Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Hinn mannlegi þáttur/ÁsgeirHvítaskáid Fj öllin kalla Kjell Nilsen og Jóhanna við kofahreysið. Loks þegar ég hafði fest allan fjalla-útbúnaðinn á bakpokann reyndi ég að lyfta honum upp á bakið, inn í svefnherbergi í íbúð minni í Þelamörk. Ég var að fara f Qallgöngu á Hardanger-vidda í Noregi. Eftir tveggja ára dvöl í landinu varð ég að fara í norska fjallgöngu, þar sem það er eitt mest umtalaða og dáða sportið. Allir vinnufélagar mínir sáröfund- uðu mig að vera að fara í 3ja daga fjallaferð. Ég hlakkaði til en samt skildi égekki tilganginn. Er mér tókst loks að standa upp með þennan risastóra bak- {x>ka, troðfullan af þykkum föt- um; með tjald, svefnpoka og svampdýnu fest utan á, stóð ég varla undir öllu þessu. Ég fór inn á bað til að spegla mig, en sló niður allar hillur svo snyrtiáhöld hrundu í gólfíð. Við keyrðum þijú saman í bíl, í gegnum blómlega dali og upp skógivaxnar fjallshlíðar. Kjell Nilsen, vanur fjallamaður, ætlaði að vísa leiðina. Einnig var íslensk stúlka, sem bjó í Suður-Noregi og hét Jóhanna, með í förinni. Hún hafði heldur aldrei farið í svona fjallaferð. Kjell sagði að er maður kæmi sæll og þreyttur eft- ir daginn á fjallahótelin, þá væri það fyrsta að fá sér heila dós með ananas, sem svalaði þorstanum. Á kvöldin yrði spilað á gítar og sungið, farið í gufubað eða dreypt' á rauðvíni við kertaljós. Fólk gekk á milli fjallahótelanna, naut lands- lagsins og veðursins. „Enginn fer í íjallgöngu án þess að hafa súkkulaði. Því þegar blóðsykurinn minnkar þá fer fólk í fýlu. Þá stoppa menn smá stund, borða súkkulaði og þá verður allt í lagi,“ sagði Kjell, sem er hávax- inn með mikið rautt hár. Og okkar bakpokar voru fullir af súkkulaði. Er við nálguðumst Hardanger- vidda komum við brátt upp fyrir skógarmörkin, upp á heiði þar sem tré ná ekki að vaxa og við tók mosi og gijót. Landslagið var ettilega líkt því sem er heima á landi. Loks komum við að stóru vatni. Eyðileg fjöll voru allt í kring og það blés köldu fjallalofti. Við klæddumst síðum nærbuxum, ull- arpeysum og vindjökkum. Ég reimaði á mig stóra fjallaskó úr ekta leðri, sem ég hafði orðið mér út um með mikilli fyrirhöfn. Við þrömmuðum um borð í 27 feta hraðbát, fullan af fólki og sigldum af stað. Þar sátu menn í grænum klæðnaði með fullt af veiðistöng- um. Allir mjög þögulir. Skipstjór- inn var í bláum vinnusamfestingi og reyndi að fá einhvem til að tala við sig. Við komum að landi við stórt fjallahótel með auðn í kring. Márbu hét það. Vindurinn hvein í vesælum grasstráum. Þar var hægt að kaupa gistingu og mat; en það var ekkert heitt vatn og ekkert klósett, bara útikamar. Við spjölluðum við þijá físki- menn sem höfðu verið þama í nokkra daga og ekkert fengið. „Og hvert ætlið þið?“ spurði einn þeirra. „Rauhellan," sagði Kjell. En það var nafnið á íjallahótel- inu sem við ætluðum til fyrsta daginn og var bara 4 tíma ganga. „Þið eruð nokkuð sein úti, tek- ur um 8 tíma,“ sagði maðurinn og leit á klukku sína. „Nei, nei,“ sagði Kjell og suss- aði. Klukkan eitt lögðum við af stað út í auðnina. Fram undan var 20 kílómetra leið, með 5 kflómetra á klukkustund tæki það 4 tíma. Passlegur túr. „Hvað meinti maðurinn með „Ogviðgengnmog gengum og það rígndi og rigndi. Ég fékk nuddsár undan skón- um og neglurnar risp- uðu tærnar. Bakpok- inn togaði í axlirnar svo ég fékk höfuð- verk. Ég dróst alltaf afturúr.“ að segja að það væru 8 tímar?" spurði ég. „Hann var bara að spauga til að hræða ykkur," sagði Kjell. Við gengum eftir mjóum troðn- ing. Þyngdaraflið togaði í bak- pokann og ég átti í mestu erfíð- leikum með að halda jafnvægi. Eftir tíu mínútur komum við að fyrstu mýrinni og urðum öll blaut í fætuma. Stóru leðurskómir mínir urðu níðþungir og Kjell sagði að þá væru það góðir íjalla- skór. Það voru vaðandi ský á himni og þoka huldi Qallstoppa. Á stein- ana var málaður rauður kross til að merkja slóðann. Kjell hafði kortið í sérstakri tösku sem hékk á bringu hans, sífeilt var hann að gá til vegar. Svo kom rigning. Þama var ekkert að sjá nema fjöll og kalt landslag eins og uppi á Heilisheiði. Þó sáum við flokk af hreindýrum í Qarska. Kjell sagði að þama væri hættulegt að vera því fólk villtist, fraus í hel og svo gætu komið úlfar. Er við höfðum arkað þama í þijú kortér höfðum við komist 2,5 kflómetra. Meðalhraði okkar var því 3,3 kílómetrar á klukkustund. Með þennan helvítis bakpoka og á þessum grýtta stíg var engin leið að fara hraðar. Leiðin myndi taka okkur 7 tíma. Kjell hafði tvo óvana íslendinga i eftirdragi. Við stönsuðum til að fara í regnföt og breiða yfír bakpokana svo maturinn, öll aukafötin, tjöld- in og svefnpokamir blotnuðu ekki. En til hvers að burðast með allt þetta drasl ef við ætluðum að sofa á fjallahóteli? Til hvers í ósköpunum vorum við að þramma þama? „Héma, fáðu þér súkkulaði," sagði Kjell, þar sem við sátum í skjóli við stóran stein. Ég hakkaði í mig súkkulaði, en gat ekki fundið að ég kæmist í neitt betra skap. „Erum við hálfnuð núna?“ spurði ég því við höfðum gengið í tvo tíma. „Já, um það bil,“ 3agði Kjell. „Nei, það getur ekki verið," sagði ég. „Við stoppum bráðum og fáum okkur að borða, þá verður allt gott og eftir smá hvíld getum við haldið áfram,“ sagði hann. Og við gengum og gengum og það rigndi og rigndi. Ég fékk nuddsár undan skónum og negl- umar rispuðu tæmar. Bakpokinn togaði í axlimar svo ég fékk höf- uðverk. Ég dróst alltaf afturúr. Svo mætti ég tveim körlum og reyndi að búa til brandara. Báðir vom þeir með veiðistangir bundn- ar á bakpokana og í regngöllum. „Er langt til Márbu?" spurði annar. „Nei, ekki svo mjög. 7 kílómetr- ar, tveggja tíma gangur; við göngum hægt að vísu,“ sagði ég. „Sjö kflómetrar, það tekur nú ekki nema klukkutíma," sagði fíflið og var greinilegur monthani. Mennimir tveir héldu áfram. Og ég þakkaði guði fyrir að sam- talið var ekki lengra. Var tilgang- urinn sá að geta grobbað sig af gönguhraða? Og hver var þýðing þess að veiða langt upp á öræfum þegar hægt er að kaupa ferskan silung í búð? Við klöngruðumst yfír fjalls- hrygg. Landslagið var nákvæm- lega eins og upp á Úlfarsfelli. Kjell vissi um bústað þar sem við gætum sest upp undir vegginn og tekið matpásu í skjóli. Ég sá hvar hann þrammaði langt á und- an í rigningunni og að kofanum. Hann pmfaði fyrst að opna dym- ar en þær vom læstar. Jóhanna kom þétt á eftir honum, en hún var mjög blaut og köld til fóta. Svo hvarf Kjell fyrir húshomið. Að vörmu spori veifaði hann okk- ur að koma, ejns og við væmm ekki að fylgjast með honum. Er ég kom að kofanum var enginn þar. En í lægð nokkm neðar stóð Kjell við pínulítið torf- hreysi, brosandi og stoltur. Þar inni var ekki hægt að standa upp- réttur; moldargólf, kalt og rakt, trébekkir, viðarofn. Á gólfínu var greni sem ilmaði. Þama var þó skjól og við gátum kveikt upp í ofninum og þurrkað fötin og yljað okkur áður en við héldum áfram. En nú höfðum við gengið í Qóra tíma. Þá áttum við að vera meira en hálfnuð, eftir mínum útreikn- ingi. „Við getum alveg sofið hér í nótt," sagði Kjell. „Értu frá þér,“ sögðum við Jó- hanna í kór. Hann kveikti upp í viðarofnin- um og lagaði kaffi. Við sátum í hnipri við lítið borð við týmna sem kom frá pínulitlum glugga og borðuðum kramin rúnstykki. Það blés alls staðar inn um rifumar svo ofninn náði ekki að hita upp hreysið. Þama var höggvinn við- ur, skítugar könnur og diskar upp á vegg, en það var hvergi ananas í dós og hvergi gítar eða gufu- bað. Bara tvöþúsund naglar í þak- inu til að hengja upp blaut föt. „Jæja, eigum við ekki að fara að drífa okkur áfram,“ sagði ég er hálftími var liðinn. „Hva, viljið þið ekki vera hér í nótt?“ „Nei,“ sögðum við íslending- amir. „Þetta er besta fjallahótelið sem hægt er að fá, lítið og með litlum þægindum. Það er hápunkt- ur fjallamannsins að fínna svona hús. Hér væri fínt að vera í viku,“ sagði hann og móða var á gler- augum hans vegna rakans. „Já, en þetta er hriplekur kofí, sem heldur ekki vindi, eigum við að sofa hér í gijóthörðum kojum. þegar það er bara 3ja tíma gang- ur í almennilegt hús?“ „Nei. Það er minnst 4ra tíma gangur eftir. Við verðum aldrei komin þangað fyrir lokun.“ Fyrir lokun? Hvað áttu við?“ „Það er kannski ekki lokað, en við fáum ekki mat.“ „Já, en við getum ekki hangið hér, klukkan er ekki nema hálf sex.“ Hann dró upp kortin sín. „Við eigum 13 kflómetra eftir." „Það getur ekki staðist." „Jú, þetta er 25 kflómetra leið og við erum búin með 12.“ 20 kílómetra leið hafði allt í einu lengst upp í 25 kílómetra. 4ra tíma ganga var nú orðin 8 tíma. En hann hafði kortin og kompásinn og þarna ætlaði hann að sofa því fyrir honum var þessi kofí það sama og heit laug er fyrir íslending. Kjell rúllaði út svefnpokanum sínum. Við vorum neydd til að hírast í torfhreysi upp á heiði. Þetta var kennslustund í norskri menningu. „Þið eigið eftir að verða vitlaus í Qallaferðir," sagði hann. „Þú hefur ekki sagt okkur satt,“ sagði ég. „Þegar maður fer með böm í fjallaferðir þá á maður alltaf að segja að það sé styttra en það er.“ „Af því við erum ekki norsk, þá emm við böm í þínum aug- um,“ sagði ég og blóðið þaut í æðunum. Kvöldinu var eytt í að spila á rök spil við kertaljós. Ég sem hata að spila á spil. Því fannst mér það fullkomin tímasóun að draslast upp til fjalla til að spila á spil. Vindurinn gnauðaði um nóttina og ég heyrði garg í máv og eitt- hvert dýr nuddaði sér utan í vegg- inn. Kannski var það úlfur. Kald- ur gustur kítlaði nef mitt. Næsta morgun skoðaði hann kortin til að skipuleggja nýjan hring, áætlunin hafði jú farið úr skorðum, bara út af þessum and- skotans kofa, sem hann hafði fengið ást á. Ég pakkaði niður í bakpokann minn. „Nú átt þú að höggva við,“ sagði Kjell skipandi. Eg fann roðann þjóta fram í kinnamar og skellti bakpokanum í harða kojuna. „Þú skalt ekki skipa mér fyrir. ísland er ekki norsk nýlenda, ís- land er sjálfstætt ríki,“ sagði ég og hendur mínar titmðu. Hann deplaði augum og skildi ekki mótbámmar. „Ég kom ekki hingað til að líða svívirðingar. Þú hefur narrað okk- ur hingað upp á fjöll til að gera eitthvað sem er daglegt brauð fyrir íslendinga," sagði ég og augun skutu neistum. Við gengum sömu leið til baka því við, sem vomm íslensk, neit- uðu, að halda áfram. Fyrir okkur var það engin upplifun að þramma um í harðskeyttu landslagi. Við ætluðum að taka bátinn til baka klukkan fjögur, ef við næðum því. Kjell gekk á undan og íjarlægð- ist því hann hafði meiri meðal- hraða. Hann hvarf út í rigninguna og blótaði þessum íslendingum sem ekki var hægt að koma vitinu fyrir. Við fylgdum götuslóðum og miðuðum út áttina með fjallstopp- um og vindstefnu. Loks komum við upp á hæð og sáum fjallahótelið. Ég hafði slæmt sár á fætinum og hvert skref var kvöl. Jóhanna var alveg búin í öxlunum. Og er við horfðum út á vatnið sáum við bát sigla suður eftir vatninu. Það hlaut að vera annar bátur. Við komum á síðustu stundu að fjallahótelinu, gegnblaut og að niðurlotum komin. „Það fer enginn fjögur — bátur á laugardögum," sagði Kjell er við komum í anddyrið. „Þú lýgur." „Nei, það er satt, báturinn fór síðustu ferð niðureftir hálf þijú,“ sagði stúlka í afgreiðslunni. „En það er Olaf-sokks hátíðin hér í kvöld með báli, römmegraut og spekemat," sagði Kjell; hafði ekki gefist upp með að gera okk- ur norsk. En römmegrautur er súrt sull, soðið úr súrum ijóma, þar sem kanelsykri og smjöri er hellt út á. Spekemat er svínakjöt sem lát- ið er hanga, líkt og hangikjöt nema það er étið hrátt. Svo átti einhver apaköttur að spila á harm- onikku, sem kæmi upp með síðustu ferð bátsins. „Ég er búinn að panta tveggja manna herbergi handa ykkur,“ sagði Kjell og nuddaði saman höndunum. í setustofunni sat fjallgöngu- .. fólk og talaði um sínar síðustu gönguferðir og hvað það hefði verið yndislegt að ganga þennan dag. Við Jóhanna vissum ná- kvæmlega hverskonar hátíðar- stund þetta yrði. Norðmenn eiga erfítt með að skilja að það eru ekki allir sem falla inn undir þeirra siði. Er báturinn kom með harmon- ikkuspilarann og fleiri karla í grænum jökkum með veiðistangir stóð ég á bryggjunni. „Ferðu ekki niður eftir meira í dag?“ sagði ég og öldumar gusuð- ust yfír litla flotbryggju. „Nei, ég fer ekki fjögur ferðina á laugardögum. Þetta er sfðasta ferðin mín í dag,“ sagði skipstjór- inn. „En ef þú fengir góða borgun," sagði ég. „Það er náttúrulega dýrt að reka slíkan bát, margskonar kostnaður, sjáðu til. . .“ Fyrir góða þóknun féllst hann á aukaferð. Ég horfði út yfir vat- nið, það var 18 kílómetra langt, öldumar þutu hver eftir annarri. Vindurinn smaug í gegnum hár. mitt. Ég fann gamla og góða frels- istilfínningu. Engin fjöll kalla á mig nema þau íslensku. Ég læt1 engan breyta þjóðemi mínu. Er við Jóhanna komum í land. fleygði ég fjallaskónum í næstu ruslatunnu. Svo keyrðum við heim til mín í Þelamörk, þar sem ég átti stóra dós með ekta ananas. Til hvers að burðast með allt þetta drasl á bakinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.