Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 12.08.1988, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTHR PÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 KNATTSPYRNA / 2.DEILD Heimaleikur dæmd- ur af Siglfirðingum Ástæðan er ósæmileg hegðun áhorfenda á staðnum ÍHémR •FOLK ■ PABLO Morales, heimsmet- hafi í 100 metra flugsundi, varð að bíta í það súra epli að verða þriðji á bandaríska úrtökumótinu í sundi fyrir Ólympíuleikana. Bandaríkjamenn hafa það sem ófrávíkjanlega reglu að einungis tveir þeir fyrstu í hverri grein kom- ast á leikana, og skiptir þá engu máli, hvort þeir, sem á eftir komaj séu heimsmethafar eða ekki. I fyrsta sæti í flugsundinu var Matt Biondi, sem synti 100 metrana á 53.09 sek. og Jay Mortensen varð annar á 53.29 sek. Morales, sem er 22 ára gamall, setti heimsmetið, 52.84, árið 1986. Eftir sundið var hann í miður góðu skapi, og sagði að þetta væri sinn mesti ósigur í íþróttum. Hann á samt enn mögu- leika á því að komast til Seoul með því að lenda í fyrsta eða öðru sæti í 200 metra flugsundi, en sú grein hefur ekki legið eins vel fyrir honum og og 100 metra flugsundið. ■ BIONDI, sá er skaut Mora- les, ref fyrir rass í flugsundinu, var alveg himinlifandi eftir sundið, en einungis er eitt ár síðan hann tók . .til við að æfa flugsund af einhverri ^áfvöru. Sagðist hann fínna mjög til með Morales, en sagði hins vegar að Jay Mortensen hefði synt alveg frábærlega vel. MDAVID Wharton varð annar heymarlausi einstaklingurinn, sem tókst að afreka það að tryggja sér sæti í bandarísku ólympíuliði. Wharton sigraði í 400 metra fjór- sundi á tímanum 4:16.32, sem er besti tíminn sem náðst hefur í ár í þeirri grein. Fyrsti heymarlausi Bandaríkjamaðurínn til að kom- ,'-'kst á Ólympíuleika, var Jeff Flo- at, sem árið 1984 mætti til leiks í Los Angeles. AGANEFND KSÍ hefur úr- skurðað að Knattspyrnufélag Siglufjarðar skuli leika nœsta heimaleik sinn í 2. deild ís- landsmótsins í að minnsta kosti 100 kílómetra fjarlægð frá Siglufirði. Bannið ertil komið vegna ósæmilegrar hegðunar áhorfenda að heimaleikjum KS í sumar og þá einkum leik KS og FH, sem fram fór fyrir viku. Þetta er sams konar bann og 3. deild- arliðið Reynir á Árskógs- strönd fékk á dögunum. Leikur KS og FH fór fram á föstudaginn fyrir viku og voru Siglfirðingar afar óhressir ÍBK sigraði lið ísfirðinga í 1. deild kvenna í knattspymu síðastliðið mánudagskvöld. Leiknum lauk 2:0 og var það Kristín Blöndal sem skoraði bæði mörk Keflavíkurliðs- ins. Leikurinn fór fram í Keflavík, og var sigur heimaliðsins öruggur. með dómgæzlu Friðgeirs Hallgr- ímssonar í þeim leik. Hann rak þá útaf Hafþór Koibeinsson, leik- mann KS fyrir að munnhöggvast, án þess að hafa sýnt honum gult spjald áður í leiknum. Varð Frið- geir fyrir nokkru aðkasti frá nokkrum áhorfendum og mun ölv- un hafa valdið þar einhveiju um. Aganefnd mun hafa gripið til refsingar þessarar í því skyni að reyna að stemma stigu við ólátum af þessu tagi á Siglufirði. At- burðimir á föstudag eru sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins því miður ekkert einsdæmi um ósæmilega hegðun ákveðins hóps áhorfenda þar. Auk þess telur aganefndin að Eftir þennan leik hefur ÍBK liðið hlotið 11 stig, og er enn í þriðja neðsta sæti. BÍ hefur sem fyrr að- eins eitt stig og vermir næst neðsta sætið, en Framstúlkur eru í neðsta sætinu, hafa enn ekkert stig hlotið. öryggi leikmanna og dómara á vellinum á Siglufirði sé mjög ábótavant. Völiurinn sé ekki girt- ur af og mikil hætta á að áhorf- endur trufli leikinn. Næsti heimaleikur KS er gegn Breiðabliki 19. ágúst. Sá leikur er mikilvægur í fallbaráttunni í 2. deild. Þá var ætlunin að keppa ,á nýja grasvellinum á Siglufírði en nú getur sem sé ekki orðið af því. Nýi völiurinn verður tekinn í notkun við formlega athöfn næsta þriðjudag en þá koma íslands- meistarar Vals (heimsókn og leika vígsluleik við KS. Málinu ekld loklð Siglfírðingar eru ekki sáttir við íÞRfim FOLK ✓ ■ SAID Aouita, Marokkobúinn fótfrái, var boðið á fijálsíþróttamót í Köln í Þýskalandi. Aouita, sem er heimsmethafi í 1500 metra hlaupi, mun þar keppa við Abdi Bile, frá Eþípíu, sem sigraði á heimsmeistaramótinu í Róm í fyrra. Lengi stóð til að Edwin Moses yrði meðal keppenda á þessu móti, en það brást, og þá fyrst gátu mótshaldarar komið til móts við peningakröfur Aouita. Hann sá sér Iíka leik á borði, og spurði þá hversu háa upphæð í viðbót þeir vildu greiða honum fyrir þátttökuna, ef hann setti heimsmet á mótinu. ■ SEBASTIAN Coe hefur ekki ennþá gefið upp alla von um að komast á Ólympíuleikana í Seoul. Almenningur í Bretlandi svo og sumir fjölmiðlar þar, hafa krafist þess að Coe verði sendur á leikana. Breska ólympíunefndin sér hins vegar ekki ástæðu til að breyta vali sínu, sem skiljanlegt er, en hefur gefíð í skyn að hann verði sendur til keppni í 800 og 1500 metra hlaupum, verði einhver kepp- endanna fyrir meiðslum. ■ WILLIAM Van Dijck, hindr- unarhlauparinn belgíski , segist fullviss um að hann vinni til gull- verðlauna í Seoul. „Ef ég sigra ekki í 3000 metra hindrunar- hlaupinu, þá verður árið ónýtt fyrir mér,“ sagði Van Dijck, í samtali við fréttamann á dögunum. Þrjú þúsund metra hindrunarhlaup, hefur ekki verið eins mikið í sviðs- ljósinu og flestar aðrar hlaupagrein- ar, en van Dijck vill samt meina að sú grein vinni stöðugt á vegna þess að hún sé nokkuð frábrugðin hinum. „Það sem okkur hins vegar vantar í hindrunarhlaupið, eru svona kallar eins og Ben Johnson og Said Aouita, sem í hveiju ein- asta hlaupi eru við það að setja nýtt heimsmet," sagði hann að lok- um. ■ JUVENTUS á Ítalíu hefur skipað danska landsiiðsmanninum Michael Laudrup að setja ofan í í ferðatöskurnar, því það þurfi að rýma til fyrir nýjum erlendum leik- manni. Juventus hefur ekki ennþá fengist til að skýra frá því hver hinn nýji erlendi leikmaður sé, sem bætist í raðir þess, en talið er líklegt að það sé sovéski leikmaðurinn Alexander Zavarov, sem leikur þessa niðurstöðu aganefndar. Einn forsvarsmanna knattspymu- deildar KS sagði að málinu væri ekki lokið og að þeir myndu óska frekari skýringa af hálfu aga- nefndar. Einnig yrði að hafa f huga að dómgæzlan í leik KS og FH hefði verið með þvílíkum ein- dæmum, að mönnum hefði blöskr- að. Sagði hann, að á íjölmörgum stöð- um á landinu væru knattspymu- vellir ekki girtir af og ólæti áhorf- enda væm sízt meiri á Siglufírði en annars staðar. Taldi hann því furðu sæta, að KS væri tekið fyr- ir á þennan hátt. með Dinamo Kiev og þar með landsliðinu, eða var það öfugt? Hin- ir erlendu leikmennimir með þessu ítalska stjömuliði em Ian Rush og Rui Barros, sem liðið keypti fyrir skömmu frá Porto. ■ MATT Biondi bætti sitt eigið heimsmet í 100 metra skriðsundi á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana. Hann synti á tímanum 48.42, sem er 32 seúndu- brotum betri tími en eldra heims- met hans var, sem hann setti í júní 1986. Þetta heimsmet Biondis er það fyrsta sem fellur á þessu sex daga langa móti. sem lýkur á laug- ardag, en hins vegar hafa mörg bandarísk met séð þar dagsins ljós. MPETER Ollerton, ástralskur knattspymukappi, var á fímmtu- daginn dæmdur í 10 ára keppnis- bann, hvar sem vera skal í heimin- um, fyrir að slá dómara. Atvikið átti sér stað í annarar deildar leik í Ástralíu, og var Ollerton einnig borið á brýn að hafa viðhaft hræði- legt orðbragð við dómarann. Oller- ton mun því að líkindum ekki keppa í knattspynu framar fyrir félag sitt, en hann er nú 37 ára gamall, og varla tekur hann þá aftur fram að tíu árum liðnum. ■ CHERYL Miller, sem á heið- urinn að því að bandaríska kvenna- landsliðið_ í körfubolta sigraði á síðustu olympíuleikum, svo og í síðustu heimsmeistarakeppni, hefur nú meiðst á hné, og verður því fjarri góðu gamni, meðan leikamir í Seoul fara fram. ■ HARMLEIKURINN á Hays- el leikvanginum í Belgíu fyrir þremur árum er ennþá í fersku minni þeirra sem fylgjast með knattspymu, og nú hafa öryggis- kröfur á knattspymuleikvöngum þar verið hertar til mikilla muna. Árið 1986 fengu félögin þar í landi tveggja ára frest til að uppfylla þessar öryggiskröfur, en mörg félög hafa ennþá ekki gert það. Innanrík- isráðherra Belgíu, Louis Tobback, hefur nú veitt frest til 1990. M HI-CI mótið 1988 í knatt- spymu drengja hefst í dag, föstu- dag og stendur fram á sunnudag. Mótið verður haldið á Akranesi, og verða það knáir drengir í 6. flokki, sem leiða þar hesta sína saman. Reiknað er með að þáttak- endur í mótinu verði um 300 tals- ins. Mótið er orðið að árvissum at- burði á Akranesi, og komast færri lið að en vilja. ■ NISSAN mótið í golfi verður haldið á laugardaginn í Grafar- holti og hefst það klukkan 9. Leikn- ar verða 18 holur, með og án for- gjafar, og veitir Ingvar Helgason hf, verðlaun fyrir bestu frammi- stöðuna. ísmm im Fylkisvöllur fkvöld kl. 19.00 Daihatsu SPORIBÆR BÍT^öín ARORA Hraunbæ 102 Hraunbæ 102 HA6KAUP BOKABUÐ JÓNASAR Hraunbæ 102 Veitmgahúsið H 4TW A H /I?1P BLASTEINN "AKWABÆK Hraunbæ 102 Hraunbæ 102 Hjá STELLU Hraunbæ 102, s: 673530 Hraunbæ102 VERSLANAKJARNINN KNATTSPYRBNA / 1. DEILD KVENNA ÍBK sigraði BÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.