Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 21

Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 21 Eru þeir að fá 'ann Tekur illa í Norðurá. „Laxinn tekur afar illa, en menn eru þó sammála um að það er nóg af honum í ánni,“ sagði Ari kokkur í Norðurá í samtali í gærdag. Um 1200 laxar voru þá komnir á land úr ánni, minni veiði en efni hafa staðið til, því mikill lax er í ánni og vatnið gott síðan að það rigndi í hana rækilega í síðustu viku. Að sögn Ara hafa 2000 laxar gengið um teljarann í Laxfossi og 800 upp úr Glanna, en þar fer alltaf talsvert af laxi fram hjá teljaranum, sérstaklega þegar vatnsmagn er lítið. Síðasti hópur náði aðeins 25 löx- um, þar af veiddi sami veiðimað- urinn, Stefán Á Magnússon 8 laxa, eða svoaðsegja þriðjunginn. Atvik sem henti hann lýsir annar- legu ástandinu í Norðurá. Stefán setti á skömmum tíma í 8 flugu- laxa í Skarðshamrafljóti, en missti 7 þejrra eftir lengri eða skemmri glímur. Náði aðeins einum. Svo grannt tók laxinn. En þessi eini sem náðist var svo kirfilega fastur á önglinum að það þurfti að skera hann burt. Stefán náði m. a. 16 punda laxi í Myrkhyl og er það stærsti laxinn sem veiðst hefur í ánni svo vikum skiptir. Nú stytt- ist til loka tímabilsins í Norðurá, aðeins er veitt út mánuðinn. Eitt- hvað mun vera til af veiðileyfum á næstu dögum. Líf legt í Laxá í Leirársveit. „Það hefur verið lífleg veiði í Laxá í Leirársveit síðustu daga, ég var til dæmis í ánni á þriðju- dag og þá veiddust 39 laxar á 6 stangir, allir á flugu. En það verð- ur að segjast eins og er, að laxinn tekur afar grannt og margir sleppa," sagði Haukur Garðarsson fyrrum veiðivörður í Laxá í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Hauks er meginveiðin í efri hluta árinnar, en lítið eftir af físki fyrir neðan Laxfoss. Mið- fellsfljótið sé „gullkista" sem oft endranær. Laxamir eru orðnir hátt í 1400 talsins sem dáið hafa drottni sínum við Laxá í sumar og er sýnt að veiðin í sumar verð- ur að minnsta kosti jafn mikil og 1986 er sumaraflinn var 1600 laxar og þótti feiknagóður. Met- veiðin var aftur 1978, en þá veidd- ust um 2200 laxar. Hæpið að það náist, en aldrei að segja aldrei. Uppistaðan í aflanum í Laxá er sem fyrr í sumar 4 til 6 punda lax. Eitthvað að í Hlíðarvatni? Veiði ku hafa verið óvenjulega dauf í hinu annars frábæra sil- ungsveiðivatni Hlíðarvatni það sem af er í sumar. Bæði hefur lítið veiðst og það sem komið hef- ur inn hefur að stórum hluta ver- ið smáfískur, hreinustu kóð, segja ýmsir sem bleytt hafa færi í vatn- inu í sumar. Einn tíðindamaður blaðsins átti nýlega dag í vatninu og fór sjálfur vegna þess að eng- inn vildi kaupa af honum daginn. Nú hefur það reyndar komið fyrir ýmsa í sumar að afla ágætlega í vatninu því sjaldan er veiðin svo ill að það berist ekki einhver afli á land. En í heild séð er að heyra að veiðin hafí verið óvenjulega dræm í sumar. Allt við það sama í Kjósinni. „Þetta er enn í fullum gangi hjá . okkur, göngur á hveijum degi og áin full af físki. í fyrradag veidd- ust t. d. 18 fiskar á neðsta svæð- inu, allt grálúsugir laxar. Þá er vatnið sannkallað kjörvatn og fískur genginn úr Þórufossi niður í Þrengslin. Þau eru loðin af laxi, ég fékk 44 laxa þar fyrir stuttu," sagði Ámi Baldursson einn leigu- taka Laxár í Kjós í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Nýtt aflamet hefur þegar verið sett í ánni, metið var 2350 laxar en þegar eru komnir 2700 laxar. Ámi sagði að annálaðir aflamenn væru nú að he§a 3 daga holl í ánni með maðkinn að vopni og sagði hann ekki fráleitt að, ætla að 400 laxar myndu bætast á síður veiðibókarinna þegar upp væri staðið. „Ég er viss um að áin gefur 3500 laxa í sumar og það met verður sennilega aldrei slegið," sagði Árni að lokum. m- Hættuleg gatnamót MorRunblaðið/Júlíus Gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka, þar sem 14 vegfarendur hafa slasast og einn látist á yfirstandandi ári. Flest hafa slysin orðið með þeim hætti að bifreið sem er ekið vestur Vestur- landsveg og beygt til suðurs Höfðabakka, eins og Suzuki jeppinn fyrir miðri mynd bíður eftir færi á að gera, lendir í veg fyrir bifreið sem kemur eftir akrein lengst til hægri á leið austur Vesturlandsveg. Ökumenn bílanna hafa ýmist borið að þeir hafi haldið að rautt ljós logaði fyrir umferð austur enda bílar kyrrstæðir á tveimur akreinum lengst til vinstri sem bíða eftir að sérstök beygjuljós fyrir umferð norður Höfðabakka kvikni, eða að þeir hafi ekki séð nægilega vel yfir gatnamótin vegna bíla á vinstri akreinunum. HÉR Á landi eru nú staddir fjór- ir Norðmenn sem ætla að feta í fótspor Fridtjofs Nansens og ferðast á skíðum yfir Græn- landsjökul frá austri til vesturs. Liðin eru 100 ár síðan Nansen fór þessa leið en hann lagði af stað 15. ágúst eins og Norð- mennirnir hyggjast gera. Út- búnaður ferðamannanna verður mjög likur þeim búnaði sem Nansen fór með fyrir hundrað árum síðan. Norsku leiðangursmennimir eru þeir: Stein Aasheim, blaðamaður, Nils Hagen, kennari, Odd Eliassen, húsasmiður og Jo Toftdahl, tré- smiður og eru þeir á aldrinum 32—44 ára. Þeir eru allir vanir skíða- og fjallamenn. Héðan fljúga Norðmennimir með Flugleiðum til Kulusuk, þaðan sem þeir halda til Angmagssalik, err þann 15. ágúst hefst leiðangurinn frá Umivik og yfír jökulinn. Ferðin er 600 kíló- metra löng og liggur hæst í 2.800 metra hæð. Henni lýkur í Godt- haab. Tilgangur ferðarinnar er að sögn Stein Aasheim að feta í fót- spor Nansens og einnig að reyna að komast að því hvemig aðstæður til slíkra ferða voru áður fyrr. Út- búnaður þeirra verður mjög líkur búnaði Nansens þannig að þeir munu fínna muninn á þeim búnaði sem þeir eru vanir og þeim sem notaður var fyrir 100 ámm. Upp- lýsingar um búnað Nansens fengu leiðangursmenn í bók sem hann skrifaði um för sína yfir Grænland- sjökul er. þar lýsti hann skíðunum til dæmis mjög nákvæmlega. Öðm lýsti hann ekki og í þeim tilvikum var búnaður hafður svipaður því sem þekktist rétt fyrir aldamótin. Gengið erf iðlega að útvega húnaðinn Leiðangursmenn hafa verið tvö ár að undirbúa ferðina. Mjög erfíð- lega gekk að fínna einhvem sem gæti útbúið það sem til þurfti. Lappnesk kona í Norður-Noregi bjó stóran hluta búnaðarins til. Skíðin em úr tré og mun þyngri en nútímaskíði. Bindingamar em gerðar úr leðri og em mun lausari á fæti en nú tíðkast. Að sögn Nils Hagen er erfítt að beygja á skíðun- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Norsku fjórmenningarnir með skíði og svefnpoka af svipaðri gerð og tíðkaðist fyrir hundrað árum. Talið frá vinstri: Stein Aasheim, Odd Eliassen, Jo Toftdahl og Nils Hagen. um en annars er svipað að skíða á þeim og á þungum gönguskíðum. Skíðastafímir em mjög langir og ísexi efst á skaftinu. Svefnpokar, vettlingar og skór em úr hreindýraskinni. Skómir em fóðraðir með heyi. Svefnpokinn er mjög þungur eða 7 kg. í ferð Nan- sens vom sex manns og hafði hann 2 þriggja-manna svefnpoka með sér. Stein Aasheim sagði þá fjór- menningana hafa rætt mikið um svefnpokafjöldann. Sú málamiðl- unarleið hefði verið farin að taka tvo einsmanns poka og einn tveggjamanna poka með í leiðang- urinn. Ólystug blanda fitu og kjöts aðalfæðan Þeir félagar em staðráðnir í því að hafa ferðina sem líkasta því sem hún var hjá Nansen fyrir hundrað ámm. Maturinn verður eftir því. Aðaluppistaða fæðu þeirra verður blanda af þurrkuðu kjöti og fitu. „Þetta bragðast mjög illa en verð- ur samt sem áður í kvöldmat hjá okkur á hveiju kvöldi. Til tilbreyt- ingar má sjóða úr þessu súpu," sagði Nils Hagen. Hann sagði að einnig yrði súkkulaðihúðað kjöt á matseðlinum. Helstu drykkjarföng yrðu te og heitt súkkulaði. Leiðangurinn er styrktur af ýmsum norskum félögum á sviði visinda og má þar nefna Norska jarðfræðifélagið og Félag norskra jöklafræðinga. Að sögn leiðangurs- manna er áhugi á ferðinni mikill í Noregi. Nansen var 42 daga á leiðinni yfír Grænlandsjökul. Aðspurðir sögðust fjórmenningamir ekki vita hversu lengi þeir yrðu en hafa með sér mat sem duga á í 50 daga. Farangur sinn draga þeir á sleðum. Töldu þeir að hann yrði um 120 kg á mann í upphafi. Ráðgert er að hver þeirra borði um 1 kg á dag þannig eftir því sem líður á ferðina léttist byrðin. Fyrri hluti leiðangursins verður einnig erfíð- ari. Sá áfangi er upp í móti og einnig verður mótvindur vegna þess að vindur blæs af jöklinum og til strandar. Eina undantekningin fjarskiptatæki Með í förinni verður þó eitt nú- tímatæki, lítið fjarskiptatæki þar sem dönsk yfirvöld leyfa ekki að farið sé yfir jökulinn án einhvers slíks. „Við vonumst til þess að ná sambandi við íslenska flugmenn á flugleiðinni frá Keflavík til New York,“ sagði Stein Aasheim. Leiðangursmenn hyggjast koma sömu leið heim og dveljast þá ef til vill stuttan tíma á íslandi. Ok AROUND ICEIAND M A&HMfól. N\»> KIM.HOV1W tbtWJWNI ISIXVMX • KVVxWIMAVál , , .v.ÁMð'■HHX«»» MANDlA . , <.8Ó « DM.VNDV -Tt-Tfr.f'.y ». ,>■»■>' Forsíða bókar frá Iceland Revi- ew um þjóðveg númer eitt. Hringvegnr- inn í mynd- um og máli BÓK með ljósmyndum, sem tekn- ar voru við þjóðveg númer eitt, og texta á tólf tungumálum er komin út hjá Iceland Review. Bókin ber enska heitið „Route one - Around Iceland" og eru í henni eru 32 ljósmyndir sem Páll Stefánsson hefur tekið. í bókinni er kort af íslandi og inn á það eru merktir þeir staðir sem myndimar eru frá. Texti bókar- innar, sem er stutt lýsing á ferð í kringum landið, er á ensku, frönsku, þýsku, dönsku, norsku, sænsku, fínnsku, hollensku, ítölsku, spænsku, arabísku og japönsku. Kvísker eru • • í Oræfum í frétt um rigningu á Kvískerj- um, sem birtist í blaðinu í gær er bærinn sagður í Suðursveit en það er ekki rétt hann er í Öræfum. Fetað í fótspor Nansens yfir Grænlandsjökul

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.