Morgunblaðið - 12.08.1988, Page 14

Morgunblaðið - 12.08.1988, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Háir raunvextir eftír Jóhann Rúnar Björgvinsson í þessari grein verður hugað að nokkrum ástæðum of hárra vaxta hér á landi, og hugsanlegum leið- um til lækkunar þeirra. I. Ákvörðun vaxta Vextir eru það verð sem greiða þarf fyrir lánsfé og ráðast þeir af framboði og eftirspum þess. Ætla má að lánsfjárframboð sé þvf meira sem vaxtastig er hærra, en aftur lánsQáreftirspumin því minni. Jafnvægi ætti því að skapast milli framboðs og eftirspum lánsQár við ákveðið vaxtastig. II. Orsakir hárra vaxta Orsaka of hárra vaxta hér á landi er að líkindum fyrst og fremst að leita í annars vegar of mikilli lánsfj áreftirspum og hins vegar í starfsháttum banka- og sjóðakerf- isins. A. Of mikil lánsfjáreftir- spurn 1. Slæm hagstjóm. Sú staðreynd að hér ríkti stjóm- leysi í peningamálum á sama tíma sem fylgt var fastgengisstefnu hefur leitt til mikils ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Ójaftivægis sem tekur langan tíma að leið- rétta, en merki um slíkt ójafnvægi er m.a. of hár heildarlaunakostnað- ur, mikill viðskiptahalli, of§árfest- ing og ékki síst mikill hallarekstur atvinnufyrirtækja, sem eykur til muna lánsíjáreftirspumina og þrýstir upp vöxtum. 2. Offjárfesting Við eðlilegar aðstæður þarf fjár- festing að gefa af sér stoftikostnað sinn að viðbættum arði sem sam- svarar að minnsta kosti eðlilegum raunvöxtum. Aðstæður í okkar hagkerfí hafa hins vegar verið um margt mjög óeðlilegar. Raunvextir hafa t.d. verið meira eða minna neikvæðir síðustu áratugi, sem hefur þýtt m.a. að fjárfesting sem Qármögnuð var með lánsfé þurfti ekki nauðsynlega að gefa af sér stofnkostnað sinn. Þá hafa starfs- hættir banka og sjóða ekki veitt atvinnulífínu nauðsynlegt aðhald, þar sem höfuðstarfsregla slíkra stofnana um hagfræðilegt mat og krafa um raunarðsemi hefur oft á tíðum beðið læerri hlut fyrir annars konar kröfum, s.s. stjómmálaleg- um. Afleiðingar þessara aðstæðna em m.a. að hluti af fjárfestingu þessa lands stenst ekki þær arð- semiskröfur sem gerðar em við eðlilegar aðstæður og árferði. Slík íjárfesting kallast offjárfesting og er í viðvarandi hallarekstri við venjulegar aðstæður, sem aftur kallar á lánsfjármagn við áfram- haldandi notkun. 3. Slæm eiginfjárstaða. Slæm eiginQárstaða þýðir m.ö.o. að það Qármagn sem liggur í fyrir- tækjum er í mun meira mæli láns- fjármagn en eigið íjármagn. Astæður þess em margar. í fyrsta lagi hafa kröfur banka og sjóða varðandi eiginijárstöðu fyrirtækja við lánveitingar ekki verið sem skyldi, sem hefur latt mjög já: kvæða þróun í þessum eftium. I öðm lagi hefur skort mjög á að sköpuð hafí verið skilyrði fyrir virkan hlutafjármarkað hér á landi. I þriðja lagi hefur stjómun fyrir- tækja hérlendis farið mjög saman við eignaraðild þeirra, en víða er- lendis hefur þetta samband rofnað vemlega með þeim afleiðingum að fjármagnseigendur veita stjóm- endum fyrirtækja gott aðhald. Stjómendur sem ekki standa sig em settir af og á þann hátt auk- ast líkumar á að hæfustu stjóm- endumir komi fram á sjónarsviðið. Að lokum má nefna undanlátsemi við hagstjóm sem hefur þýtt að stjómendur fyrirtækja ganga oft á tíðum vemlega á eiginflárstöðu fyrirtækja sinna vegna hallarekst- urs (samanber punkt eitt hér að ofan) vegna væntinga þeirra um að ríkisvaldið komi fyrr eða síðar inn með efnahagsráðstafanir þeim í hag. Slæm eiginfjárstaða eykur til muna lánsfjáreftirspum fyiirtækja ef efnahagsaðstæður snúast þeim í óhag eða ef vextir breytast sam- anber næsta punkt. 4. Breytilegir vextir. Sú staðreynd að vextir em í flestum tilfellum breytilegir hér á Iandi getur leitt til þess að láns- Ijáreftirspum eykst við hærri vexti, en það stangast mjög á við hefðbundinn hagfræðilegan skiln- ing. Hagfræðin hugsar dæmið yfír- leitt útfrá „flæðistærðum" og föst- um vöxtum, og þá þannig að til boða standi ákveðið lánsflármagn á ákveðnum vöxtum til fjárfesting- ar. Fjárfestandinn kannar mis- muninn á arðsemi § árfestingarinn- ar og þeirra vaxta sem hann þarf að greiða. Við hærri vexti dregur úr slíkum mismun og því sömuleið- is úr lánsfjáreftirspum hans. Við breytilega vexti í svo ríkum mæli sem hér á landi geta „stöðu- stærðir" skipt meira máli fyrir láns^áreftirspumina en „flæði- stærðir", þ.e.a.s. það lánsfjármagn sem þegar hefur verið tekið að láni fær á sig aukinn kostnað við hækkun vaxta. Og við vissar að- stæður getur verið hentugast að mæta slíkum kostnaðarauka með lántökum. 5. Niðurgreiddir vextdr. Það að ríkisvaldið niðurgreiðir vexti á lánsijármagni frá bygging- arsjóðunum hefur þau áhrif að vextir á öðru lánsfjármagni verða hærri en ella. Ástæða þessa er að til að fullnægja lánsfjáreftirspum hins frjálsa hluta þarf að laða fram hlutfallslega dýrara lánsfjármagn en annars. Ef lýsa á þessu með línuriti á hagfræðilegan hátt væri sagt að eftirspumarferill lánsfjár- magns hliðraðist til hægri um það lánsfjármagn sem byggingarsjóð- imir veittu og að nýtt jafnvægi skapaðist því milli framboðs og eftirspumar við hærra vaxtastig. 6. Lántaka ríkisvaldsins. Ríkisvaldið hefur síðustu tvö ár beint lántökum sínum í ríkara mæli á innlendan lánamarkað en áður, með þeim afleiðingum að samkeppnin um innlent lánsfjár- magn hefur harðnað verulega. Sú staðreynd setur að sjálfsögðu þrýsting á vextina. B. Banka- og sjóðakerfið í þessum hluta verður vikið að annars vegar aðhaldsleysi banka og sjóða gagnvart atvinnulífínu og hins vegar dýmm rekstri ban- kanna, en bæði þessi atriði valda hærri vöxtum en ella. 1. Aðhaldsleysi. Mjög hefur skort á að bankar og sjóðir hafí veitt atvinnulífínu nægjanlegt aðhald með því að leggja hagfræðilegt mat á arðsemi þeirra fjárfestinga sem lánsfjár- magn þeirra rennur til, og með því að efla alhliða ráðgjafarþjónustu gagnvart skjólstæðingum sínum. En arðsemiskröfur, sanngjöm ábyrgð og heilbrigð áhætta banka og sjóða er ein meginforsenda þess að vel takist til við fjárfestingu almennt. Jóhann Rúnar Björgvinsson Þetta aðhaldsleysi hefur átt sinn stóra þátt í þeirri offjárfestingu sem hér hefur ríkt. Sömuleiðis hefur það kallað fram starfshætti sem lágmarka áhættu og ábyrgð banka og sjóða. Þannig eru vextir í ríkum mæli breytilegir, og ábyrgðir oft á tíðum fjarskyldar þeirri starfsemi sem lánað er til, en hvort tveggja dregur verulega úr áhættu og ábyrgð banka og sjóða. Þá getur þetta aðhaldsleysi komið bankakerfínu og sömuleiðis peningakerfínu mjög í erfíða stöðu. Sem dæmi hafa bankamir þurft að dæla lánsfé inn í vonlítil fyrir- tæki vegna fyrra aðhaldsleysis, þ.e. haldið þeim gangandi. Slíkt getur valdið óeðlilegri útlánaþenslu og gert stjómun peningamagns mjög erfíða. Orsakir þessa aðhaldsleysis em margar. Ein þeirra er eflaust hin pólitísku áhrif í bankakerfínu. En athugun á því hvort slík áhrif séu lýðræðisleg nauðsyn eða pólitísk spilling verður að bíða betri tíma. Önnur orsök er sú að oft hefur verið einfalt að líta til stjómvalda og biðja um aðgerðir þegar í óefni er komið til að gera vonlitlar flár- festingar arðbærar. Eitt er þó víst að aðhaldsleysið veldur hærri vöxt- um en annars. 2. Dýr rekstur. Það að vextir hér á landi voru neikvæðir um langt árabil hefur valdið annars vegar mikilli of§ár- festingu í bankakerfinu, þ.e. bank- ar hafa ekki látið sitt eftir liggja í að hagnast á ástandinu, og hins vegar að eftirspum eftir lánsfé hefur verið langt umfram framboð. Nú hafa vextir aftur á móti verið jákvæðir um nokkurt skeið, en það tekur tíma fyrir atvinnulífíð að aðlagast breyttum aðstæðum, að ijármagna rekstur sinn án láns- fjármagns og jafnvel fjárfestingar. En á meðan þessi aðlögun á sér stað er lánsfjáreftirspumin meiri en framboðið. Sú staðreynd endurspeglast einnig í starfsháttum bankanna. Samkeppnin þeirra á milli hefur að mestu leyti verið um innlánin, þ.e. um spariféð. En í litlum mæli um útlánin, þar sem lánsijáreftir- spumin hefur verið næg. Ef svo væri ekki þyrftu bankamir í ríkara mæli að huga að starfsháttum og rekstrarkostnaði sínum, og að reyna að lágmarka hann. Ekki þarf að búa lengi erlendis til að kynnast bankaþjónustu þar og komast að þeirri niðurstöðu að hún er rekin mun hagkvæmar en hér á landi. Nægir að nefna í því sam- bandi minni tilkostnað við útibú og hagkvæmari viðskiptahætti, sem spara mjög bæði starfsfólk og tíma viðskiptavina. Vel væri ef bankakerfíð legði eins mikla peninga í að taka upp nýja viðskiptahætti og auglýsa þá, og það leggur í að laða að sér sparifé landsmanna. Ekki þarf mikinn frumleika til heldur aðeins að fylgja betur þeirra þróun sem á sér stað erlendis. Bankakerfí sem ekki þarf að huga að samkeppni á útlánahliðinni þarf ekki heldur að huga að tilkostnaði sínum, at- vinnulífíð og heimilin borga. Þessi staðreynd og arfur offjárfestingar veldur hærri vöxtum en ella. III. Ráðstafanir í þessum hluta verður vikið að ráðstöfunum sem draga úr háum raunvöxtum, eða m.ö.o. úr of mik- illi lánsljáreftirspum og úr óvirkni banka- og sjóðakerfisins. 1. Slæm hagstjórn. Höfuðorsök of mikillar lánsfjár- eftirspumar er slæm hagstjóm sem aðallega hefur komið fram í stjómleysi í peningamálum á sama tíma og fylgt hefur verið fastgeng- isstefnu. Hér þarf að gæta vel að og draga úr slíkum áhrifum með gengisleiðréttingu og raunhæfum hliðarráðstöftmum. 2. Fjárhagsleg endurskipulagn- ing. Slæm hagstjóm á ekki alla sök- ina. Ýmis fyrirtæki hafa farið út í hæpnar fjárfestingar og verða að æxla ábyrgð á þeim. Jafnframt því sem banka- og sjóðakerfíð verður að taka á sig ábyrgð á að- haldsleysi hvað þær varðar. Hafa skal í huga að gjaldþrot þýðir ekki nauðsynlega atvinnuleysi, því upp úr gjaldþroti getur skapast viðun- andi rekstrargrundvöllur fyrir fyr- irtæki þar sem t.d. skuldir em af- skrifaðar eða hlutafé fært niður. Ríkisvaldið getur komið hér inn með skapandi hætti. Til dæmis Á að endurtaka misgengið? eftirAra Skúlason „Það sem ég vil gera að um- ræðuefni hér er hve mikið mis- gengið gæti orðið á gildistima bráðabirgðalaganna ef aðstæður yrðu launþegum í óhag, eins og allt bendir raunar til að verði.“ Öllum er víst enn í fersku minni hið mikla misgengi sem varð á milli þróunar launa og lánskjaravísitölu á árinu 1983. Með bráðabirgðalög- um var dregið mjög mikið úr launa- hækkunum á meðan verðlag hélt áfram að hækka enn um sinn. Auð- vitað hafði þessi þróun minnkandi kaupmátt í för með sér, en einnig var mikil óánægja meðal fólks vegna þess að greiðslubyrði lána jókst gífurlega á meðan laun stóðu svo að segja í stað. Þótt töluverður urgur væri í fólki út af þessu ástandi, var lítið að gert fyrr en á árinu 1985. Þá var komið á kerfí til greiðslujöfnunar, sem átti að jafna greiðslubyrði húsnæðisláha yfír lengra tímabil en greiðslujöfti- unin átti ekki við önnur lán. Seinna, eftir að þetta misgengi var yfírstaðið, viðurkenndu margir, þar á meðal ráðherrar, að of langt hafí verið gengið í þessum efnum. i bráðabirgðalögum núverandi ríkisstjómar frá 20. maí sl. segir m.a.: „Ríkisstjómin hefur ákveðið að koma verði í veg fyrir misgengi launa og lánskjara og falið nefnd sem fjallar um fyrirkomulag á verð- tryggingu fjárskuldbindinga að skila tillögum um hvemig þessu markmiði verði náð.“ Nú hefur þessi neftid skilað áliti. Þar segir m.a.. Samkvæmt þeim áætlunum, sem nefndin hefur aflað um þróun' verðlags á gildistíma bráða- birgðalaganna, þ.e. til apríl 1989, má ætla að lánskjaravísitalan hækki um 10% umfram laun á þessu tímabili. Hér er um vem- legt misgengi að ræða þó ekki jafnist það við það misgengi launa og verðlags sem varð á ámnum 1983—1984.“ Síðan telur nefndin að aðstæður séu aðrar nú en var á fyrra tímabil- inu, t.d. komi vextir til með að lækka. Síðan er bent á það fyrir- komulag greiðslujöfnunar sem lög- fest var á árinu 1985. Það sem ég vil gera að umræðu- eftii hér er hve mikið misgengið gæti orðið á gildistíma bráðabirgða- laganna ef aðstæður yrðu launþeg- um í óhag, eins og allt bendir raun- ar til að verði. Það sem skiptir miklu máli nú er að þetta misgengi getur hæglega orðið miklu meira en 10% á gild- istíma núgildandi bráðabirgðalaga. 10% talan er nefnilega reiknuð út um mitt ár og miðast þess vegna við áætlanir ríkisstjómarinnar um að halda genginu stöðugu fram á næsta ár. Svo getur hver sem vill trúað því að svo verði. Sem kunnugt er hefur ríkis- stjómin nú skipað starfshóp sem á að leita úrræða til þess að leysa vanda fískvinnslunnar. Nokkrir úr þeim hópi og margir fleiri sem að staðaldri fást við vanda fiskvinnsl- unnar hafa bent á að nauðsynlegt sé að fella gengið einu sinni enn til að leysa vanda fískvinnslunnar ennþá einu sinni. Eins og svo oft áður dettur fáum annað í hug en gengið verði fellt, en nú verður það væntanlega á ábyrgð þessa hóps. Samkvæmt bráðabirgðalögum ríkisstjómarinnar er búið að ákveða hámarkskauphækkanir fram á vor fyrir þann hluta launþega sem ekki nýtur ólöglegs launaskriðs og fal- inna samninga. Sé gengið út frá að kaup hækki ekki umfram lögin og að gengið verði fellt, t.d. um 15%, þótt sumir hafí rejmdar nefnt hærri tölur og aðrir lægri, fæst allt önnur mynd varðandi misgengi launa og lánskjaravísitölu. Við þær aðstæður er líklegt að misgengið verði 17—18% á gildistíma laganna, og þá er það farið að jafnast á við misgengi fyrra misgengistímabils. Nú er að vísu komið á greiðslu- jöfnunarkerfí fyrir húsnæðislánin, sem bætir hækkunum vegna mis- gengis við höfuðstólinn, þannig að fólk er einhverjum mánuðum eða árum lengur að greiða húsnæðislán- in til baka. Hins vegar hefur ekk- ert verið að gert í sambandi við misgengi á öðrum lánum sem eru mun dýrari en húsnæðislánin. Vandi þeirra sem eru með mikið af þessum dýru lánum er þegar orðinn geysimikill miðað við núver- andi ástand. Breytist ástandið, t.d. með gengisfellingu, eykst vandi Ari Skúlason þessa fólks gífurlega. Þessu ættu ráðamenn þjóðarinn- ar að huga að um ieið og þeir leita ráða til þess að leysa önnur vanda- mál. Árið 1983 vissu menn e.tv. ekki alveg hvert þeir stefndu með þeim aðgerðum sem þeir fram- kvæmdu þá. Nú ættu þeir hins veg- ar að vera reynslunni ríkari, og ættu því að miða aðgerðir sínar við þá reynslu. Höfundur er hagfræðingur Al- þýðusambands Islanda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.