Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 múður! Þetta skeyti er auðvitað ætlað þeim sem eru á móti er- lendri stóriðju, sérstaklega and- stæðingum álvers við Eyjafjörð, sem Morgunblaðið telur að hafi fælt kanadíska auðhringinn Alcan frá 1984. Það verður ekki sagt að iðnaðar- ráðherrann og málgagn hans skorti húmor þegar réttar eru dús- ur að þeim nöfnunum Halldóri Blöndal og Halldóri Ásgrímssyni. Áróðurinn gegn virkjun á Austurlandi Svo mikið er kapp Morgunblaðs- ins í stuðningi við Straumsvíkur- stefnu iðnaðarráðherra og virkjan- ir suðvestanlands, að því er slegið upp í sérstakri fréttaskýringu 21. júlí sl. að „Fljótsdalsvirkjun yrði þrefalt dýrari en hagkvæmasti kosturinn“, og er Landsvirkjun borin fyrir þeirri niðurstöðu. Síðan segir í fréttaskýringunni: „Miðað við verksmiðju af þeirri stærð sem rætt er um við Straumsvík er virkj- unin hins vegar óhagkvæm hvar sem álbræðslan yrði á landinu." Engin leið er að átta sig á forsend- um höfundar fyrir þessum fullyrð- ingum, en það er varla tilviljun að grein þessi er birt sama daginn og Morgunblaðið flytur viðtöl við fjóra óánægða Austfírðinga. Vert er að minna á, að álver með um 100 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári, sem rætt er um að heíji framleiðslu 1992, er aðeins fyrri áfangi í 200 þúsund tonna álveri, sem boðað er að gæti orðið fullbúið 1996. Reynt er þessa stundina að hafa ekki hátt um þau áform en setja þess í stað á svið hugmyndir um þriðja álverið handa landsbyggðinni til að bítast um. Það er hins vegar dagljóst, að eft- ir að komið verður 100 þúsund tonna nýtt álver í Straumsvík koma sömu hagsmunaöflin og krefjast þar stækkunar af hagkvæmniá- stæðum og áframhaldandi virkjana suðvestanlands í þágu þeirrar iðju. Sjávanitvegur í fjárhags- svelti Áformin um nýtt risaálver í Straumsvík eru slíkt kjaftshögg framan í landsbyggðina að með fádæmum verður að telja að menn sem kjömir eru á þing úr lands- byggðarkjördæmum ætli að styðja ákvarðanir þar að lútandi. Hvarvetna blasa við verkefni til að renna stoðum undir byggð í landinu og ná um leið fram þjóð- hagslega arðbærum markmiðum. Nægir þar að minna á þörfína á samgöngubótum, ekki síst með jarðgangagerð á Vestfjörðum og Austurlandi. Þá er fjárhagslegur aðbúnaður sjávarútvegsins að fiskeldi með- töldu með þeim hætti ajf hrópar í himininn. Fjármagn til brýnustu hagræðingar og endurskipulagn- ingar í fiskvinnslufyrirtækjum er skammtað úr hnefa og sérstakur skattur lagður á erlendar lántökur í því skyni. Þegar hins vegar ál- bræðslur útlendinga eiga í hlut er ekki verið að horfa í að skuldsetja þjóðarbúið svo miljarðatugum skiptir og fórna hagkvæmasta hluta vatnsaflsins í þeirra þágu. Með ráðagerðum um stóriðju og stórvirkjanir suðvestanlands er sérstaklega vegið að landsbyggð- inni og það úr tveimur áttum. Með því er verið að margfaldá umsvif á því svæði sem mest hefur fyrir af fólki og fjármagni og þrengt jafnframt að vaxtarmöguleikum þeirra atvinnugreina, sem eru und- irstaða mannlífs allt í kringum iandið og kjölfestan í íslenskum þjóðarbúskap. Höfundur er alþingismaður Al- þýðubandalags fyrir A usturlands■ kjördæmi. Við Selásskóla er verið að ljúka við byggingu nýs áfanga með fjórum sérkennslustofum fyrir mynd og handmennt sem teknar verða i notkun 1. september næstkomandi. Byggingafélagið Doki hf. sér um framkvæmdirnar en áætlaður kostnaður við verkið er um 30 milljónir króna. Morgunblaðið/Sverrir Nýr áfangi við Selásskóla HÖRPU ÞAKVARI LÆTUR EKKI ÍSLENSK VEÐUR Á SIG FÁ •■Á Einstakt veðrunarþol. Ljósþolin litarefni. ^ Auðveldur og léttur í notkun. Fjölbreytt litaval. HAFÐU VARANN Á Með HÖRPU þakvara er fátt sem þakið ekki þolir. HARPA gefur lífinu litl Aðalbanki Landsbankans í Austurstræti 11 og öll útibú í Reykjavík, utan Austurbæjarútibú, hafa fengið ný simanúmer og símkerfi. Upp- lýsingar um nýju símanúmerin er að finna á blaðsíðu 262 í símaskránni. Landsbanki íslands Banki ailra iandsmanna f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.