Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐE) IÞRÓTTIR PÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 KNATTSPYRNA / UNDANURSLIT MJOLKURBIKARKEPPNINNAR Keflavíkur GLEÐI Keflvíkinga var mikil að leikslokum gegn Leiftri í gœr- kvöldi eftir að þeir höfðu tryggt sér rétt til að leika til úrslita í Mjólkurbikarkeppninni, með því að sigra Leiftur 1:0 á Ólafs- firði. Keflvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og réðu lögum og lofum fyrstu mínútumar. Eftir aðeins átta mín. leik skoruðu þeir eina mark leiksins. fíeynir Leiftursmenn Eiriksson reyndu að hreinsa skrifarjrá eftir þvögu inni í Ólafs r i vítateig þeirra en tókst ekki betur til en svo að bolt- inn barst til Grétars Einarssonar, sem var skammt innan vítateigs. Hann var ekkert að tvínóna við hlut- ina heldur skaut fimaföstu skoti í bláhomið, óverjandi fyrir Þorvald Jónsson. Aðeins einni mín. síðar fengu Keflvíkingar gott færi á ný er dæmd var óbein aukaspyrna á Ólafsfirð- inga á vítateig. Ur spymunni var sent til Sigurðar Björgvinssonar, sem skaut ágætu skoti en rétt fram- hjá. Eftir þessa hörðu hríð Keflvík- inga hristu Leiftursmenn af sér sle- nið og á 21. mín. átti Þorsteinn Geirsson — besti maður vallarins að þessu sinni — stungusendingu inn á Hörð Benónýsson, sem komst einn í gegn en Þorsteinn markvörð- ur Bjamason kom út á móti og varði skot Harðar vel. Leiftursmenn höfðu undirtökin það sem eftir lifði hálfleiksins án þess að skapa sér tækifæri, en besti færi hálfleiksins kom á 33. mín. er Sigurður Björgvinsson lék upp að endamörkum og gaf fallega fyrir markið á Gest Gylfason, sem stóð einn og óvaldaður á markteig. Hann hafði nógan tíma, tók boltann niður en skaut yfir. Vomm heppnir að skora svona snemma - sagði Sigurður Björgvinsson, fyrirliði ÍBK Þetta var ekta bikarleikur. Mikil barátta allt fram á síðustu mínútu," sagði Sigurður Björgvinsson, fyrirliði Keflvík- inga, eftir viðureignina á ólafs- firði í gærkvöidi. „Við vorum heppnir að ná að skora svona snemma og halda marki okkar hreinu. Þeir sóttu talsvert á okkur en ég er viss að ef við hefðum verið undir hefðum við sótt jafn mikið,“ sagði Sigurður Björgvins- son og var að vonum kampakátur að leiksiokum. Þorvaldur Jónsson, fyrirliði Leifturs, var að vonum óánægður með úrslitin: „ég er sár og svekkt- ur. Það var blóðugt að tapa þess- um leik eins og hann spilaðist. Við sóttum mun meira og sköpuð- um okkur færi en tókst ekki að skora. Við lögðum okkur alla í þennan leik eins og venjulega — jafnvel örlítið meira en venjulega, en það dugði ekki til. Nú er bara að einbeita sér að því að halda sér í deildinni," sagði Þorvaldur. MorgunblafliÖ/Rúnar Þór Björnsson ÞaA var hart barlst á Ólafsfjarðarvelli í gærkvöldi. Sigurður Björgvinsson, fyrirliði ÍBK, stekkur hér hæst. Guðmundur Sighvatsson félagi hans og Leift- urs-leikmaðurinn Sigurbjöm Jakobsson, eru einnig á myndinni. Farseðillinn í bikarúrslit til Leiftur - ÍBK 0 : 1 Undanúrslitnyólkurbikarkeppninnnar, Ólafsfjarðarvöllur, fimmtudaginn 11. ágúst 1988. Mark ÍBK: Grétar Einarsson (8. mín.) Gult spjald: Sigurður Björgvinsson, ÍBK (45. mín.) Dómari: Sveinn Sveinsson. Línuverðir: Magnús Jónatansson og Þóroddu. H'altalín. Áhorfendur: 486. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Árni J. Stefánsson, Sigurbjörn Jakobsson, Gústaf Ómareson, Halldór Guðmundsson, Steinar Ingimundarson, Lúðvík Bergvinsson, Haf- steinn Jagkosson, Þoreteinn Geirsson, Hörður Benónýsson (Friðgeir Sigurðsson vm. á 68. mín.), Róbert Gunnareson. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Sigurður Björgvinsson, Daniel Einarsson, Guðmundur Sighvatsson, Jóhann Júlíusson, Ámi Vilhjóltnsson, Óti Þór Magnússon, Gestur Gylfason, Ragnar Margeirsson, Einar Ásbjöm Ólafsson, Grétar Einarsson. ÍSLANDSMÓTIÐ 2. DEILD FH - VÍÐIR á Kaplakrikavelli íkvöld kl. 20.00 FH-ingar fjölmennið Handknattleiksfélag Kópavogs Handboltaskóli H.K. líF og Tommahamborgara TOMMA Yfirumsjón með skólanum hefur EinarÞorvarðarson, landsliðsmarkvörður. Á mánudaginn kemur, þann 15.08, hefst í fþróttahúsinu á Digranesi í Kópa- vogi handboltaskóli H.K. Kennd verða undirstöðuatriAi í handknattleik: FariA verAur I leiki, horft á myndbönd og þekktir handknatt- leiksmenn koma í heimsókn. Daglega verAur boAIA upp á ávexti frá Bönunum hf. og Svala frá Sól hf. Þá verA- V” ur uppskeruvelsla í lokin í boAi Tommahamborgara. 7-8-9 ára krakkar verða frá kl. 9.30 til kl. 12 og 10-11 -12-13 ára krakkar verða frá kl. 13.30 til kl. 16 alla virka daga meðan skólinn stendur yfir. Skólinn stendur yfir í þrjár vikur og iýkur föstudaginn 02.09. Skráning fer fram í félagsherbergi H.K. í íþróttahúsinu á Digranesi fimmtudag 11.08, föstudag 12.08, laugardag 13.08 ogsunnudag 14.08 frá kl. 13 til kl. 16. Síminn þar er 46032. Þátttökugjald er kr. 3.500.- en veittur er afsláttur fyrir systkini. Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að læra handknattleik undir handleiðslu góðra þjálfara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.