Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Nokkrir hollenskir stúdentar köstuðu klæðum og klifr- uðu upp á gos- brunn í borginni Haag. Með þessum aðgerðum voru þeir að mótmæla niðurskurði á námsstyrkjum sem menntamálaráð- herra landsins, Deetman, fyrir- skipaði. Boðskap- urinn kom berlega í ljós. „Við verðum rúin inn að skinni“. Ekki er vitað hvort mótmælin hafi bo- rið einhvern árangur. Og hvort þessi pjötlulausa aðferð væri reyn- andi við islenska ráðherra er einnig óvíst. ORLANE P A R I S ORLANE kynning í dag frá kl. 13.00-18.00. Snyrtivöruverslunin Serína, Kringlunni. Talaðu við okkur um eldhústæki Talaðu við ohhur um uppþvottavélar ÆVINTÝRAMENNSKA Brúarráp er hans iðja Fyrir sumu fólki er ekkert fjall of hátt og ekkert djúp of mik- ið. Og fyrir umhverfíslistamanninn, Keith Alexander, er engin brú of löng. Ekki gengur hann ofanvert á brúarsmíðinni heldur fer hann sem leið liggur, undir þær. Keith hefur þegar gengið 53 brýr að neðanverðu, og yfir 40 af þeim voru í hans heimaborg, Chicago í Bandaríkjunum. Með próf í högg- myndalist er hann ánægður með þetta áhugamál sem hann segir vera listgrein. 0g hann vill gjaman hafa félagsskap. Yfir þijú hundruð manns hafa farið með honum í þess- ar gönguferðir. „Sumir em algjörar gungur og snúa við strax" segir Keith sem tekur tuttugu dollara fyrir ieiðsögnina á hvert höfuð. Sumum þeirra tekst að komast alla leið, og vitað er um einn sem „ætl- ar kannski aftur.“ Keith notar engin hjálpartæki, hefur aldrei orðið fyrir slysi, en það hafa komið vafasöm augnablik. Eftir sjö klukkustunda leið yfir brúna frá Marin County til San Fransiskó komst hann ekki af brúnni þegar á brúarenda kom, og þurfti hann að skríða til baka, tvo og hálfan kílómetra á 25 sentimetra rönd, í 75 metra hæð yfir flóanum. Móður hans, Anitu Alexander, er hins vegar ekki skemmt. „Hann er eini sonur minn og ég vil að hann lifi. Sem betur fer er hann góður sundmaður." Næst vill Keith komast til Parísar, „en ekki kjafta í mömmu“ á hann að hafa sagt. Ekki banginn hann Keith. SÉRBLAÐ á fimmtudögum Dýrari fasteignasalar - en betri? Gífurleg lóða- eftirspurn Auglýsingar í viðskiptablaðið þurfa að hafa borist auglýsinga- deild fyrir kl. 12.00. á mánudögum. - blað allra landsmanna Osarfsuv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.