Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 j 15 ’ með frumkvæði að auknu hlutafé í fyrirtækjum sem eiga góða rekstrarmöguleika. Hugsanlega gæti ríkisvaldið (banka- og sjóða- kerfíð) yfírtekið hluta af skuldum þeirra gegn greiðslu í hlutafé. Þá gæti ríkisvaldið ráðstafað hluta hugsanlegs gengishagnaðar á svipaðan hátt. Slíku hlutafé getur ríkisvaldið síðan ráðstafað á mis- munandi vegu t.d. selt það á hlut- afjármarkaði, afhent það fjárfest- ingarfélagi í sinni eigu eða lífeyris- sjóðum gegn samningum við laun- þegasamtök, eða jafnvel sveitarfé- lögum. Ofangreint ætti ekki að vera svo fjarstætt ef litið er til þess að hlutafjármarkaður verði starfandi hér innan tíðar, og ef staðið er á raunhæfan hátt að ofangreindri endurskipulagningu gæti hún jafn- vel flýtt fyrir þróun hlutafjármark- aðar, þ.e.a.s. ríkisvaldið tekur þar frumkvæðið. 3. Lækkun raunvaxta. í ljósi þeirrar aðlögunar sem nauðsynleg er af hálfu atvinnulífs- ins vegna breytinga frá neikvæð- um til jákvæðra raunvaxta væri réttlætanlegt að lækka raunvexti um einhvern tíma. Sömuleiðis vegna þeirrar tilhneigingar við breytilega vexti að hækkun raun- vaxta kallar á meira lánsíjármagn. Ef lánsfjáreftirspurnin vex hraðar en lánsfjárframboðið við slíka hækkun er komið í óefni. Og ef staðreyndin er sú að láns- fjárframboð sé tiltölulega óteygið ofan við ákveðið vaxtastig er spuming hvort ekki ætti frekar að festa útlánavexti við ákveðið eðli- legt raunvaxtastig (fastir vextir) og láta síðan innlánsvexti taka mið af því. Auka þannig sömuleið- is ábyrgð og áhættu bankanna. Niðurgreiðsla vaxta. Ríkisvaldið gæti dregið úr niður- greiðslu vaxta til húsnæðismála og þar með úr lánsfjáreftirspum, og þess í stað aukið vaxtastyrki á félagslegum grundvelli gegnum skattkerfíð. Þessi ráðstöfun mundi einnig koma í veg fyrir stórfellt vandamál sem koma mun í ljós þegar fram í sækir vegna þess vaxtamunar sem ríkir milli lána lífeyrissjóðanna til húsnæðiskerfis- ins og aftur útlána þess. Vextir húsnæðislána ættu að vera áfram fastir og sömuleiðis vextir af flest- um öðmm langtíma lánum. 5. Lántaka ríkisvaldsins. Eins og fram kom hér að ofan hefur ríkisvaldið aukið til muna innlenda lánsfjáreftirspum sína síðustu ár en dregið úr þeirri er- lendu. Þetta hefur þýtt m.ö.o. að ríkisvaldið hefur dregið lánsfjár- magn útúr hagkerfínu. Spuming er hvort ríkisvaldið ætti að vera „neutralt“ um tíma meðan atvinn- ulífið er að aðlagast jákvæðum raunvöxtum, þ.e.a.s. að taka er- lend lán fyrir erlendum afborgun- um og vaxtagjöldum. Hér er þó ýmislegt sem taka verður tillit til s.s. hvemig lánsfjárþörf ríkissjóðs er fjármögnuð innan ársins og áhrif hennar. 6. Aðhaldsleysi bankanna og dýr rekstur. Ríkisvaldið gæti kennt bæði fyr- irtækjum og bönkum þá lexíu að ekki sé ætíð hægt að líta til þess þegar í óefni er komið, heldur verða fyrirtækin og bankamir að æxla sína ábyrgð. Slík lexía mundi að líkindum í framhaldinu kalla fram heilbrigðara aðhald í starfsemi bankanna. Þá þarf að . huga að þýðingu pólitískra áhrifa í starfs- háttum þeirra. Að lokum má fínna ráð sem kalla fram nauðsynlega samkeppni á útlánahlið bankanna, og þar með bætta viðskiptahætti og ódýrari rekstur. Athugasemdir: Of háir raunvextir em aðeins hluti af okkar vandamáli. Offjár- festing er annað. Óhagkvæmt banka- og sjóðakerfí er enn annað. Þá er hluti launa í „þjóðarkö- kunni" of hár þótt launamisréttið sé mikið og þurfí leiðréttingar við. Höfundur er hagfræðingur. Ný haustsending frá Kringlunni, s. 33300.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.