Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 54

Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 ÍÞRÚmR FOLX ■ SHEFFIELD Wednesday seldi Lee Chapman til Niort í Frakklandi, e'nn fékk aðeins um 350.000 pund fyrir leikmanninn. Liðið hefði fengið mun meira fyrir hann ef hann hefði verið seldur til félags í Englandi, en þegar leik- menn eru seldir milli landa getur UEFA ákveðið verðið. ■ JOHN Deehan, sem lék með WBA og Norwich, er farinn til _ Manchester City. Hann mun sjá um þjálfun, en einnig leika með lið- inu. ■ WOLVES fékk ekki leyfí til að taka þátt í alþjóðlegu móti á Mön í lok júlí. Enska knattspymu- sambandið neitaði liðinu um farar- leyfí vegna hræðslu við ólæti. Wolv- es hefur tekið þátt í þessu móti í fímm ár. Cardiff og Blackburn ætluðu einnig að vera með í mótinu móti en ólíklegt þykir að liðin fái lejrfí og jafnvel búist við að hætt verði við mótið. , ■ FRJÁLSÍÞRÓTTASAM- BAND íslands heldur um helgina A-stigs námskeið í ftjálsum íþrótt- um. Gunnar P&ll Jóakimsson er ieiðbeinandi á námskeiðinu sem hefst kl. 10.30 í dag. Upplýsingar um námskeiðið eru gefnar á skrif- stofu FRÍ í síma 685525. ■ STEPHANE Demol, félagi Arnórs Guðjohnsen hjá And- erlecht, hefur skrifað undir þriggja ára samning við ítalska liðið Bo- logna. Framkvæmdastjóri And- erlecht, Michel Verschueren, sagði að samningar hafí náðst milli Bologna og Demol en eftir væri að ganga endanlega frá samningum við Anderlecht. Demol er belgísk- ur landsliðsmaður, en átti við meiðsli að stríða á síðasta keppn- istímabili. ■ PETER Wurtz, leikmaður með Rapíd Vín í Austurríki, flaug S gær til Spánar og skrifaði undir samning við spánska félagið Espanol. ■ GERARD Plessers, fyrrum leikmaður með belgíska landsliðinu í knattspymu, mun leika með belgíska liðinu FC Gent næsta vet- ur. Plessers, sem er 29 ára, hefur leikið með v-þýzka liðinu Ham- burger síðustu flögur árin. ■ DÓMSTÓLL hefur hafnað kröfu hollenzka knattspymufélagsins AZ .TYAlkinaar þess efnis að endurtekinn verði leikur tveggja liða sem björg- uðu sér frá falli með því að gera markalaust jafntefli og sendu' þar með AZ Alkmaar niður í 2. deild. Liðin tvö, PEC Zwolle óg Volend- am fengu bæði 29 stig en AZ Alkmaar 28. Forráðamenn AZ héldu því fram að forráðamenn hinna liðanna tveggja hefðu komið sér saman um úrslitin fyrir leikinn, því að nánast ekkert gerðist í leikn-. um. Dómstóllinn sagði hins vegar að liðum væri ekki skylt til að leika til sigurs og því væri ekki hægt að sakfella liðin tvö. ■ STEFFI Graf og Martina Navratilova leika til úrslita í ein- ^hðaleik kvenna á Wimbledon- tennismótinu. Graf vann Pam Shriver 6:1 og 6:2 í gær, en Navr- atilova vann Chris Evert 6:1, 4:6, 7:5. KORFUKNATTLEIKUR / NBA PUNKTAR Manute Bol til Golden State Gunnar Valgeirsson skrifar GOLDEN State Warriors keyptu Súdanbúann Manute Bol, sem er stœrsti leikmaður- inn f deildinni, frá Washington Bullets. Bol mun leika við hlið- ina á Ralph Sampson hjá Warri- ors og má búast við að erfitt verði að skora inni íteig hjá liðinu nœsta vetur því Samp- son er meðal stœrstu leik- manna ídeildinni. Bol, sem er mjög litríkur leik- maður, sagði að hann byggist við að fá að spila meira með Warri- ors en hann gerði hjá Washington. Af öðrum nýlegum leikmannaskiptum seldi Boston Celtics framherjann Fred Roberts til Mil- waukee gegn valrétti í háskólaval- inu nú í ár. Versace tll Charlotte Lið Charlotte, sem leikur í NBA- deildinni í fyrsta sinn, er nú að semja við aðstoðarþjálfara Detroit Pistons, Dick Versace, um að vera aðalþjálfari liðsins. Fastlega er búist við því að Versace taki boði Charlotte nú í vikunni. Þá samdi liðið um helgina við Kelly Tripuka frá Utah Jazz um að leika með lið- íþróttir helgarinnar Laugardagur kl. 12.00 Sumarmót Kraftlyftingasambands- ins fer fram í Garðaskóli í Garðabæ. Laugardagur kl. 14.00 Knattspyrna 2. deild ÞrótturR-UBK......Laugardalsvöllur ÍBV-KS.........Vestmannaeyjavöllur Knattspyma 3. deild LeiknirR-Njarðvík.....Leiknisvöllur Vfkveiji-ReynirS..Gervigrasvöllur Afturelding-Stjarnan...Tungubakkar Magni-ÞrótturN....Grenivlkurvöllur Hvöt-ReynirÁ......Blönduósvöllur Knattspyma 4. deild Snœfell-Ægir...Stykkishólmsvöllur Hvatberar-Fyrirtak....Gróttuvöllur Hveragerði-Léttir .Hveragerðisvöllur Hafnir-Skallagrimur...Keflavfkurv. Geislinn-Bolungarvfk...Hólmavíkurv. Efling-Neisti.........Laugavöllur Æskan-Kormákur ...Svalbarðeyrarv. UMSEb-HSÞb........Laugalandsvöllur LeiknirF-NeistiD...FáskrúðsQarðarv. KSH-AustriE....Staðarborgarvöllur Frjálsar íþróttir Héraðsmót UÍA, HSÞ og UMSEfer fram á Húsavfk og hefst kl. 14.00. Íþróttahátíð HSK fer fram á Selfossi. Hérðasmót USAH fer fram á Blönduósi. Vestmannaeyjamót f fijálsum fþrótt- um fer fram f Eyjum og Vorleikar UMSB fara fram að Varmalandi. Golf Samverksmótið...............Hellu Sunnudagur Valkyijumótið fer framá Svarfhól- svelli við Selfoss. Knattspyraa 4. deild kl.14.00 Armann-VíkingurÓl...Gevigrasvöllur Badmint.ísfj.-Bfldudalur.ísafjarðarv. Knattspyma 4. deild kl.17.00 Skotf.R-Emir......Gervigrasvöllur íslandsmótið 2. deild í dag kl. 14 Þróttur - UBK á Valbjarnarvelli. Þróttarar, fjölmennið á völlinn. Flolrl dómarar í leikjum NBA-deildarinnar næsta vetur verða þrír dómarar sem dæma hvem leik í stað tveggja, eins og verið hefur undanfarin ár. Mikil umræða hefur verið um nauðsyn þess að fjölga dómurum síðustu árin, enda telja flestir að harkan í leikjunum sé orðin of mikil til þess að tveir dómarar_ geti haft fulla stjóm á leikjum. í keppni háskól- anna hafa verið notaðir þrír dómar- ar í nokkur ár og hefur það gefíst vel. NBA-deiidin reyndi þetta eitt keppnistímabil fyrir nokkrum ámm, en eigendur liðanna vom andvígir því að halda þeirri tilraun áfram. DetroR í nýja höll Lið Detroit Pistons hefur leikið síðasta heimaleik sinn í Silver- dome-höllinni, sem reyndar er yfír- byggður knattspymuvöllur en ekki körfuknattleikshöll. Pistons munu leika í nýrri höll, The Palace, í út- hverfí Detroit, Aubum Hills. Höllin mun taka 21.000 manns í sæti og er áætlaður byggingarkosnaður 70 milljónir dala j3,l miljarðar íslenskra króna)! I höllinni verða 180 „einkasvítur" sem leigðar verða út fyrir 30 - 120.000 dali á ári. Er þetta eflaust léttir bæði fyrir leikmenn Detroit, sem hafa hitt betur á útivöllum en í Silverdome, og aðkomulið sem hafa átt erfítt með að aðlaga sig aðstæðum í höll- 1 . ' íw*- ■'‘if Manute Bol er stærsti leikmaður NBA-deildarinnar. Hér er hann með fyrrum félaga stnum hjá Washington, Tyrone Bouges, en hann er aðeins 1.70 m. á hæð. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Unglingalið karia og kvenna til Ítalíu Unglingaiandslið karla og kvenna í handknattleik halda í dag áleiðis til Ítalíu, nánar tiltekið Teramo, þar sem þau munu taka þátt í sterkum handknattleiksmót- um. Eftir Teramo fer kvennaliðið til Fondi og verður með í öðru móti þar. 4. flokkur karla hjá Val er líka á leið til Teramo ásamt 2. flokk kvenna ÍBV. Unglingalandslið karla: Axel Stefánsson, Þór Hallgrimur Jónasson, ÍR, Finnur B. Jónsson, ÍR Jóhann Ásgeirsson, ÍR Róbert Rafnsson, ÍR Magnús Eggertsson, Stjömunni Sigurður Bjömsson, Stjömunni Oliver Pálmason, Val Öm Amarson, Val Gústaf Bjömsson, Selfossi Björgvin Rúnarsson, Þór V. Magnús Sigmundsson, FH Þjálfarar eru Gunnar Einarsson og Eyjólfur Bragason. Unglingalandslið kvenna: Sigrún Olafsdóttir, Vtking Hjördís Guðmundsdóttir, Víking Andrea Atladóttir, ÍBV Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV Berglind Ómarsdóttir.ÍBV KNATTSPYRNA / NOREGUR Litarhátturinn olli aðkasti Hörundsdökkur leikmaður Kongsvinger varð fyrir ónotalegri áreitni af hendi áhorfenda Leiðindaratvik átti sér stað á Biselett leikvanginum í Osló síðastliðinn sunnudag. Þar fór fram leikur Valerengen og Kongsvinger í 9. umferð 1. deild- arinnar, og varð hörundsdökkur leik- maður Kongsvinger, Caleb Franciz, fyrir ónotalegri áreitni af hendi áhorf- enda. Frá Sigurjóni Einarsssyni iNoregi „Burt með þig frá Noregi, svart- naggur," hrópaði hópur áhorfenda að leikmanninum, sem varð mikið um þessa áreitni og treysti sér ekki á æfíngar næstu daga á eftir. Atvik- ið var að sjálfsögðu litið alvarlegum augum af knattspymusamabandinu norska, sem íhugar að refsa Va- leringen með því að láta liðið leika án áhorfenda í næstu heimaleikjum. Helga Sigurðardóttir, FH Berglind Hreinsdóttir, FH Heiða Erlingsdóttir, Víking Halla Helgadóttir, Vtking Elfsabet Þorgeirsdóttir, Grótta Brynhildur Þorgeirsdóttir, Grótta Þuríður Reynisdóttir, Grótta Sigríður Snorradóttir, Grótta Ragnheiður Stephensen, Stjömunni Ingibjörg Andrésdóttir, Stjömunni Björg Bergsveinsdóttir, Haukum Þjálfari er Slavko Bambir og farar- stjóri Helga Magnúsdóttir. Auk þeirra verða Gísli Einarsson læknir og Sólveig Steinþórsdóttir sjúkra- þjálfari með í för. KNATTSPYRNA Mexíkó i bann Alþjóða knattspymusam- bandið, FIFA, hefíir útilok- að Mexíkó frá þátttöku ( öllum alþjóðlegum knattspymumótum í tvö ár. Þar með er ljóst, að Mexíkó verður hvorki með á Ólympíuleikunum í Seoul né í heimsmeistarakeppninni 1990. FIFA tók þessa ákvörðun í kjöl- far þess, að Mexíkanar höfðu rang^ við f heimsmeistarakeppni unglinga í knattspymu í Guate- mala nú í vor. Þá tefldu þeir fram Qóram leikmönnum, sem voru of gamlir til að mega vera með en aldurshámarkið var 20 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.