Morgunblaðið - 12.08.1988, Page 5

Morgunblaðið - 12.08.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 5 GRÆNLAND Flugvél Landhelgisgæsl- unnar, þyrla varnarliðsins og flugvél Flugmálastjórnar faratil móts viövélina. FÆREYJAR $ Rockall Veðurskip Lima Vélin lenti á haffletinum um 50 m frá veðurskipinu Lima. 500 km Sjávarutvegsráðherrar íslands og Noregs: Síld- og hval- veiðar aðalmál Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Feijuflugvél nauðlenti í hafinu suður af landinu Hafði villst og borið 434 mílur af leið Mönnum bjargað um borð 1 veðurskip LÍTIL eins hreyfils feijuflugvél nauðlenti á sjónum djúpt suður af landinu í fyrrinótt. Tveir Svíar voru um borð í vélinni og var þeim báðum bjargað um borð í veðurskip. Vélin var á leið frá Ameríku til Evrópu og hafði lagt upp frá Narssarssuaq á Grænlandi. Áætlað var að lenda í Reykjavík upp úr klukk- an eitt í fyrrinótt. Þegar ekkert hafði spurst til vélarinnar hálftíma á eftir áætlun voru kallaðar út áhafnir flugvéla Flugmálastjórnar, TF-DCA, og Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, og Varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli beðið um aðstoð. Nauð- lendingin var utan íslenska flug- stjórnarsvæðisins og var henni sfjórnað frá stjórnstöð í Prest- wick í Skotlandi með aðstoð Nimrodþotu á vettvangi. Feijuvélin var eins hreyfils og fjögurra sæta, af gerðinni Cessna 172 og var skrásett í Bandaríkjun- um. Hún fór frá Narssarssuaq klukkan 17.54 á miðvikudag og áætlaður komutími til Reykjavíkur var klukkan 01.19. Flugmaðurinn flaug sjónflug, þ.e. undir 5.500 feta flughæð og var því utan flug- stjómarsvæðis. Þegar flugvélin hafði ekki komið fram um hálftíma eftir áætlun var ákveðið að svipast um eftir henni. Að sögn Guðmund- ar Matthíassonar aðstoðarflug- málastjóra er það venja, hafí ekki spurst til flugvéla um hálfri stundu eftir áætlaðan tíma. Vél Flugmálastjórnar fór í loft- ið um klukkan tvö. Þá er vél frá hollenska flugfélaginu KLM komin í samband við týndu vélina og heyrir skýrt í henni. Þá stefnir feijuvélin í suðaustur, þ.e. í áttina frá landinu. Verður þá ljóst að flug- maður feijuvélarinnar hafði villst mjög af leið og var vél Flugmála- stjómar snúið í átt að henni. Um sama leyti tók stjómstöð í Prest- wick í Skotlandi við stjómun að- gerða á vettvangi. Fokker Land- helgisgæslunnar fór á loft klukkan þijú og þyrla frá Vamarliðinu fór hálftíma síðar í fylgd Herkúles eldsneytisvélar. Strax og tókst að miða týndu vélina út, frá flugvél Flugmálastjórnar, varð ljóst að hún hafði ekki eldsneyti til að ná landi. Þó var henni snúið í átt til lands og átti að halda henni á lofti sem lengst og láta hana fljúga til móts við þyrluna sem skyldi reyna að ná mönnunum upp, eftir nauðlend- ingu á sjónum. Það varð þó fljótt ljóst að þetta tækist ekki. Þá var feijuvélinni snúið til suðurs í stefnu á veðurskipið Cumulus, sem gegn- ir vakt á veðurathugunarstöðinni LIMA. Flugvél Flugmálastjómar var í stöðugu sambandi við ferju- vélina og í sjónmáli við hana frá klukkan 03.55. Fokkerinn var ofar og flutti boð á milli véla og var í sambandi við land, en í lágfluginu náðist ekki samband. Stjórnstöðin í Prestwick hafði sent Nimrodþotu á vettvang og var nauðlendingunni stjómað frá henni, enda radarbún- aður hennar mjög fullkominn. Cessnan lendir síðan á sjónum um 50 m frá skipinu þegar klukkan er 04.59 í gærmorgun. Frá Fokker Landhelgisgæslunn- ar náðist samband við skipið og gat áhöfn þess undirbúið björgun. Sjálf nauðlendingin tóks mjög vel. Erfíðlega gekk að koma björgunar- báti frá skipinu og brá áhöfn þess því á það ráð að sjósetja gúmbát. Strax tókst að ná öðmm mann- anna, en hinn hafði verið í sjónum um 20 mínútur þegar hann fannst. Hann var nokkuð þrekaður, en að öðru leyti amaði ekkert að honum. Þegar feijuvélin sást frá flugvél Flugmálastjómar var hún stödd 434 mílur suður af áfangastaðn- um, Reykjavík. Það em tæpir 900 kílómetrar. Kristján Þ. Jónsson stýrimaður, sem var í flugvél Land- helgisgæslunnar sagði aðspurður um hugsanlegar skýringar á villu Svíanna, að vart væri um annað að ræða en ótrúleg siglingafræði- leg afglöp. Hjá Flugþjónustunni i Reykjavík, sem átti að annast fyr- irgreiðslu áhafnarinnar, fengust þær upplýsingar að ekki væri vitað til þess að Svíamir hefðu áður flog- ið á þessari flugleið. SKIPTING á síldarafla og mögu- leikar á hvalveiðum í hagnaðar- skyni í framtíðinni voru aðalmál- in í viðræðum sjávarútvegsráð- herra íslands og Noregs i vik- unni. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra og Bjarne Mark Eidem, sjávarút- vegsráðherra Noregs, gengust fyrir i Ósló í gær en þá lauk fimm daga opinberri heimsókn Hall- dórs Ásgrimssonar til Noregs. Islendingar hafa óskað eftir við- ræðum við Norðmenn um skiptingu síldarkvóta á milli þjóðanna en Norðmenn em hins vegar ekki reiðubúnir til hefja þær viðræður fyrr en síldarstofninn gengur frá Noregsströndum á ný. „Á meðan síldin er við strendur Noregs er hún norsk," sagði Bjame Mork Eidem. Halldór Ásgrímsson sagði að hætta væri á að sfldin yrði ofveidd þegar hún færi að ganga aftur frá strönd- um Noregs. „Það munum við ræða við íslendinga þegar þar að kemur og það vandamál snertir einnig Færeyinga og Sovétmenn," sagði Bjame Merk Eidem. Ráðherramir sögðust hafa mikla trú á að hvalveiðar í hagnaðarskyni yrðu teknar upp að nýju innan fárra ára. Bjame Mork Eidem sagði að hvalatalningar íslendinga og Norð- manna hefðu sýnt að hvalastofn- amir væm í ömm vexti. „Ef við lítum á sjávarspendýr sem skyn- heilög og hættum veiðum á þeim skapar það ójafnvægi í vistkerfí hafsins,“ sagði Halldór Ásgrímsson. „íslendingar em staðráðnir í að hætta í Alþjóðahvalveiðiráðinu ef það breytir ekki afstöðu sinni varð- andi hvalveiðar. Við viljum veiða þær tegundir sem ekki em í hættu og munum ekki láta undan hótun- um um efnahagslegar þvinganir af hendi Bandaríkjamanna og um- hverfísvemdarsinna,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Loðnuveiðar bar einnig á góma í viðræðum ráðherranna og sögðu þeir að ekki væri tímabært að ræða skiptingu loðnukvótans fyrr en Grænlendingar lýstu sig reiðubúna að hefja viðræður um skiptingu hans. Seðlabankinn: Staða samkeppn- isgreina er 6-7% lakari en árið 1979 SEÐLABANKINN telur að sam- keppnisstaða sjávarútvegs sé 5,8% lakari og að staða sam- keppnisiðnaðar sé 6,7% lakari en var árið 1979 en það ár er talið sýna vel jafnvægisskilyrði þjóð- arbúsins. Samsvarandi gengis- breytingu þyrfti til að eyða þessu fráviki. Bankinn spáir að raun- gengi hækki talsvert á þessu ári miðað við síðasta ár en hækkandi raungengi sýnir versnandi sam- Morgunblaðið/PPJ Flugvélin sem nauðlenti i hafinu suður af landinu i fyrrinótt var af gerðinni Cessna 172. Myndin sýnir slika vél á Reykjavíkurflug- velli. Cessna 172 er fjögurra sæta. Tillaga um að flýta göngum: Oframkvæman- legt á þessu ári - segir formaður Land- sambands sauðfjárbænda „ÉG tel með öllu óframkvæman- legt að flýta göngum á þessu ári meðal annars vegna þess hve heyskapur hefur víða dregist á langinn, og ennfremur vegna þess að ég fæ ekki séð neinn möguleika á því að hægt yrði að koma fénaðinum til slátrunar eftir hendinni, þar sem mér vit- anlega er ekkert sláturhús til- búið til að hefja slátrun," sagði Johannes Kristinsson formaður Landsambands sauðfjárbænda þegar hann var inntur álits á til- lögu Rannsóknastofnunar land- búnaðarins uma að göngum yrði flýtt. Jóhannes sagðist álita að sam- kvæmt kenningunni fengi tillagan þó mikið til staðist, hvort sem mið- að væri við 20. ágúst eins og gert er samkvæmt henni eða einhveija aðra dagsetningu. „Það væri vafalaust hægt að standa að þessu einhvers staðar á landinu, en víðast hvar er heyskap- ur í fullum gangi og til dæmis á Austfjörðum er hann rétt að hefj- ast, þannig að ég veit ekki hvað menn ættu að gera við fénaðinn. Ekki dytti mér sjálfum í hug að hrúga fénu heim og þurfa síðan að bíða fram í miðjan september eða lengur eftir að fá þvi slátrað. Það verður nefnilega að hugleiða það í þessu sambandi að ef menn ætla sér á annað borð að taka fénaðinn heim, þá verður að vera möguleiki á að koma honum til slátrunar, og mér er ekki kunnugt um að það sé nokkurt sláturhús tilbúið í dag, og menn vita ekki einu sinni enn hvar verður slátrað í haust og hvar ekki. Ef gera á breytingar af þessu tagi þá verða þær að vera miklu. víðtækari og þannig úr garði gerðar að menn viti að hveiju gengið er, en á þessu ári tel ég þetta vera með öllu óframkvæmanlegt," sagði Jóhannes. keppnisstöðu innlendra fyrir- tækja. í júlíhefti Hagtalna mánaðarins, sem Seðlabankinn gefur út, er birt yfirlit jrfír þróun raungengis og samkeppnisstöðu. Er þar miðað við að gengi krónunnar verði haldið óbreyttu, að ekki verði um frekari hækkun að ræða á verði sjávaraf- urða en orðið er, miðað er við kjara- samninga aðildarfélaga ASÍ, og að verðlag hækki um tæplega 27% á milli ára. Því er spáð að raungengi verði 9-10% hærra á þessu ári en árið 1980, en hækkandi raungengi sýnir að öllu jöfnu versnandi samkeppnis- stöðu innlendra fyrirtækja. Raun- gengi er mælt með tveimur mæli- kvörðum, verðlagi og launum, og ef miðað er við 100 árið 1980, spá- ir Seðlabankinn að raungengi á þessu ári verði að meðaltali 109,6 á mælikvarða verðlags, en 109,2 á mælikvarða launa. Á síðasta ári var raungengið að meðaltali 101,8 á mælikvarða verðlags en 103,3 á mælikvarða launa, en á síðasta árs- íjórðungi ársins 1987 var raun- gengið 110,6 á mælikvarða verð- lags og 116 á mælikvarða launa. Seðlabankinn reiknar út sérstaka vísitölu samkeppnisstöðu þar sem þróun kostnaðar og framleiðni er borin saman við afurða- og sam- keppnisvöruverð. Seðlabankinn ber samkeppnisstöðuna saman við árið 1979 þar sem það ár er talið sýna vel jafnvægisskilyrði þjóðarbúsins og þyrfti jafnháa gengisbreytingu til að eyða frávikinu. Fram kemur að samkeppnisstaða sjávarútvegs er talin 5,8% verri á þessu ári ei) 1979, og staða sam- keppnisiðnaðar 6,7% verri. Verst var staða sjávarútvegs á árunum 1980-1983 eða -12,9% að meðaltali en árin 1983-1987 var staðan að meðaltali jákvæð um 5,8%, mest árið 1987 eða 6,9%. Staða sam- keppnisiðnaðar var neikvæð um 8,1% á síðasta ári en jákvæð um 1% að meðaltali árin 1980-83 og jákvæð um 9,6% að meðaltali árin 1983-1987.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.