Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 7 Einhliða ákvörð- un launadeildar Morgunblaðið/Sverrir Suðurlandsbraut breikkuð Ákveðið hefur verið að breikka Suðurlandsbraut um tvær akreinar frá Reykjavegi að Alfheimum. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra, átti Suðurverk hf. lægsta tilboðið í verkið, 36, 2 milljónir króna. Því á að vera lokið i október. - segir Bogi Agnarsson flugmaður hjá Landhelgisgæslunni „Það eru engar viðræður boðað- ar og það er einhliða ákvörðun launadeildarinnar að borga okkur 10% frá 1. mars, sem er bara hluti samkomulags flugmanna. Hluti þess sem farið var fram á kemur ekki og dagpeningamálið er óleyst og þar finnst okkur illa með okk- ur farið,“ sagði Bogi Agnarsson, flugmaður hjá Landhelgisgæsl- nnni aðspurður um ákvörðun launadeildar fjármálaráðuneytis- ins hvað varðar kjaradeilu við flugmenn Landhelgisgæslunnar. Bogi sagði að engin vakt yrði við þyrluna fyrr en í næstu viku þegar menn kæmu úr fríum. Því væri und- ir hælinn lagt hvort næðist í menn til þess að fljúga þyrlunni ef eitthvað kæmi upp á. Svo heppilega hefði vilj- að til í gær að náðst hefði í flug- stjóra þar sem hann var á fundi, sem gat sinnt útkalli. Hann sagði að flug- menn væru ásakaðir fyrir að vera með aðgerðir í gangi. Það væri ekki rétt og menn hlytu að mega taka sín lögbundnu fri. Flugmenn Landhelg- isgæslunnar hefðu ekki verkfallsrétt og myndu vinna samkvæmt samn- ingum, þegar sumarfríum lyki. Þrír slasast í bílveltu ÞRÍR ungir menn slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar bíll fór út af veginum við Urriðalæk milli Sauðárkróks og Hofsóss laust eftir miðnætti aðfararnótt fimmtudagsins. Ökumaður virtist hafa misst stjóm á bflnum, sem fór út af vegin- um og lenti í skurði. Annar farþega slapp lítið meiddur, hinn var talinn viðbeinsbrotinn en ökumaðurinn hlaut alvarlega áverka. Hann hafði notað öryggisbelti. Hann var fluttur flugleiðis á sjúkrahús í Reykjavík um morguninn, þungt haldinn. Faun neyðarflugeld úr bát á bílastæði STARFSMAÐUR Granda hf., Einar Magnússon fann i fyrra- dag neyðarflugeld úr bát á bíla- stæði fyrir framan fyrirtækið. Hjá lögreglunni fengust þær upp- lýsingar að ekki væri algengt að neyðárflugeldar fyndust á víða- vangi. Neyðarflugeldum eða -blys- um ætti aðeins að skjóta upp í neyð- artilvikum. Slíkir flugeldar væm svipaðir venjulegum flugeldum en gætu reynst hættulegir bömum eða öðmm þeim sem ekki kynnu með að fara. „Mér fannst líklegt að innbrots- þjófar hefðu gripið þetta með sér ásamt lyfjum og öðm fémætu úr einhveijum bátnum. Síðan hefðu þeir séð hvað um var að ræða og ekki viljað hirða þetta. Það er hins vegar mikið um drengi á aldrinum 8-10 ára við höfnina á sumrin og það gæti verið stórhættulegt ef flugeldur sem þessi kæmist í hend- ur bama,“ sagði Einar Magnússon. Morgunblaðið/KGA Einar Magnússon, starfsmaður Granda hf. með neyðarflugeld- inn sem hann fann. Bíll valt í Grundarfirði Grundarfirði. SLÆM bílvelta varð við bæinn Mýrar í Grundarfirði í gær. Að sögn Harðar Hafsteinsson lög- regluvarðstjóra í Grundarfirði valt bifreiðin, sem er af gerðinni Nissan Patrol, þar sem bundið slitlag endar og malarvegur tek- ur við. Kjotmiðstöðin: Sérsamning- ar við tvö sláturhús AÐ sögn Hrafns Bachmann kaupmanns verður allt kjöt selt á heildsöluverði í Kjötmiðstöð- inni frá og með sláturtíðinni í haust. Hrafn segir að nú sé aðeins um að ræða hluta af lambakjöti sem ekki sé seldur á heildsöluverði, en allt annað kjöt að meðtöldu hangi- kjöti bjóði hann á heildsöluverði. Sagðist hann vera að gera sérsamn- inga við tvö sláturhús um kaup á 25 þúsund dilkum, þannig að í haust gæti hann boðið alit kjöt á heildsölu- verði. Slæmar holur em við enda slit- lagsins og mikil lausamöl á malar- veginum. Bifreiðin var á leið til Ólafsvíkur. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar sótti ökumanninn sem var með talsverða áverka á höfði og var hann fluttur í Bogarspítalann. Farþegi var minna meiddur. Bæði farþegi og ökumaður voru í bflbeltum og ber lögreglu og Guð- mundi Pálssyni lækni úr Grundar- flrði, sem kom á slysstað á samt hjúkrunarfræðingi, saman um að öryggisbelti hafl bjargað lífí mann- anna beggja. - Ragnheiður Karl Bretaprins ánægður með Islandsferðina KARL Bretaprins hélt heimleiðis í gærmorgun eftir fimm daga einkaheimsókn hér á landi Samkvæmt upplýsingum frá Breska sendiráðinu gekk veiðin í Kjarrá í Borgarfírði vel hjá Karli og var hann mjög ánægður með dvöl sína hérlendis. FRABÆR FATNAÐUR FRA FRONSKUM VÖRUMERKJUM í FREMSTU RÖÐ Látiðþaðeftirykkuraðlítainn. Laugavegi 45 - Sími 11388 Ath! Við höfum stækkað verslunina og opnum Ráðherradeildina hægt og hljóðlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.