Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 23 Bandaríkin: Stinger-flugskeyti seld til Danmerkur Washington, Reuter. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið tilkynnti á þriðjudag að ríkisstjómin hefði kynnt Banda- ríkjaþingi áætlun um að selja Dönum Stinger-flugskeyti og tengdan búnað að andvirði 61 milljónar dala. í yfirlýsingu frá vamarmálaráðu- neytinu segir að Bandaríkjastjóm hafi boðist til að útvega Dönum 336 fullbúin Stinger-flugskeyti og 504 þyngri flugskeyti ásamt æfínga- búnaði og varahlutum að andvirði 61 milljónar dala. Þá greinir vamarmálaráðuneytið frá því að stjómin hafi kynnt Bandaríkjaþingi áætlun um sölu MK-46 tundurskeyta til Belga fyrir 19 milljónir dala. Samkvæmt bandarískum lögum hefur þingið 30 daga til að bera fram mótmæli gegn vopnasölunni. Reuter Fellibylurinn „Bill“gerir usla íKína Kínverskir byggingarverka- menn eru hér að hreinsa til eftir feilibylinn „Bill“, sem mddi sér braut i gegnum Hangzhou, höfuðborg Zhejing- héraðs, um síðustu helgi. Að minnsta kosti 50 manns fórast í fárviðrinu og 110 fiskimanna er enn saknað. Þá riðluðust all- ar samgöngur og rafmagns- og vatnsveitur héraðsins fóm úr sambandi. Finnskir ferðamenn myrtir í Eistland: Fómarlömb í baráttu Eistlendinga og Rússa á svarta markaðnum? Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara MORÐ á finnskum ferðamönnum í Tallín, höfuðborg sovétlýðveld- isins Eistlands, við Kirjálabotn, hafa varpað skugga á samskipti Finna og Eistlendinga. Sovéska lögreglan hefur ekki haft upp á þeim sem myrtu ferðamennina og hefur sá orðrómur borist út að lögreglan sé viðriðin morðin. Talið er að svartamarkaðsbrask- arar sem versla mikið við erlenda ferðamenn standi að baki morð- unum. Síðasta morðið var framið á laug- ardaginn þegar finnskur maður fannst látinn af sárum sínum á þaki hótelbyggingar í Tallín. Mað- urinn hafði látist af völdum áverka eftir barsmíðar. Engar fregnir hafa borist frá sovésku lögreglunni varð- aiidi rannsókn morðanna. Eftir að finnsk kona var myrt á Morgunblaðsins. hroðalegan hátt í Tallín í vor fór sendinefnd á vegum finnsku rann- sóknarlögreglunnar til Eistlands til að kanna málið. Mikil spenna i Eistlandi Fréttir af morðum á fínnskum ferðamönnum eru orðnar vikulegt efni síðdegisblaðanna, en rannsókn þeirra virðist lítið hafa miðað. Finnskar ferðaskrifstofur, sem selja ferðir til Eistlands, vilja sem minnst úr þessu gera og segja að ástandið sé ekki verra nú en áður og dag- blöðin blási þessar fréttir upp. Ástandið í Eistlandi er að mati ferðamanna, sem þangað hafa farið fyrir stuttu, afar slæmt. Mikil spenna rfkir f samskiptum aðfluttra Rússa og innfæddra Eistlendinga. Aðfluttir Rússar virðast vera að leggja undir sig svartamarkaðs- brask við ferðamenn, sem flytja með sér vörur sem ófáanlegar eru í Sovétríkjunum, en svartamarkaðs- brask virðist ekki minnka þrátt fyr- ir „perestrojku" Míkhaíls Gor- batsjovs. Samskipti Finna og Eistlendinga hafa alla tíð verið góð og tala marg- ir Eistlendingar hrafl í fínnsku. Hins vegar líta margir Finnar enn á Rússa sem innrásarlið sem tekið hafi Eistland og hafa samúð með Eistlendingum, sem nú eru að verða minnihlutahópur í eigin landi. Svartí markaðurinn blómstrar Undanfarna áratugi hafa þús- undir Finna farið í ódýrar skemmti- siglingar yfír Kiijálabotn til Eist- lands þar sem viðskipti þeirra og svartamarkaðsbraskara hafa Bretland: Thatcher vill ef la við- skipti við Sovétmenn Bangkolt, Daily Telegraph. MARGARET Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, hefur í hyggju að hvetja til frekari við- skipta milli Sovétríkjanna og Bretlands með það fyrir augum að auka vöruúrval í sovéskum verslunum. Ætlar forsætisráð- herrann með þessu að tryggja breskum fyrirtækjum hlutdeild i þeim stóra markaði sem nú virðist vera að opnast vestræn- um rílqum. Forsætisráðherrann gerði sam- komulag við Míkhaíl Gorbatsjov á fundi þeirra f marsmánuði á sfðasta ári um að tvöfalda árleg vöruskipti landanna, í 2,5 millj- arða punda (200 milljarða ísl. kr.), fyrir lok þessa áratugar. Thatcher vill að breskar versl- anasamsteypur og dreifíngarfyr- irtæki færi sér í nyt vaxandi kröf- ur Sovétborgara um að framboð á vörum aukist í verslunum. Ifyrir- tæki á borð við Marks og Spenc- er, Sainsbury og Tesco gætu í framtíðinni náð fótfestu í Moskvu eða öðrum borgum Sovétríkjanna. Vestræn velmegnn í Sovétríkjunum Forsætisráðherrann er sagður leggja mikið kapp á að venjuleg- um rússneskum kaupendum verði gert kleift að njóta vestrænnar velmegunar. Lítur hún svo á að þetta sé hluti af þeim efnahags- umbótum sem Gorbatsjov hefur boðað. Thatcher hefur gert sér mat úr því sem fram kom á 19. flokksráðstefnu sovéska komm- únistaflokksins f júnímánuði síðastliðnum. Þar kvartaði einn fulltrúi jrfir því að þrátt fyrir að umbótastefna Gorbatsjovs hefði skilað miklum árangri hefði stefna hans ekki bætt vöruúrval í versl- unum í Sovétríkjunum. Forsætisráðherrann gaf þessar fyrirætlanir sínar um aukin við- skipti við Sovétmenn í skyn á blaðamannafundi sem hún hélt í Brisbane í Ástralíu við lok heim- sóknar sinnar þar síðasta föstu- dag. Sagði hún að breytingamar í Sovétríkjunum tækju tíma en bætti við: „Bretar verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að aðstoða Sovétmenn. Ég vona að einhvem tíma muni Sov- étmenn vinna að því að breyta efnahagskerfi sínu á þann veg sem það er í fijálsum, vestrænum samfélögum, en efnahagsumbæt- umar munu taka mikið lengri tíma en það tekur að hrinda glastnost-stefnunni í fram- kvæmd," sagði Thatcher. Sovétmenn hafa hugrekki tíl að snúa við blaðinu Síðar þennan sama dag sagði forsætisráðherrann í einkasam- kvæmi að Sovétmenn hefðu þegar viðurkennt að efnahagskerfí þeirra hefði bmgðist og sagðist hún þess fullviss að þeir hefðu hugrekki til að snúa við blaðinu og kanna f hveiju velgengni vest- rænna ríkja væri fólgin. Það er hald manna að forsætis- ráðherrann vilji að Bretar hafi frumkvæði um að efla viðskipti við Sovétmenn og verði þannig fyrri til að hasla sér völl á sovésk- um markaði en aðrar þjóðir. Þessi hugmynd fær byr undir báða vængi ef skoðaðar em tölur um viðskipti milli Sovétríkjanna og Bretlands. Nú þegar em vöm- skiptin komin í 2,1 milljarð punda á ári (168 milljarðar ísl. kr.), sem er aðeins 400 milljón pundum minna en markið sem þau Thatch- er og Gorbatsjov settu sér á fund- inum í Kreml á síðasta ári. Yfirmenn Konunglega skoska landsbankans, sem hefur sam- starf við Þjóðarbankann í Moskvu vegna sameiginlegra áhættufyrir- tækja, segja að þegar séu nokkur sameiginleg verkefni á döfinni, en neita að gefa frekari upplýsing- ar um hvaða verkefni væri að ræða. Fyrirtækin Tam Brands, sem er leiðandi í framleiðslu dömubinda á Bretlandi, og Vid- elom, sem framleiðir lækninga- tæki, hafa þegar hafið samstarf við Sovétmenn. Breskir ráðamenn binda þó mestar vonir við smásölu og dreif- ingu á nauðsynjavörum til Sov- étríkjanna. Forsætisráðherrann er þar engin undantekning og virðist ákveðinn í að bresk fyrirtæki nýti sér enn frekar það tækifæri sem virðist vera að gefast til þess að ná fótfestu á þeim stóra markaði fyrir nauðsynjavörur sem Sov- étríkin eru. blómstrað. Venjulega hafa finnskir ferðamenn með sér vaming sem eftirsóttur er í Sovétríkjunum, svo sem gallabuxur, kaffi og aðrar vest- rænar vömr til þess að fjármagna ferðina. Auk þess selja ferðamenn- imir finnsk mörk á uppsprengdu verði. Þá hefur diykkjuskapur Finna alla jafna verið töluverður í þessum ferðum. Vegna nálægðar Eistlands og Finnlands geta Eistlendingar fylgst með finnska sjónvarpinu. Margir þeirra hafa lært finnsku af sjón- varpinu, enda tungumál Eistlend- inga og Finna skyld. Viðskipti Finna og svartamarkaðsbraskara á götum Tallín hafa farið fram á finnsku og hefur það orðið til þess að útiloka aðflutta Rússa frá við- skiptum við Finnana sem streyma til borgarinnar til að skemmta sér á ódýran hátt. V elmegunarríki Eystrasaltslýðveldin þijú, Eist- land, Lettland og Litháen, hafa verið talin veimegunarríki meðal Sovétlýðveldanna. Mikill fyöldi fólks frá öðrum sovétlýðveldum hefur flust til þessara landa. Stór hluti íbúa í Tallín er aðfluttur. Eindregin afstaða Kremlveija gagnvart Krímtötumm, sem krafist hafa sjálfsstjómar, og harka þeirra í deilunni vegna kröfu Armena um að héraðið Nagomo-Karabakh verði aftur hluti af Armeníu, þykir bera vott um hræðslu þeirra við að þjóð- emishreyfingar nái fótfestu í betur stæðum lýðveldum Sovétríkjanna, svo sem Éistlandi. Eistlendingar hafa krafíst efna- hagslegrar sjálfsstjómar þar sem þeir telja miðstýringuna frá Moskvu ekki til þess fallna að auka velsæld þjóðarinnar. Þjóðemisvakning með- al Eistlendinga hefur löngum beinst að þeim þúsundum Rússa sem ár- lega flytjast til landsins. Vilja sum- ir halda því fram að morðin á finnsku ferðamönnunum sé leið ' <róð samskipti Engutíkt SPECTRUM HF SlMI 29166

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.