Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Betsý H. dóttir — Mig langar til þess að minnast Betsýjar með örfáum orðum. Hún lést í Landspítalanum föstudaginn 5. ágúst síðastliðinn, eftir stutta legu, en langvarandi veikindi. Ég mun ekki rekja ættir Betsýjar, þvi þeim er ég ekki nógu kunnug. Móður Betsýjar hitti ég ekki en mér var sagt að hún hefði verið fyrir- myndareiginkona og húsmóðir. Föð- ur Betsýjar, Jóni Jónssyni, kynntist ég þegar hann var orðinn fullorðinn Jóns- Minning maður. Hann var mikill öðlingur. Foreldrar Betsýjar vildu öllum gott gera, likna þeim sem minna máttu sín í lífsbaráttunni. Að taka penna i hönd og ætla sér að koma nokkrum minningarbrotum á blað getur verið býsna erfitt, því margar myndir hrannast upp. Fyrstu kynni verða oft minnisstæðust. Elstu synir okkar Betsýjar voru skólabræð- ur í Verzlunarskóla íslans, góðir vin- ir og heimagangar hver hjá öðrum. Bróðir okkar, SVEINN JÓNSSON frá Þangskála á Skaga, andaðist 10. þ.m. í sjúkrahúsi Sauðárkróks. Systkini hinns látna. t Faðir minn og sambýlismaður, ARI PÁLL VILBERGSSON, Goðheimum 16, lést á Borgarspítalanum miðvikudaginn 10. ágúst. Karl Geir Arason, Helga Magnúsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, SVERRIR EINAR EGILSSON, Grettisgötu 78, Reykjavfk, lést á heimili sínu 9. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Hjördis Þ. Guðjónsdóttir, Gunnar E. Sverrisson, Bjarndfs Jónsdóttir, -' Guðný Sigurbjörnsdóttir, Ingþór Arnórsson, Eiríkur Sigurbjörnsson, Kul Rlm, Gestur Sigurbjörnsson, og barnabörn. t Móðir mín og amma okkar, x ANNA LÁRENSÍA VIGFÚSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 13.30. Guðbergur Guöjónsson, Agnes, Guðjón og Anna Þóra. t Eiginkona mín og móðir okkar, RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Reynlstaö, Sandgerðl, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 15-00- Gunnar Jónsson, Jóna Gunnarsdóttlr, Lilja Gunnarsdóttir, Óskar Gunnarsson. t Bróðir okkar, KJARTAN ÓLAFSSON kaupmaðurfrá ísafirði, lést í Landspítalanum föstudaginn 5. ágúst. Útför hans fer fram fimmtudaginn 18. ágúst kl. 13.30 frá Áskirkju. Hulda Ólafsdóttir, Jóhanna T. Ólafsdóttir, Hörður Ólafsson. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Gfgjulundi 2, Garðabœ, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Árni Ólafur Lárusson, Sólveig Hannam, Valgerður Lárusdóttir, Jón Þór Hannesson, Kirstfn Lárusdóttir, Hannes Á. Wöhler, Ólafía Lára Lárusdóttir, Guðmundur Axelsson, Guðrún Lárusdóttir, Ágúst G. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eins og títt var utn unga menn voru þeir í sumarvinnu en helgamar voru oftast nýttar til ferðalaga. Það var einmitt ein slík ferð sem þeir voru búnir að skipuleggja, þriggja daga ferð út á landsbyggðina. Nú var okkur foreldrum Jóhanns boðið með. Yngstu drengimir mínir tveir vom á öðru og fjórða ári og fannst mér þeir vera of ungir til að fara þessa ferð. Vinimir voru ekki lengi að finna ráð við því. Mamma hans Jóns Skúla mun áreiðanlega leysa það vanda- mál. Og ekki stóð á svari, drengimir voru velkomnir til Betsýjar. Upp frá þeim degi sköpuðust vináttubönd sem aldrei bar skugga á. Árin liðu, nánari tengsl mynduð- ust á milli þessara fjölskyldna. Syst- urdóttir Betsýjar, Agnethe, varð eig- inkona elsta sonar míns. Betsý var tvígift. Það var mikið áfall fýrir heimilið þegar Sigurður maður hennar féll frá eiginkonu og Qómm sonum. Um það leyti stóðu þau í byggingarframkvæmdum. Sig- urður var dugmikill til allra verka, heimilisfaðir eins og best verður á kosið. Betsý var svo lánsöm síðar á lífsleiðinni að kynnast öðmm öðlings- manni, Kára B. Helgasyni, sem reyndist henni sannur vinur og félagi þau ár sem þau nutu samvista. Betsý var framúrskarandi hús- móðir svo af bar. Sonum sínum og fjölskyldum þeirra miðlaði hún af kærleika sínum. Betsý fór ekki í manngreinarálit, gjafmildi hennar var rómuð af þeim sem best þekktu til. Fyrir nokkmm ámm stóð Betsý fyrir rekstri bamafataverslunar hér í borg. Var það einmitt þá sem ég kynntist þeim hjónum enn betur og sá hversu samtaka þau vom í því að gera hag viðskiptavinarins sem mestan. Það em margir sem minnast Betsýjar, þessarar ljúfu, góðu konu, sem allan vanda vildi leysa og hafði að kjörorði: trúna, vonina og kærleik- ann, sem settur var ofar öllu. Nú er lífsbók okkar kæm vinkonu lokað. Við Kristján og fjölskylda okkar sendum eiginmanni, sonum hennar og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Biðjum algóðan Guð um náð þeim til handa. Það var mikil gæfa að fá að kynnast þessari hugrökku konu. Megi hún hvfla í friði. Bergþóra Jóhannsdóttir Þegar ég heyrði lát ástkærrar mágkonu minnar, komu mér í hug Iínur úr sálmi eftir Hallgrim Péturs- son „Fyrir blóð landsins blíða, búinn er nú að stríða og sælan sigur vann“. Betsy Helene Marie eins og hún hét fullu nafni var fædd í Reykjavík 5. september 1920. Hún var dóttir hjónanna Agnethar og Jóns Jónsson- ar trésmiðs, sem látinn er fyrir mörg- um ámm. Systkinin vom fjögur: Óskar, Bertha, Aðalsteinn, sem er látinn, og Betsy, sem var þeirra yngst. Foreldmm sínum var hún góð dóttir, annaðist þau af kærleika og fómfýsi. Þau bjuggu í sama húsi og ríkti þar kærleiki og friður. Betsy taldi það gæfu lífs síns að vera alin upp á sannkristnu heimili, og þegar í æsku að hafa tekið á móti Kristi sem sínum frelsara. Betsy var tvígift. Fyrri maður hennar hét Sigurður Ágúst Sigurðs- son. Hann lést af slysfömm fyrir aldur fram, og stóð Betsy þá ein uppi með drengina þeirra fjóra, Jón Skúla, Bemt, Harald og Agnar Má, sem þá var bara 10 ára. Þó stóð hún sem hetja, ömgg í trúnni. Húsið var byggt á bjarginu, sem var Kristur. Seinni maður hennar er Kári B. Helgason, sem nú syrgir ástkæra eiginkonu. Betsy gerðist hermaður í Hjálp- ræðishemum á unga aldri og var trúr hermaður, allt til hinstu stund- ar. Hún var um margra ára skeið kvenskátaleiðtogi og sáði þá fræ- komi trúarinnar í hjörtu hinna ungu. Þegar hún var veik, fékk hún kort frá einni af stúlkunum, sem búsett er vestan hafs, með þökk fyrir það sem hún hafði verið henni. í mörg ár var hún leiðtogi Heimila- sambandsins og það starf hafði hún til dauðadags. Hún elskaði starfið og fylgdist með systmnum þegar um afmælisdaga eða annað var að ræða. Við hjónin höfum átt því láni að fagna að búa í sama húsi og hún í 8 ár og aldrei bar þar nokkum skugga á. Hag drengjanna sinna og fjöl- skyldna þeirra bar hún ætíð fyrir bijósti og sinnti þeim af kærleik. Það var oft gestkvæmt á heimili hennar á Freyjugötu 9, enda var gestrisni mikil og móttökumar hlýjar. Vissulega er söknuðurinn mikill, og það er svo margt sem hægt væri að segja um hana Betsy, en ég veit að hún hefði ekki kært sig um hól. Hún lofaði Guð sem hafði gefíð henni lífið og hún leit óttalaus fram til dauðans, í fullri vissu um að henni væri búinn staður heima hjá Jesú, fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Nú er hún með í stóra, hvíta skar- anum sem syngur Guði dýrð um hann sem keypti hana með blóði sínu. Sjúkdómur og þjáning eru liðin, hún hefur náð takmarkinu, sigrað fyrir blóð Lambsins. Ég þakka Betsy fyrir allt. Imma Það var í Þingholtunum í Reykjavík fyrir mörgum ámm. Ég sem lítill drengur tók eftir dökk- klæddu fólki, Hjálpræðishersfólki, sem arkaði niður Bjargarstíginn og yfir götuna mína og niður í bæ. Þetta vakti einkum athygli á sunnudögum og var því þeim mun meiri hátíðar- blær yfir þessu fólki. Ekki kynntist ég þessu fólki frek- ar fyrr en mörgum árum seinna. Örlögin komu því þannig fyrir að einn daginn stóð ég mitt í hópi þess, sem venslamaður og vinur. Betsý Helene Jónsdóttir á Freyju- götu 9 er látin. Hún hefur gengið sína ævibraut sem hermaður Guðs. Ekki bara á sunnudögum eins og ég kynntist henni fyrst heldur alla daga lífs síns. Hún var fædd 5. september 1920 á Freyjugötu 9 í Reykjavík og bjó þar alla tfð síðan. Faðir hennar var Jón Jónsson trésmiður. Ættaður var hann frá Ámeshreppi á Strönd- uni. Átti hann 13 systkini og komust aðeins þrjú til 'fullorðinsára. Móðir Betsýjar var Agnethe Larsen ættuð frá Noregi, Selle við Bremnes skammt frá Haugasundi. Þessi sómahjón kynntust á Hjálpræðis- hemum í Reykjavík. Þar störfuðu þau síðan af mikilli trúmennsku eftir því sem tími gafst til frá daglegu ariistri á meðan kraftar og heilsa þeirra leyfðu. Böm þeirra auk Betsýj- Guðlaug Högna- dóttir - Minning Fædd 22. febrúar 1911 Dáin 5. ágúst 1988 Við minnumst elsku ömmu okkar með þökk og virðingu. Nú blundar fold i blíðri ró, á brott er dagsins stríð, og líður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð. Allt er svo kyrrt, svo undurrótt, um alheims víðan hring. Ver og í bijósti, hjarta, hljótt, og himni kvöldljóð syng. Þá mæða sálar hverfur hver, svo hvílzt þú getur rótt, og sjálfur Drottinn sendir þér, er sefur, góða nótt. (J. Helgason.) Barnabörn ar voru: Óskar, brigadier í Hjálpræð- ishemum, búsettur í Reykjavík, Berthe, húsmóðir í Englandi, og Aðalsteinn sem nú er látinn en starf- aði lengst af hjá póstinum í Reykjavík. Öll þessi systkini hafa frá bemsku lagt Hjálpræðishemum lið sitt á einn eða annan hátt. Foreldrar Betsýjar voru tvær ólík- ar persónur, Jón, hægur og alvöru- gefinn maður með glettni í augum. Stóð við það sem hann lofaði og treysti Guði og elskaði hann. Jón var vinnusamur og greiðvikinn. það vom því mörg heimilin sem hann liðsinnti með handverki sínu, oft ýmis smá viðvik sem erfítt var að fá menn til að taka að sér því þau gáfu kannski ekki nógu mikið í aðra hönd. Agnet- he móðir Betsýjar var opnari og glað- lyndari og tók lífínu með ífíð meiri léttleika. Jafnvel á erfiðum stundum í veikindum gerði hún að gamni sínu og létti þannig sínum nánustu þegar þannig stóð á. Þegar hún dó tók Betsý föður sinn inn á sitt heimili og annaðist hann af slíkri nærfæmi að fátítt er. Til að kynnast Betsý og skilja betur hvemig kona hún var er gott að rifja þetta upp. Hún hafði einmitt alla bestu eiginleika foreldra sinna til að bera. Hún var vinnufús og lét sér ekki verk úr hendi falla. Hún var glöð að gefa öðmm tíma sinn og fómfús fyrir þá sem minna máttu sín. Árið 1940 giftist Betsý fyrri manni sínum, Sigurði Ágústi Sigurðssyni frá Stykkishólmi. Siggi, eins og hann var kallaður í fjölskyldunni, var önd- vegi annarra manna. Hann var hjálp- samur og greiðvikinn og var auðvelt að biðja hann bónar. Alltaf var kátt á hjalla kringum Sigga. Siggi var óvenju handlaginn og nutu margir þess þó verkalaunin yrðu oftast rýr. Hann lést í umferðarslysi 1960. Þau vom nýbyrjuð á stækkun á húsinu á Freyjugötu 9. Varð þessi atburður mikið áfall þessari góðu fjölskyldu. Siggi og Beteý áttu saman flóra syni sem allir hafa komist til fullorðins- ára. Nú gekk Betsý inní nýtt skeið í lífí sínu. Tíma baráttu og erfíðleika. Móðirin tók á því sem hún átti og setti allt sitt traust í hendi guðs. Ég man að þegar verst stóð á sagði Betsý alltaf: „Drottinn gaf, Drottinn tók. Blessað veri nafn Drottins." Slíkur var styrkur hennar. Hún var ekki með barlóm yfír kjömm sínum heldur hélt áfram á þeirri braut sem mörkuð var. Með góðri samstöðu með sonum sínum og miklu áræði tókst að ljúka þvf verki sem hafíð var. Betsý átti þv! láni að fagna að kynnast eftirlifandi manni sínum Kára Borgfjörð Helgasyni á þessum erfíðleika ámm. Gengu þau ! hjóna- band 5. mars 196B. Betsý og Kári áttu góða daga sam- an á Freyjugötunni. Oft var fjöl- menni þar á góðum stundum. Hvert tækifæri var notað til að safna fólki saman, syngja, fagna, tala saman. Treysti þetta fjölskylduböndin. Bamabömin fímm hafa átt athvarf hjá ömmu sinni þegar þeim hefur hentað og hafa þau verið henni mik- ill gleðigjafí. Nú er þessi sómakona horfín yfír móðuna miklu, komin heim eins og hún kallaði dauðann. Ömgglega mun hún næðis njóta á grænum gmndum. Ég mun minnast hennar með sökn- uði og um leið trega. Kær vom henni orðin úr Heilagri bók: „Drottinn er minn hirðir og mig mun ekkert bresta.“ Mætti það hugrekki hennar sem felst í því að treysta þessum orðum verða eiginmanni og öðmm sem syrgja til huggunar. Blessuð sé minning hennar. Jóhann Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.