Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Morgunblaðið/Sverrir Ráðgjafarnefnd ríkisstjórnarinnar á fundi. Frá vinstri eru Viglundur Þorsteinsson, Jón Sigurðarson, Ágúst Einarsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón B. Ólafsson, Ólafur ísieifsson og Eyjólfur K. Sigur- jónsson. Aætlað er að hér séu 1.000 tonn af búnaði með PCB Járnblendifélagið sendi 8 tonn af rafþéttum utan BRESKUR sérfræðingur hefur áætlað að hér á landi séu tun 1.000 tonn af rafmagsnsbúnaði, spennar og þéttar, sem inniheld- ur eiturefnið PCB. Morgunblaðið greindi frá því i vikunni að verið værí að senda utan 8 tonn af rafþéttum sem innihalda PCB til eyðingar í Bretlandi. Þessi send- ing er á vegum Járnblendifélags- ins á Grundartanga. ÍSAL hefur einnig sent út þétta með PCB til eyðingar, 13 tonn i fyrra og álíka magn i ár. Birgir Þórðarson hjá Hollustu- vemd ríkisins segir að þessi fyrir- tæki eigi lof skilið fyrir þetta fram- tak þar sem engin lög eða reglu- gerð skyldi þau til að senda þetta úr landi. Hann segir að töluverður kostnaður fylgi þessu og hafí ÍSAL þannig þurft að borga um 16 millj- ónir króna fyrir sínar sendingar. Þar hafi verið um að ræða að aust- Vandinn er hrikalegur og erfitt að finna lausn - segir Einar Oddur Kristjánsson EINAR Oddur Kristjánsson, ríkisstjórnarinnar, segir að formaður ráðgjafarnefndar vandinn, sem atvinnuvegirnir og fyrirtækin eigi við að etja sé hrikalegur og ekki sé hlaupið að því að finna á hon- um lausn. Nefndarmenn stefna að þvi að skila sameig- inlegri niðurstöðu í lok næstu viku. Orkustofnun: Raforkuverð hækk- ar ekki út þetta ár að genginu óbreyttu ORKUSTOFNUN reiknar ekki með að raforkuverð til húshitunar hækki það sem eftir er ársins að óbreyttu gengi. í frétt frá Orkustofnun segir ennfremur, að gert sé ráð fyrir að kostnaður vegna olíukyndingar haldist stöðug- ur. Orkuverð til hitunar, almennra heimilisnota og atvinnurekstrar er nú almennt lægra en það hef- ur verið á þessum áratug miðað við vísitölu framfærslukostnaðar. Olía hefur lækkað mest og kostar olíulítrinn nú aðeins þriðjung af því sem hann kostaði 1982 og 1983. Þetta hefur leitt til þess að samkeppnisstaða innlendu orkugjafanna er nú lakari en hún var fram á miðjan þennan áratug. Fram á þetta ár var ódýrara að kynda með rafmagni en olíu. Nú er olíukynding að meðaltali hinsvegar lítið eitt ódýrari en rafmagn. Orkustofnun gerir ráð fyrir að kostnaður við hitun íbúð- arhúsnæðis á síðari hluta ársins verði svipaður hvort sem notað er rafmagn eða olía. Orkustofnun gerir ráð fyrir að útgjöld heimila til kaupa á raf- magni frá RARIK til hitunar og almennra nota verði svipuð og verið hefur tvö síðustu ár. Ra- forkuverð til fyrirtækja hinsvegar verður svipað og það var í upp- hafí áratugarins og er verðið þá reiknað á föstu verðlagi miðað við vísitölu framfærslukostnaðar. Ráðgjafarnefndin, sem skipuð var í síðustu viku, hefur haldið fundi tvisvar á dag það sem af er vikunnar. Nefndinni er ætlað að gefa ríkisstjóminni álit, annars vegar um ráðstafanir lil að bæta rekstrarskilyrði útflutnings og samkeppnisgreina, og hins vegar ráðstafanir til að treysta eiginfjár- stöðu atvinnufyrirtækja. Einar Oddur Kristjánsson segir að stefnt sé að því að nefndin ljúki störfum í kringum 20. ágúst og ekki sé annað að ætla en nefndin skili sameiginlegu álti. Einar Oddur vildi ekki upplýsa hvaða leiðir nefndin væri helst að skoða en Þjóðhagsstofnun hefur aðstoðað nefndina við útreikninga á ýmsum dæmum með milligöngu Ólafs ísleifssonar, efnahagsráðu- nautar ríkisstjómarinnar, sem starfar með nefndinni. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa m.a. verið reiknuð fyrir nefndina ýmis dæmi í sam- bandi við svokallaða niðurfærslu- leið. í henni felst að fært er niður verðlag, laun og vextir þannig að rekstrarkostnaður fyrirtækja lækkar en óvíst er talið hvort slík leið sé raunhæf. Lúðusöfnunin gengur þokkalega Grindavik. SKOSKI sjávarliffræðingurínn Peter Smith, sem er staddur í Keflavík að kaupa lifandi lúður fyrír skoska tilraunaeldisstöð, var í gærkvöldi i óða önn að taka á móti afla dagsins er dragnótabátamir lögðust hver af öðrum að tankskipinu Gunn- ar Junior og lönduðu i það. Erfíðlega gekk að hefja veið- amar vegna veðurs en á þriðjudag fór einn bátanna á sjó í brælu og fékk tæplega 30 lúður en þær voru mikið skaddaðar eftir veiðar- færið og skaksturinn á leið í land, svo Peter Smith reyndi ekki að halda í þeim lífí. Á miðvikudag gaf vel til veið- anna og söfnuðust 250 lúður sem braggast vel. í gær fímmtudag tók Peter Smith á móti 48 lúðum úr fyrsta bátnum og var í óða önn að landa úr öðrum bátnum falleg- um lúðum á meðan fréttaritari Morgunblaðsins staldraði við. Peter Smith til aðstoðar var Dr. Bjöm Bjömsson fískifræðing- ur og umsjónarmaður tilrauna- lúðueldisins í Grindavík og leist honum vel á lúðumar sem þeir voru að taka á móti. Sá leiðinlegi misskilningur átti sér stað þegar sagt var frá því í þriðjudagsblaðinu að kostnaður- inn við tankskipið væri 25 milljón- ir króna. Hið rétta er að hann er 2,5 milljónir. Kr.Ben. Morgunblaðið/Kr.Ben. Peter Smith tekur á móti lúðum úr dragnótabát í gærkvöldi um borð i norska tankskipinu Gunnar Junior á meðan bíður annar eftir að geta landað. urríkst fyrirtæki sem tók þéttana upp í kaup á nýjum þéttum en end- ursendi síðan þá gömlu til eyðingar í Bretlandi. Hvað áætlun hins breska sér- fræðings varðar segir Birgir að Ijóst sé að mörg hundruð rafþéttar sem innihalda PCB hafí verið í notkun hérlendis. Hinsvegar væri erfítt að segja til um hvort 1.000 tonn væru nákvæm tala þar sem magn búnað- ar Landsvirkjunar sem inniheldur PCB væri óljóst. „Við vitum að eitthvað af hinum stóru spennum í virkjunum Lands- virkjunar innihalda PCB og getur magn efnisins í einum slikum spenni numið nokkur hundruð lítrum," segir Birgir. Jámblendifélagið sendir sína þétta til breska fyrirtækisins Rech- em sem er eitt af fáum fyrirtækjum í heiminum sem annast eyðingu PCB. Birgir segir að af hálfu fyiir- tækisins hafí sérlega vel og fag- mannlega verið að málinu staðið. Kaupfélag Eyfirðinga: Rætt við Axel Gísla- son um kaup- félagsstjóra- stöðuna JÓHANNES Sigvaldason stjómarformaður KEA og Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjórí hafa að undan fömu rætt við Axel Gislason um að hann taki að sér stöðu kaupfélagsstjóra KEA. Von- ast er til að svar Axels liggi fyrir á þríðjudag í næstu viku er stjórn KEA kemur saman að ræða þetta mál. Jóhannes segir í samtali við Morgunblaðið að Axel hafi enn ekki gefíð þeim formlegt svar um hvort hann taki við stöð- unni eða ekki. Hann segir enn- fremur að meðan á viðræðun- um við Axel standi séu aðrir aðilar ekki inn í myndinni hvað stöðuna varðar. Valur Amþórsson mun hafa orðað það við Jóhannes að hann hætti störfum fyrir áramótin ef slíkt myndi liðka til fyrir nýjum kaupfélagsstjóra, eink- um þannig að hinn nýi kaup- félagsstjóri tæki þá þátt í upp- gjöri ársins og kynnti það sjálf- ur á aðalfundi næsta árs. „Um þetta er hinsvegar ekki hægt að ræða fyrr en gengið hefur verið frá ráðningu nýs kaup- félagsstjóra," segir Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.