Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Persaflói: Júgóslavi yfirmað- ur gæslusveitanna HaUar undan fætí fyrir Lwin forseta Bangkok. Reuter. ÞEGAR félagar Sein Lwins i sósíal’isku herforingjaklíkunni, sem stjómað hefur Burma með harðri hendi síðastliðin 26 ár, kusu hann til að taka við af Ne Win hershöfðingja var nýi valds- maðurinn fyrir löngu orðinn óvinsælasti maður landsins. Óeirðir hafa mjög færst í aukana í landinu cg beinast þær ekki síst gegn persónu Lwins þótt fleira hangi á spýtunni. Líklegt er að valdatími Lwins verði styttri en fyrirrennarans sem var nær einráður í meira en tvo ára- tugi. Burmabúar, sem eru um 38 millj- ónir talsins, hafa tekið harðstjóm og efnahagslegri afturför í valdatíð herforingjanna að mestu með þögn og þolinmæði en hraðversnandi Iífskjör undanfarin ár og matar- skortur hafa orðið til að fylla mæl- inn. Síðustu mánuði hafa meira en 200 manns týnt lífí í óeirðum gegn stjóminni og sá sem stjómaði hinum iilræmdu Lon Htein-lögreglusveit- um, er fengu það hlutverk að berja á mótmælendum, var enginn annar en Sein Lwin. 41 andófsmaður kafnaði er þeim var troðið í einn og sama lögregluvagninn og frá- sagnir af barsmíðum, nauðgunum og manndrápum af hendi sveitanna em ijölmargar. Almenningur er ekki í vafa og varpar sökinni á grimmdarverkunum á Sein Lwin. Lwin, sem er 64 ára að aldri og lauk á sínum tíma menntaskóla- námi, tók þátt í uppreisn gegn jap- anska hemámsliðinu er gerð var í lok heimsstyijaldarinnar. Hann varð óbreyttur hermaður undir stjóm Ne Wins og pólitískur frami hans hófst 1962 er hann lét her- flokk sinn skjóta 20 stúdenta sem mótmæltu valdaráni herforingjakl- íkunnar. Síðar stjómaði hann um hríð baráttu gegn minnihlutaþjóð- flokkum er vildu aukið sjálfsfor- ræði. Eftir það gegndi hann ýmsum ráðherraembættum, var m.a. ráð- herra innanríkismála og trúmála. Vegur hans varð einnig mikill innan Sósíalistaflokks Burma, BSPP, sem byggir hugmjmdir sínar á furðulegu samsulli af Búddisma og sósíal’isma og leyfír ekki öðrum flokkum að starfa. Formannsstöðuna hlaut Lwin í júlí síðastliðnum er haldinn var neyðarfundur þar sem Ne Win virðist hafa verið velt úr sessi en margir álíta þó að hann ráði enn miklu bak við tjöldin. Skömmu síðar var Lwin einnig kjörinn forseti landsins. Á fundinum í júlí lagði Ne Win til að greidd yrðu atkvæði um það hvort einsflokks-kerfið yrði afnum- ið. Tillagan var felld en Lwin fékk það vanþakkláta hlutverk að slökkva vonameistana sem hún hafði kveikt hjá almenningi er krafðist lýðræðis, efnahagsumbóta og aukins matvælaframboðs. Burmá flutti áður út gífurlegt magn af hrísgrjónum en getur nú ekki brauðfætt þjóðina vegna fákænsku og einangrunarhyggju herforingj- anna sem lengst af hafa reynt að afnema verslun og önnur samskipti við aðrar þjóðir. Fyrstu yfírlýsingar Lwins eftir valdatökuna voru óvæntar. Hann lofaði að endurbæta steinrunnið efnahagskerfíð, virða mannréttindi, auka upplýsingastreymi frá stjóm- völdum og beijast gegn spillingu. Erlendir stjómarerindrekar vom mjög undrandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem búrmískur leiðtogi spyr þjóðina hvers hún æski,“ sagði einn þeirra. Gallinn var bara sá að al- menningur virðist ekki hlusta; spor Lwins hræða og hann nýtur einskis trausts. Erlendir stjómarerindrekar í landinu, sem koma heift og um- fang mótmælaaðgerðanna mjög á óvart, velta því nú fyrir sér hvort Lwin muni fljótlega verða sparkað af félögum sínum. Sameinuðu þjóðunum. Reuter JÚGÓSLAVNESKUR hers- höfðingi, Slako Jovic að nafni, hefur verið skipaður yfirmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna við Persaflóa. Jovic, sem er 58 ára að aldri, barðist á árum síðari heimsstyrjaldarinn- ar með frelsisveitum Jósefs Titós gegn hersveitum nasista í Júgó- slaviu. Ekki hafa borist fréttir af átökum en Ali Khameini, for- seti írans, lýst yfir því í gær að ekki væri unnt að treysta á frið- arvilja íraka. Jovic verður yfírmaður friðar- gæslusveitanna sem áformað er að senda til Persaflóa til að fylgja eft- ir vopnahléi í stríði írana og íraka. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt blessun sína yfír skipun hans og er hann væntanlegur til New York um næstu helgi. Sendi- menn eru þegar komnir til írans og íraks til að undirbúa komu frið- argæslusveitanna. Iranir hafa ítrekað fyrri kröfur um að írakar verði lýstir upphafs- menn átakanna við Persaflóa og sagði Rafsanjani, yfírmaður herafla írana, að það kynni að „hafa alvar- legar afleiðingar" ef ekki yrði orðið við þessari kröfu. Vopnahléið geng- ur í gildi 20. ágúst en ekki hafa borist fréttir af átökum frá því Javi- er Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, tiltók vopnahlésdaginn á mánudag. Sendiherra Ástralíu er nú í Te- heran, höfuðborg írans, og von er á breskum sendimanni þangað. Talið er að hann muni leggja áherslu á að ræða örlög þriggja Breta sem öfgamenn, hliðhollir írönum, hafa á sínu valdi í Líban- on. Almennt er litið svo á að ósigr- ar á vígvöllunum að undanfömu og vaxandi pólitísk einangrun á al- þjóðavettvangi hafí ráðið mestu um að íranir gengu að vopnahlésskil- málum Sameinuðu þjóðanna. Svíþjóð: Lögregla finnur vopn Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA lögreglan skýrði frá því í gær að hún hefði ráðist inn í ibúð í eigu Khadars Samirs Mohamads, sem fullvist er talið að sé palestínskur skæruliði og er grunaður um að hafa skipu- lagt árás á gríska feiju fyrir nokkru. Sakmmt frá íbúðinni fannst mikið safn vopna. Talsmaður Sápo, öryggislögregl- unnar, sagði að árásin hefði verið gerð á fímmtudag í einu af úthverf- um Stokkhólms. „Skammt frá fundum við, graf- inn í jörðu í skógi, kassa fullan af vopnum sem við teljum að séu eign Khadars," sagði talsmaðurinn. OECD: Japanir verða að opna markaði sína Paris. Reuter. JAPANAR verða að leyfa öðrum þjóðum að komast inn á innan- landsmarkað landsins ef þeir ætla að halda efnahagslegum styrk sínum og stuðla að alþjóðlegrí viðskiptaþróun, segir í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD. Yrði ódýrum, er- lendum varningi leyft að keppa Umsátur nazista um Lenlngrad: Fómarlömbin fleiri en yfirvöld hafa viljað viðurkenna Mannréttindanefnd Sovétríkjanna: Krístnum föngum verði veitt sakaruppgjöf Moskvu, Reuter. Mannréttindanefnd Sov- étríkjanna hefur hvatt forsæt- isnefnd Æðstaráðsins til að veita þeim sakaruppgjöf sem brotið hafa Iög um trúarathafn- ir, að þvi er sovéska fréttastof- an Tass skýrði frá á þríðjudag. Kaþólskur andófsmaður í Úkr- aínu, Júrí Rúdenko, var á mánudag handtekinn og ákærður fyrír brot á lögum sem banna trúarathafnir að sögn atkvæðamikils, krístins andófs- manns í gær. Tass greindi frá því að mann- réttindanefnd Sovétríkjanna teldi að forsætisnefnd Æðstaráðsins ætti að gefa gaum að örlögum „þess takmarkaða fjölda sovéskra borgara" sem ákærður hefur ver- ið eða sakfelldur fyrir brot á lög- um um trúarathafnir. „Engin fé- lagsleg hætta stafar lengur af þessu fólki og það hefði mikið mannúðargildi að veita þeim sak- aruppgjöf," er haft eftir mann- réttindanefndinni. Andófsmaðurinn Níkolaí Muratov sagði í samtali við frétta- mann Reuters að Rúdenko hefði verið handtekinn á mánudag í bænum Kalush í Vestur-Úkraínu og væri nú í fangelsi. Hann sagði að Rúdenko hefði tekið þátt í messum kaþólsku kirkjunnar en ekki komið nálægt skipulagningu þeirra. Moskvu, Reuter. TVEIR sovéskir sagnfræðingar hafa ritað grein i dagblað menn- ingarráðuneytisins, Sovetskaja Kúltúra, þar sem þeir halda þvf fram að háttsettir embættismenn hafi falsað tölur um fjölda látinna vegna umsáturs Þjóðveija um Leníngrad í síðarí heimsstyrjöld- inni. Sagnfræðingamir, þeir V. Kovalt- sjuk og G. Sobolev, segja að í það minnsta 800.000 Leníngrad-búar hafí látist úr hungri eða sjúkdómum meðan á umsátri nazista hafi staðið, frá nóvember árið 1941 til janúar 1943. Auk þess sé ekki vitað hversu margir flóttamenn frá nágranna- byggðunum og Eystrasaltslöndun- um hafí látist í borginni. „Og hversu margir hermenn féllu?" spyrja sagn- fræðingamir, sem segjast hafa rann- sakað skjöl borgarinnar í mörg ár og rætt við fólk sem komst af. Sagnfræðingamir segja einnig að sagnfræðingar í Leníngrad hafí áætlað á sjöunda áratugnum að fjöldi þeirra sem hafi látist úr hungri, þar á meðal hermenn, sé ekki undir milljón. Sovésk stjómvöld hafa hins vegar haldið því fram að nákvæm- lega 632,253 hafí látist, og notuðu Sovétmenn þá tölu meðal annars í Niimberg-réttarhöldunum. Sagnfræðingamir segja að leið- togi kommúnistaflokksins í Leníngrad, Grígoríj Romanov, hafí bannað nákvæmari tölur á áttunda áratugnum. Hann hafí viljað við- halda „hetjuímyndinni" um umsátrið frekar en gefa rétta mynd af hör- mungunum. við innlenda framleiðslu kæmi það japönskum efnahag til góða og myndi auka likur á hagvexti án verðbólgu. Aukin eftirspum í Japan hefur aukið innflutning til landsins og dregið úr útflutningi til ríkja þar sem mikill halli er á viðskiptunum, Japön- um í hag, m.a. Bandaríkjanna. Tek- ist hefur að slá nokkuð á uppsafnað- an hagnað Japana en á miðvikudag skýrði Japansstjóm frá þvi að hagn- aðurinn færi nú aftur vaxandi í fyrsta sinn í 15 mánuði. í skýrslu OECD segir að yfírleitt fari halli í innbyrðis viðskiptum ríkja minnkandi í heiminum. Mælt er með því að Japanar lækki innflutning- stolla, endurbæti skattakerfíð í þá vem að skattar af launatekjum lækki svo að almenningur hafí meira fé handa milli til kaupa á erlendum vamingi. Farið er viðurkenningar- orðum um nýlegar lækkanir á niður- greiðslum til landbúnaðar sem séu skref í rétta átt. Sagt er að minni reglugerðarhömlur á flutningum og vörudreifingu myndu lækka kostnað og vömverð. „Ávinningurinn af því að þessar greinar hugi meira að markaðnum er mikill; það er mikilvægt að fram- þróun verði ekki hindmð af fulltrúum sérhagsmuna," segir f skýrslunni. Frakkland: Tekinn á 237 km hraða Fyrsti útlendi ökuþórinn sem er ref sað RenneH, Frakklandi. Reuter VESTUR-þýzkur ökuþór var grípinn á 237 kílómetra hraða á frösnku hraðbrautunum i gær og var sviptur ökuleyfi á staðn- um. Er það fyrsti útlendingurínn, sem refsað er með þessum hætti fyrír hraðaakstur í Frakklandi. Ökuþórinn heitir Hans Seibert og er hann læknir í ýzku borginni Kassel. Var honum bannað að aka í Frakklandi næstu tvo mánuðina. Hámarkshraði á brautinni, þar sem hann var staðinn að verki, er 110 km/klst. Frönsk yfirvöld hafa verið sökuð um að taka á málum útlendra öku- þóra með silkihönskum en að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í París er það nú liðin tíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.