Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Prestsseturshúsið á Hvanneyri, sem sr. Bjarni Þorsteinsson bygg-ði. Lárus Þ. Bl. Bjarnason. hafi verið að mestu leyti sjálf- menntaður á tónlistarsviðinu en þessi sjálfsmenntun var mjög yfír- gripsmikil og góð og hafa skal í huga að fallegt tónverk verður ekki samið af kunnáttunni einni saman, tilfinningamar og inn- blásturinn hlýtur að vera höfuðat- riði, annars virkar það kalt og ópersónulegt. Aldarminningu Siglufjarðar ÓU J. Blöndal samdi Bjami yfír 100 ára tímabil Siglufjarðar frá árunum 1818 til 1918 — ótrúlega yfírgripsmikið efni. En örlögin spunnu einn þráðinn enn í lífsvef Bjama. Hann gerðist 1911 til 1919 oddviti Siglfírðinga og helsti leiðtogi þeirra í verkleg- um framkvæmdum. Hver stór- framkvæmdin rak aðra — rit- og símalína lögð 1910, vatnslögn um bæinn, flóðvamargarður byggður, rafveita reist svo og bamaskóli sama árið. Lestrarfélag stofnað, undanfari Bókasafns Siglufjarðar, ný kirkja byggð á eyrinni. Hann var drátthagur vel og gerði t.d. skipulagsuppdrátt að bænum áður en nokkur skipulagsnefnd var til. Það hefði því vissulega verið ánægjulegt ef bæjaryfírvöld hefðu á 70 ára afmæli kaupstaðarins nefnt eina götu bæjarins í höfuð sr. Bjama — mannsins, sem skipu- lagði gatnakerfí þess á svo óað- finnanlegan hátt sem raun ber vitni — mannsins, sem er með réttu kallaður „faðir Siglufjarðar". Þessum skipulagsuppdrætti hefur verið að litlu leyti breytt. Siglufjörður er einn fárra kaup- staða sem eru með miðbæ. Kórónan á oddvitastarfið var að fá viðurkenningu stjómvalda á kaupstaðarréttindum Siglufírði til handa, og fyrir harðfylgi Bjama fengust þau 20. maí 1918. Það var því ekki að ófyrirsynju að hann var og er nefndur „faðir Siglu- fjarðar". Fátítt er að einn maður afreki það, sem hér hefír verið stiklað á, nema að hafa sér við hlið góðan og samhentan lífsfömnaut, en í Sigríði konu sinni fann hann flesta þá eiginleika, er vom svo mikils- verðir fyrir hann sjálfan og starf hans. Sigríður hafði undurfagra rödd, lék vel á hljóðfæri, góðum gáfum gædd. Hún var mikil hús- móðir og móðir. Hún var forsöngv- ari og organleikari kirkjunnar um langt árabil. Segja má að mikil heiðríkja hafí hvílt yfír hjónabandi þeirra. Gagnkvæm ást og virðing, sem aldrei dvínaði. Sigríður andað- ist 25. febrúar 1928, sextíu og fjögurra ára að aldri. Eftir lát hennar virtist lífsfjör Bjama smám saman dvína — enda segir Emilía dóttir þeirra: „Þegar mamma dó — þá breyttist allt heima — allt varð svo kalt og tómlegt — og pabbi tók sér missi hennar svo nærri að heilsu hans stórhrakaði uppfrá því, ár frá ári.“ Nú var komið að leiðarlokum — sól Bjama að hníga til viðar og örlagadísimar hófu að spinna síðasta þáttinn í lífsvef hans. Þann 2. ágúst 1938 andaðist þessi ást- mögur Siglfírðinga. Þau hjón eign- uðust 5 mannvænleg böm, sem öll eru látin. S^óm Bókasafns Siglufjarðar 19 vildi með opnun minningarstofu sr. Bjama og tónlistardeild í tengslum við hana leggja sitt af mörkum til að varðveita minningu þessa mikilhæfa manns, og var þessari stofu valið nafnið Bjama- stofa. Þessar vistarverar era engir salir og eiga ekki að vera það. En vonandi þjóna þær þeim til- gangi einum að Siglfirðingar jafnt sem aðrir gleymi aldrei að pening- ar era ekki allt, hin andlegu verð- mæti verða ávallt að skipa háan sess í vitund okkar og breytni. Æskumenn era oft óþolinmóðir og gleyma „hveijir sáðu sem upp- skerana erfa“, en þessi viðhorf breytast með auknum þroska og sjá þá — að það sem forfeður þeirra lögðu af mörkum var harla merkilegt og ýmislegt af því að læra og sannast máltækið gamla, „á fortíð skal framtíð byggja“. Þann sama dag, 18. ágúst 1984, var tekið í notkun Héraðsskjala- safn Siglufjarðar og hefði það trú- lega verið sr. Bjama óblandin án- ægja að sjá slíkri stofnun komið á fót. Því hún geymir sögu þessa bæjar og þeirra manna er lögðu grandvöllinn að því að gera þenn- an bæ byggilegan og í þeirri sögu ber nafn sr. Bjama hæst. í Bjamastofu era munir Bjama, svo sem skrifborð, orgel, helgi- siðabækur, myndir o.fl. I tónlistar- deildinni era hlustunartæki og þar er hægt að hlusta á hverskonar tónlist, þó aðaluppistaðan verði íslensk og erlend þjóðlög, sem ör- ugglega er í anda Bjama. Hafa skal í huga, að þeim, sem kynnast vilja verkum Bjarna, er ekki síður nauðsynlegt að kynnast því umhverfí, er hann lifði í öll sín manndómsár. Þá munu þeir enn betur skynja verk hans og sjá þvílíku Grettistaki þessi maður lyfti við alveg ótrúlegar aðstæður. Ég vil enda þessi orð mín með orðum sr. Bjama úr hátíðarræðu, sem hann flutti 20. maí 1918. „Það sem tilfinnanlegast vantar, er eining og samhugur, — að allir hér, æðri sem lægri, leitist við að gjöra kauptúninu og sveitarfélag- inu gagn og sóma í öllu, smáu sem stóra en forðast allt það í orði og verki, bæði leynt og ljóst, sem annaðhvort er til tjóns eða vanvirðu. Sundrung og ósam- lyndi er þjóðarmein vor íslend- inga og hefur lengi verið. En slíkt heftir allar framfarir. „Sundraðir föllum vér, samein- aðir stöndum vér“ getur alveg eins átt við sveitarfélag vort eins og við stærri félög, þjóðir og landshluta." Höfundur er forstöðumaður Bókasafns Siglufjarðar. ast engir við að uppi séu fyrirætlan- ir um, að endurvinnslustöðin evr- ópska, sem enginn veit hvort fær starfsleyfí eða rís af grunni, vinni notað brennsluefni frá öðrum heims- álfum en Evrópu. Mér virðist raunar rétt að fullyrða sem minnst á þessu stigi máls um þessa fyrirhuguðu endurvinnslustöð. Það hvarflar ekki að mér, að gera mér upp víðtæka eða djúpa þekkingu á kjamaklofningi eða þeim efnaferl- um, sem beitt er við endurvinnslu; þeim mun síður á „eðli kjamorku- vera“ eða „eðli endurvinnslustöðva". Hins vegar má með einföldum hætti lýsa aðalatriðum þess, sem gerist, þótt ég efist ekki um að það hefði mátt betur gera. Mér virðist lýsingu Magnúsar ekki greina á við neitt það, sem þar er sagt utan eitt. Ég segi, að úr endurvinnslunni komi úrgangur, úran og plútón, og ein- ungis hið síðasttalda sé notað á ný í brennsluefni. Ástæðan til þess er sú, að svo er málum farið í Dounre- ay samkvæmt þeim plöggum, sem ég hef. Magnús segir, að bæði úran og plútón sé notað í nýtt brennslu- efni. Ég efast ekki um að Magnús hafí rétt fyrir sér um að svona geti þetta verið og sé víða. Enda geri ég ráð fyrir að hann læri vel heima, eins og embættismönnum ber. hafí þekkingu og skilning á efninu og traustar upplýsingar, þótt viðbrögð hans við tveimur greinum mínum bendi ekki til þess. Að síðustu er rétt að geta þess, að það var rangt í fyrri greininni, að starfsemin í Dounreay kostaði brezka ríkið um 100 milljónir punda á ári. Hún kostar einungis um 50 milljónir. Rannsóknimar á eldis- kjamakljúfum í Bretlandi í heild kosta í ár um 100 milljónir punda. Hugmyndin I þessum tveimur greinum var nauða einföld. Hún var sú, að lýsa framtfðarhorfum stöðvar- innar í Dounreay, því sem þar færi fram, og rökum þeirra manna, sem fyrir henni fara. Mér virtist, að jafn- vel þótt maður efaðist ekki um upp- lýsingamar, sem þeir bæru á borð, en það gera til dæmis Grænfriðung- ar, þá dygðu þær ekki gegn rök- semdum Islendinga. Ástæðan væri einfaldlega þeir hagsmunir, sem væru í húfí, og þar með ólíkt mat á þeim hættum, sem óhjákvæmilega fylgja starfsemi kjamkljúfa og end- urvinnslustöðva. Þetta er rétt að ítreka hér, fyrst siglingamálastjór- inn hefur misskilið greinamar svo hrapallega, sem raun ber vitni. Höfundur er við framhaldsnám í heimspeki í Skotlandi. Verkfræðistofnun Háskólans: Húsin standast gildandi reglur varðandi burðarþol SAMKVÆMT beiðni borgarverk- fræðingsins og byggingarfulltrú- ans i Reykjavík hefur Verkfræði- stofnun Háskóla íslands gert at- hugun á burðarþoli eftirtalinna húsa í Reykjavík: Eldshöfði 18, Eldshöfði 16, Suðurlandsbraut 22, Suðurlandsbraut 24, Réttarháls 2, Eldshöfði 14 og Skipholt 50 c. Tilgangurinn með þessari athugun er, eins og kemur fram í bréfi bygg- ingarfulltrúans til Verkfræðistoftiun- ar, „að fá fram sjálfstætt mat Verk- fræðistofnunar á burðarþoli hú- sanna.“ Athuguninni er nú lokið fyr- ir nokkru og hafa niðurstöður verið kynntar byggingaryfírvöldum í Reykjavík. Með athuguninni er leitast við að varpa nokkru ljósi á þá spumingu hvort umrædd hús standist gildandi reglur og hvort burðarþoli þeirra sé á einhvem hátt áfátt. Meginniður- stöður athugunarinnar eru: Húsin standast gildandi reglur varðandi burðarþol. Húsin standast jarðskjálftaálag samkvæmt íslenskum staðli. Jarðskjálftaþol húsanna virðist viðunandi. Ennfremur, íslenskar hönnunar- HÓTEL Borg mun efna til danskra sumardaga í samvinnu við danska listamenn, danska sendiráðið í Reykjavík og inn- flytjendur danskrar gjafavöru og húsgagna vikuna 14. til 21. águst. Boðið verður upp á danskt hlað- borð ásamt dönskum drykkjum frá kl. 18 öll kvöldin, danskir harmon- ikkuleikarar munu skemmta matar- reglur eru ekki einhlítar og er nauð- synlegt að endurskoða þær og lag- færa. Þrátt fyrir þetta er ýmislegt sem betur mætti fara í hönnun húsanna og hefur ábendingum þar að lútandi verið komið á framfæri. gestum og stiginn verður dans til kl. 1. í anddyri hótelsins verður sett upp dönsk stofa í samvinnu við Epal, Kúnígúnd og Teppaland og er það nýjung í elsta hóteli Reykjavíkur sem hýst hefur Krist- ján IX Danakonung ásamt fjölda erlendra þjóðhöfðingja. (Fréttatilkynning') (Fréttatilkynning) Danskir sumardagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.