Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 41

Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 41 Agúst Sverrir Vikt- orsson - Minning Fæddur 19. desember 1980 Dáinn 27. júní 1988 Þann 26. jóní fengum við þær sorglegu fréttir að lítill vinur okkar og frændi væri kominn á spftala mjög þungt haldinn og innan sólar- hrings var hann dáinn. Það fyrsta sem maður hugsar er hvað við erum vamarlaus gagnvart dauðanum. Lítill drengur í blóma lífsins slitinn upp með rótum fyrirvaralaust og ekkert hægt að gera. Hugurinn dofnar en smám saman streyma minningamar fram. Ágúst Sverrir Viktorsson fæddist þann 19. desember 1980, sonur góðvina okkar þeirra Ólínu B. Sverrisdóttur og Viktors J. Sigur- vinssonar. Átti hann tvö yngri systkini, þau Kolbrúnu Evu og Sig- urvin Sindra. Það hefur alltaf verið góður vinskapur á milli okkar, þar sem við eigum son sem er aðeins hálfu ári yngri en Sverrir, þá tengd- ust þeir strax sterkum vináttubönd- um. Það var oft glatt á hjalla og mikið um að vera þegar þeir hitt- ust. Fyrstu árin bjuggum við öll í Bolungarvík og var þá mikill sam- gangur milli heimilanna. Sumarið 1986 fómm við öll sam- an í eftirminnilega sólarlandaferð og þar þótti bömunum mjög gam- an, alltaf eitthvað spennandi að gerast'á hveijum degi. Sverrir og Benni vom nánast óaðskiljanlegir allan tímann í skemmtilegum leikj- um á ströndinni, í sundlauginni eða fyrir utan hótelið. Eftir að við kom- um að utan fluttist fjölskylda Sverr- is til Flateyrar og þá var mikill söknuður en alltaf jafri gaman þeg- ar þau komu í heimsókn. Sverrir kom oft einn og var þá hjá móður- ömmu sinni og afa. Yfirleitt leið ekki langur tími þar til hann birtist til að leika við Benna, og gleymdu þeir þá stund og stað. Síðastliðið sumar fluttum við til Reykjavíkur og var þá enn lengra á milli en þeir töluðu stundum saman í sfma og var þá eins og þeir væm á sama stað. Ég held að mér sé óhætt að trúa að forlögin hafi tekið í taum- ana þeger Sverrir tekur það upp hjá sjálfum sér að koma í heim- sókn. Benni gat varla beðið eftir flugvélinni þegar Sverrir var vænt- anlegur og var þá mikill fagnaðar- fundur. Dagurinn var varla nógu langur meðan Sverrir stoppaði. Þeir vöknuðu snemma á morgnana til að leika sér og sofnuðu útaf f miðj- um samræðum. Alltaf var nóg að gera og aldrei skyggði á vináttuna. Við flytjum aftur vestur í sumar og var það helsta tilhlökkunarefni Benna að geta nú haft Sverri í næsta húsi og leikið við hann. Þetta verður því mikill missir. Það þýðir ekki að deila við dómarann, við verðum að sætta okkur við þessa ömurlegu staðreynd að hann sé fallinn frá, en hann fær ömgglega góðar móttökur hinum megin. Það er gott að eiga góðar minningar um góðan dreng og geyma þær með sér í framtíðinni. Við vottum foreldmm hans, systkinum og öðram ættingum, okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að leiða þau í gegnum þessa miklu sorg. Jóhanna, Palli og Benni. Hve sæl, ó hve sæl, en hver leikandi lund, er lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund. (Matth. Joch.) í þessum fallega sálmi Matthías- ar Jochumssonar emm við minnt á hverfulleika lífsins og að bmgðist getur lánið frá morgni til kvelds. Þessi erindi flugu f gegnum hugann er ég frétti að Sverrir litli hefði veikst þá um nóttina og væri ekki hugað líf. Svo hverfult er þetta líf að jafnvel sekúnda getur skilið milli lífs og dauða. Ekki hvarflaði það að mér er hann kom með frændum sfnum til mín tveim dögum áður en hann veiktist, að við sæjumst ekki oftar í þessu lífí. Sverrir var sonur hjónanna Ólínu Sverrisdóttur og Viktors Sigurvins- sonar. í Bolungarvík ólst hann upp ásamt yngri systkinum sínum tveim, ef frá er talin stuttur tími sem þau bjuggu á Flateyri. Sverrir var augasteinn ömmu sinnar og afa, þeirra Kristínar Sigurðardóttur og Sverris Sigurðssonar, enda var hann ekki minna hjá þeim en for- eldram sínum, hann átti þar líka frænda og vin þar sem Laugi var. Sverrir var fadlegur drengur, létt- ur í spori með blik í augum og bar ekki utan á sér að eitthvað væri að, sem mannlegur máttur og aðrar Ifknandi hendur réðu ekki við. Við skiljum ekki alltaf þá ráðstöfun að gamalt fólk, þreytt eftir langa æfí og veikindi og þráir hvíldina, skuli ekki fá að fara, en lítill drengur fullur af lífsgleði er hrifínn burtu á snöggu augabragði, frá foreldmm, systkinum, ömmum og öfum og öllum sem þótti svo vænt um hann, en Guð ræður og ég trúi því að þar standi vinir í varpi og ólína amma Miiming: Vilmunda Einarsdótt- ir - Vestmannaeyjum Fædd 10. október 1908 Dáin 23. júnf 1988 í dag, laugardag, er borin til grafar frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum amma mín, Vilmunda Einarsdóttir. Hún fæddist 10. októ- ber 1908 í Vestmannaeyjum. Hún missti föður sinn þriggja ára gömul en ólst upp hjá móður sinni f stómm systkinahópi, fyrst í Sandprýði en síðan á Ármóti í Vestmannaeyjum. 1943 giftist hún Hinriki Gíslasyni frá Kaðlastöðum á Stokkseyri. Þau byggðu hús á Skólavegi 15 í Eyjum og þjuggu þar allan sinn búskap, þar til afí lést 16. mars 1986. Nú þegar amma er dáin leita á mig ótal minningar frá uppvaxtar- ámnum þar sem ég dvaldist hjá ömmu og afa til níu ára aldurs. Þetta vom ákaflegá hamingjurík og skemmtileg ár, enda vom þau hjónin einstaklega samhent og ung í anda. Amma fylgdist n\jög vel með, þyrsti í allan fróðleik og var stöðugt að læra eitthvað nýtt. Við krakkamir áttum góðan vin og fé- laga f ömmu. Hjá henni eyddum við mörgum ánægjulegum stund- um. Hún sagði vel frá, var gaman- söm og hagmælt þótt hún héldi þvf fyrir sig og sfna. Amma átti mjög sterka trú og lagði áherslu á að kenna bömum bænir og byggja upp hjá þeim þann innri styrk sem hún hafði sjálf í svo miklum mæli. Hún sagði ávallt: „Dauðinn er áfangi en ekki endir." Vilborg Sveinsdóttir og Guðlaug amma leiði hann sér við hönd um ljóssins sali þar sem lífíð heldur áfram. Ég sendi Ólínu, Vigga, Stínu, Sverri, Sigga afa, föðurömmu og afa og ölium ættingjum innilegar samúðarkveðjur frá mér og bömum mínum. Við vitum að Kolbrún og Sigurvin litli eiga eftir að verða foreldmm sínum og öllum ættingj- um gleðigjafar einmitt nú, þegar allt virðist svo dimmt og tilgangs- laust. Pétur Geir og Pétur Runólfs- son þakka fyrir stundimar sem þeir léku sér saman. Guð gefí ykkur styrk á þessum erfíðu tímum og trú á að það birti upp um síðir. Við kveðjum þennan litla vin okkar með versi eftir Bjöm Halldórsson frá Laufási. Hví var þessi beður búinn bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í hóndum, hólpin sál með ljóssins öndum. Kristný Pálmadóttir Nú sitjið þið vinir með hnípinn hug, og hjörtun svo full af trega. Þótt sólbjartar minningar séu þar, um son ykkar elskulega. Svo hugsaði ég áður. Svo hugsum við æ. Er hörmunga dynur á stundin. Oss finnst sem að aldrei geti græðst, svo geigvænleg saknaðarundin. Og sonarminningar sólbjartar þl Verða’æ sælli með Qölgandi áram. Og verða þá léttari og leika sér, sem ljósgeislar ofan á báram. (Einar H. Kvaran.) Hægt er að líkja æsku bama að nokkm leyti við sumarið. Sumarið, sem þó áður en maður veit af, er liðið. Bömin em þeir aðilar sem erfa skulu landið, og koma oft fram Anna, Jóna Jóns- dóttir — Kveðjuorð Fædd2.júlí 1956 Dáin ll.júní 1988 Anna Jóna starfaði sem hönnuð- ur á Álafossi frá 1. febrúar 1986 til 1. september 1987. Hún fórst í bflslysinu á Skúlagötunni, það er erfítt að trúa þessu og það er erfitt að sætta sig við þetta. Við ætluðum jú alltaf að hittast og hóa vinnufé- lögunum saman. Eflaust eigum við öll eftir að hittast og því trúði jú Anna Jóna, við myndum öll hittast þegar þessari hótelvist væri lokið. Eg minnist Önnu Jónu sem líflegrar og glæsilegrar konu og hún skildi eftir sig spor í hjörtum okkar allra. Hún var fljót að kynnast fólki og það leið ekki langur tfmi frá því að hún byijaði að starfa með okkur þangað til manni fannst maður allt- af hafa þekkt hana. Alltaf fannst mér Anna Jóna fínna strax ef eitthvað var ekki eins og það átti að vera hvort sem var í starfinu eða hjá okkur samstarfs- fólkinu. Var hún þá fljót að leggja sitt til svo að leysa mætti vandann, kom með góð ráð eða vildi að mál- in væm rædd af réttlæti og óeigin- gimi. Eins gladdist hún alltaf inni- lega með manni þegar hlutimir gengu vel eða eitthvað ánægjulegt kom upp á. Það var eins og hún fyndi hlutina á sér því oft varð ég vör við að hún vissi hvað leið án þess að maður segði neitt. Það var oft glatt við kaffíborðið á hönnunardeildinni og þá ósjaldan að Anna Jóna hélt uppi flörinu. Hún hafði lesið mikið, kynnst mörgu fólki og átt viðburðaríka daga, og mikið var gaman að hlusta á frá- sagnir hennar, því hún sagði skemmtilega frá og kunni að kiydda sögumar sfnar. Maður fékk fljótt þá tilfínningu að hún ætti yndislega samstæða fjölskyldu og hún var stolt af sínu fólki. f starfí fór Anna Jóna ótroðnar slóðir og þó oft sé sagt að ekkert sé nýtt undir sólinni, þá kom hún iðulega með ótrúiega góðar og ný- stárlegar lausnir í hönnun sinni, og aldrei lá hún á liði sfnu til að að- stoða okkur hin því hún var óeigin- gjöm, já það var gott að vinna með Önnu Jónu. Við vottum fjölskyldu og að- standendum hennar okkar fyllstu samúð. Megi minning hennar lifa með okkur. Fyrir hönd samstarfsfólks á Álafossi, Ása Gunnarsdóttir Ég hitti Önnu Jónu fyrst á Loka- stígnum í Reykjavík. Mér geðjaðist strax vel að þessari ungu stúlku. Hugsaði hve Jóhann væri lánsamur af hafa svo styrkan lffsfömnaut og gladdist fyrir hans hönd. Systir hennar var einnig stödd þar og spurðu þær systur hvort ég vildi verða þeim samferða að lokinni heimsókn, við ættum samleið. Það kom fyrir að við töluðum saman í sfma, og var hún aidrei of upptekin til að ræða við mig. Mér fínnst þær minningargreinar sem skrifaðar hafa verið um Önnu Jónu segja manni meira en margar aðrar sem skrifaðar em og hef ég litlu þar við að bæta. Glöð og grandalaus kvöddu þau hópinn sinn er þau Anna og Jóhann lentu í þessu slysi. Enn einu sinni hefur Bakkus valdið óbætanlegu böli. Jóhann, ég bið Guð og allt sem gott er að veita þér, Haraldi Inga og öðram aðstandendum styrk. Megir þú, Jóhann, vera svo lánsam- ur að vegna vel á þeirri braut sem þið Anna Jóna vorað svo samhent á. ída Sigurðardóttir Hún Anna Jóna er dáin. Mér fannst heimurinn hrynja þegar ég fékk þær hræðilegu fiétt- ir aðfaranótt 11. júnf að Anna Jóna hefði farist í umferðarslysi þá um nóttina. Ég man þegar ég sá Önnu Jónu fyrst. Jói bróðii’ minn hafði boðið mér á sýningu hjá Leiklistarskólan- um og Ánna Jóna hafði gert búning- ana. Einhver hafði hvíslað því að mér að Jói væri farinn að vera með þessari stelpu og ég man að ég gjóaði forvitnum augum á hana alla sýninguna. Upp frá þessu hófust okkar kynni sem urðu að mikilli vináttu og með tímanum varð mér ljóst að hún var ekki bara mágkona mfn heldur ein af mínum bestu vinkonum. Alltaf gat ég leitað til hennar, hún var alltaf fús til að hjálpa eða létta undir og ef einhveijar spumingar bmnnu á vömm mfnum, gaf hún mér svör eða kom með tillögur. Þau em óteljandi kvöldin sem við sátum og spjölluðum um heima og geima. Og sögumar hennar Önnu Jónu vom svo frábærar að maður sat alveg heillaður undir frásögn- inni eða í keng af hlátri, undir mið- nætti kom svo Jói heim úr vinn- unni, settist hjá okkur og rabbaði smástund, sagði svo eitthvað fallegt við Önnu Jónu, bauð svo góða nótt en við Anna Jóna spjölluðum áfram fram á rauða nótt. Alltaf enduðum við á því að tala um hið óútskýran- lega, aðra heima, annað líf. Við veltum þessu fyrir okkur fram og til baka og hún sagði mér sögur. með svörin þar sem við siglum í strand. En svo koma líka þær stund- ir sem margs er spurt en enginn hefur svörin. Okkur setti hljóð er við fréttum að Sverrir litli hennar Ólínu og hans Vigga hefði verið fluttur mik- ið veikur til Reykjavíkur og væri óttast um líf hans. Margt kemur upp í huga okkar þegar við gefum minningunum lausan tauminn. Þau vom ófá skiptin sem að við fylgd- umst með honum út um stofu- gluggann á Þjóðólfsveginum, þess- um röska, frísklega frænda okkar sem lék sér svo oft á túninu hjá ömmu sinni og afa nafna sínum. Sverrir litli virtist njóta lífsins til hins ýtrasta og var duglegur að finna sér eitthvað til dundurs svo sem að hanga í snúrastaurunum eða klifra upp á bflskúrsþak á Höfð- astígnum. Með þessum línum viljum við þakka Sverri litla frænda okkar samfylgdina og biðjum góðan guð að geyma hann. Svona viljum við minnast frænda okkar og vonum að minningamar veiti ástvinum hans styrk. Elsku Ólína og Viggi, ömmur, afar og aðrir aðstandendur. Við á Þjóðólfsveginum vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Pálína Hún vann svo mikið og var oft þreytt. Ég hlakkaði til þess dags þegar hlé yrði á og við gætum átt fleiri stundir saman. Ég man hvað hún var stolt þegar hún sagði mér frá nýjum og spenn- andi verkefnum sem henni vom fengin. Hún var farin að uppskera laun erfíðis sfns. Hún var svo góð við bömin mín. Gaf þeim alltaf tíma, setti sniðugt f hárið þeirra, bjó til lftinn leik. Henni fannst ég stundum svolítið fhaldssöm f uppeldi þeirra og sagði oft: „Ég þarf að spílla þessum böm- um þínum svolítið." Sunnudaginn 5. júnf var yngsta bamið mitt skírt. í boðinu var Anna Jóna strax farin að spjalla og grínast við bömin mfn. Ég kom að henni og dóttur minni Söm, 4ra ára í elhúsinu að „reykja". Anna Jóna var búin að búa til þykjustu sígar- ettu handa henni. Sfðan settust þær í stofuna hvor með sinn kaffiboll- ann, Sara með skrautlegan borða f hárinu og um eyrað, sem Anna Jóna hafði tekið af einum skímar- pakkanum. Sú stutta leit á mig og sagði: „Hún setti bara einn dropa af kaffí í mjólkina mfna.“ Augun ljómuðu og hún beygði sig niður og sötraði „kaffið" sitt. Ég snéri mér að önnu Jónu og sagði: „Þér dettur alltaf eitthvað öðmvísi í hug, þú þarft greinilega að fara að „spilla" bömunum mínum meira." „Það ætla ég líka að gera," sagði hún og brosti sínu kankvfsa brosi. Alltaf fékk ég koss og hlýjan vanga þegar við hittumst eða kvöddumst. Orð litla drengsins hennar lýsa henni best: „Hún var svo falleg, skemmtileg og góð við alla." Elsku Jói, Halli, Anna, Jón, systkini og mágfólk, megi góður Guð styrkja okkur í sorginni og lffsbaráttunni. í hjörtum okkar eigum við fallega og bjarta minningu um hana Önnu Jónu sem geymist þar að eilífu. Ég óska henni famaðar á nýjum og framandi slóðum. SigTÚn Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.