Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Svalbarðseyri: Sölutregða hjá Víkurplasti NOKKIIÐ hefur hallað undan fæti í rekstri Víkurplasts á Sval- barðseyri síðan um áramót. Hjá fyrirtækinu starfa tveir menn og var það sett á stofn árið 1986 að frumkvæði Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu fiskibakka og filastmatarbakka og plastáhalda yrir sjúkrastofnanir og á Sval- barðseyrarhreppur stærstan hluta þess. Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélagsins, sagði að innflutningur á þessari framleiðslu hefði vaxið ört frá ára- mótum þegar tollalækkanir gengu í gildi. Sú lækkun hefði gert mörg- um innlendum framleiðslufyrir- tækjum erfitt fyrir. „Nauðsynlegt er að gera átak í markaðsmálum fyrirtækisins svo hlutimir geti gengið betur og þurfa heimamenn sjálfir ekki síst að taka á málum. Það þarf ekki mikið til að svona smáfyrirtæki verði gjaldþrota í samkeppni við innflutninginn. Það virðist lítill áhugi hjá stjómvöldum að vemda innlendan iðnað. Hins- vegar er það staðreynd að eiginfjár- staða fyrirtækja er allt of lítil þegar farið er af stað hjá flestum nýlegum fyrirtækjum, en hún þarf að vera mun betri svo þau séu í stakk búin til að mæta áföllum á meðan þau em að vinna sér sess á markaðn- um,“ sagði Sigurður. . Morgunblaðið/Rúnar Þór Ur saltfiskvinnslusal Útg'eröarfélags Akureyringa. Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyrar: Leiðrétting Endar ná ekki lensrur saman Vetma fréttar er birtist á Akur- Vegna fréttar er birtist á Akur- eyrarsíðu sl. miðvikudag um útleigu á svokölluðum þotuskíðum, jet-wet skíðum, vill Sigurgeir Einarsson, formaður siglingaklúbbsins Nökkva, taka fram að klúbburinn -eíinast ekki útleigu á skíðunum fyrir hönd eigenda. Eigendur ann- ast útleiguna sjálfir á Höepners- svæðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 4.200 tonna kvóti eftir fyrir sex togara iílWííi' HOTEL KEA Laugardagskvöld: ÖrvarKristjánsson ogfélagar leika fyrir dansi. Hótel KEA. „ÞAÐ er enginn vafi á að við hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa erum að reka frystihús- ið með tapi. Ég get fullyrt það að endar ná ekki saman hjá fyrirtækinu, eins og sakir standa í dag og ástandið fer frekar versnandi heldur en hitt. Yfirstandandi ár mun koma mjög illa út miðað við árið í fyrra enda tel ég að árið 1987 hafi verið mjög gott hjá okk- ur,“ sagði Gisli Konráðsson framkvæmdastjóri hjá ÚA í samtali við Morgunblaðið. Þess má geta að Útgerðarfélag Ak- ureyringa skilaði á siðasta ári rúmri 131 millj. kr. í hagnað og greiddi starfsfólki 12,5 millj. kr. launauppbót vegna góðrar rekstrarafkomu fyrirtækisins. Gísli sagði að verðlækkunin á Bandaríkjamarkaði, einum aðal- markaði fyrirtækisins, ætti stóran Norrænir iðnráð- gjafar á Akureyri , MOKKA Ogleymanlegur KOSS SPECTRUM HF SÍMI29166 Ráðstefna norrænna iðnráð- gjafa, Idebörs ’88, hefst á Akur- eyri 31. ágúst og stendur til 3. september nk. Meginþema ráð- stefnunnar er „Samstarf fyrir- tækja“ og hefur iðnaðarráðu- neytið haft forgöngu um skipu- lagningu ráðstefnunnar auk Sig- urðar P. Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, og Iðntæknistofn- unar. Fimmtíu manna hópur er vænt- anlegur á ráðstefnuna, fulltrúar iðnþróunarfélaga og iðntæknistofn- ana allra Norðurlandanna. í lok ráðsteftiunnar er ætlunin að fá þekktan norskan fyrirlesara til að flytja opinn fyrirlestur um samstarf fyrirtælga í dreifbýli. „Hann mun ijalla um hagkvæmni í innkaupum, flutningi og sölu svo eitthvað sé nefnt, en samstarf fyrirtækja á milli er svo til óplægður akur hér hjá okkur. Til dæmis munu yfir 20 viðgerðarverkstæði vera til staðar í Akureyrarbæ einum saman. Það hljóta allir að sjá hversu mikil óhag- kvæmni felst í slíku, til dæmis í sambandi við skrifstofuhald og ann- að sem við atvinnurekstur kemur. Það ætti að nýta betur þau fyrir- tæki sem fyrir eru og stofna til dæmis nýja deild innan þeirra fyrir- tælqa sem fyrir eru svo hægt sé að samnýta þá nauðsynlegu hluti sem fylgja rekstri," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Það sem mér finnst mest spenn- andi við þessa ráðstefnu er að sjá hvað hin Norðurlöndin eru að gera á þessu sviði auk þess sem þetta er góður vettvangur fyrir alla full- trúana að afla sér tengsla," sagði Sigurður. hlut í versnandi hag fyrirtækisins. „Ég tel mjög líklegt að meðal- frystihús sé rekið með 12% halla, eins og menn hafa undanfarið haldið fram, en ljóst er þó að sum húsin standa ver og önnur skár. Ég álít að ÚA sé í skárri kantin- um, en þó töluvert undir núllinu. Það er spuming hve lengi er hægt að halda áfram vinnslu, sem rekin er með tapi. Það fer sjálfsagt eft- ir efnahag fyrirtælcjanna og hvort menn sætta sig við að auka enn frekar á skuldasöfnun. Vissulega hafa slæmir tímar komið upp ann- að slagið sem stöndug fyrirtæki hafa þolað í stuttan tíma. Þó svo að starf okkar sé ef til vill ekki metið mikils, álítum við að um sé að ræða grundvallaratvinnuveg þessarar þjóðar og þjóðin lifír ekki ef sjávarútvegurinn verður látinn sigla sinn sjó. Þess vegna hlýtur maður að líta svo á að stjómar- menn þessa lands reyni að sjá til þess að áfram verði hægt að stunda atvinnugreinina hér.“ Gísli sagði að lítið annað væri að gera nema að bíða eftir úrbót- um. „Ég held að skilningur sé á því að hér er mjög alvarlegur vandi á ferðinni. Ljóst er að við þurfum annaðhvort að hækka tekjur okkar eða lækka útgjöldin til þess að endar nái saman. Annaðhvort þarf að lækka fjármagnskostnað eða fjölga þeim krónum, sem við fáum fyrir framleiðsluvömr okkar. Við verðum að fá viðunandi rekstrar- grundvöll." Gísli sagði að ÚA hefði aldrei farið út í gámaútflutning eða sölu í gegnum fiskmarkað, heldur væri það stefna fyrirtækis- ins að halda uppi öflugu atvinn- ulífi í landi. Vissulega myndi við- varandi tap leiða til lokunar frysti- hússins. Líklega kæmi þó lokun þess af sjálfu sér þar sem lítill kvóti væri eftir hjá félaginu. „Við höldum vinnslunni áfram í drep á meðan við eygjum einhveija von um úrbætur." Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri hjá ÚA sagði að aðeins ætti eftir að veiða 4.800 tonn sem skiptust á milli sex tog- ara félagsins. Vilhelm sagði að svo virtist sem miklu erfiðara væri að fá keyptan kvóta nú en nokkru sinni fyrr. „Ég veit ekki um neitt framboð. Okkur hefur yfirleitt tek- ist að útvega okkur aukakvóta þegar Iíða hefur tekið á árið, en nú virðist markaðurinn gjörsam- lega steindauður. Það þýðir þó lítið annað en að vera bjartsýnn," sagði Vilhelm. Veiðiheimild Útgerðarfélags Akureyringa þetta árið var sam- tals 19.200 tonn. Vilhelm sagði að togarar félagsins hefðu aflað vel það sem af væri árinu. Hins- vegar hefði verið reynt að halda togurunum í landi lengur en eðli- legt telst með það að markmiði að spara kvótann. Úthald á skipin hefur verið mun styttra en tíðkast hefur undangengin ár. Byggðastofnun fær húsnæði Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Bjarkarstíg - Helgamagrastræti - Munka- þverárstræti - Brekkugötu - Klapparstíg. Uppl. á afgreiðslu Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri, sfmi 23905. Byggðastofnun hefur fengið húsnæði undir stjórnsýslumið- stöð til bráðabirgða í húsakynn- um Búnaðarbanka íslands á Ak- ureyri. Stofnunin leigir þriðju hæð hússins undir starfsemina og verður hún formlega opnuð í byrjun október. Valtýr Sigurbjarnarson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Ólafsfírði, hefur verið ráðinn forstöðumaður Byggðastofnunar á Akureyri auk þess sem gert er ráð fyrir tveimur starfsmönnum þar. Byggðastofnun mun síðan leigja hluta húsnæðisins til Iðnþróunarfé- lags Akureyrar og til bæjaryfir- valda á Akureyri þar sem ætlunin er að flytja skrifstofu atvinnumála- fulltrúa bæjarins þangað. Einnig mun Reynir Adolfsson ferðamála- Morgunblaðið/Rúnar Þór Útibú Byggðastofnunar á Akureyri verður til húsa á þriðju hæð Búnaðarbanka íslands. fulltrúi Vest-Norden-nefndarinnar fá aðstöðu í húsakynnunum, en nefndin er undimefnd norrænu ráð- herranefndarinnar, sem vinnur að bættum tengslum Grænlands, ís- lands og Færeyja í ferðamálum. i UþfHMK ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins bpstu Opnunartuni nrr7r7Tm U opið um helgar fró kl 11 30 - 03.00 Virkadagafrókl. 11.30-01.00 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.