Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 35 Ómar rýfur þögnina Ljósmynd/BS Ómar Óskarsson, gftarleikari og lagasmiður, hefur nú rofið nokk- urra ára þögn með nýrri hljóm- plötu, þar sem hann leikur og syngur eigin tónsmfðar með að- stoð félaga sinna fró fyrri tfð. Þeir sem fylgdust með rokktónlist hór á landi á sfðasta áratug muna vel eftir Ómari, einkum og sér f lagi frá þvf tfmabili sem hann lék með Pelican, en hann var afkastamesti iagasmiður þeirrar hljómsveitar og samdi mörg af vinsælustu lögum þeirra félaga. Ómar sendi Ifka fró sór sólóplötu á sfnum tfma, „Middle Class Man“ sem vakti talsverða athygli á þeim árum. Ómar hvarf af landi brott skömmu eftir að Middle Class Man kom út og lók um skeið með rokksveitum á Norðurlöndum þar til hann dró sig í hló og flutti vestur á firði. Á nýju plötunni, sem ber heitið „Rækju- kokkteiir, hefur hann hins vegar tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og tekst býsna vel upp á köflum. Lögin á plötunni bera þess þó sum merki að þau hafa verið að safnast upp á mörgum árum og fyr- ir bragðið er viðbúið að þau höfði ekki til yngra fólks, sem alið er upp við aðra tegund tónlistar og líklega verða menn að hafa einhverja inn- sýn í þá tónlist sem Ómar var að fást við áður en hann dró sig í hlé, til að skilja hvað hann er að fara með þessum lögum. Hann er, að því er best verður heyrt, að brúa bilið á milli þeirrar tónlistar sem gekk á þeim árum og til dagsins í dag enda líklega haft mikla þörf fyr- ir að losa sig við það efni sem hefur safnast upp á þessum tíma. Þar af leiðandi er svolítið erfitt að staðsetja þessa plötu tónlistar- lega enda leitar Ómar víða fanga í tónsmíðum sínum og að því leiti ber platan nafn með rentu. Hún er eins konar „kokteill" af ýmsum hug- myndum og stefnum, allt frá einföld- um slögurum, svo sem „Erlendur skuldasafnari", upp í „instrumental keyrslurokk", samanber „Nelson Mandela". Þetta fyrirkomulag, að blanda saman ýmsum stefnum, er kostur að margra mati þar sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Öðrum finnst óþægilegt að vera sífellt að setja sig í nýjar stell- ingar á milli laga og persónulega finnst mér vanta einhvern „heildar- svip“ á plötuna. Hinu er þó ekki að leyna að á plötunni er Ómar að gera marga góða hluti sem verða því áhugaverðari, sem oftar er hlust- að. Við textagerð hefur Ómar notið aðstoðar Hafliða Magnússonar, í fimm laganna, auk þess sem Þórnýj- ar Óskarsdóttur er getið varðandi textagerð í einu þeirra. Textarnir eru yfir höfuð vel gerðir og rótt kveðnir og er það mikill kostur á timum þegar leirburður tröllríður textagerð í íslenskri dægurtónlist. Textarnir eru-líka lausir viö þá aulafyndni sem dugað hefur mörgu laginu til vin- sælda hér á landi á síðustu árum. Hvað texta og tónlistarlegar pæling- ar varðar er þetta því kannski ekki rétti útgáfutíminn fyrir plötuna. Vetrarumhverfið hefði hentað yrkis- efninu betur að mínum dómi. I því sambandi má nefna textann við lag- ið „Einnar nætur kona“, sem er eitt besta lag plötunnar. Ómar syngur sjálfur öll lögin plötunni og annast allan gítarleik.l Sleppur hann vel frá því hlutverki og sömu sögu er að segja um að- stoðarmenn hans, þá Birgi J. Birgis- son á hljómborð, Ásgeir Óskarson trommuleikara og Jón Ólafsson bassaleikara. Tveir þeir síðast- nefndu er gamlir félagar Ómars úr Pelican og þykir mér samspil þeirra | tveggja einn höfuðkostur plötunnar. Jón hefur auk þess annast upptöku-1 stjórn og ferst honum það vel úr hendi, en að því ég best veit er | þetta frumraun hans á því sviði. Hór skal engum getum að því leitt hvort þessari plötu tekst að ná þeirri athygli sem hún verðskuldar. Ef til vill vantar á hana afgerandi „smell" eða þekktan „tískusöngv- ara“ til að svo megi veröa. Það er hins vegar ángæjulegt til þess að vita að Omar skuli hafa snúið aftur á vit rokktónlistarinnar og full ástæða til að hvetja hann til að halda áfram á þessari braut. Sveinn Guðjónsson. Rokksaganá vísindalegum grunni Langi Seli og Skuggarnir er ein fárra sveita sem leikur ómengaða og tilgerðarlausa rokktónlist eins og til siðs var á árunum um og eftir 1950. Ekki er langt sfðan sveitin sendi frá sór sfna fyrstu plötu, tólf- tommu sem á voru tvö lög, og tók útsendari Rokksíðunnar sveitarmeð- limi tali f tilefni af plötunni. í viðtal komu þeir Seli, Kommi og Steingrímur, en Jón Skuggi er lagstur í ferðalög með Sykurmolun- um og gat því eðlilega ekki verið með. Byrjum á byrjuninni: Hvað kom til að þið gerðuð tólftommu núna? Það eru ýmsar ástæður fyrir því, en meginástæðan er kanski fyrir- hyggja. Útgefendur eru ekki gefnir fyrir að ráðast í að gefa út stóra plötu með óþekktri hljómsveit. Okk- ur fannst líka þörf á því að koma Ljósmynd/BS Tímavélin Fyrir nokkru héldu Kamarorg- hestarnir tónleika í Casablanca, þar sem hljómsveitin kynnti lög af hljómplötu sem er í smfðum um þessar mundir. Tónleikarnir voru á miðvikudegi og ekki var fyrirfram hægt að búast við mik- illi aðsókn. Aö koma inn í Casablanca var eins og að stíga inn í tímavél; að stíga inn í Tjarnarbúð eða Sigtún anno 1972, því þar var sama fólkið og maður sá gjarnan þar, í sömu fötunum að tala um sömu hlutina. Kannski hefur allt tekið minni breytingum en maður hélt, en Kamarorghestarnir verka greini- lega sem hippasegull enda er sveitin sprottin úr þeim menning- arkima sem þreifst í Tjarnarbúð og Stínu á sínum tíma. Kamarorg- hestarnir hafa þó alla burði til að ná til fleiri en en þeirra sem þar svömluðu, því hljómsveitin hefur í sér húmorinn sem þarf til að rísa uppúr tilgerðinni og tilgangsleys- inu og hugmyndirnar sem þarf til að setja saman ferska tónlist. Einn mestu munar um texta Kristjáns Péturs, sem eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður heyrir í rokkinu í dag, en tónlistin er skemmtilega rómantískt rokk sem blendið er Ijúfsárum trega eftir hugsjónaárunum og á sér kyrfileg- ar rætur í fortíðinni. Tónlist sem hægt er að brosa að og dansa eftir. Ekki tónlist sem fellur inn í hefðbundið poppmynstur dagsins í dag og ekki tónlist sem fellur inn í hefðbundiö rokkmynstur; bara tónlist Kamarorghestanna, og sér- stök sem slík. Framlínuna skipa Kristján Pétur og Lísa, sem ná skemmtilega sam- an í söngnum með góðum stuðn- ingi Bjögga, sem handlék bassann af fimi. Aörir sveitarmeðlimir skil- uðu sínu skammlaust og vel það og engin ástæða er að ætla annað en að sveitin eigi möguleika á að ná sér í breiðari áheyrendahóp. frá okkur lögum sem við höfum verið lengi með. Hljómsveitin er komin til ára sinna. Já, hún er sennilega um þriggja ára gömul, með fríi í vel á annaö ár. Eru þessi lög þá orðin þaö göm- ul? Nei, það er nú minnst af þeim það gömul. Það er helst Kontinent- alinn, en grunnurinn að honum, mjög hrár grunnur, varð snemma til. Hvernig stóö á þvf aö sveitin tók sér svona langt frf? Menn voru að sinna sínum mál- um hver í sínu lagi. Við vorum oft á leiðinni í gang, en það gekk hálf illa að smala mönnum saman og það voru ýmsar tilraunir í gangi með mannaskipan og aðrar hljóm- sveitir. Stendur til að gefa út aðra plötu f haust? Já, það kemur önnur tólftomma, en þá líkiega með fleiri lögum. Þið viljið ekki fara út f það að gera stóra plötu? Nei, við höfum ekki tíma til að vinna stóra plötu svo vel sé. Jón er á flakki með Moiunum og kemur ekki heim fyrr en það seint og ef vel ætti að vera þá þyrftum við að hafa byrjað í gær. Það tekur góðan tíma að gera stóra plötu og það er svo leiðinlegt að vera að vinna plötu 1, 2 og 3; drífa upptökur af og drífa hljóðblöndun af. Maöur veröur svo heilaþveginn og þreyttur að það kemur niður á lögunum sjálf- um. Við förum ekki út í að gera stóra plötu nema hafa til þess góð- an tíma. Það setur ykkur skorður að Jón sé á flandri. Já það gerir þaö óneitanlega. Þið hafið ekki velt þvf fyrir ykkur að fá ykkur annan bassaleikara? Það er rökréttara að Sykurmol- arnir fái sér annan hljóðstjóra. Ann- ars væri erfitt að fá bassaleikara á við Jón. Ef við ætluðum að fá okkur annan bassaleikara þá tæki það ekki minni tíma að þjálfa hann upp á andiega sviöinu en tónlistarlega og það þýddi að sveitin þyrfti aftur að taka sér tveggja ára frí. Snúum okkur að tónlistinni. Menn hafa kallað hana rokkabillf, en manni finnst að það sé kannski fyrst og fremst vegna þess að þið notist við kontrabassa. Hvað viljið þið segja um tónlistina? Þetta er endurreisnarrokk. Við förum í rokksöguna á vísindalegum grunni og lagfærum það sem okkur finnst miður fara. Það vatt sér að mér maður á Casablancatónlelkum ykkar og sagði að sér þætti hljómsveitin vera með mikið af uppfyllingarlög- um. Uppfylling og uppfylling ekki ... Þegar Presley hélt tónieika lét hann alltaf lélega hljómsveit leika á und- an til að fólk heyrði betur hvað hann væri góður og okkur finnst ágætt að hafa veigaminni lög sem inngang að betri lögunum. Annars má segja að tónleikarnir hafi verið uppfylling þvi við fylltum húsið og fylltum kannski eitthvað meira. Leikið þið bara frumsamið efni? Síöan hljómsveitin kom úr fríi höfum við haldið okkur við frums- amið efni. Hafið þið þá ekkert lag eftir aðra á lager? Við höfum stef sem við höfum til að fylla upp í göt ef það slitnar strengur eða eitthvað þvíumlíkt gerist. Líklega veit enginn okkar hvað það heitir eða hvaðan það er. Hvað með textana, hver semur þá? Við semjum allir eitthvað og marga semjum við saman. í Kontinentalinn og f Kane má segja að verið sé að syngja um nútíma goðafræði og Kontinental- inn hljómar Ifkt og töfraþula. Við reynum að láta hugmyndina á bak við textann falla að laginu án þess þó að við séum að prédika. Frá því að texti verður til breytist hann í flutningi smátt og smátt þar til að skyndilega er hann fullbúinn og það gerist af sjálfu sér. Textinn við Kontinentalinn varð til þegar til stóð að fara að taka það lag upp, en áður var við það annar texti. Kane var aftur á móti lengi að gerj- ast áður en hann varð fullmótaður. Hvernig er með fmynd hljóm- sveitarinnar? Þetta erum bara við á götunni. Þetta er kannski eitthvað sem við bjuggum til en það er þá það langt síðan að þaö er löngu gleymt. Það er líka þannig að þegar maður er kominn upp á svið með gítarinn þá fer maður í ýmsar stellingar sem maður fer ekki í á Laugaveginum, en eru viðeigandi á þeim stað og þeirri stundu. Þegar ég sá ykkur á Borginni f byrjun apríl sat fólk og hlustaði, en í Casablanca dönsuðu flestir. Hvort kunnið þið betur við? Það er skemmtilegast að spila fyrir þá sem eru nálægt manni og sem sýna viðbrögð. Ef fólk tekur vel undir þá spilum við líka vel. Ykkur fannst ekki óþægllegt hvað áheyrendur voru þétt við ykkur f Casablanca? Helst vildum við sjá í augun á hverjum einasta. Viljið þið segja eitthvað sér- stakt um tónlistina? Kommi: Ég kann enga sérstaka frasa yfir hana, hún bara einhvern veginn rennur í gegn um mig og geftir mér góða fullnægingu þegar ég fæ að spila hana. Seli: Mér er það nóg að fá að spila á gítarinn og standa fyrirfram- an fólk. Steingrímur: Þetta er góð sveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.