Morgunblaðið - 12.08.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.08.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 -29 Matthías Á. Mathiesen samgöngn- ráðherra á Egilsstöðum: Munum skoða gagnrýni á einka- leyfi Flugleiða Seyðisfirði. „ÉG ER þeirrar skoðunar að þegar leyfi til áætlunarflugs verður endurmetið þá verði að ræða við þessa aðila sem hafa verið með gagnrýni á einkaleyfi Flugleiða á þessari leið og öðrum flugleiðum, bæði sveitarstjórnar- menn og önnur flugfélög," sagði Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra i samtali við Morgunblaðið. En atvinnumála- nefnd Egilsstaða hefur nýverið beint þeim tilmælum til bæjar- stjórnar að fara þess á leit við samgönguráðuneytið að einka- leyfi Flugleiða á flugleiðinni Egilsstaðir-Reykjavik-Egilsstað- ir verði afnumið. Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra var nú nýverið á ferð um Austfirði þar sem hann hitti forsvarsmenn fyrirtækja, hélt fundi með bæja- og sveitastjómar- mönnum, framkvæmdaráði og sam- göngunefnd Sambands sveitarfé- laga á Áusturlandi og trúnaðar- mönnum Sjálfstæðisflokksins og hélt auk þess almenna stjómmála- fundi að Brúarási í Jökulsárhlíð og á Vopnafirði. Með ráðherra í ferðinni vom Hreinn Loftsson aðstoðarmaður hans, Egill Jónsson alþingismaður, Kristinn Pétursson alþingismaður, Hrafnkell A. Jónsson varaþingmað- ur og Garðar Rúnar Sigurgeirsson formaður Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Austurlandi. Að- altilgangur ferðarinnar var að sögn ráðherra að hitta forystumenn bæj- arfélagsins og trúnaðarmenn Sjálf- stæðisflokksins, ræða efnahags- og byggðamál og stöðu samgöngumála í kjördæminu. „Það var stjóm kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi sem stóð að þessari ferð og skipulagði hana,“ sagði Matthías. Á Egilsstöðum fór Matthías með- al annars á flugvöllinn og skoðaði framkvæmdir þar undir leiðsögn Ingólfs Amarsonar umdæmisstjóra Flugmálastjómar á Austurlandi, Rúnars Pálssonar umdæmisstjóra Flugleiða á Austurlandi og Kjartans FiskverA á uppboðsmörkuðum 11. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verðfkr.) Þorskur 41,00 41,00 41,00 0,042 1.711 Ýsa 50,00 35,00 36,73 2,377 87.327 Ufsi 23,00 23,00 23,00 8,272 190.256 Karfi 26,00 26,00 26,00 1,894 49.240 Steinbftur 31,00 31,00 31,00 0,814 25.246 Sólkoli 30,00 30,00 30,00 0,170 5.102 Langa 15,00 15,00 15,00 0,238 3.570 Lúða 175,00 90,00 124,28 0,261 32.438 Samtals 28,07 14,069 394.890 Selt var aöallega frá Hraöfrystihúsi stöövarfjaröar og Stakk- holti hf. f Ólafsvfk. I dag veröur selt úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 44,50 41,00 43,80 46,740 2.047.173 Ýsa 68,00 55,00 65,78 4,377 287.939 Karfi 33,50 30,50 32,44 .16,994 551.247 Ufsi 21,00 21,00 21,00 3,208 67.368 Steinbftur 26,00 15,00 21,15 0,138 2.919 Hlýri 20,00 20,00 20,00 2,757 55.142 Langa 15,00 15,00 15,00 0,123 1.845 Lúða 145,00 140,00 143,79 0,145 20.850 Skarkoli 44,50 42,00 43,74 0,460 20.120 Samtals 40,76 74,943 3.054.603 Selt var úr Ásbirni RE og Þrymi BA. ( dag verður seldur fiskur úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 46,50 41,50 43,22 45,462 1.964.874 Undirmál 24,50 24,50 24,50 0,900 22.050 Ýsa 93,00 41,00 65,41 3,912 255.867 Ufsi 19,50 19,50 19,50 0,375 7.313 Karfi 21,50 21,50 21,50 0,460 9.890 Steinbítur 26,50 20,50 25,70 2,868 73.694 Hlýri+steinb. 22,00 22,00 22,00 1,120 24.641 Langa 15,00 15,00 15,00 0,083 1.245 Keila 16,00 16,00 16,00 3,150 50.400 Sólkoli 46,00 46,00 46,00 0,477 21.942 Skarkoli 40,50 40,00 40,42 0,322 13.014 Lúða 171,00 133,00 156,60 0,138 21.689 Skata 56,00 56,00 56,00 0,069 3.864 Skötuselur 243,00 243,00 243,00 0,044 10.692 Samtals 41,78 59,380 2.481.175 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Hjalta GK. f dag verða m.a. seld 40 kör af þorski, 12 kör af ýsu og 16 kör af ufsa úr Höfrungi II GK og nk. mánudag verða m.a. seld 65 tonn af þorski úr Bergvík KE. Grænmatlsvarð á uppboðsmörkuðum 11. ágúst. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 77,98 4,725 368.475 Sveppir 442,00 0,244 108.248 Tómatar 136,97 4,686 641.850 Paprika(græn) 252,99 1,085 274.495 Paprika(rauö) 351,76 0,945 332.400 Paprika(gul) 430,00 0,110 47.300 Papr.(rauögul) 307,00 0,025 7.675 Hvitkál 80,23 4,900 393.120 Salat 51,67 1,035 53.475 Spergilkál 204,05 0,415 84.680 Blómkál 82,42 2,009 165.578 Kínakál 133,91 1,380 184.800 Jöklasalat 121,43 0,440 53.430 Rófur 88,65 4,475 396.725 Sellerí 183,92 0,310 57.015 Gulrætur(pk.) 174,11 2,190 381.300 Gulrætur(ópk.) 187,26 1,070 200.370 Sérrítómatar 317,00 0,005 1.585 Smágúrkur 78,00 005 390 Rabarbari 36,00 0,075 2.700 Samtals 3.846.955 Einnig voru m.a. seld 320 búnt af dilli fyrir 44 króna meöalverö og 1.892 búnt af steinselju fyrir 32,69 króna meðalverð. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Frá vinstri: Kjartan Ingvarsson framkvæmdastjóri Héraðsverks hf., Hreinn Loftsson aðstoðarmaður samgönguráðherra, Kristinn Pétursson alþingismaður, Ingólfur Arnarsson umdæmisstjóri Flugmála- sljórnar á Austurlandi, Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra og Rúnar Pálsson umdæmisstjóri Flugleiða á Austurlandi skoða teikningar af nýju flugbrautinni við Egilsstaðaflugvöll og hugsanlega stæði fyrir lengingu hennar með varaflugvöll í huga. Samgönguráðherra á fundi með bæjarstjórn Egilsstaða, frá vinstri: Matthías Á. Mathiesen, Siguijón Bjarnason, Sigurður Ananíasson, Sigurður Símonarson bæjarstjóri, Kristinn Pétursson þingmaður og Sveinn Þórarinsson. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Héraðsverksmenn vinna við framkvæmdir á öðrum áfanga EgiLs- staðaflugvallar. Ingvarsson framkvæmdastjóra Héraðsverks. Hann sagði að miklar fram- kvæmdir stæðu nú yfír við Egils- staðaflugvöll og hann hefði viljað hitta ráðamenn í flugmálum hér eystra og ræða við forsvarsmenn Héraðsverks sem er verktaki við flugvöllinn. Öðrum áfanga við framkvæmdimar færi bráðum að verða lokið og þriðji áfangi yrði væntanlega boðinn út í haust. Hann sagði það vera mjög gagn- legt fyrir ráðherra hverrar ríkis- stjómar að fara í svona ferðir út á land og kynnast viðhorfi heima- manna. Fyrir sig væri þetta sérstak- lega gagnlegt þar sem samgöngu- mál heyrðu undir sig og góðar sam- göngur eru ein aðal forsenda þess að byggðajafnvægi haldist í landinu. Aðspurður um hvenær væri að vænta ákvörðunar ríkisstjómarinn- ar um hvort Egilsstaðaflugvöllur yrði gerður að varaflugvelli í milli- landaflugi, sagði Matthías: „Flug- ráð hefur gert tillögu um að Egils- staðaflugvöllur verði gerður að varaflugvelli og eru þær tillögur til athugunar hjá ríkisstjóminni. Þess- ar tillögur flugráðs byggjast á ákveðinni forsendu, þær gera ekki ráð fyrir því að notaðar verði stærri flugvélar í millilandaflugi en íslensku flugfélögin nota í dag og koma til með að nota á næstunni. Auk þess hefur flugráð vikið til hliðar hugmyndum sem tækju mið af starfsemi vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli og þeim vélum sem það notar. Ákvörðun um þetta verður að taka við fjárlagagerð, því það þarf viðbótarfjármagn til að fara í lengingu flugbrautarinnar, eins og þessar tillögur gera ráð fyrir. Flugmálaáætlunin verður hinsvegar ekki endurskoðuð fyrr en eftir tvö ár,“ sagði Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra. - Garðar Rúnar • • Iðnaðarráðherra heimsækir Orva Morgunblaðið/Þorkell Frá heimsókn iðnaðarráðherra í Örva, vemdaðan vinnustað fyrir fatlaða. Frá vinstri Salome ÞorkeUdóttir, Friðrik Sophusson og Elís Þröstur Elísson starfsmaður hjá Örva. FRIÐRIK Sophusson iðnaðar- ráðherra hefur að undanfömu heimsótt fyrirtæki í Reykjanes- kjördæmi. Ráðherra var á ferð í Kópavogi síðastliðinn þriðju- dag og var Salome Þorkels- dóttir Alþingismaður Reyknes- inga með í för. Þau heimsóttu Axis, íspan og Byko, en ferðin hófst með heimsókn til Örva, sem er verndaður vinnustaður fyrir fatlaða. Að loknum heim- sóknum í fyrirtækin hélt iðnað- arráðherra fund með forráða- mönnum iðnfyrirtækja í Kópa- vogi. Örvi er vemdaður vinnustaður þar sem bæði líkamlega fatlaðir og þeir sem hafa orðið fyrir andleg- um áföllum fá uppbyggingu og þjálfun segir Bergur Þorgeirsson framkvæmdastjóri. Þar vinna 8 starfsmenn og 27 öryrkjar á tvískiptum vöktum, fjóra tíma í senn. Örvi starfrækir prjónastofu og pökkunarþjónustu. Þar eru pijónaðar gammósíur á bömin og í plastdeildinni eru framleiddar umbúðir auk þess sem vörum er pakkað fyrir ýmis fyrirtæki. Örvi flutti í nýtt húsnæði I maí í vor. Markmiðið með starfsemi Örva er að veita fötluðu fólki markvissa þjálfun til starfa á almennum vinnumarkaði og lögð er mikil áhersla á stuðning eftir að út í atvinnulífið er komið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.