Morgunblaðið - 12.08.1988, Side 39

Morgunblaðið - 12.08.1988, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Minning: Sigríður Árnadóttir frá Hlíðarendakoti Fædd20.júlí 1911 Dáin 7. ági'ist 1988 Sunnudaginn 7. ágúst sl. andaðist á sjúkradeild Elli- og hjúkrunar- heimilis Grundar Sigríður Ámadóttir eftir erfíða baráttu við sjúkdóminn Alzheimer. Með henni er gengin góð og merk kona sem margir munu minnast með þökk og virðingu. Sigríður var fædd í Hlíðarenda- koti í Fljótshlíð 20. júlí 1911, dóttir hjónanna Guðríðar Jónsdóttur og Ama Ólafssonar sem þar bjuggu. Hún ólst upp með fjórum systkinum sínum í Hlíðarendakoti og þótti ætíð vænt um sveitina sína fögru. Sigríð- ur giftist Lámsi Sigurbjömssyni skjala- og minjaverði Reykjavíkur- borgar 24. sept. 1938 en hann var þá ekkjumaður og átti tvær ungar dætur. Hún gekk litlu stúlkunum í móðurstað en þær heita Guðrún Helga og Ólafía Lára. Þau Lárus og Sigríður eignuðust síðan flögur böm, hið elsta dó á fyrsta ári en hin eru Kristín Guðríð- ur, Valgerður og Ami Ólafur. Sigríð- ur unni mjög fjölskyldu sinni, manni sínum, bömum og seinna tengda- bömum og bamabömum. Hún vildi þeirra veg sem mestan og bestan enda glæsilegur hópur sem mat hana að verðleikum. Sigríður tók virkan þátt í starfí manns síns við uppbyggingu Árbæj- arsafns og hafði umsjón með veit- ingarekstri í Dillonshúsi safnsins í mörg ár. Lárus lést árið 1974 og var sárt syrgður. Þegar Félagsstarf aldraðra í Reykjavík hófst 1969 var starfíð að miklu leyti byggt upp á sjálfboðinni vinnu kvenna frá hinum ýmsu líknar- og kvenfélögum borgarinnar, en Sigríður var virkur félagi í Kvenfé- lagi Neskirkju um árabil. Sigríður var ein af þeim mörgu ágætu konum sem komu til starfa sem sjálfboðalið- ar í Félagsstarfi aldraðra og vann þar svo lengi sem kraftar entust. Leiðir okkar Sigríðar lágu saman í starfí með öldruðum og var hún fágætur samstarfsmaður, glæsileg, létt í lund, myndarskapur og rausn voru henni í blóð borin eins og fag- urt heimili hennar bar vitni. Síðustu ár hafa verið erfíð fyrir Sigríði sem viidi ætíð vera gefandinn. Einnig hefur verið þungt fyrir hennar kæru flölskyldu að sjá hana sem var svo örlát, björt og sterk verða að lúta í lægra haldi fyrir dapurlegum sjúk- dómi. Hvíld er nú fengin, en eftir stönd- um við sem áttum henni svo margt gott að gjalda og drúpum höfði, þakklát fyrir að hafa átt hana að samferðamanni. Innilegar samúðarkveðjur til ást- vina hinnar látnu. Anna Þrúður Þorkelsdóttir í dag verður amma mín, Sigríður Ámadóttir, jarðsett frá Dómkirkj- unni í Reylqavík. Ég og Lalli bróðir eigum svo marg- ar skemmtilegar og eftirminnilegar minningar um ömmu Siggu. Amma Sigga tók okkur alltaf opnum örmum þegar við komum í heimsókn til henn- ar og helst vildum við alltaf fá að gista hjá henni. Þegar ákveðin voru sumarfri var ekkert sjáfsagðara en að amma kæmi með. Hún var duglegur og skemmtilegur ferðafélagi og naut þess með okkur að heimsækja fjar- Iæg lönd og borgir. Afí minn, Lárus Sigurbjömsson, var dáinn þegar ég fæddist, en amma þreyttist aldrei á að segja mér um ævistarf afa og áhugamál og þeim tíma þegar þau áttu heima á Tómas- arhaga. Ég held að amma hafí alltaf saknað hans mikið. Við Lalli þökkum ömmu allar sam- vemstundimar. Hvíli hún í friði. Árni Þór Jónsson Að kvöldi dags, hinn 7. ágúst, var hringt í mig og mér tilkynnt lát frú Sigríðar Ámadóttur, til heimilis að Gígjulundi 2 í Garðabæ. Hún hafði um nokkurt skeið átt við mikla van- heilsu að stríða. Minningamar streymdu fram. Sigríður Amadóttir eða Didda eins og ég kallaði hana alltaf reyndist mér sem amma svo og maður henn- ar afi, en hann var Láms Sigur- bjömsson sem lést þann 4. ágúst 1974, langt um aldur fram. Þau bjuggu á Tómasarhaga 12 frá því ég man fyrst eftir mér, en ég bjó í húsinu á móti. Ég veit ekki hve göm- ul ég var er ég fór að venja komur mínar til þeirra. Varla hef ég verið stór því í minningunni koma tvær þykkar listaverkabækur við sögu, sem sóttar vom inn á „kontor" til Lámsar, lagðar á borðstofustól og ég sett ofan á, til að ég næði upp á borðbrúnina svo ég gæti borðað með fjölskyldunni. Didda var nefnlega annáluð fyrir matargerð sfna svo og bakstur. Þegar Árbæjarsafn var stofnsett gegndi Láms starfí forstöðumanns þar og Didda tók þátt í starfí hans, því hún sá um veitingar í Dillons- húsi. Fékk ég fyrst að koma með til að snúast í ýmsu smálegu en seinna vann ég þar nokkur sumur. Didda bakaði allt meðlæti sem borið var með kaffinu. Unnu þau við Árbæjar- safn þar til Láms lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Didda var virkur þátttakandi í störfum kvenfélags Neskirkju. Hún var mikil garðyrkjukona og var garð- urinn hennar stolt, Láms sá um að slá hann en hún að hreinsa beðin, ég man að mér fannst þetta alltaf fallegasti garðurinn í hverfinu. Hún var fædd þann 20. júlí 1911 á Hiíðarendakoti I Fljótshlíð. Hún giftist Lámsi Sigurbjömssyni, sem þá var ekkill með tvær ungar dætur, Guðrúnu og Ólafíu Lám. Gekk hún þeim f móðurstað. Eignuðust þau fjögur böm saman, Ásdfsi Krirstfnu, sem lézt á fyrsta árL Kistínu Guðríði, Valgerði og Áma Olaf. Bjuggu þau fyrst á Tómasarhaga 12, en fluttu árið 1973 f Gfgjulund í Garðabæ. Vesturbærinn missti mikið er þau fluttu. Tómasarhaginn varð aldrei eins. Mikill samgangur var á milli fjöl- skyldnanna meðan þau bjuggu á Tómasarhaganum. Dagleg samskipti minnkuðu að sjálfsögðu við flutning- inn, en ef eitthvað var um að vera þá komu fjölskyldumar saman. Fyrir hönd fjölskyldunnar, sem kölluð var Engihlíðarfjölskyldan, þakka ég vináttu og góðar sam- verastundir liðinna ára. Bömum, tengdabömum, bamabömum og bamabamabömum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega-tárin strið. (Vald. Bríem.) Herdís Guðjónsdóttir Fréttin um andlát ömmu okkar kom ekki á óvart, því hún var búin að vera mikið veik. Að okkur setti sáran söknuð og óteljandi minningar komu upp í hugann. Minningar um alveg sérstaka ömmu. Alltaf var gaman að vera hjá ömmu, hún var glaðvær og skemmti- leg. Þegar tilefríi vom til, sem var nokkuð oft, þá var amma oftast með til að taka þátt í því sem var að gerast hverju sinni. Við minnumst líka áranna, þegar afí Láms lifði. Þá bjuggu þau vestur í bæ en fluttu síðar í Garðabæ. Þau vom einstaklega natin við bama- bömin. Þær vom ekki ófáar stundim- ar og gistinætumar hjá afa og ömmu, meðan afí lifði og svo seinna eftir að amma varð ekkja. Amma Sigga, eins og við kölluðum hana, var fædd f Hlfðarendakoti f Fljótshlíð, 20. júlí 1911. Hún unni sveitinni sinni og æskustöðvum og sagði oft frá bemsku sinni. Hún hafði yndi af blómum og var garð- rækt hennar hjartans mál á meðan heilsan leyfði. Myndarskapur hennar var annálaður og nutum við bama- bömin góðs af hagsýni hennar og dugnaði. Það var hægt að ræða við ömmu um öll möguleg málefni og lét hún skoðun sína í ljós af þeirri hrein- skilni, sem henni var í blóð borin. góð ráð og holl gaf hún okkur, sem við munum varðveita. Amma fylgdist vel með uppvexti bamabama og langömmubama sinna, af ást og umhyggju, tók þátt í vonbrigðum okkar og gleði. Hún var ávallt þakklát fyrir allt sem við gerðum fyrir hana, hversu lítið sem það var. Við munum ávallt minnast hennar með ást og virðingu og biðj- um guð að blessa sál hennar. Megi hún hvíla í friði. Sissý, Lárus Arni, Herdfs og Ásdfs Wohler. í dag er kvödd hinztu kveðju tengdamóðir mín, Sigríður Ámadótt- ir. Kynni okkar hófust er ég var enn á unglingsámm og hóf sumarstörf við Arbæjarsafhið, sem eiginmaður hennar, Láms Sigurbjömsson, síðar tengdafaðir minn, veitti forstöðu. Sigríður studdi mann sinn dyggi- lega, á þann hátt sem henni einni var lagið og tók m.a. að sér að baka þetta ómótstæðilega bakkelsi, sem enginn stóðst, sem kom í Árbæjar- safnið á sunnudögum. Alltaf var kaffítíma starfsfólksins beðið með óþreyju, því þá fengum við nýbakað- ar kleinur eða heimsins beztu pönnu- kökur. Sumrin í Árbæjarsafni vom sér- lega skemmtileg og átti Sigríður sinn þátt f þvf að skapa þann skemmtilega anda, sem þar ríkti og var ekki er- fitt að fá hana með í sprell ef svo bar undir, því hún gat verið hinn mesti prakkari. Ég minnist þess, hvemig mér var tekið er ég kom fyrst á heimili henn- ár og tengdaföður míns, svo nota- lega, að ekki var hægt annað en fínna sigvelkominn. Ég minnist með ánægju áranna á Tómasarhaganum, þar sem við bjuggum í nábýli hvor við aðra fyrstu hjúskaparár mín. Urðum við strax hinir mestu mátar. Ekki var hægt að hugsa sér_yndislegri nábýliskonu en Sigríði. Avallt tilbúin að ráð- Minning Fædd 15. ágúst 1914 Dáin 3. ágúst 1988 Þá hefur vinkona okkar, Kristín Hallgrímsdóttir, lagt upp f ferðalag- ið mikla. Segja má með sanni, að hún hafí verið f þörf fyrir hvíldina, eftir löng og ströng veikindi áram saman. Svo er þetta leiðin okkar allra og er ekki um að fást. Þó er það svo, að ávallt fylgir því söknuð- ur er vinir kveðja. Kristín var fædd 15. ágúst 1914 í Borgarfirði eystra. Foreldrar hennar vom hjónin Jónína Sigurð- ardóttir og Hallgrímur Björnsson. Hann var lærður skósmiður og stundaði þá iðn allt sitt lff, ásamt verslunarstörfum. Mér er tjáð af þeim er ég tek mark á, að foreldrar hennar hafi verið mjög samhent og með afbrigðum vinsæl og gestrisin. Kristín átti einn bróður, Sigurstein. Mér þykir trúlegast, að æskuár hennar hafi á þeirri tfð verið lík og annarra. Þá fóm bömin yfírleitt að vinna miklu fyrr en nú er. En kyrrð- in og nægjusemin var líka öll önn- ur. Fólk var að jafnaði ánægðara í leggja, hlægja með manni eða þá að lána hangikjötspottinn sinn. Sigríður naut þess að dunda í garðinum, og gat legið á hnjánum fram á rauðanætur og hlúð að blóm- unum sínum, og bar garðurinn þeirra fagurt vitni um natið handbragð hennar, svo að fólk staldraði við, er það átti leið hjá. Hún hlúði líka að bömunum sínum fimm og bamabömum, sem vom tíðir gestir á heimili þeirra, og var enginn sunnudagur nema fara í kaffi og súkkulaðitertu til ömmu Siggu og afa Lámsar. Þá var Sigríður í essinu sínu. Þegar við Ámi ákváðum að flytja í Garðabæinn var það eiginlega alveg sjálfsagt að þau flyttu lfka, þó að þau hefðu búið í Vesturbænum frá 1938. Og við fluttum á sitt hvort götuhomið um vor. Sumarið brást okkur hvomgri. Svo fór þó að fáir mánuðir urðu sólríkir, því tengdafað- ir minn lézt í lok sumarsins. Mér liggur við að segja að líf mitt hefði orðið öðmvísi, ef ég hefði ekki kynnst Sigríði. Nú verður ekki lengur stungið sér inn til ömmu Siggu. Ekki lengur rætt við hana um efnahagsmálin, ekki lengur rætt um dægurþrasið. Ekki lengur farið með henni í göngu- ferðir um hraunið í nágrenninu og skoðuð blóm, né farið í leikhús. Ekki lengur rætt um Fljótshlíðina, sem hún unni svo mjög. Ég sakna þessa alls. Ég sakna hennar. Sólveig f dag kveðjum við ástkæra tengda- móður okkar, frú Sigríði Amadóttur frá Hlfðarendakoti í Fljótshlíð. Amma Sigga, eins og hún var jafn- an kölluð, ólst upp í Hlíðarendakoti ásamt fyómm systkinum og var hún næstelst. Þó ekki hafi verið hátt til lofts eða vítt til veggja á æskuheimili hénnar frekar en víða annars staðar á þess- um tfma var þar því meiri reisn og heiðríkja yfir mannfólkinu. Sigríður var af þeim trausta og dugmikla stofni sem haldið hefur lífinu í þess- ariþjóð. í henni kynntumst við manneskju sem var okkur sem móðir. Þær vom ófáar ferðimar á Tómasarhagann og síðar f Gígjulundinn, — allir vildu koma við hjá Ömmu Siggu og oft urðu heimsóknimar lengri en til stóð, öllum leið vel, tfminn flaug, það var um svo margt að spjalla. Amma Sigga átti alltaf tíma aflögu. Stundum er sagt að í nútfma þjóð- félaginu gefi foreldrar bömum sínum lítinn tíma, en mikil guðsgæfa er það fyrir bömin okkar að hafa átt ömm- ur og afa sem gáfu þeim það sem við kannski gáfum ekki í nægilega ríkum mæii. Amma Sigga var þeim í senn sannur félagi og vinur. Við höfum átt þess kost að njóta velvild- ar, hlýhugs, og skilnings hennar frá allsleysi þeirra tíma, þótt undarlegt sé — og þó. Einn af hamingjudögum Kristínar var er hún giftist sfnum góða eiginmanni, Vigfúsi Helga- syni, en hann er ættaður úr sömu byggð og hún. Hann var henni stoð og stytta í harðri og óvæginni lífsbaráttu. Þau eignuðust þijú böm, þau em: Jóna Fríða, Hallgrím- ur og Þorbjörg er dó ung að ámm. Kristín var fríð kona og för.guleg og prýðilega greind. Hún var sköru- leg og skemmtileg og ræðin mjög. Það var ánægjulegt að heimsækja hana og hennar fyölskyldu, þá er við fómm hringveginn um lands- byggðina árið 1975. Ógleymanleg dvöl í fögm umhverfi, þar sem Dyrfjöll, Svartfell og fleiri fögur fjöll gnæfa yfir þessari manna- byggð og ylja henni ærlega. Bragi Þór, listmálari, sonur okk- ar, átti ógleymanlega sumardvöl hjá Kristínu og hennar fyölskyldu árið 1974. Og tvisvar síðar kom hann þangað, og ætfð var honum tekið sem syninum týnda. Braga vora kynnin af fjölskyldunni svo '39 upphafí kynna okkar, og em okkur þá efst í huga árin á Tómasarhagan- um. Sigríður var seinni kona Lámsar Sigurbjömssonar, skjala- og minja- varðar Reykjavíkurborgar, en hann lést fyrir fjórtán áram. Fyrri konu sfna missti Láms eftir stutta sambúð. Sigríður og Láms eignuðust fyögur böm og em þijú þeirra á lífí, en þau em Kristín Guðríður, Valgerður og Ámi Ólafur. Láms átti tvær dætur í fyrra hjónabandi, Guðrúnu Helgu og Ólafíu Lám. Sigríður gekk þeim í móðurstað, og reyndist þeim sem besta móðir. Það hefur áreiðanlega ekki verið auðvelt að taka við heim- ili og tveimur ungum bömum, en heimasætan frá Hlíðarendakoti brást ekki. Sigríður átti sér mörg áhugamál. Hún tók virkan þátt f starfí Kvenfé- lags Neskirkju, og eins tók hún þátt með manni sínum í uppbyggingu Arbæjarsafns og hefur þá sjálfsagt rejmt á þolrifin, því ekki höfðu allir skilning á því framtaki á sfnum tíma. Hún lét sig ekki muna um að reka veitingastað í Dillonshúsi að sumr- inu, og þótt þar væri í ýmsu að snú- ast kom það sannarlega ekki niður á bömunum eða fjölskyldunni. Fyrst og fremst var amma Sigga móðir bama sinna og húsfreyja á Tómasarhaganum, þar sem hún bjó fjölskyldu sinni yndislegt heimili. í dag kveðjum við húsmóður okkar og þökkum fyrir samfylgdina. Guð varðveiti hana um alla eilífð. Tengdasynir Kveðja frá Madrid á Spáni Ég vil þakka ömmu minni marg- ar ógleymanlega stundir, sem við. áttum saman. Hún var yndisleg kona og einlægur vinur. Guð blessi minningu hennar. Ásdís Whöhler í minningu móður okkar, Sigríðar Arnadóttur Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó móðir góð? — i Upp, þú minn hjartans óður! Þvi hvað er ástar og hróðrar dfs, og hvað er engill úr Paradis, hjá góðri og göfugri móður? Þá lærði ég allt, sem enn ég kann, um upphaf og endi, um guð og mann og lífsins og dauðans djúpin. Mitt andans skrúð var skorið af þér, sú skyrtan bezt hefir dugað mér við stormana, helið og hjúpinn. Ég kveð þig, móðir, í Kristi trú, sem kvaddir forðum mig sjálfan þú á þessu þrautanna landi. Þú, fagra ljós, i ljósinu býrð, nú launar þér guð í sinni dýrð, nú gleðst um eilífð þinn andi. (Matth. Jochumsson) Börnin mikils virði, að hann var oftsinnis að tala um það, hvað þetta góða fólk væri skilningsríkt. Enda var hann þá búinn að vera veikur af ólæknandi lungnasjúkdómi í hvorki meira né minna en 20 ár, þá 30 ára að aldri. Því verður ekki gleymt hvað Kristín og fjölskylda hennar vom syni okkar mikils virði. Við hjónin vottum eiginmanni hennar, bömum og bamabömum og öðmm vinum einlæga samúð. ' Gísli Guðmundsson, Óðinsgötu 17. Kristín Hallgríms- dóttir, Vinaminni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.