Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 flCBAAM j „ Svorxcx, Svona. ■ ■ ■ Hvai5 cr oá hcyna pcssa. v'iUeysu um cá> \>ú viljirekki komíi cL inrvdjeUx 5júknahiÍ5)^ m'rtt!" Meðtökum listina með barnslegri einlægni Kæri Velvakandi! Ég vildi gjaman svara bréfi, sem Listrýnir skrifaði þér og var birt þann 17.07.’88. Þar veltir hann fyrir sér spumingunni, hvort nútí- malist sé orðin afvegaleidd, ef svo má að orði komast. Þ. e., hvort hún nái síður til almennings nú en áður. Þar sem ég hef sjálfur lagt tón- Iist fyrir mig vil ég halda mig við þá listgrein. Staðreyndin er sú, að samtímatónlist hefur aldrei náð auðveldlega til almennings, hvorki fyrr né síðar, svo sem dæmin sanna. Bach naut aldrei almenningshylli sem tónskáld og gleymdist fljótlega eftir að hann dó. Ég held að ég fari rétt með, þegar ég segi, að það hafí verið fyrir tilstilli Mendelsohn að hann var hafinn til vegs og virð- ingar á síðustu öld. Margir voru frægari en Mozart á hans tíma, menn sem sömdu pop- plög. Þá á ég við lög sem voru sam- in eftir lögmálum markaðarins í von um skjótfengin gróða, og gleymd- ust svo. Á meðan sat „Mósi“ með sveittan skallann og samdi hina fegurstu tónlist út frá dýpstu sann- færingu sinni. Síðustu strengja- kvartettamir eru eflaust yndisleg- asta tónlist sem Beethoven samdi, en þá töldu menn hann vera að missa alla tilfínningu fyrir tónum, sökum heymarleysis og kölkunar. Úr góðri list má lesa ýmislegt, til dæmis ríkjandi viðhorf‘á þeim tíma, sem hún er sköpuð. Á ba- roque-tímanum ríkti einveldi í hin- um vestræna heimi, en eftir því sem nær dregur, verður einstaklings- hyggjan sterkari. Á síðustu öld var rómantíkin upp á sitt besta, tilfínn- ingaofsi og hetjudáðir í ormstum. Til Velvakanda í Kaupmannahöfn kostar 30 D.kr. að sjá Krókódíla Dundee II, en aðgangseyririnn í Háskólabíó er 330 kr. Af hveiju þarf þetta að kosta svona mikið hér? Er þetta kannski dæmi um ranga gengis- skráningu. Ekki em laun hærri hér en í Danmörku og tæplega þurfa íslendingar að borga hlutfallslega meira en Danir fyrir að fá svona mynd. Hvaða kostnaður er þetta, sem þarna er lagður á bíógesti. í dag er það raunsæi, blákaldur vemleikinn, hraði og „stress", örar tækniframfarir, tvö stykki heims- styijaldir og geðveiki vopnabraks- ins í heiminum. Þetta er það, sem nútímalista- menn em að túlka, meðvitað eða ómeðvitað. Þetta er reynsla mann- kynsins og viðhorf, sem hljóta að vera greypt inn í huga okkar. Sá sem vill upplifa hörmungar heims- styijaldanna í tónum hlustar ekki á 5. sinfóníu Beethovens eða Requi- em eftir Mozart, vegna þess að á þeim tíma, sem þessi verk urðu til, bjó mannkynið ekki yfír þeirri reynslu og þekkti ekki þær tilfínn- ingar og sárindi sem hún veldur. Einungis þeir sem búa yfír slíkri reynslu geta túlkað hana, þ. e. nútímafólk. Reyndar er kannski ekki skrítið, að almenningur skilji samtímalist ekki svo vel. Það er þrátt fyrir allt ekki svo auðVelt, að átta sig á sam- tímanum. Um leið og frá líður fæst gott yfírlit yfír atburði og þá verða þau verk sígild, sem em samin af dýpstu sannfæringu. Þau verk em vitnisburður um þann tíðaranda, sem þá ríkti og um stórkostlega persónuleika höfunda sinna. Góð list er einungis sköpuð af dýpstu sannfæringu og einlægni. Beethoven datt til dæmis ekki í hug að spyija kóng eða prest að því, hvað þeir vildu heyra, heldur mótað- ist listsköpun hans eingöngu af hans eigin skoðunum og tilfínning- um. Góð tónskáld leggja alúð sina í að túlka tilfínningar sína í tónum og það er ekki okkar, að bíða eftir þeim, heldur að koma á móti þeim f Ferðalöngum blöskrar margt í verðlaginu hér og er þar af mörgu að taka. Hvemig stendur á miða- verðinu á VULCANO SHOW, sem aðallega er ætlað erlendum ferða- mönnum. Það er 500 til 550 krón- ur, bæði í Hellusundi í Reykjavík og við Mývatn. 20 þýsk mörk nægja ekki sem áðgangseyrir fyrir mann- inn. Fólk bara gapir orðlaust, lítur hvert á annað og segir þetta okur. Árni. og skilja þau. Það er í raun ekki svo erfítt. Við verðum að kasta frá okkur fordómum og meðtaka listina með bamslegri einlægni. Við verð- um að skilja þá stemmningu, sem kemur fram, en sökkva okkur ekki niður í nótumar og beitingu þeirra, því það em tæknilegir hlutir, sem koma bara tónskáldinu og flytjand- anum við. Fyrr eða síðar getum við svo sagt af sannfæringu, að 3. sin- fónía Lutoslawzkys sé fögur list, en ferskeytla kveðin með hjólhesta- pumpu bara tilraun til að notfæra sér fáfræði heiðvirðra borgara. Ég vildi að lokum þakka Listrýni fyrir þessar hugleiðingar og vona að fleiri geti tjáð sig um nútíma- list, og þá ekki síst um aðrar list- greinar. Þórir Jóhannsson. P.S. Sannfæring einstaklings getur bara verið ein, og henni verð- ur ekki beint á einhveijar fyrirfram ákveðnar brautir. Sami Af hverju er svona dýrt í bíó? Víkveiji skrifar Strætisvagnafarþegi vakti at- hygli á leiðinlegri framkomu vagnstjóra í bréfí sem Velvakandi birti á þriðjudaginn. Við lestur bréfsins rifj'aðist upp fyrir þeim, sem í dag skrifar Víkveijadálkinn, sérkennileg ferð með einum af strætisvögnum borgarinnar fyrir skömmu. Víkveiji var að fara úr Breiðholtinu og niður í bæ með Seljavagninum (nr. 14). Ráða má af bréfí strætisvagnafarþegans sem skrifaði í Velvakanda að hann hafí einnig verið í vagni á þeirri leið þegar ævintýri hans gerðist og það kæmi Víkveija ekki á óvart ef í ljós kemur að sami vagnstjórinn hafí verið á ferðinni í báðum tilvikum. Vagnstjórinn sem Víkveiji tók sér far með þennan eftirminnilega dag ók eins og hann ætti lífið að leysa. Á Reykjanesbrautinni fór hann í stórsvig, hann skipti stöðugt á milli akreina til að komast fram úr fólks- bflunum. Strætisvagninn var fullur af fólki, meðal annars bamahóp, og átti fólkið fullt í fangi með að halda sér vegna glannaaksturs strætóstjórans. Víkveija brá þó fyrst verulega þegar strætisvagn- inn tók fram úr tveimur bflum þeg- ar hann ók inn á Miklubrautina um leið og hann svínaði á bílum á Miklubrautinni. Stuttu seinna þurfti hann að snarhemla til þess að lenda ekki aftan á bfl sem var að þvælast fyrir á Miklubrautinni. En strætó- stjórinn sönglaði bara með Stjöm- unni, sem að sjálfsögðu var skrúfuð í botn, lagið um Bungalow Bill og hvað hann hefði drepið. XXX Víkveiji fer oft með Seljavagnin- um og þrátt fyrir að vagnstjór- amir séu misliprir ökumenn hefur hann aldrei aldrei áður lent í svona ævintýrum. í þessu umrædda ferða- lagi Víkveija virtist engin ástæða til flýtisins og ekki heldur í ökuferð- inni sem lýst var í Velvakandabréf- inu sem í uphafí er vitnað til. Vikveiji er að velta því fyrir sér hvað valdi. Getur það verið að strætóstjóramir séu á þennan óskemmtilega hátt að reyna að lengja pásuna sem þeir fá á Lækj- artorgi á klukkutímafresti? XXX En það eru fleiri sem virðast líta framhjá reglum um hámarks- hraða en einstaka gikkir í strætó- stjórastétt. Vegfarandi sem leið átti um Skúlagötuna nýlega sagði Víkveija að hann hefði lent á eftir lögreglubfl úr Kópavogi síðdegis á sunnudegi og hefðu lögreglumenn- irnir greinilega verið að minnsta kosti 30 km yfír hámarkshraða. Hann sagðist sjálfur hafa verið á 80 km hraða en dregið hefði sundur með honum og lögreglubflnum en á Skúlagötunni mun vera 50 km hámarkshraði. Vegfarandinn sagði að þetta aksturslag lögreglumann- anna á merktum lögreglubíl í öðru lögsagnarumdæmi vekti sérstaka athygli sína vegna þess hvað lög- reglan í Kópavogi væri hörð við að taka menn sem þar væru á ferð fyrir of hraðan akstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.