Morgunblaðið - 02.07.1988, Page 51

Morgunblaðið - 02.07.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 VELVAKANDI SVÁftAR í SÍMA [691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS m n m €CHtE CUEEN Þessir hringdu . . Skansinn í Stokk- hólmi I. Þ. hringdi: „Ég vil benda á í kjölfar grein- ar er birtist í Morgunblaðinu 29. júní um 17. júníhátíðahöld í Skansinum í Stokkhólmi, að það er ekkert tívolí þar, heldur eru tvö tívolí í nágrenninu, en þó eru eng- in tengsl þar á milli. Ska.nsinn er í huga mínum einskonar Árbæjar- safn Stokkhólmsbúa, þar eru gamlar^ byggingar og þjóðminja- söfn. Á Skansinum er einnnig dýragarður, aðallega með sænsk- um dýrum. Að öðru leyti er greinin prýði- lega vel skrifuð og rétt frá sagt.“ Kvenarmbandsúr Kvenarmbandsúr með gulllit- aðri keðju fannst á homi Háaleit- isbrautar og Kringlumýrarbrautar að kvöldi 24. júní. Upplýsingar í síma 685322, á kvöldin. Kettlingur týndur Þriggja mánaða grá læða með hvítar hosur og bringu týndist 29. júní. Þeir sem geta gefíð upplýs- ingar um ferðir hennar vinsamleg- ast hafí samband við Ólöfu, Otra- teigi 5, í síma 39171. Reikningar sérfræðinga útskýrðir -svar við grein Sig. G. Giiðmundssonar 22. júní Gullfoss á forsíðu símaskrár- innar Til Velvakanda. Fyrir nokkru birtist í Velvak- anda gréinarkom eftir Odd H. Þorleifsson þar sem rætt var um nýútkomna símaskrá. Oddur bend- ir þar á að ekki er getið um nafn á fossinum á kápusíðu skrárinnar né nafn þess er myndina tók og telur hann það galla. Undirritaður er sammála þess- ari gagnrýni og biðst velvirðingar á þeirri handvömm. Myndin er að sjálfsögðu af Gull- fossi eins og Oddur getur um og hana tók Rafn Hafnfjörð. Um leið og ég þakka Oddi H. Þorleifssyni ábendinguna vil ég fullvissa hann og aðra um að séð verði um að þetta endurtaki sig ekki. Ágúst Geirsson, ritstjóri símaskrárinnar. Nýlagað kaffi 10-12 bollar tilbúnir á aðeins 5 mínútum. Gædi, Þekking, Þjónusta A. KARLSSOM HF. Heiðraði velvakandi. Þann 22. júní birtist bréf í dálkj yðar frá Sig. G. Guðmundssyni. í bréfí sínu setur hann fram nokkrar athugasemdir við reikning sérfræð- ings og varpar fram spumingum til Tryggingastofnunar ríkisins. Svör Tryggingastofnunar fylgja hér í sömu röð og athugasemdim- ar/spumingamar. 1. Um greiðslu sjúkrasamlags til sérfræðings. Á reikningnum kemur fram tilv- ísunamúmer í gjaldskrá og fjöldi eininga. Greiðsla sjúkrasamlags verður ljós þegar einingamar hafa verið margfaldaðar með gildandi einingarverði og greiðsluhluti sjúkl- ings dreginn frá. Einingarverðið í mars- maí var kr. 95,91 pr. ein- ingu, en í júní var það kr. 96,20 pr. einingu. Unnt er að fá einingar- Baulujóg- úrt betra Kæri, viðlesni Velvakandi. Ég má til með að hripa niður nokkrar línur til að lýsa ánægju minni yfír nýrri jógúrtframleiðslu er kom á markaðinn fyrir nokkmm mánuðum. Það em þessar unaðs- lega bragðgóðu Baulujógúrtir; ef ég á að orða það sterkt þá segi ég: „Þær em „sjúkar“!“ Ég lít svo sannarlega bjartari augum á tilvemna eftir að hafa fengið mér eins og eina dollu af Baulujógúrt. Áður fyrr borðaði ég jógúrt sárasjaldan, nennti bara ekki að standa í því að troða í mig ,jóg- úrtsulli". En nú er öídin önnur. Ég lifí hreinlega daginn ekki af ef ég fæ ekki að beija þessar dollur augum, grípa þær og skafa innan úr þeim allt góðgætið. Fyrst ég er nú að dásama þetta jógúrt þá vil ég í leiðinni leggja til að „trimmjógúrtimar" verði fleiri en þessar tvær sem þegar fást. Það væri himneskt. Ég er nú öldungis viss að ein- hveijir sem þetta lesa tauta í barm sér: „Aha, er nú einn starfsmaður hjá Baulujógúrtframleiðslunni að dásama framleiðslu sína“. En ég segi það hér og nú að ég er aðeins aðdáandi Baulujógúrtinnar, ekki starfsmaður hjá Baulu. Bauluunnandi verðið uppgefíð hjá samlögum eða Tryggingastofnun ríkisins hvenær sem er. 2. Um kvittun fyrir greiðslu. Sá sem tekur við greiðslu sjúkl- ings er læknirinn. Honum ber að rita nafn sitt í viðeigandi reit, neðst til vinstri á reikningsblaðinu. Aft- asta afritið, eintak sjúklings, gildir sem kvittun/staðfesting á komu. Það getur sjúklingurinn notað þeg- ar um endurgreiðslur á kostnaði vegna bótaskylds slyss er að ræða og einnig ef um lífeyrisþega er að ræða, sem þarf að sýna fram á 12 greiðslur hjá sérfræðingi á ári til að sleppa við frekari greiðslur það árið. Óski sjúklingurinn eftir greiðslukvittun sem lýtur fullkom- lega lögmálum viðskiptalífsins get- ur hann beðið lækninn um hana. Reikningseyðublað sérfræðings er hins vegar fyrst og fremst hannað með viðskipti læknis og sjúklinga við sjúkratryggingakerfíð í huga. 3. Um staðfestingu sjúldings með undirskrift. Undirskrift sjúklingsins er því til staðfestingar að hann hafi komið umræddan dag til læknisins, greitt þá fjárhæð sem skrifuð er í reitinn „hluti sjúklings" og yfírhöfuð því til staðfestingar að aðrar þær upp- lýsingar sem fram koma á reikning- seyðublaðinu og sjúklingurinn þekkir til af eigin raun, séu réttar. Má hér nefna komudag sjúklings, heimilisfang hans og kennitölu. 4. Um rithátt á heiti aðgerðar. Geti sjúklingur ekki áttað sig á aðgerðarheiti (latína t.d. notuð) er með einu símtali við sjúkrasamlag hægt að fá það upplýst, þar sem sjúklingur á að fá afrit reikningsins og þar má lesa gjaldskrámúmer aðgerðarinnar. Til nánari glöggvunar á því sem hér hefur verið ritað skal tekin upp 8. grein 1. mgr. í samningi um sér- fræðilæknishjálp sem fjallar um hvemig sérfræðingi ber að gera reikning sinn úr garði: „Reikningur læknis til samlags skal vera í stöðluðu formi og skal þar m.a. tekið fram nafn, nafnnúm- er, heimili og aldur sjúklings. Hvaða dag verkið var unnið og hvað var gert, gjaldskrárlið þess, eininga- íjölda og greiðsluhlut sjúklings. Sjúklingur skal staðfesta reikning með undirskrift sinni við hveija heimsókn og skal hann fá afrit hans. Af þessu má ljóst vera að lækni ber tvímælalaust að skrá ofan- greind atriði á reikningseyðublaðið áður en sjúklingur staðfestir reikn- inginn með undirskrift sinni. Réttur sjúklingsins er einnig ótvíræður. Hann verður hins vegar að halda fí-am rétti sínum vérði misbrestur á þessu. Að síðustu spyr Sig. G. Guð- mundsson hvort ekki sé hægt að gera eyðublöð auðskilin þeim sem undirrita. Reynt hefur verið eftir fremsta mætti að gera eyðublöð þessi þannig úr garði að þau gegni sem best hlutverki sínu. Eins og fram hefur komið hér að ofan er um að ræða reikning sérfræðings til viðkomandi sjúkrasamlags þar sem afrit hans gegnir um leið hlut- verki kvittunar. Allar ábendingar um það sem betur mætti fara eru hins vegar vel þegnar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS, Hildur Sverrisdóttir. Margs ber að gæta... Kæri Velvakandi: Ég vil byija á að þakka bréf sem birtist í Velvakanda þann 23. júní frá Einari Ingva Magnússyni. Þar skrifar auðsjáanlega mikill dýravin- ur. En mig langar að bæta við minni skoðun á kattahaldi hér í borg. Það er ekki nóg að langa til að hafa gæludýr, í þessu tilfelli kött, fólk þarf að spyija sjálft sig áður en dý- rið er tekið á heimilið hvort skilyrði séu fyrir hendi að halda kött. Það fylgir því vinna og ábyrgð að annast dýr svo í lagi sé. Svo er það atriði sem alltof oft virðist gleymast, að dýrið verður kynþroska og ekkert vit er í að láta t.d. læðu gjóta nema einu sinni og gera hana síðan ófijóa. Högna á að gelda ca. 7 mánuðum eftir fæðingu. Kettir sem hafa verið meðhöndlaðir á þann veg verða yfir- leitt heimakærir, leika sér fram á háan aldur óg verða meira að segja ennþá „kattþrifnari" en áður! Að lokum þetta: Við dýravinir skulum halda áfram að hugsa vel um öll dýr sem nálægt okkur eru, hvort sem þau eru okkar eða ann- arra. Það er góð fyrirmynd fyrir böm og unglinga. Guðrún S. Jóhannsdóttir HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SlMI: 91 -27444. Sérblað á miðvikudögum Hvaðerí ssr- blaðinu? ir~“ Myndasögur, þrautir og efni frá börnum. Auglýsingar í barnablaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 17.00. áföstudögum. - bl^ð allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.