Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 íslands míkli málari Hekla 1924 Frá Þingvöllum um 1950 Myndlist BragiÁsgeirsson Það er mikil myndræn stemmn- ing, sem ríkir í kjallarasölum Norr- æna hússins nú á afhallandi sumri, þar sem til sýnis eru 36 landslags- málverk eftir Jón Stefánsson (1881-1962). Ferill þessa brautryðjanda í íslenzkri málaralist var um margt sérstæður, því að fáar eða engar myndir munu hafa varðveist eftir hann fyrsta áratuginn eftir að eigin- legu námi lauk. Árið 1910 var hann í Lundúnum og þá vísast á leið heim til íslands eftir tveggja ára nám í skóla Henri Matisse í París, og veit ég ei heldur til þess, að nokkuð hafi varðveist frá því tíma- bili. Þó hefur það ratað í bækur, hversu skarpur og rökvís Jón var í allri myndlistarumræðu og á hér að hafa borið af norrænum félögum sínum í skólanum, sem voru merki- lega margir, en að því hef ég vikið í fyrri skrifum mínum um lista- manninn. Það má víst þakka það nær óskiljanlegri þijósku og viljafestu, að Jón Stefánsson varð málari og að íslenzka þjóðin eignaðist þar með þá dýrgripi, sem frá pentskúf hans komu. Lengi vel gerði hann hreint ekki annað en að eyðileggja myndir sfnar jafnóðum og hann málaði þær, og varðveitti hann einhverjar, henti hann þeim seinna. Kröfurnar til sjálfs sín voru svo miklar og hann hafði enga beina erfðavenju til að halla sér að. Allt um kring leit hann verka meistaranna, sem hafa fyllt hann vanmætti og að auk var hann nemandi snillingsins Henri Matisse. Allt þetta mun hafa lagst á sál- ina og ekki batnaði það er hann löngu seinna sá hálfgeggjað gamal- menni ganga á milli veitingastaða í K.höfn með fíðlu, sem hann hafði klastrað saman úr vindlakassa og priki — en strengimir voru úr segl- gami — en þessi veslings maður taldi sér trú um, að hann kynni að leika! Norskur vinur hans, sem horfði upp á þetta sálarstríð Jóns, sem þá hafði fyrir konu og bami að sjá, ráðlagði honum að hætta að mála. Og víst hvarflaði það að Jóni á þessum árum, að ef til vill hefði honum reynst auðveldara að læra hvem annan hlut sem vera skyldi en þá örðugu list að mála — en þá vaknaði spumingin, af hveiju mátti hann ekki eiga fiðluna sína? Hún var þó hans ánægja, hvað sem tón- listinni leið..." Og það má telja, að það hafí ein- mitt verið þetta, sem réð úrslitun- um, enda gefa þessar hugleiðingar og sálarangist einmitt til kynna, að í þessum manni leyndist listamaður og þá væntanlega einnig í hálf- geggjaða gamalmenninu, en ytri aðstæður vom aðrar og Jón með heilbrigðustu mönnum andlega. í fórum mínum er rauð bók, sem er ítarlegur leiðarvísir um Lundúni, sem Jón Stefánsson studdist við, meðan að á dvöl hans stóð í borg- inni og var ávallt í eigu hans. Á eina titilsíðuna er teiknuð mynd af manni með kúluhatt og minnir sterklega á Einar Benediktsson og mun hún trúlega meðal þess fáa, sem varðveist hefur eftir Jón frá þessum árum. Af öllu má ráða, að Jón Stefáns- son hafí verið kröfuharðastur íslenzkra málara um sína tíma og þá einkum á eigin verk, sem hann eins og fyrr segir gjaman fyrirkom jafnóðum, uppfylltu þau ekki kröfur hans. Og þetta voru óvægar kröfur manns sem setti markið hátt og lét sér ekki detta í hug að slá af þeim til að þóknast öðrum og síst af öllu markaðnum. Þær myndir, sem blasa við í kjall- arasölum Norræna hússins bera og miklum myndrænum aga vitni — hann er aðal þeirra og slíkum ár- angri verður einungis náð við þrot- lausa þjálfun og „baráttu upp á líf og dauða til þess að ná því innsta í lífínu", eins og hann orðaði það Jón Stefánsson sjálfur við mig og bætti svo við: „Allt hið ytra er einskis virði.“ Málverkin bera og vitni þeim skýr- leika og þeirri rökvísi, sem voru einkenni listar hans alla tíð. Og þegar maður hefur skoðað þessa sýningu, sem hefur haft svo fíma- sterk áhrif á marga þá, sem hafa séð hana, fer ekki hjá því, að mað- ur hugleiði margt. Upp í hugann koma ekki einungis ýmsir síð- impressjónistar eins og t.d. áhrifa- valdurinn Cézanne, heldur einnig ýmsir byggingarmeistarar mynd- flatarins (konstmktívistar), sem unnu í óhlutlægu myndmáli. Þetta að byggja upp myndheildir er nefnilega allflókið fyrirbæri, hvernig svo sem unnið er úr mjmd- efninu, þótt grundvallarlögmálin séu jafn einföld og fmmformin, sem allt byggist á, em fá. Og það krefst mikillar þjálfunar að ná valdi á hvom tveggja, þannig að lögmálin verði sem samgróin þeim, sem á pentskúfnum heldur, og er einnig sérgáfa í ríkum mæli. Enginn skyldi t.d.halda, að Césanne hafí staðið með mælistokk og reglu- stiku fyrir framan dúka sína, þegar hann skóp höfuðverk sín, heldur málaði hann samkvæmt tilfinningu sinni fyrir lögmálum myndbygging- arinnar. Og er Jón var eitt sinn að lýsa fyrir mér lögmálum gullna sniðsins, þá varð hann hugsi, leit út í bláinn, pírði spekingslega augun og sagði svo: „Það er þetta eitthvað þrír á móti fímm,“ og hann krotaði þetta á blað til áherslu, en var bara ekki alveg viss, þótt hann kynni þetta allt sjálfsagt utanbókar, er hann stóð fyrir framan málaratrön- umar. Sá er kann að lesa í myndir, hann hrífst af snilldarlegri bygg- ingu verka gömlu meistaranna ekki síður en í óhlutlægu málverki, enda var-hér Þorvaldur Skúlason með á nótunum, hvað myndir Jóns Stef- ánssonar áhrærði. Og nú á dögum erum við blessunarlega ekki í þeirri aðstöðu að verða að gera upp á milli mynda eftir stílbrögðum þeirra og hlutlægir og óhlutlægir málarar steyta ekki hnefunum hvorir gegn öðrum á sama hátt og í gamla daga, þótt enn sé það algengt, að menn þykist koma fram með hið eina rétta og allt annað sé þar með úrelt. Francis Pivcabia og Jean Hélion eru og ekki lengur svikarar og lodd- arar, þótt þeir hafi málað fígúratívt og abstrakt á víxl eins og að drekka vatn. Þannig breytast tímamir. Jón var sér vel meðvitandi um alla þessa hluti og fylgdist enda vel með og var jafnvel duglegri við að skoða sýningar óhlutlægra málara frá París á sýningum í Höfn en margur áhangandi viðhorfanna. Og eitt sinn hneykslaðist hann á því við mig, að sýning á miklum nú- tímalistamönnum svo sem Herbin, Manessirer, Deyrolle, Dewasne o.fl. hafí farið framhjá þekktum ab- straktlistamönnum. Og við mig sagði hann eitt sinn af öðru tilefni: „Það sem gerir mig efasaman viðvíkjandi abstrakt eða nonfigurativri list er, að flestir skapa þetta kontrollaust út frá sinni estetísku kennd og með öllum mögulegum intellektúölum spekúla- sjónum — þó við þeir natúralistísku séum ekki betri — þá styðjumst við þó við eitthvað séð og upplifað, sem er kontrolleret, og það hygg ég að sé farsælla, því að þegar sá stóri andi f æðist þá er til staðfastari trad- ition í slíkri vinnu en í hálfgerðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.