Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 52
FOSTUDAGUR 12. AGUST 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. ■y\A NYTT SÍMANÚMER 606600 Hvalveiðum lokið Morgunblaðið/Einar Falur Bátar Hvals hf. hafa veitt þær 68 langreyðar og 10 sandreyðar sem þeir máttu veiða á þessari vertíð og á myndinni, sem tekin var í gær, sjást starfsmenn fyrirtækisins skera næstsíðustu lang- reyðina sem veidd var á vertíðinni. Veiðunum lauk í lok september I fyrra og þær hófust aftur 22. júní i sumar, að sögn Sveins Guðmundssonar starfsmanns Hvals hf. Gullskipsleitin: Ósar Skeiðarár segul- mældir án árangurs Omælt á einum þrítugasta leitarsvæðisins Gullskipsmenn náðu í sumar að ljúka segulmælingum á ein- um erfiðasta hluta Skeiðarár- sands hingað til í segulmælinga- rannsóknum leitarmanna, ósum Skeiðarár. Svifnökkvi sem leit- armenn hafa smíðað sjálfir bil- aði hins vegar þegar lokasprett- urinn var eftir, 1 ferkílómetri austan Skeiðarárósa. Það sem olli biluninni var lyftibúnaður svifnökkvans, sem skaddaðist þegar unnið var í ósum Skeiðar- ár, en áin hafði drýlað sig mjög, og sandhryggirnir voru erfiðir yfirferðar. Gullskipsmenn hafa nú leitað að Gullskipinu Het Wapen Van Amsterdam með segulmælingum á svæði sem spannar 30 ferkíló- metra, 15 kílómetra langt svæði meðfram ströndinni og 2 kílómetra inn í landið. Ekkert hefur komið fram í þessum mælingum sem bendir til þess að flakið af Het Wapen með fallbyssur innanborðs sé á því svæði sem hefur verið mælt, en hvað sem því líður eru Gullskipsmenn sannfærðir um að einhversstaðar í sandinum sé flak- ið eftirsótta. Ekki verður unnt að mæla þennan 1 ferkílómetra sem eftir er fyrr en á næsta ári og ef ekkert kemur fram á því svæði, sem þó er talið líklegt, þá verður leitað innar í landið á sandinum samkvæmt upplýsingum Kristins Guðbrandssonar í Björgun.eins af forustumönnum Gullskipsmanna. Utanríkismálanef nd: Aflað verði fregna um áform Dana Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í gær vegna fregna af því að utanríkisráðherra Dana hygðist reyna að ná samkomu- lagi við Norðmenn um að setja deilu um lögsögumörk við Jan Mayen i alþjóðlegan gerðardóm. Að sögn Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, formanns nefndarinnar, varð nefndin sammála um að ekki væri tilefni til að álykta um málið að svo stöddu, en utanrikis- ráðuneytinu hefði verið falið að afla nánari upplýsinga um fyrir- ætlanir Dana og orðalag á um- mælum Elleman-Jensens, ut- anríkisráðherra. „Málin voru rædd vítt og breitt á fundinum, þar á meðal ummæli Elleman-Jens"ens,“ sagði Eyjólfur Konráð. „Ráðuneytisstjóri utanrík- isráðuneytisins var viðstaddur og honum og ráðuneytinu var falið að fylgjast með framgangi málsins og aifla upplýsinga, meðal annars um nákvæm ummæli utanríkisráðherr- ans.“ Sjá á bls. 31 frétt um bókun Hjörleifs Guttormssonar Loðnuveiðin: Hólmaborgin með 800 tonn HÓLMABORG SU frá Eskifirði var búin að fá um 800 tonn af loðnu í gærkvöldi. Aðalsteinn Jónsson, forsljóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, sem gerir út skipið, segir að lítið hafi veiðst í gær- dag. Svo virðist sem loðnan liggi djúpt en komi upp á næturnar. Hólmaborgin er nú stödd á mið- unum NV af Vestfjörðum, rétt við miðlínuna milli Grænlands og ís- lands. Aðspurður um hvort hann hyggðist senda Jón Kjartanson SU einnig á loðnuveiðar sagði Aðal- steinn svo vera. Ferskfiskútflutning’- ur til Rómar hafinn Útflutningur á ferskum fiski með flugi beint á fiskmarkaðinn i Róm hófst á þriðjudagskvöldið. Flugleiðavél flaug þá með fisk- inn til Kaupmannahafnar og það- an flaug SAS með hann til Róm- ar'þar sem hann var seldur í gær. „Við ætlum að flytja út um tvö tonn af ferskum fiski til Ítalíu á dag fimm daga vikunnar, en í sept- ember næstkomandi getum við að öllum líkindum sent þangað 15 tonn tvisvar í viku,“ sagði Sigrún Sigurð- ardóttir, eigandi fiskiðjunnar Frost- rósar^í Höfnum, sem flytur fiskinn út. „í fyrstu sendingunni voru 15 fisktegundir, til dæmis þykkvalúra, sólkoli, ufsi og lax. Við kaupum fískinn meðal annars á Fiskmarkaði Suðurnesja og fískmarkaðinum í Hafnarfírði. ítalir hafa einnig áhuga á að kaupa af okkur til dæmis skelfísk, humar, rækju og frystan fisk,“ sagði Sigrún. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Á Keflavikurflugvelli var fiskurinn settur tun borð í kæligám, sem siðan var flogið með suður til Ítalíu. Miimisvarði um Órlygsstaðabardaga Varmahiíð. MINNISVARÐI um Örlygsstaða- bardaga verður afþjúpaður 21. ágúst n.k. Þá hefur einnig kom- ið til tals að á staðnum verði sett upp kort eða líkan sem sýni sögusviðið þar sem bardaginn var háður. Örlygsstaðir eru ekki i alfara- leið. Staðurinn er spölkorn fyrir ofan þjóðveginn ofan og utan- vert við Víðivelli í Blönduhlíð í Skagafirði og þar af leiðandi skammt sunnan og ofan við kirkjustaðinn Miklabæ. Á Örlygsstöðum var hinn 21. ágúst 1238 háð fjölmennasta orr- usta sem sögur herma hér á landi og hefur þar sennilega slegið í bardaga hátt á þriðja þúsund manns. Menningarmálanefnd sýslu- nefndar Skagafjarðarsýslu ákvað fyrir nokkru að minnast þess að 750 ár eru liðin frá Örlygsstaðabar- daga. Formaður menningarmála- nefndar er séra Gunnar Gíslason í Varmahlíð, fyrrverandi prófastur og alþingismaður. Við afhjúpun minnisvarðans mun Jón Torfason frá Torfalæk flytja erindi um þá atburði er áttu sér stað á Örlygsstöðum fyrir rétt- um 750 árum. -P.D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.