Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 37 Minning: Vilberg Lárusson frá Egilsstöðum Fæddur 23. ágúst 1923 Dáinn 4. ágúst 1988 Geislar morgunsólarinnar háðu baráttu við skýjabólstrana og ein- staka rof hleyptu geislunum í gegn, sem mögnuðu upp litafegurð náttúrunnar í og umhverfís Egils- staðabæ. Fagrir og hreinir trjá- lundir skörtuðu sínu fegursta og unaðslegar ilmur sumarblómanna blandaðist hreinu og tæru loftinu. Rigningin undanfarið hafði hreins- að og gefíð þyrstum gróðrinum upplyftingu og næringu, og allt stóð í blóma. En, samt var eitthvað sem and- aði köldu. Síminn kallaði og mér var tjáð að vinnufélaginn Vilberg Lárusson væri dáinn, þá syrti í sálu, vinnu- félagamir drúptu höfði og minn- ingamar hrönnuðust upp. Mér kom í hug erindi eftir Tómas; „Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hveijum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð.“ Dagana á undan hafði gleðin og frískleikinn fengið að njóta sín með vinnufélögunum á vinnustað, eftir stranga sjúkrahúsvist. Orr- usta hafði unnist í erfíðu sjúk- dómsstríði, heima biðu verkefnin í garðinum og í gróðurhúsinu, og „sumarið lék öll sín ljóð“. En Tómas heldur áfram; „Samt vissirðu að dauðinn við dymar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt-." Vilberg var viðbúinn kallinu, það sagði hann mér fyrir nokkru, um leið og hann sagði mér, að hann væri sáttur við sjálfan sig og sitt lífshlaup. Þau orð hans gáfu mér styrk frá sterkum manni. Vilberg Lárusson tróð sínar eig- in leiðir og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann var hreinskilinn og setti fram skoðanir sínar um- búðalaust og af fullri einurð, við hvem sem átti í hlut. Hann bjó yfír mikilli greind og listrænum hæfíleikum og allt sem hann tók sér fyrir hendur bar snyrtimennsku hans vitni. Rithönd hans var framúrskar- andi falleg og snyrtimennskan í hávegum höfð við frágang allra skriflegra gagna í starfí. Vilberg bjó yfir miklum leikist- arhæfíleikum ög er mörgum í minni þær persónur sem hann túlk- aði á sviði meðan hann starfaði með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Frásagnargáfu hafði hann ríku- lega, en ekki bar hann öðrum illt í umtali eða í umsögn. Vilberg var fæddur 23. ágúst 1923 á Eskifírði, móðir hans var Hrefna Hálfdánardóttir, búsett í Vestmannaeyjum, eiginmaður hennar er Brynjólfur Einarsson. Hann ólst up á Eskifirði hjá fóstur- foreldrum sínum, Lárusi Kjartans- syni og Þorbjörg Jóhannsdóttur í Byggðarholti, Eskifirði. Hann kvæntist Soffíu Erlends- dóttur frá Eiðum á Fljótsdals- héraði og hófu þau sinn búskap á Eskifírði og bjuggu þar fyrstu tvö hjúskaparárin, en fluttu þá að Egilsstöðum og urðu meðal frum- heija í hinu unga kauptúni þar. Þeim varð sex barna auðið, fjög- ur þeirra lifa föður sinn, Þóra hús- freyja í Ólafsvík, Harpa húsfreyja á Egilsstöðum, Hrafn tamninga- maður á Egilsstöðum, Lára frú og háskólanemi í Danmörku. Frá eru fallnir synimir tveir, Atli og Gauti, báðir í upphafi fullorðinsára. Soffía og Vilberg byggðu fallegt hús í skjóli fyrir áhlaupsáttum og ræktuðu í garðinum sínum nytja- jurtir og garðávexti af stakri natni og kunnáttu, þar átti Vilberg góð- ar stundir. En lífsins áhlaup og sorgin sótti þau heim þegar synimir fómst af slysförum, við hefðum mörg bug- ast, en þá var þeim gefið að rækta með sér styrk, kraft og afl sam- stöðunnar til að bera þunga raun sameiginlega. Góður guð gefi Soffíu og bömunum styrk til að mæta sorginni enn á ný. Vilberg Lámsson hóf störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins l.októb- er 1953, þá sem vélgæslumaður við rafstöðina á Egilsstöðum, en þar hófu rafmagnsveitumar sinn rafveiturekstur í þéttbýli, því dreifíkerfíð í þorpinu var fysta þéttbýlisdreifíkerfí RARIK. Vilberg átti því lengstan starfs- aldur að baki allra starfsmanna RARIK á Austurlandi, þegar hann lést. Þegar Grímsárvirkjun tók til starfa 1958 varð hann flokkstjóri línumanna og starfaði sem slíkur til 1964, en þá tók hann við starfí rafgæslumánns á Egilsstöðum og Héraði. Árið 1968 tók hann að sér starf birgðavarðar Austurlandsveitu og því starfi gegndi hann, þar til að veikindi sóttu að og hann tók þá ákvörðun að hægja á og nýta sér réttindi sín til eftirlauna og starfa aðeins í hlutastarfi eftir það. Síðustu árin hefur Vilberg haft umsjón vinnuskýrslum vinnu- flokka. Rafmagnsveitur ríkisins og sam- starfsmenn sjá á bak mikilhæfum starfsmanni og félaga. Ég vil þakka Vilberg vinarráð- gjöf á erfíðum tíma, traust og trún- að og samstarfið í 22 ár. - „Þó hver sá nam að stilla hæsta strenginn og stóð á sviði einn, þeim gleymir enginn. Þá nær til jarðar himnaeldsins ylur, ef andinn fínnur til - og hjartað skilur“. Þessi orð skáldsins eru kveðja mín til Vilbergs yfír landamæri lífs og dauða. Við samstarfsmenn Vilbergs sendum Soffíu, bömum og bama- bömum hugheilar samúðarkveðj- ur. Megi góður Guð styrkja ykkur og sefa sorgir ykkar. Minningin um góðan dreng lifir. Erling Garðar Jónasson Leiðrétting í kveðjuorðum um Hrefnu Jó- hannsdóttur hjúkmnarforstjóra hér í blaðinu í gær, eftir þær Vigdísi Magnúsdóttur og Bjamey Tryggva- dóttur stendur: Sárastur er harmur bamabarna hennar. Hér átti að standa bamanna hennar. Um leið- og þetta er leiðrétt er beðist velvirð- ingar á mistökunum. RYKSUG bi AEG Enn bjóðum við v-þýsku ryksugurnar frá AEG og nú á verði, sem á sér enga hliðstæðu. AEG Vampyr 402 ryksugan er í alvöru stærð, kraftmikil og lipur. Svo spillir útlitið ekki fyrir henni. Láttu þetta einstaka til- boð ekki fram hjá þér fara. AEG AFKÖST ENDING GÆÐI AEG heimilistæki - þvíþú hleypir ekki hverju sem erí húsverkin! 'ILBOÐ Vampvr- 402 Hvítoggráaðlit. 1000 w. Dregur inn snúruna. Við erum með sölu- aðila um allt land og 3Ú ættir ekki að Durfa að fara langt til að fá ryksugu á góðu Sogkraftur 48 lítr. verði, því hún er á pr. sek. 2s • Poki tekur 4,5 lítr. sama veröi 2 fyigihiutir. allsstaðar. Verðkr: 6.845,- stgr. Umboðsmenn um land allt BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9, sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.