Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN Níu ára bið Valsara lokið Leika til úrslita í bikarkeppninni í fyrsta skipti síðan 1979. Jón Grétartryggði þeim sigur á Víkingum „VIÐ erum komnir í bikarúrslit- in, eins og við œtluðum okkur og þar eigum viA heima,“ sagði Atli Eðvaidsson eftir leikinn gegn Víkingum í gœr, og verða það að teljast orð að sönnu. Valsmenn voru mun betri aðii- inn í leiknum; sóttu nœr lát- laust, og það var aðeins spurn- ing um það hvenær Víkingar, sem annars börðust vel allan leikinn, misstu einbeitinguna. Það var svo á 61. mín. sem Valsmönnum tókst að skora, og var þar að verki Jón Grótar Jónsson, sem skallaði knöttinn auðveldlega í netið, eftir góða fyrirgjöf Guðmundar Baldurs- sonar. Leikurinn var ekki mjög skemmtilegur á að horfa, sér- staklega fyrri hálfleikurinn, sem var vægast sagt tíðindalítill. Valmenn réðu ferðinni en KristinnJens sköpuð sér engin Sigurþórsson sérstaklega góð skrifar marktækifæri. Víkingar börðust líka vel, auk þess sem Guðmundur Hreiðarsson, markvörður og fyrir- liði, var vel á verði í markinu. Sfðari hálflelkur Víkingar hafa í leikjum sínum fyrr í sumar oft staðið sig betur í síðari hálfleik, og var ekki laust við að sá grunur læddist að manni nú að þeir ætluðu að láta meira að sér kveða en í fyrri hálfleik. Sá grunur reyndist hins vegar ekki á rökum reistur, og voru það Valsmenn, sem komu meira sannfærandi til leiks. Þeir skoruðu líka eftir 16 mínútna leik og virtist sem það yrði upphaf að markaregni. Svo varð þó ekki, þrátt fyrir að Valsmenn fengju tvö ágæt tækifæri til að koma knettin- um i netið. í fyrra skiptið var Sigur- jón Kristjánsson á ferðinni; gaf hann sér góðan tíma og ætlaði að vippa boltanum í markið, en án árangurs. 1 síðara skiptið átti Valur Valsson hörkuskot að markinu úr góðu færi, en Guðmundur varði í hom. Úrslitin urðu því 1:0 fyrir Hlíðarendaliðið, og verða þau úrslit að teljast sanngjöm. Liðin Það verður að segjast eins og er að Valsmenn hafa oft leikið betur í sumar en í þessum leik. Þeir hafa mjög sterka einstaklinga, og að þessu sinni vom Guðni, Þorgrímur, Atli og Sævar áberandi sterkir. Víkingum gekk mjög erfiðlega í sóknaraðgerðum sínum, sem byggðust aðallega upp á því að gefnar vom stungusendingar á Atla Einarsson og Láms Guðmundsson. Það var hins vegar misráðin taktík, því annaðhvort vom þeir rangstæð- ir, eða þá að Guðni, sem án nokk- urs vafa er meðal fljótustu leik- manna 1. deildar, fór létt með að hlaupa þá uppi. Þeir sem stóðu sig best í liði Víkings vom Guðmundur Hreiðarsson og Andri Marteinsson. Óli P. Olsen hafði mjög góð tök á leiknum og þurfti ekki að grípa til spjaldanna. Jón Grétar Jónsson, við fíærstöngina, horfir á eftir knettinum í netið eftir að úrslita í Mjólkurbikarkeppninni á Laugardalsvellinum síðar í þessum mánuði. Morgunblaðið/Svemr Vilhelmsson hafa skallað hann þangað. Mark þetta tiyggði Valsmönnum rétt til að leika tfl 1.D. KVENNA Jafntefli KR og Valur gerðu marka- laust jafntefli á KR-vellin- um í gærkvöldi. Knattspyman sem liðin sýndu var ekki rismik- il enda sat baráttan í fyrirrúmi og þá aðallega hjá KR. Þetta var annað jafntefli Vais í sum- ar, en liðið hefur unnið aðra leiki til þessa. KR er í öðm sæti - sex stigum á eftir Val. Jafntefli vom sanngjöm úrslit, enda átti hvomgt liðið nokkurt marktæki- færi sem vert er að minnast á. Víkingur-Valur 0 : 1 Undanúrslit Mjólkurbikarkeppninnar, Víkingsvöllur við Stjömugróf, fimmtudaginn 11. ágúst 1988. Mark Vals: Jón Grétar Jónsson (61. mín.). Gult spjaid: Ekkert. Ahorfendun Um 1200. Dómarí: óli Olsen. Línuverðin Þorvarður Bjömsson og Guðmundur Sigprðsson. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Þórður Marelsson, Sveinbjöm Jóhannesson, Atli Helgason, Stefán Halldórsson, Hallsteinn Amarson, Bjöm Bjartmarz, Trausti ómarsson (Lárus Guðmundsson vm. á 46. mín.), Atli Einarsson, Andri Marteinsson, Hlynur Stefáns- son. Lið Vals: Guðmundur Baldureson, Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristjánsson, Magni Blöndal Pétursson, Atli Elðvaldsson, Sœvar Jónsson, Guðni Bergsson, Guðmundur Baldure- son, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Jón Grétar Jónsson (Hilmar Sighvatsson vm. á 74. mín.). HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Halldór fráæfing- um framí október Halldór Ingólfsson, sem er einn af lykilmönnum 1. deildarliðs Gróttu í handknattleik, verður frá æfíngum í einn og hálfan til tvo mánuði. Annað lungað í honum lagðist saman og þurfti hann að gangast undir uppskurð. Sá upp- skurður er nýafstaðinn og þarf Halldór að taka því rólega næstu vikur og jafna sig eftir hann. „Þetta er náttúrulega svekkj- andi. Maður missir af mikilvægum undirbúningi fyrir veturinn", sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Það er þó lán í óláni fyrir Halldór, að íslandsmótið bytjar óvenju seint að þessu sinni eða í byijun nóvem- ber. Halldór verður þó varla kominn í góða æfíngu er mótið hefst. Gróttumenn, sem unnu sér sæti í 1. deild síðasta vetur, æfa nú af kappi undir veturinn. Halldór Ingólfsson. Urslitaleikir ValsogÍBK Valur og ÍBK mætast í úr- slitaleik Mjóikurbikarkeppn- innar á Laugardalsveilinum laugardaginn 27. ágúst næst- komandi. Valsmenn hafa sjö sinnum leikið til úrslita um bikarinn, síðast 1979 og fjór- um sinnum hefur liðið orðið bikarmeistari — siðast 1977. Keflvíkingar hafa aftur á móti fjórum sinnum komist í bikarúrslitaleik, síðast 19S5, og einu sinni hafa þeir fagnað sigri, 1975. Liðin hafa aldrei mæst í bikar- úrslitum, en úrslitaleikir sem félögin hafa tekið þátt í eru sem hér segir: Vaktr 1965 Valur-ÍA 5:3 1966 KR-Valur 1:0 1974 Valur-fA 4:1 1976 Valur-ÍA 3:0 1977 Valur-Fram 2:1 1978 ÍA-Valur 1:0 1979 FVam-Valur 1:0 ÍBK 1973 Fram-ÍBK 2:1 1975 ÍBK-ÍA .1:0 1982 ÍA-ÍBK 2:1 1985 Fram-ÍBK 3:1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.