Morgunblaðið - 12.08.1988, Side 36

Morgunblaðið - 12.08.1988, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri þarfi stjörnuspeking- ur. Ég er fædd 6.12. 1965 kl. 12.15 á hádegi. Ég hef áhuga á að gera svo margt og verða svo margt. Getur þú sagt mér eitthvað um hæfileika mína? Með fyrir- fram þökk.“ Svar: Þú hefur Sól, Merkúr, Mið- himin og Rísandi merki í Bogmanni, Tungl í Nauti og Venus og Mars í Steingeit. Mörg áhugamál Það er gaman að heyra þig segja að þú hafir mörg áhugamál, en slíkt á nú einu sinni að vera dæmigert fyrir Bogmanninn. Þér fínnst það þó kannski ekki alltaf jafn skemmtilegt, eða þegar þú stendur frammi fyrir því að velja þér framtiðarstarf. Við því er hins vegar fátt að gera, það þýðir ekki að benda á eitt afmarkað svið, nema það feli í sér fjölbreytileika. Margir lyklar Ég tel að besta ráðið fyrir þig sem Bogmann sé að verða þér úti um sem flesta lykla. Með því er átt við að þú lær- ir.fög sem gefa kost á fjöl- breytilegri vinnu, farir á mörg styttri námskeið o.þ.h. AthafnamaÖur Merki þín eru eldur og jörð sem gefa vísbendingu um að þú sért athafnamaður. Þú þarft líf en vilt jafnframt ná árangri. Hreyfing Sól og Rísandi merki í Bog- manni tákna að þú ert hress, lifandi og jákvæð manneskja, ert hreyfanleg og eirðarlaus. Þú þarft frelsi og fjölbreyti- léika í þeim tilgangi að öðl- ast yfirsýn. Þér finnst gaman að því nýja sem kennir þér, en Ieiðist það sem þú kannt og verður að vana. Starf sem ætti við Bogmanninn er keyrsla, ferðamál og önnur hreyfanleg og lifandi störf. Þú ættir kannski að taka meirapróf ög fara að keyra rútur um landið og þá helst hljómsveitir og leikhópa! Skipulagsmál Mars í Steingeit táknar að þú hefur skipulagshæfileika og getur verið dugleg og yfír- veguð í vinnu. Frelsi/ábyrgð Bogmaður, SteingeitogNaut gefa vísbendingu um baráttu á milli metnaðar og frelsis- þarfar, aga og agaleysis, og þess að vera jarðbundin en jafnframt draumamann- eskja. FjölmiÖlun Merkúr á Miðhimni er algeng staða hjá fólki sem fæst við fjölmiðlun eða verslun. Það myndi t.d. eiga ágætlega við þig að vinna við frjálst og hreyfanlegt Ijölmiðlastarf. Til þess að svo megi vera þyrftir þú að læra íslensku og setja þig vel inn í íslenskt þjóðfélag. Viöskipti Ég býst við að það ætti einn- ig ágætlega við þig að vinna við útréttingar á viðskipta- sviðum, að fara utan og kaupa inn vörur, en snúast í því hér heima að leysa út vörur o.þ.h. AöstœÖur Það er erfitt fyrir mig að vera nákvæmur því núver- andi aðstæður þínar, sem ég þekki ekki, skipta miklu. Það hvar þú býrð hefur einnig mikið að segja. Þú ert greini- lega eirðarlaus og því skiptir það máli hversu mikið þú ert reiðubúin að leggja á þig til að ná árangri sem og það hversu vel þér tekst að aga Þ'g- TOMMI OG JENNI UÓSKA FERDINAND SMAFOLK Það stendur hérna að þeir veiti sherbet-drykk eftir konsertinn . . . Nei, það stendur að þeir leiki Schubert á konsertin- Sem snöggvast var ég ánægð að ég skyldi koma. Þú ert rugluð, herra! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Samgangurinn er vandamál í þremur gröndum suðurs hér að neðan. En ekki óleysanlegt. Suður gefur, AV á hættu. Norður ♦ ÁG954 ♦ 864 ♦ KD ♦ D84 Vestur Austur 4103 „iiii ♦ K862 ♦ 953 ♦ K102 ♦ G109753 ♦ 862 ♦ Á3 ♦ K72 Suður ♦ D7 ♦ ÁKG7 ♦ Á4 ♦ G10965 Vestur Norður Austur Suður — — _ 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: tígulgosi. Jón Hjaltason hefur stungið upp á ágætri þýðingu á þeirri sagnaaðferð sem bridsspilarar kalla almennt „reverse" — þegar opnari segir hærri lit ofan í lægri til að sýna góð spil. Jón stingur upp á orðinu „vending". í notkun hljómar það svona: Suður átti ekki fyrir tveggja hjartna vend- ingu við spaðasvari makkers og sagði því eitt grand. Ekki sem verst. Tveir tíglar norðurs var svo „check-back“!, fýrst vog fremst til að leita eftir þrílitarstuðningi við spaðann. Hér með er auglýst eftir þýðingu á þessari vinsælu sagnvenju, sem er að verða jafn ómissandi í flestum kerfum og gamaldags Stayman. Precision- spilarar nota alltaf tvö lauf sem „endur-skoðun“ eftir sagnirnar 1 tígulj — 1 hjarta/spaði: 1 grand. í Standard gegnir ósagði lágliturinn þessu hlutverki. En hvemig er þetta gröndin þijú? Lítum á: sagnhafi tekur fyrsta slaginn í blindum og not- ar innkomuna til að svína í hjart- anu. Spilar svo spaðadrottningu og fær auðvitað að eiga þann slag. Þegar spaðatían kemur í næst er ljóst að austur er að dúkka með spaðakónginn. Við því er aðeins einn mótleikur: fara upp með spaðaás, spila gosanum og henda tígulás heima! resió af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.