Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 25 Stofnana-skjaldbökur Reuter Þessar smávöxnu skjaldbökur skriðu úr eggjum á þriðjudaginn i Clearwater-vísindastofnuninni i Bandaríkjunum. Skjaldbökurnar eru af ættbáldi hafskjaldbaka og tilheyra tegund sem kölluð er Kemps ridley. Þær vógu um 28 grömm þegar þær koma úr eggi. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem egg þessara skjaldbaka er klakið út af mönnum. Öldungadeild Bandaríkjaþings: Samþykkt fjárhagsað- stoð til kontra-skæruliða Washington. Reuter. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti i fyrrakvöld með 49 atkvæðum gegn 47 að veita kontra-skæruliðum 27 milljóna doUara aðstoð til kaupa á matvæl- um, lyfjum og tíl þess að leita sér læknishjálpar. Deildin frestaði ákvörðun um hemaðaraðstoð til skæruliða en sam- kvæmt frumvarpinu, sem samþykkt var í fyrrakvöld, getur Ronald Reag- an, forseti, farið þess á leit við þing- ið að það heimili greiðslu á 16,5 milljóna dollara hemaðaraðstoð, sem áður hefur verið samþykkt en síðar fryst unz ákveðin skilyrði hefðu ver- ið uppfyllt. Reagan hafði vonast til þess að samkomulag næðist um sameiginlegt frumvarp repúblikana og demókrata. Það gekk ekki eftir þar sem demó- kratar vildu ekki tengja mannúðar- aðstoðina hemaðaraðstoð eins og reúblikanar vildu. Fmmvarp beggja flokka komu því til atkvæða en tillög- ur repúblikana vom felldar. Á endan- um greiddu allir fulltrúar repúblik- ana í deildinni og Qórir demókratar atkvæði gegn tillögu demókrata. Aðstoðin, sem öldungadeildin samþykkti, kemur nú til afgreiðslu í fulltrúadeildinni. Auk 27 milljóna flárveitingar til skæmliða kveður frumvarpið á um 5 milljóna dollara bætur vegna óbreyttra borgara í Nicaragua, sem orðið hafa fómardýr styijaldarinnar milli stjómarhersins og skæmliða. í frétt frá Hondúras segir að um síðustu helgi hafi eitt þúsund matar- lausir og hijáðir kontra-skæmliðar komið yfir landamærin frá Nic- aragua. Hafi þeir verið að flýja hijgs- anlegar aðgerðir stjómarherins. Hafi flöldi skæmliða og fylgimanna þeirra dáið úr vosbúð á leiðinni. Skæmliðar sögðust hafa fengið fyrirmæli frá yfirmönnum sínum um að leita til landamæranna þar sem sveitir þeirra væm nær matar- og vistarlausar og aðgerðir stjómarhersins, sem miðuðu að þvi að uppræta skæmliða, fæm vaxandi. Svíþjóð: Vilja banna kjötinn- flutning frá Astralíu Stokkhólrai, frá Erik Liden, fréttaritara Morgnnblaðsins. SÆNSKA matvælastofnunin og kjötheildsalar í Svfþjóð hafa kraf- ist þess að hætt verði tafarlaust að flytja inn ástralskt kjöt til Sviþjóðar, en þangað hafa um 500 Jarðskjálftar gera boð á undan sér Lundúnum, Reuter. JAPANSKIR og bandarískir jarðskjálftafræðingar telja að hægt sé að segja fyrir um jarð- skjálfta út frá jarðskorpu- hreyfingum í iðrum jarðar, að því er segir í nýjasta tölublaði timaritsins Nature, sem út kom í gær. Jarðvísindamenn við Camegie- stofnunina í Washington og há- skólana í Chiba og Tohoku í Jap- an hafa kannað mælingar sem gerðar vom árið 1983, þegar mik- ill jarðskjálfti varð á Japanshafi. Þeir komust að því að áður en skjálftinn varð, sem mældist 7,7 stig á Richter-kvarða, mældust hægar, reglubundnar breytingar í spennu í jarðskorpunni við mis- gengi og spmngur neðanjarðar í nokkurri íjarlægð frá skjálfta- miðjunni sjálfri á Japanshafí. Síritandi spennumælar í bor- holu í 90 kílómetra ijarlægð frá skjálftamiðjunni skráðu um eitt hundrað spennubreytingar á fimm mánaða tímabili fyrir skjálftann. Jarðskjálftafræðingamir kalla þessar breytingar í jarðskorpunni, „skjálftalausar spennubreyting- ar“. Breytingar mældust einnig í holunni í stuttan tíma eftir skjálft- ann. Snarpir, gmnnir jarðskjálftar verða vegna þess að spenna, sem byggst hefur upp í jarðskorpunni á löngum tíma, losnar skyndilega úr.læðingi. Jarðvlsindamennimir sem könnuðu skjálftann í Japan árið 1983 telja að mælingamar í borholunni sýni fram á aði slík spennusöfnun eigi sér stað. „Þessar spennubreytingar gætu verið merki um hraða spennusöfnun sem á sér stað fyr- ir jarðskjálfta,“ segir í greininni í Nature. Samsvarandi breytingar hafa mælst við San Andreas- misgengið í Kalifomíu í tengslum við jarðskjálfta. Talið er hugsan- legt að með því að fylgjast með slíkum breytingum í borholum sé hægt að segja fyrir um jarð- skjálfta. tonn af áströlsku kjöti veríð flutt inn árlega. Ástæðan er sú að kom- ið hefur í ljós að kjötið hefur oft skemmst í verslunum. Það tekur næstum tvo mánuði að flytja kjötið með skipi frá Ástralíu til Svíþjóðar og hitinn í lestunum er rétt yfir frostmarki. Kannanir sænsku kjötrannsóknastofnunarihn- ar í ýmsum verslunum hafa leitt í ljós að kjötið er þar oft orðið skemmt. Þetta á bæði við um nautakjöt og svínakjöt. Sænsk neytendasamtök beittu sér gegn innflutningi á áströlsku kjöti á áttunda áratugnum og þá var hægt að stöðva innflutninginn vegna of- framleiðslu á kjöti í Svíþjóð. Nú er þar hins vegar skortur á kjöti. Matvælastofnunin sænska vill nú að allt kjöt verði merkt, þannig að fram komi til að mynda hvaðan það komi. Einnig gæti svo farið að bann verði lagt við innflutningi á kjöti frá löndum sem liggja eins langt í burtu frá Svíþjóð og Ástralía. HLUTABRÉF ASKRÁNING AR Kaupum og seljum ^ HUJTABREF GENGIVIKURNAR ' BREYTINGAR Á GENGI GREIDDUR ARÐUR Fjöldi hluthafa Staðgreiðsla Reikn. ár Rekstrar- tekjur Rekstrar- hagnaður Nettó hagnaður V/H margf. HPH 32-33 Frá síðustu skrán. 31.12. 1987 Reikn.ár Fyrra ár 12 mán. af nv. af e.f. af nf. af e.f. KAUP SALA Eimskip 87 4.419,00 321,00 272,00 5,62 50,37 2,68 2,83 3,66% 52,15% 105,07% 10,00 1,45 10,00 1,37 13000 Rugleiðir 87 7.733,00 (194,00) 14,5 78,86 3,07 2,30 2,42 0,41% 42,35% 87,11% 10,00 2,66 10,00 1,31 3717 Hampiðjan 87 632,2 40,2 25,6 7,65 15,17 1,10 1,16 0,00% 5,07% 27,19% 10,00 4,21 10,00 3,59 152 Iðnaðarbankinn 87 2.241,00 n.m. 106,8 7,09 22,69 1,52 1,61 0,63% 29,32% 42,16% 9,50 5,19 8,00 3,53 1935 Verslunarbankinn 87 1.530,00 n.m. 40,6 9,89 12,65 1,21 1,25 4,17% 16,10% 25,46% 10,00 6,08 7,00 4,05 1000 Umboðssala* Almennar Trygglngar 86 226,00 n.m. 12,2 5,08 22,82 1,1 1,16 0,00% -10,77% 1,75% 10,00 7,10 10,00 6,57 250 Alþýðubankinn hf. 87 814,1 n.m. 43,00 3,63 27,52 0,90 1 0,00% 22,02% 22,02% 5,00 3,39 0,00 0,00 850 fsl. Útvarpsfólagið 87 85,8 1,23 2,2 18,32 10,81 1,89 1,98 0,00% n.m. n.m. 10,00 5,51 10,00 6,51 164 Oliufélagið hf. 86 3.539,00 175,60 102,6 9,75 35,30 3,20 3,44 0,00% -50,86% -42,67% 5,00 0,85 5,00 0,82 200 Samvinnubankinn hf. 87 1.595,2 n.m. 48,3 7,11 14,07 0,90 1 0,00% 13,64% 25,00% 5,00 3,01 0,00 0,00 1509 Skagstrendingur hf. 87 389,1 37,97 39,1 2,68 62,70 1,59 1,68 0,00% 24,44% 29,23% 10,00 1,47 10,00 1,24 240 Tollvörugeymslan 87 80,9 5,43 7,6 11,60 8,62 0,95 1 0,00% 20,19% 25,00% 10,00 6,68 10,00 5,93 592 Útgerðarféi. Akur 87 922,00 158,43 131,5 3,08 39,91 1,16 1,23 0,00% 6,04% 15,31% 5,00 2,30 5,00 2,33 775 Tilboð** T»V99*ngam,ðstödin 87 406,40 n.m. 28,8 3,38 26,67 1,32 1,35 0,00% 1,25% 1,25% 10,00 5,17 10,00 6,51 88 íslenskur Markaður + 86-87 138,2 6,89 1,4 131,91 6,82 8,80 9 0,00% 0,00% 0,00% 26,65 3,42 29,05 3,70 * Hlutabréf tekin f umboðssölu. Uppgefið gengi er síðasta sölugengi. Engar hindranir með viðskipti bréfanna skv. samþykktum félaganna. ** Síðasta skráða sölugengi hlutabréfa sem seld eru skv. tilboðsgerð. Takmörk eru sett með viðskipti bréfanna skv. samþykktum félaganna. V/H: er núverandi virði hlutabréfanna deilt með nettó hagnaði ársins. HPH: er hagnaður ársins á hverjar 100 kr í nafnverðl eftir jöfnun. + Tilboð óskast í þessi hlutabréf. wnasBnnmtmaÆ FJARFESTINGARFEIAGIÐ verobrEfamarkadur Hafnarstræti 7 101 Reykjavík B (91) 28566, Kringlunni 103 Reykjavík S(91) 689700 Ráöhústorgi 3 600 Akureyri S (96) 25000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.