Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Samstarf á milli þýsks háskóla, Grundar og Stykkishólms Stykkishólmi. STEFÁN heitir hann á islensku. Hann er frá borginni Trieste í Þýskalandi og nú vinnur hann að sumri til efni í doktorsritgerð. Hann er um þrítugt og hefir nokkur sumur dvalið hér á íslandi. Hann hefur haldið til í Stykkishólmi og viðað að sér efni, aðallega um gróðurfar og svo kemur fuglalifið þar inn í. Hann hefir haft hjálp og leiðbeiningar frá Grund og hefir Gísli forstjóri verið honum ráðhollur sem fleirum. Gísli ræddi við ráðamenn Stykkishólmsbæjar sem tóku afar vel í þetta málefni og dvelur Stefán hér á kostnað bæjarins og hefir gert það undanfarin sumur. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri er forstjóra Grundar, og Stykkis- mjög ánægður með þessar rann- sóknir og telur þær mikils virði fyr- ir Stykkishólm og landið allt og með þessu hefir síðan skapast at- hyglisvert samstarf milli Háskólans í Triest, Gísla Sigurbjömssonar, hólmsbæjar. Sturla sagði að Stefán væri mjög vandvirkur og athugull í allri sinni rannsókn og því mikils að vænta. Hann er búinn að vera hér í sumar og verður fram til seinni hluta águstmánaðar. Þegar fréttaritari Mbl. kom niður á bryggju á laugardagsmorgni var Stefán kominn þar í ferðafötin og Einar Karlsson var að leggja vél- bátnum sínum að bryggjunni. Einar sagði að nú væri ferðinni heitið út í eyjar. Hann hefði áður farið með þessum ágæta manni og hann hefði notið þess. Það lætur ekki mikið yfir honum Stefáni en hann er sjálfsagt vandvirkur. Það er ánægjulegt fyrir Hólminn að eiga hann að gesti því svo er fyrirhugað að nýta starf hans í þágu íslensks gróðurlífs eins og Gísli orðar það. Og það kemur fyrir almennings- Morgunblaðið/Ámi Helgason Stefán á bryggjunni í Stykkishólmi á leið út í Breiðafjarðareyjar. sjónir þegar þess tími er kominn. Stefán var ekki margmáll um störf sín en hafði mikinn hug á að reka endahnútinn á þetta, en svo kemur prófið og vórnin og við verð- um bara að vona að allt gangi vel og gott að hann skyldi velja Island til rannsókna. — Árni atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Filmuskeytingamenn Óskum eftir filmuskeytingamanni í aukavinnu. Upplýsingar í símum 611633 og 611533. Prentsmiðja Ólafs Karlssonar, Auglýsingastofa Magnúsar Ólafssonar. Vélstjórar Yfir- og 1.. vélstjóra vantar á togara frá Siglu- firði. Upplýsingar í síma 96-71200 og á kvöldin í síma 96-71148. Leikskólinn, Súðavík Laust er starf forstöðumanns við leikskólann Engjasel, Súðavík. Upplýsingar á skrifstofu Súðavíkurhrepps í síma 94-4912. Kennarar Dönskukennara vantar í Alþýðuskólann á Eiðum. Boðið er uppá ódýrt húsnæði og ágæta vinnuaðstöðu. Upplýsingar í símum 97-13820 og 97-13821. Skólastjóri. Innheimtu- og sendistörf Óskum að ráða nú þegar ungan starfskraft til innheimtu- og sendista.rfa á bíl fyrirtækisins. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. ágúst merktar: „Ö - 8633“. Vörutiltekt - pökkun Óskum eftir morgunhressu starfsfólki í pökk- un og dreifingu. Vinnutími frá kl. 5-13. Annar vinnutími kemur til greina. Upplýsingar á staðnum hjá verkstjóra. Brauð hf., Skeifunni 11. Holtaskóli, Keflavík Kennara vantar að Holtaskóla næsta skóla- ár. Æskilegar kennslugreinar: Stærðfræði, raungreinar, samfélagsfræði og enska. Jafnframt er laus staða smíðakennara. Skól- inn er einsetinn og öll aðstaða mjög góð. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-11602. Skólastjóri. Starfsfólk óskast Óskum eftir að ráða duglegt og áreiðanlegt fólk til starfa við uppvask. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 36737 og á staðnum milli kl. 13 og 16. Múlakaffi, Hallarmúla. Bifreiðastjórar Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til akst- urs strætisvagna og á vakt. Upplýsingar eru gefnar í símum 20720 og 13792. Landleiðirhf., Skógarhlíð 10. Ræsting Opinber stofnun, nálægt Hlemmtorgi í Reykjavík, óskar eftir að ráða einn eða tvo starfsmenn til ræstingar á 2 x 354 fm skrif- stofuhúsnæði eða samtals 708 fm. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. með helstu upplýsingum og símanúmerum fyrir 15. ágúst nk. merktar: “Ræsting - 8631“. Atvinna Óskum eftir starfsmanni til starfa við fram- leiðslu í verksmiðju okkar. Sápugerðin Frigg, Lyngási 1, Garðabæ, sími 651822. raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar j |_________tilkynningar____________| Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því, að eindagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 15. ágúst nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttar- vexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. húsnæði í boði Til leigu 50 fm bjart húsnæði í hjarta borgarinnar. Upplýsingar í síma 36640 milli kl. 9.00-17.00. atvinnuhúsnæði Til leigu 65 fm verslunarhúsnæði í hjarta borgarinn- ar. Húsnæðið er á 1. hæð með stórum út- stillingargluggum og þekktum verslunum til beggja hliða. Upplýsingar í síma 36640 milli kl. 9.00-17.00. Til leigu 50 fm skrifstofuhúsnæði í nýuppgerðri verslun- arsamstæðu við miðjan Laugaveg. Tilvalið fyr- ir fasteignasala, heildsölur eða félagasamtök. Upplýsingar í síma 688566 milli kl. 9.00- 17.00. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!____________x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.