Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Flatey: Bindum vonir við nýjan flóabát - segja hjónin Aðalheiður Sigurðardóttir og Guðmundur Lárusson FLATEY á Breiðafirði er einn þeirra staða á landinu sem nýtur sívaxandi vinsælda ferðamanna. Flóabáturinn Baldur kemur dag- lega við í eynni yfir sumarmánuð- ina á leið sinni milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Eyjaferðir í Stykkishóimi flytja einnig fólk úti Flatey og fara í skoðunarferðir um eyjamar f kring. Guðmundur Lámsson, framkvæmdastjóri Baldurs sagði að straumur ferða- manna yfir Breiðafjörð ætti vænt- anlega eftir að aukast þegar nýr flóabátur verður tekinn f notkun á næsta ári. í sama streng tók eiginkona hans Aðalheiður S. Sig- urðardóttir, en hún rekur veit- ingahúsið Vog f Flatey yfir sumar- mánuðina. Veitingahúsið Vogur tók til starfa í Flatey árið 1974 í gamla prests- húsinu við Grýtuvog og hefur verið rekið af sömu aðilum sl. 12 ár, að sögn Aðalheiðar. „Við erum tvær sem skiptumst á um að annast rekst- urinn eða fáum utanaðkomandi aðila til að sjá um hann fyrir okkur," sagði hún. En hvemig gengur rekstur veit- ingahúss úti í eyju þar sem engin er bílaumferðin? „Það fer alveg eftir veðri og er eiginlega alveg á mörkun- um að það borgi sig að reka staðinn. Oft er mjög lítið að gera, en stundum koma hingað stórir hópar. Við reyn- um því að miða reksturinn við það og bjóðum upp á veitingar sem mið- ast við að geta sinnt sem flestum á sem skemmstum tíma. Við erum með kaffi, smurbrauð, skyndibita og gos- drykki, svipað og er í sjoppum úti við þjóðvegina. Eg byijaði líka með sveftipoka pláss í risinu í vor, en er lítið farin að kynna það ennþá." Þú er samt ekkert að gefast upp á rekstrinum? „Nei, alls ekki. Breiðafjarðareyj- amar, og þar með talin Flatey er vaxandi ferðamannastaður. Og það verður algjör bylting þar á þegar við fáum nýjan Baldur. Það kemur alveg til greina að hefja samstarf við ferða- skrifstofu sem væri með ferðir á Snæfellsnes og siglingar með Baldri yfir á Barðaströnd með lengir eða skemmri viðkomu hér. Það væri þá hægt að stíla meira upp á að fá er- lenda ferðamenn, en íslendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem hing- að koma.“ Guðmundur Lárusson, eiginmaður Aðalheiðar og framkvæmdastjóri Flóabátsins Baldurs var staddur í Vogi þegar Morgunblaðsmenn voru þar á ferð. Hann var því gripinn og spurður nánar um nýja bátinn sem eiginkona hans minntist á. „Það er verið að smíða nýjan bát sem á að vera tilbúinn í apríl á næsta ári. Hann kemur til með að vera miklu afkastameiri en báturinn sem nú er í ferðum héma á milli og algjör bylt- ing í samgöngum við Vestfirði. í fyrsta lagi verður hann mikið fljótari í förum og við getum farið tvær ferð- ir á dag í stað einnar nú. Það býður upp á ýmsa möguleika sem ekki hafa verið fyrir hendi áður. Segjum til dæmis að einhver komi á bíl og ætli frá Stykkishólmi yfir á Btjáns- læk, en bíllinn komist ekki með, þá getur fólk farið með bátnum og stoppað í Flatey. Við tækjum svo bílinn með í næstu ferð frá Hólminum og fólkið tekur næstu ferð frá Flatey til Bijánslækjar." Þú talar um byltingu í sam- göngum? „Já, eins og menn vita eru sam- göngur við Vestfirði mjög slæmar. Nýi báturinn er sniðinn að þeim kröf- Vandinn mikli Fyrsta grein eftír dr. Benjamín H. J. Eiríksson Gamalkunn atburðarás hefir end- urtekið sig rétt einu sinni: Lítt heft vald launþegasamtakanna, fyrst og fremst verkalýðsfélaganna, hefir verið notað í áhrifamikla herferð gegn þjóðinni, atvinnuvegunum, hugsunarhætti og menningu. Grundvallaratriði í sjálfstæði henn- ar virðist vera að gefa sig. Á tíma- bilinu frá fyrsta ársijórðungi 1986 til flórða ársfjórðungs 1987 var kaupgjaldið keyrt upp í stöðugu höfrungahlaupi, um hvorki meira né minna en 106% í dollurum. Ég hefi þetta eftir blöðunum. Kaupgjaldið hefír miskunnar- laust verið keyrt upp og verðlagið aldrei fengið tíma né tækifæri til að laga sig eftir kaupgjaldi og fram- leislukostnaði. Og hafi stefnt í eitt- hvað slíkt á undanfömum árum, þá hafa launþegasamtökin óðar far- ið aftur á stað með enn nýjar kröfur. Kaupgjaldsbaráttunni hér á landi er bezt lýst sem höfrungahlaupi. Leikurinn er þannig að sá fyrsti stillir sér upp og beygir sig áfram. Annar tekur tilhlaup og stekkur yfir bakið á honum, einnig þriðji og ijórði, og svo framvegis. Þá er röðin komin að hinum fyrsta. Nú stekkur hann yfir hina, síðan sá næsti og svo framvegis. Þannig beret leikurinn um víðan völl. í kaupgjaldsbaráttunni er þetta þannig, að einn fer af stað, 5%, oftast meira, langtum meira. Þetta sjá hinir; ef þessi hópur getur farið fram úr okkur um 5%, þá getum við eins farið fram úr honum um 5%! Fyrir atvinnurekandann verður niðurstaðan 10%. Hinn fyrsti kann að sjálfsögðu einnig leikreglumar. Nú þarf hann að ná fimm prósent- unum sínum að nýju, það er að segja, hann þarf viðbótar hækkun um 10%. Nú endumýjast vandinn hjá hinum, því að sami ormur ágimdar og öfundar nagar báða. Og svona gengur þetta koll af kolli. Alit þjóðfélagið, allt þjóðlífið undir- leggst verðbólgunni, sem af þessu hlýzt og óreiðu hennar, og hinu rotna hugarfari sem hún skapar. Lýðskrumarar og lygarar, þeir sem sífellt brýna launþegana til óheilla- verka, verðbólguberserkimir, eru nöðrur sem naga lífsmeið þjóðarinn- ar. Ég hefi skrifað nokkrum sinnum áður um verðbólguna, ítarlegast í bók minni Ég Er, bls. 40—60. Aðeins grunnhyggnum manni manni gæti dottið í hug að atvinnu- vegimir fái risið undir þróun kaup- gjaldsins eins og hún hefir verið undanfarið. Tvær minniháttar gengislækkanir hafa ekki breytt miklu. Hvað er það sem gerist við svona óheillaþróun? Fyrirtækin fara brátt að tapa á rekstrinum, fyrst og fremst þau sem framleiða afurð- ir til útflutnings. Reynt er að halda í horfinu með atvinnureksturinn með lántökum. Smám saman þrengist svo um lánsfé, að úr verð- ur vandræðaástand. Vextir hækka að sjálfsögðu. Það myndast það sem nú er farið að kalla „peninga- kreppu". Áður hefir verið venjan að tala um lánsfjárskort eða láns- fjárkreppu. Tilgangurinn með þessu annars innihaldslitla orði „peninga- kreppa" virðist sá, að koma því inn hjá mönnum, að á ferðinni sé ein- hver sérstök tegund af kreppu, sem leyst verði með meira lánsfé. Ég skal senn benda á það, hvaðan þessi hugmynd muni runnin. En ég vil áð lesandinn skilji, að þessi láns- fjárskortur er ekkert sjálfstætt fyr- irbrigði, aðeins ein af hinum vondu hliðum taprekstrarins. Vandamálið er tapreksturinn. Lánsfjárskortur- inn er aðeins afleiðing hans. Þess vegna eiga gagnráðstafanir að mið- ast við hann. Þegar fyrirtækin ga.nga með hagnaði breytist láns- fjárskorturinn. Tapreksturinn, af hveiju stafar hann? Ég hefi þegar svarað því. Hann stafar af allt of háu kaup- gjaldi, kaupgjaldi sem er allt of hátt miðað við söluverðmæti fram- leiðslunnar. Og ofan á vandræðin, sem fyrir eru, bætist það nú upp á síðkastið, að mikið verðfall hefir orðið á þýðingarmiklum útflutn- ingsafurðum. I augnablikinu þegir þetta sefa- sjúka fólk sem fyllt hefir dálka S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI. Austurbrún 4 - Reykjavík Vorum að fá í einkasölu 2ja herb. íbúð í þessu vinsæla húsi. Verð 3,8 millj. dagblaðanna undanfama mánuði með fáránlegum kröfum um hærri laun. ísland er sagt láglaunasvæði, eða að þangað eigi að þoka launþeg- unum, niður á eitthvert láglauna- svæði. Þessum boðskap hefir Þjóð- viljinn haldið að launþegunum árum saman. Tölur sýna samt, að fyrir seinustu kauphækkunarhrinuna voru greidd hér einhver hæstu vinnulaun í heimi. Og nú alveg nýlega var sagt frá landi, þar sem meðalárstekjur væru 9.000 krónur. Þetta þýðir að lægstu vinnulaun hér samkvæmt töxtum eru fimmtíu sinnum hærri en framangreindar tekjur. Skrif þessa fólks, sem ég gat um, minna á ekkert meir en rugl í geðbiluðum manneskjum, sem skilja ekkert ástand mála, hvorki hér á landi né annars staðar á jarð- kringlunni. Vandræðin nú stafa af alltof háum vinnulaunum. Af þessu stafar tapreksturinn. Af taprekstrinum stafar svo lánsfjárskorturinn, af lánsíjárskortinum hinir háu raun- vextir. En eru raunvextimir raunveru- lega háir, þegar miðað er við önnur lönd? Svo segja sumir háværir stjómmálaforingjar. í Bandaríkjun- um er prime rate, en það eru vext- ir til traustra fyrirtækja, 9,5%. Millibankavextir munu vera um 8,5%. Hér á landi er langt frá því að ríki nokkurt jafnvægisástand. Verðbólguberserkimir þyldu ekki slíkt ástand stundinni lengur. Það er því tilgangslaust að heimta vexti sem myndu hæfilegir í eðlilegu ástandi. Rétt í þessu er verið að segja frá því að raunvextir af sum- um sparisjóðsbókum séu neikvæðir um_ 10%. Ég hefi bent á samhengi hér að framan, samhengi sem ætti að vera augljóst þeim sem um þessi mál fjalla, en virðist ekki vera það: Of há vinnulaun valda taprekstri, tap- reksturinn lánsfjárskorti, hann síðan háum vöxtum. Ég hlýt að bæta við; og skuldasöfnun erlendis. Þá kemur spuming ef spumingu skyldi kalla: Af hveiju stafa of há vinnulaun? Því hefi ég einnig þegar svarað. Þau stafa af hömluleysi launþegasamtakanna í skjóli vinnu- löggjafarinnar og svo hins veika ríkisvalds, en án sterkara ríkisvalds em samtök atvinnurekendanna máttlltil. Vinnulöggjöfin hefir gert verkalýðsfélögin að ófreskju, sem ógnar atvinnulífi þjóðarinnar, og veldur viðvarandi, langvinnu jafn- vægisleysi á flestum sviðum þjóðlífsins. En hún hótar fleiru, því að skuldasöfnunin erlendis er ekki hvað minnst hennar verk, og sú skuldasöfnun stefnir að því að verða hótun við framtíð þjóðarinnar. Hún hefír nú þegar eyðilagt myntfótinn, þannig að hann er orðinn aðeins hálfur vesalingur. Og uppi em kröf- ur um það að þjóðin gefist upp við Dr. Benjamín H.J. Eiríksson „Ég endurtek: Frá fyrsta ársfjórðungi 1986 til fjórða ársfjórð- ungs 1987, það er að segja á skemmri tíma en tveimur árum, hækkaði kaupgjaldið í landinu um 106% í doll- urum. Hvernig í ósköp- unum á framleiðand- inn, nei, allur atvinnu- rekstur í landinu að greiða tvöföld laun í dollurum?“ það að hafa sjálfstæðan myntfót. Víglundur Þorsteinsson segir eft- ir Félagi íslenskra iðnrekenda, að eina lausnin fyrir fyrirtækin í út- flutnings- og samkeppnisgreinun- um sé „að komast út úr hinu íslenzka peningakerfi". (Mbl. 3.8.) Ég lofaði víst hér að framan að segja meira um „peningakrepp- una“. SÍS er fínt og voldugt fyrir- tæki. Þá má helzt ekki heyrast að það búi við lánsfjárskort. En það geta allir skilið, að SÍS geti átt erfitt eins og aðrir í ástandi sem menn þar vilja kalla „peninga- kreppu“, og ég mun síðar víkja að. Til þess að lækna hið sjúka ástand nú er hin rétta aðferð því ekki sú, að ráðast gegn þessari uppfinningu viðkvæmra manna, sem kallast „peningakreppa", held- ur að ráðast gegn taprekstrinum. En þótt honum væri létt af atvinnu- vegunum situr meinsemdin sjálf eftir; yfirgangur verkalýðsfélag- anna, óhæf vinnumálalöggjöf. Áður en ég held lengra vík ég að taprekstrinum sem alls staðar blasir við. Andvirði afurðanna hrekkur ekki til að greiða fram- leiðslukostnaðinn. Hvers vegna? Vegna þess að atvinnurekendur hafa ekki afl til þess að standa gegn þeim þrýstingi, sem sífellt lækkar kostnaðinn. Sá kostnaður er í fæstum orðum sagt: Vinnulaun- in. Launþegar taka nú til sín ailt upp í 73% af andvirði framleiddra afurða. Hæfilegt væri 60 til 63%. Eins og nú er ástatt, þá er minna en ekkert eftir til endurnýjunar og framfara hjá fyrirtækjunum. Sum hafa þegar lokað, önnur eru á leið- inni. En nú er það einmitt endumýjun og nýjungar í tækni og skipulagn- ingu sem aukin framleiðni og raun- veralega hærri laun byggjast á. Laun með hærri kaupmátt byggjast á framföram í tækni, skipulagningu og verkmenntun. Uppskrúfuðum peningalaunum nú má best líkja við spellvirki, sem hefnir sín í framtíð- inni. Vilji launþegasamtökin fá að ráða kaupgjaldinu, þá verða þau að sætta sig við það, að verðlagið lagi sig eftir því að kaupgjaldið er framleiðslukostnaðurinn. Fram- leiðslukostnaðurinn ræður verðlag- inu, er uppistaðan í verðlaginu ýmist beint eða óbeint. Hann ræður því óbeint með því að ráða verðlagi innfluttu vörunnar. Það verðlag ákveðst af genginu, en gengið af framleiðslukostnaði útfluttu vö- rannar, en hann er kaupgjaldið beint og óbeint. Kaupgjaldið ákveð- ur því gengið fyrr eða síðar. í eðli sínu era hinar duttlungafullu kaup- hækkanir ekkert annað en gengis- lækkanir. Þetta blasir nú við augum allra. Ég endurtek: Frá fyrsta ársfjórð- ungi 1986 til fjórða ársfjórðungs 1987, það er að segja á skemmri tíma en tveimur áram, hækkaði kaupgjaldið í landinu um 106% í doUurnm. Hvemig í ósköpunum á framleiðandinn, nei, allur atvinnu- rekstur í landinu að greiða tvöföld laun í dollurum? Þetta líkist engu meir en framferði geðveikra manna. Hvað er orðið af hegðun heiðar- legra og skynsamra manna? Era þeir engir til? Eða ráða þeir engu fyrir uppeldi kommanna, skrílnum? Vinnumálalöggjöfin Alþýðuflokkurinn, fyrst og fremst þeir Stefán Jóhann Stefáns- son og Guðmundur í. Guðmunds- son, sömdu vinnumálalöggjöfina í byijun styijaldarinnar, það er fyrir hálfri öld. Óöld ríkti I verkalýðs- hreyfíngunni og í kaupdeilum. Éng- ar reglur giltu, en kommamir réðu ferðinni. Hugsun þeirra Stefáns Jóhanns var að koma á einhverri reglu og betri skipan mála. En með henni fékk launþegahreyfingin þau völd sem gerðu henni kleift að lyfta verðbólgunni til öndvegis í lífi þjóð- arinnar. Það vantaði allt mótvægi af hálfu atvinnurekenda og, eins og kom á daginn, af hálfu hins unga ríkisvalds. Við þessi miklu völd verkalýðshreyfingarinnar ræð- ur enginn, hvorki atvinnurekendur, ríkisstjóm né Alþingi. Þetta var áreiðanlega ekki tilgangur foringja Alþýðuflokksins, enda fengu þeir takmarkað þakklæti fyrir verk sitt. Rógurinn hefir elt Stefán Jóhann í gröfina, þótt páfinn hafi gert hon- um betri skil. Hvers vegna fór þetta svona? Vegna þess að þessi löggjöf varð að vopni í hendi manna sem „varð- aði ekki um þjóðarhag," komm- anna, sem enn era að verki með þjóðinni. Hvað sagði ekki Brynjólf- ur, eftir að hafa barist gegn löggjöf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.