Morgunblaðið - 12.08.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.08.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Fyrirhugaðar viðræður um afvopnun í Evrópu: NATO reiðubúið að undanskilja ekki Keflavíkurstöðina -segir í grein í tíma- ritinu The Economist FLESTIR embættismenn í höfuð- stöðvum Atlantshafsbandalags- ins í Brussel eru reiðubúnir til að samþykkja að nýjar viðræður milli austurs og vesturs um fækk- un hefðbundinna vopna frá Atl- antshafi til Úralfjalla taki jafn- framt til varnarstöðva NATO á íslandi og á Azor-eyjum, að því er segir í grein í breska vikurit- inu Tbe Economist nú nýverið. Greinin flallar um fyrirhugaðar viðræður milli aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins og Varsjárbanda- lagsins um „stöðugleika á sviði hefðbundins vígbúnaðar frá Atl- antshafi til Úralflalla" sem ætlað er að koma í stað MBFR-viðræðn- anna svonefndu um jafna og gagn- kvæma fækkun herja, er staðið hafa í tæp 15 ár en litlum sem engum árangri skilað. í greininni segir að Míkhail S. Gorbatsjov Sov- étleiðtogi hafi tekið frumkvæðið á áróðurssviðinu en ríki NATO eru gagmýnd fyrir að hafa ekki tekið af skarið til að koma þessum við- ræðum á. f greininni í The Economist er vikið að því að erindisbréf nýju við- ræðnanna liggi ekki fyrir vegna þeirrar kröfu aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins að ríkin austan járntjaldsins skuldbindi sig til að fallast á ákveðnar tilslakanir á sviði mannréttindamála. Af þessum sök- um hefur reynst nauðsynlegt að framlengja Ráðstefnu um öiyggi og samvinnu í Evrópu (ROSE, CSCE), sem fram fer í Vínarborg því að enn hefur ekki tekist að ganga frá erindsbréfinu, einkum vegna afstöðu Rúmena sem neita að ræða ástand mannréttindamála f landinu á sama hátt og önnur ríki austurblokkarinnar. Greinarhöfundur segir að það séu einkum tvö atriði sem enn séu óleyst varðandi nýju viðræðumar um stöð- ugleika á sviði hefðbundins vígbún- aðar. Annars vegar sé deilt um fækkun vopna sem bæði geti hýst hefðbundnar sprengjuhleðslur og lqamorkuhleðslur og hins vegar hafi krafa Tyrkja um að hluti hers þeirra, 65.000 manns, verði undan- skilinn f viðræðunum vakið litla Tugþúsundir manna heimilis- lausar eftir flóðin í fyrri viku Nairobi, Genf, Daily Telegraph, Reuter. MEIRA en s/i hlutar Khartoum, höfuðborgar Súdans, eru undir vatni og þúsundir manna eru á flæðiskeri i rústum heimila sinna, að þvi er súdanska sendi- ráðið í Nairobi skýrði frá á mið- vikudag. Sex dagar eru nú liðnir frá* mestu rigningum i manna minnum, en vatnselgurinn hefur enn ekki dvínað i Khartoum og öðrum helstu þéttbýlissvæðum landsins. Tugþúsundir hafa verið fluttar upp á hæðir þar sem flóð- anna gætir ekki og hefst fólkið við á iþróttaleikvöngum, i auðum húsum og úti á viðavangi. Um 785.000 dölum hefur verið heitið til hjálpar fórnarlömbum flóð- anna og flugvélar hafa þegar lagt af stað til Khartoum með neyðarbirgðir, að því er tals- menn Rauða krossins og Rauða hálfmánans sögðu i gær. Stjómvöld vöruðu við því að vatnavextir væm í Bláu Níl og hefði yfirborð uppistöðulóna Sennar- og Rosseires-stíflanna hækkað svo að bregða þurfti á það ráð að opna flóðgáttir stíflanna. Þetta mun óhjákvæmilega hafa í för með sér frekari flóð fýrir neðan stfflumar, en einnig er talið að flóðin í Khart- oum muni aukast að nýju. Héraðsstjóri Khartoum sagði að ef vatnavextir ylq’ust áfram mætti vænta Nflarflóðs í síðustu viku þessa mánaðar. Talsmaður sendi- ráðs Súdans í Nairobi sagði hins vegar að Nflarflóðið gæti hafist inn- an nokkurra daga. Regnið, sem féll í Súdan í lok síðustu viku, sló öll fyrri met og kom landsmönnum, sem liðið hafa mikla þurrka um langan tíma, al- gerlega í opna skjöidu. Að sögn stjómarerindreka í Nairobi rigndi sem nam 225 mm á 15 klukku- stundum í Khartoum einni. Það er átta sinnum meira heldur en rigndi í höfuðborginni allt árið 1987 og helmingi meira heldur en á nokkru öðm ári undanfarin 30 ár. Mikil ringulreið ríkir í Khartoum og á 'stórum svæðum í norður- og austurhluta landsins. 'Að minnsta kostil,5 milljón manna hefur orðið fyrir barðinu á flóðunum og þrátt fyrir vatnselginn er víða hvorki vatn né rafmagn að fá. Vatnsafls- virkjanir hafa flestar skemmst af völdum flóðanna — mismikið þó — og fær Khartoum aðeins um 15% þess rafmagns, sem borgin nýtur vanalega. Þar sem vatnsveita Khartoum notar rafmagnsdælur er mestur hluti borgarinnar án dryklqarvatns og óttast menn n\jög að sjúkdómar á borð við kóleru, taugaveiki og lifr- arbólgu kunni að bijótast út Rfkis- stjóm Súdans hefur lýst yfir neyð- arástandi og hefur beðið vestræn ríki um aðstoð vegna flóðanna. Sadeq al-Mahdi, forsætisráð- herra Súdans, sagði eftir könnunar- ferð um Khartoum á miðvikudags- kvöld að fómarlömbum flóðanna hefði ekki borist nægjanleg hjálp, skortur væri á skýlum og læknisað- stoð væri ónóg. „Mér til mikillar skelfingar komst ég að því að áætl- un stjómarinnar varð aldrei að veraleika," sagði Mahdi. Talsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans sögðu í gær að flugvélar muni flytja 80 tonn af teppum, tjöldum og öðram búnaði til Khartoum, þar sem Rauði hálf- máninn í Súdan mun sjá um dreif- ingu. Ríkisstjómir Noregs og Kanada, auk Rauðakrossfélaga í níu löndum, hafa heitið 785.000 dala til hjálparstarfsins. hrifningu meðal ráðamanna í ríkjum Austur-Evrópu. Tyrkir telja herafla þennan nauðsynlegan til að halda uppi vömum gegn hugsan- legri árás frá Sýrlandi og íran og segja ráðamenn þessar sveitir með öllu ótengdar vamarviðbúnaði NATO í landinu. Segir höfundur þetta hafa komið nokkuð á óvart því er fyrst var tek- ið að ræða um að heija nýjar við- ræður um fækkun vopna í Evrópu hafi verið litið svo á að þær skyldu taka til alls herafla NATO og Var- sjárbandalagsins f álfunni. Höfund- urinn getur þess innan sviga að menn hafi að vísu haft áhvggjur af vamarstöðvum NATO á Islandi og á Azor-eyjum en flestir embætt- ismenn NATO hafi lýst sig sam- þykka því að viðræðumar taki einn- ig til þessara þátta í vömum aðild- arríkja bandalagsins. Súdan: Reuter Súdanskur maður og sonur hans leita að einhveiju heillegu í rústum heimilis síns, en það eyðilagðist í flóðunum í lok síðustu viku. Sovéskir geðlæknar: Verður Freud talinn góðra gjalda verður? Bandariska dagblaðið The New York Times birti nýlega gTein eftir fréttaritarann Felicity Barringer þar sem hún segir frá breyttu mati á einum helsta frumkvöðli sálfræðinnar, Aust- urrikismanninum Sigmund Freud, í Sovétríkjunum. Kenn- ingar Freuds hafa verið hafðar að háði og spotti meðal sov- éskra geðlækna og marxiskir hugmyndafræðingar hafa for- dæmt þær út frá sinum kenni- setningum. Litill hópur sov- éskra geðlækna hrósar nú Freud fyrir glöggskyggni og reynir að miðia þjóðfélagi á hverfanda hveli nýjum aðferð- um til að skyggnast i eigin barm og skilja hvað er að ger- ast. Læknamir ögra viðurkenndum skoðunum ’i sovéskum geðlækn- ingum. Þær byggjast á því að aðeins sé hægt að kanna sálarlíf- ið með því að gjörþekkja líkamann en læknamir segja að sovéskar geðlækningar þarfnist þess sár- lega að kenningar Freuds séu notaðar sem hjálpartæki. „Það er orðið ljóst að í undir- meðvitundinni felst gífurlega stór hluti af vitundarlífi mannsins," sagði einn af geðlæknunum, dr. ívan Belkín, í grein í dagblaðinu Litematúmaja Gazeta hinn 1. júní, þar sem hann hyllti Freud fyrir framlag hans til sálfræðinn- ar. „Með því að forðast raunhæfar og markvissar rannsóknir á henni höfum við rænt þúsundir sjúkl- inga möguleikanum á læknishjálp og þar að auki hamlað getu heill- ar kynslóðar af duglegum, skap- andi starfsmönnum." Greinin var birt sem eins konar formáli. að köflum úr kvikmynda- handriti, sem Jean-Paul Sartre mun hafa samið um ævi Freuds. Með greininni birtist mynd af Freud, sú fyrsta sem talið er að hafi birst af honum í sovésku blaði í hálfa öld. Belkín hrósar Freud fyrir kenningar hans um undir- meðvitundina en minnist ekkert á það sem helst hefur verið skot- spónn sovéskra fræðimanna; kenningar Freuds um kynhvöt bama og Ödipusar-duldina. Fari svo að sovéskir geðlæknar ákveði að skipa Freud sama sess og vestrænir starfsbræður þeirra hafa gert verður það til að auka virðingu umheimsins fyrir sovésk- um geðlækningum. ímynd þeirra hefur verið slæm, m.a. vegna fjöl- margra dæma þess að pólitískir andófsmenn hafi verið lokaðir inni á geðsjúkrahúsum. Belkín og félagar hans reyna að vinna bug á andstöðu mennta- manna við kenningar Freuds. Hins vegar hefur Stojan Deli- geríjev, sjálfmenntaður sálkönn- uður, síðan síðastliðinn vetur haft uppi kynningarskilti í Arbat- göngugötunni í Moskvu og boðið vegfarendum þjónustu sína á Sigmund Freud staðnum. Lögreglumenn hafa meira en tuttugu sinnum hneppt hann í varðhald fyrir vikið en hann er þeim samt sem áður ekk- ert reiður. „Þeir skilja ekkert í þessu. Það er ekki þeirra sök að þeir hafa ekki hundsvit á þessum málum," segir Deligeríjev. En hvemig gat hann öðlast kunnáttu í fræðum Freuds sem ekki hefur einu sinni verið hægt að nálgast i bókasöfnum í mörg ár? „Það er hægt að banna fólki að ganga en það heldur samt sínu striki," svar- ar Deligeríjev. Ítalía: Þýskum stríðs- glæpamanni vísað úr landi Bolzano. Reuter. ÍTALIR hafa sent Þjóðverja, sem grunaður er um að hafa starfað við útrýmingarbúðir nasista á stríðsárunum, aftur til Vestur-Þýskalands. Maður- inn var handtekinn á Norður- Ítalíu ( síðustu viku. Þjóðverjinn heitir Anton Mal- loth og er 76 ára gamall. Hann var dæmdur til dauða fyrir mis- þyrmingar og morð á gyðingum í réttarhöldum sem haldin voru yfir honum árið 1948. Malloth var ekki viðstaddur réttarhöldin sem fóru fram í Tékkóslóvakíu. ítalska lögreglan handtók Mall- oth þegar hann var á leið til eigin- konu sinnar sem býr í bænum Merano, norðarlega á Ítalíu. Hon- um var strax stefnt fyrir að dvelj- ast ólöglega í landinu. Senda þurfti Malloth beint frá Ítalíu til Vestur-Þýskalands því að austurrísk yfirvöld vildu ekki að hann færi um Austurríki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.