Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Borgarísjaki á Kögurgrunni Grindavík. Þessi mikli borgarísjaki hefur verið að velkjast á Kögur- grunni norður af Horni í allt sumar og grafið mikinn skurð í hefðbundna togslóð togar- anna sem hefur valdið mörgum erfiðleikum á toginu. Fyrir nokkru valt hann yfir með miklum gusugangi, að sögn þeirra skipstjóra sem urðu vitni af því, en sprunga myndaðist eftir honum miðjum svo viðbúið er að hann brotni i sundur þeg- ar minnst varir. Þó togaramir taki krók framhjá jakanum þá var þessi mynd tekin þegar Hegranesið frá Sauðárkróki togaði það nálægt að glöggt má gera sér grein fyrir stærð ferlíkisins samanborið við tog- arann. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Evrópumót yngri spilara í brids: Menska lið- ið í 17. sæti íslendingar voru í 17. sæti eftir 15 umferðir á Evrópumóti yngri spilara í brids, sem nú fer fram í Búlgaríu. Frakkar voru komnir í efsta sætið en þijár þjóðir fylgdu þeim fast eftir. íslenska liðið tapaði fyrir Tyrlqum, 9-21 í 13. umferð en vann Búlgari 16-14 í 14. umferð og hefndu þar með fyrir fótboltalandsleikinn sl. sunnudag. í 15. umferð tapaði liðið 12-18 fyrir Finnum. í 16. umferð í gærkvöldi spilaði ísland við Frakk- land sem náði forustu í 15. umferð. Frakkar höfðu 287 stig en Svíar 286 eftir 15 umferðir. Síðan komu ítalir með 279 stig og Norðmenn með 276 stig. Frakkar voru taldir einna sigurstranglegastir fyrir mótið, en í liði þeirra er m.a. Christian Desrous- saux, sem spilað hefur í karlalandslið- um Frakka. fslendingar voru í 17. sæti með 188 stig. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND SV. HERMANNSSON Niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna um aðgerðir vegna hvalveiða: Lög skylda viðskiptaráðherra ekki til að gefa undantekning- arlaust út staðf estingarkæru MÁLSHÖFÐUN bandarískra náttúruverndarsamtaka á hendur Will- iam Verety viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hefur vakið talsverða athygli hér á landi. Málið er höfðað á þeirri forsendu að viðskiptaráð- herra sé skylt að gefa út svokallaða staðfestingarkæru á hendur íslendingum vegna hvalveiða en hafi ekki verið heimilt að gera sam- komulag við íslendinga um vísindaveiðarnar eins og gert var í sumar. Fyrir tveimur árum féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna, í máli sem náttúruvemdarsamtök höfð- uðu gegn viðskiptaráðherra vegna hvalveiða Japana. Niðurstaða dómsins var sú að bandarisk lög legðu viðskiptaráðherra ekki þá skyldu á herðar að gefa undantekn- ingarlaust út staðfestingarkæru þótt ríki færu ekki eftir veiðikvótum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hér á eftir verða málavextir raktir: Markmið laganna var verndun laxastofna Stofnsáttmáli Alþjóðahvalveiði- ráðsins gerði ráð fyrir að ráðið setti veiðikvóta fyrir aðildarþjóðir sínar en ráðið hefur engin tök á að beita refsingum fari þjóðimar ekki eftir kvótunum og raunar hafa þær rétt til að mótmæla kvótum og eru þá ekki bundnar af þeim. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1971 svokallað Pellyálcvæði sem var breytingartillaga við lög til vemdar fiskistofnum. Upphaflega markmiðið með ákvæðinu var að vemda laxastofna á Norður-Atl- antshafi, sem þá hafði verið sett veiðibann á, gegn veiðum danska sjómanna en hvalveiðar falla einnig undir þetta ákvæði. Samkvæmt Pellyákvæðinu á við- skiptaráðherra Bandaríkjanna að gefa út staðfestingu til Bandaríkja- forseta á því að hann telji að ríki stundi veiðar á sjávardýnim sem grafi undan friðunarmarkmiðum alþjóðasamtaka og dragi úr virkni þeirra. Bandaríkjaforseti hefur heimild til að beita innflutnings- banni á fiskafurðir viðkomandi rílq'a eftir staðfestingarkæru en hann hefur einnig heimild til að aðhafast ekkert. Eftir að staðfestingarkæra hafði verið gefin út 5 sinnum en aldrei komið til viðskiptaþvingana, sam- þykkti Bandaríkjaþing árið 1979 breytingartillögu við Magnusson- lögin um vemdun og stjómun fiski- stofna, svokallað Packwood ákvæði. Þar er viðskiptaráðherra gert að fylgjast með gerðum er- lendra ríkja, sem gætu haft áhrif á vemdunaraðgerðir alþjóðlegra sam- taka, og gætu þar af leiðandi leitt til staðfestingarkæm. Jafnframt var Bandaríkjaforseta var gert skilt að minnka veiðiheimildir brotlegra þjóða innan fískveiðilögsögu Bandaríkjanna um að minnsta kosti 50% ef staðfestingarkæra yrði lögð fram. Kveðið er á um framkvæmd staðfestingarkærunnar með sama hætti og í Pellyákvæðinu og þessi ákvæði eru raunar samvirk. Samningxir við Japani kærður Eftir að Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti 5 ára hvalveiðibann, árið 1985, mótmæltu Japanir banninu og vom því ekki bundir af því. Hins vegar gerðu Japanir og Bandaríkja- menn samning árið 1984, þar sem Japanir samþykktu að hlýta ákveðnum veiðikvótum og hætta síðan hvalveiðum í ágóðaskyni árið 1988. Á móti hét viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sem þá var Malc- holm Baldridge, því að ekki yrði gefin út staðfestingarkæra vegna hvalveiða Japana ef þeir stæðu við þennan samning. Skömmu eftir þetta höfðuðu nokkur náttúmvemdarsamtök mál gegn Baldridge, og kröfðust þess að hann yrði skyldaður til að gefa út staðfestingarkæru, þar sem allar hvalveiðar drægju úr friðunarmark- miðum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Náttúmvemdarsamtökin unnu mál- ið í héraðsdómi sem skipaði við- skiptaráðherranum að senda þegar staðfestingarkæm til Bandaríkja- forseta þar sem Japanir biytu gegn veiðikvóta á búrhvali. Áfrýjunar- dómstóll staðfesti niðurstöðu hér- aðsdómstólsins. Hæstiréttur Bandaríkjanna tók málið fyrir árið 1986 og komst í fyrsta lagi að þeirri niðurstöðu að þótt þama væri um pólitíska ákvörðun viðskiptaráðherra að ræða væri álitamálið hrein laga- túlkun og því gæti rétturinn fjallað um það. í öðm lagi komst hæstirétturinn að þeirri niðurstöðu að hvorki Pellyákvæðið né Packwoodákvæðið skyldaði viðskiptaráðherra til að kæra Japani þótt þeir neituðu að hlýta veiðikvótum Alþjóðahvalveið- iráðsins. Ákvörðun ráðherrans, um að gera samning við Japana frekar en að treysta á viðskiptaþvinganir, hefði miðað að því að tryggja að Japanir fæm eftir ákvörðunum hvalveiðiráðsins í framtíðinni og væri því eðlileg túlkun á lagaá- kvæðunum. Ráðherra metur áhríf hvalveiða Þessi niðurstaða var rökstudd með því að samkvæmt lagaákvæð- unum væri staðfestingarkæm hvorki krafist né væri hún heimil, þar til viðskiptaráðherra hefði kom- ist að þeirri niðurstöðu að erlend ríki stunduðu þannig veiðar að þær drægju úr virkni friðunarmarkmiða stofnsáttmála hvalveiðiráðsins. Engin skilgreing væri í lögunum á því hvað „dragi úr virkni friðunar- markmiða" og ekki væri heldur kveðið á um hvaða þætti ráðherrann ætti að taka með í reikninginn þeg- ar hann taki ákvörðun stna. Lögin krefðust þess heldur ekki af ráð- herranum að hann kærði sjálfvirkt og án tillits til kringumstæðna, hverja þá þjóð sem hagaði sér ekki samkvæmt áætlunum Alþjóðahval- veiðiráðsins. Þá segir að ekkert í sögu laga- ákvæðanna tveggja, sem til um- ræðu séu, skilgreini skyldur við- skiptaráðherrans eða leggi honum það á herðar að kæra öll frávik frá veiðitakmörkunum hvalveiðiráðs- ins. Saga Pellyákvæðisins sýni að að þingið hafi ekki haft í hyggju að viðskiptaráðherra kærði öll frá- vik frá áætlunum alþjóðlegra vemd- unarsamtaka og þingið hafi notað orðin „draga út virkni" (diminish the effectiveness) til að gefa ráð- herranum svigrúm. Og því svigrúmi hafi verið viðhaldið þegar Pack- woodákvæðið var samþykkt. „Þing- ið veitti ráðherra vald til að ákveða hvort hvalveiðar erlends ríkis um- fram kvóta drægju úr virkni mark- miða Alþjóðahvalveiðiráðsins, og við sjáum enga ástæðu til að leggja sjálfvirka kvöð á herðar ráðherra að gefa út staðfestingarkæru vegna allra veiða umfram kvóta sem þessi skilgreining ætti hugsanlega við um,“ segir orðrétt í dómnum (Þýð- ing mín GSH). Aðeins svigrúm til að ákveða viðurlög Fimm dómarar af níu stóðu að þessum dómi, en fjórir skiluðu sér- atkvæði þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að staðfesta ætti fyrri dóma. í minnihlutaálitinu seg- ir að viðskiptaráðherrann teldi að samningurinn við Japani myndi í framtíðinni styrkja hvalveiðibann hvalveiðiráðsins, mun betur en hót- anir og viðskiptaþvinganir hefðu getað áorkað. Hins vegar skipti framtíðin ekki máli varðandi túlkun á umræddum lögum að öðru leyti en því að markmiðið með því að hegna fyrir ákveðna hegðun í for- tfðinni væri að að koma í veg fyrir sömu hegðan í framtíðinni. Ákvörð- un ráðherrans væri því frekar til- raun til þess að komast hjá laga- þvingunum, en að hún byggðist á því mati að ekki hefði verið dregið úr virkni hvalveiðibannsins. Þá er bent á að í áfrýjunarréttin- um hafi vitnisburður margra ein- mitt dregið það fram, að Banda- ríkjaþing hafi ætlast tií þess, þegar það samþykkti Pelly- og Pack- woodákvæðin, að staðfestingar- kæra væri undantekningarlaust af- leiðing brota gegn hvalveiðikvótum. Eina svigrúmið sem framkvæmda- valdið hefði væri við að ákveða við- urlög. Minnihlutinn vildi síðan staðfesta fyrri dóma á þeirri forsendu að við- skiptaráðherra hefði farið út fyrir valdsvið sitt með því að koma í veg fyrir að viðurlögum Packwood- ákvæðisins yrði beitt. Tveimur árum síðar, í febrúar 1988, gaf Villiam Werety viðskipta- ráðherra út staðfestingarkæru vegna vísindaveiða Japana, en þeir veiddu 300 hrefnur í vísindaskyni í upphafí ársins, eftir að þeir hættu hvalveiðum I ágóðaskyni, sam- kvæmt samkomulaginu við Banda- ríkjamenn frá 1984. Við það misstu Japanir sjálfkrafa veiðiheimildir innan bandarískrar lögsögu, sem voru raunar mjög litlar, en ákveðið var að fresta ákvörðun um við- skiptaþvinganir samkvæmt Pelly- ákvæðinu þar til í vetur. Spuraing um fordæmisgildi Samkomulag íslands og Banda- ríkjanna, sem náttúruvemdarsam- tökin em nú að kæra, kveður í aðalatriðum á um það að Banda- ríkjamenn viðurkenna að hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni dragi ekki úr virkni hvalveiðibannsins, og því muni ekki koma til staðfestingar- kæm vegna veiðanna, eins og vofað hefur yfir frá því vísindaveiðiáætlun íslendingar var hleypt af stokkun- um. Spuming er hvort dómurinn, sem hér hefur verið rakinn fyrir ofan, telst hafa fordæmisgildi, eða hvort túlka beri lögin sérstalega með til- liti til þessa samkomulags. Þótt niðurstaða dómsins þá hafí átt við um samkomulagið við Japani virðist sem rökstuðningurinn geti átt við um samkomulag íslendinga og Bandaríkjanna og að viðskiptaráð- herra hafi vemlegt svigrúm við mat sitt á því hvað „dragi úr virkni vemdunarmarkmiða alþjóðasam- taka“. Hins vegar má segja að málavextir séu nú nokkuð öðmvísi. Yfirlýst markmið með samningnum við Japani var að tryggja að þeir hættu hvalveiðum_ í ágóðaskyni. Samningurinn við íslendinga felur hins vegar í sér viðurkenningu á að hvalveiðar fslendinga í vísinda- skyni grafi ekki undan hvalveiði- banninu. Það er einnig spuming hvað þetta mál fer lagt innan dómstóla- kerfisins. Hæstiréttur tekur aðeins fyrir um 150 mál á ári sem flest snúast um túlkun á lögum eða til- gangi þingsins við setningu þeirra. Einnig þau mál þar sem spuming er um hvort lög eða gerðir fram- kvæmdavalds bijóti í bága við stjómarskrána. Komist þetta mál alla leið í Hæstarétt má benda á að tveir þeirra dómara, sem aðild áttu að meirihlutanum í málinu gegn Japan, eru hættir, þeir Burger og Powell, en aðrir sem mynduðu meirihlutann voru White, Stevens og O’Connor. í minnihlutanum vom Marshall, Brennan, Blackmun og Rehnquist sem nú er forseti dóms- ins. í stað Burgers og Powells em nú komnir Scalia og Kennedy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.