leiðir héldu 3—4 helstu Ieiðum og gætu í því efni eftir því sem flug- vallaskilyrði leyfa nýtt millilanda- vélar, þegar miklar annir væru. Öðrum flugleiðum sinni landshlu- taflugfélögin með beinu flugi til Reylg'avíkur og flugi til áætlana- staða Flugleiða, þegar það er hag- kvæmt vegna leiðakerfisins. En á álagstoppum mundi þurfa aðstoð Flugleiða með flugvélakost, þegar um stærri flugvelli væri að ræða. Meginkostur þessara hugmynda er sá að hægt væri að gera innan- landsflugið arðbært bæði fyrir Flugleiðir og landshlutaflugfélög- in, en um leið bæta flugsamgöng- ur með bættum flugvélakosti og aukinni tíðni flugferða á milli staða. Það veigamesta er þó það að komið verði í veg fyrir þá þró- un að innanlandsflugið verði fýrir- sjáanlegur baggi á ríkissjóði. Með núverandi rekstrarfyrirkomulagi getur tvennt skeð að í erfíðleikum sínum losi Flugleiðir sig við innan- landsflugið, með líkum hætti og Amarflug hefur gert. í staðinn fáum við einskonar „byggðastofn- unarflugfélög" með þjónustumáta náðarinnar við landsbyggðina. Það er ekki hrist fram úr erm- inni hjá Norðlendingum og jafnvel þótt Áustfírðingar og Vestfírðing- ar sameinist að taka í sínar hend- ur stóru sérleyfín í innanlands- fluginu. Landshlutflugfélögin þurfa að margeflast til að annast þetta verkefni sameiginlega eða sitt í hvom lagi. Eigi að síður þurfa menh að vera við öllu búnir. Menn mega ekki gefa Flugleiðum höggstað á sér um að losa sig við innanlands- flugið, því að með sölu hlutabréfa ríkissjóðs í félaginu, hafa Flugleið- ir ekki lengur skyldur við byggða- hagsmuni eins og áður var, þegar ráðherrar gátu valið tvo fulltrúa í stjóm félagsins. Ný viðhorf skapast með bættum lendingarskilyrðum. Menn 'gætu vaknað upp við vondan draum, þegar hafíð verður reglulegt ferða- mannaflug til Egilsstaðaflugvallar á annatímum. Mistök Flugleiða um áætlanaflug frá Akureyri til Kaupmannahafnar var ekki til að glepjast, heldur dæmi um að hug- ur verður að fylgja hveiju máli. Hér gætir enn tómlætis og tregðu Flugleiðamanna, eins og með end- urskipulagningu leiðakerfísins, en með því yrði hlutur Akureyrar meiri en nú er í flugsamgöngum. Hér em miklir hagsmunir í veði, sem er hlutur norðanmanna í ferðamennsku. Það hefur heyrst aðvömnarhljómur í klukkum bæj- arstjómar Akureyrar, að vísu dál- ítið lágur, en úr þessu getur orðið sterkur samhljómur síðar á þeirri stundu, þegar kalla þarf saman ólík öfl til samstilltra átaka. Þessu held ég að Flugleiðamenn geri sér ekki grein fyrir. Það er þörf stærri átaka, sem nái einnig til millilandaflugsins. Eg vona að þessi fróma hugleið- ing mín skýri málin eitthvað betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga. m fr I árg Verö 1988 290 * FE RÐALAGI FRAMUNDAN UTGAFU- OG KYNNINGARFYRIRTÆKI Í FERÐAÞJÓNUSTU BOLHOLTI 6 SIMI 68 78 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.