Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 16
16_______________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Álver í Straumsvík og landsbyg’gðin eftir Hjörleif Guttormsson Nú stendur yfír hagkvæmnisat- hugun á vegum fjögurra erlendra fyrirtækja vegna nýs álvers í Straumsvík. Mikið hefur verið um málið ritað, ekki síst í Morgun- blaðinu, eftir að iðnaðarráðherra undirritaði samning þar að lútandi 4. júlí sl. Forysta Sjálfstæðis- flokksins boðar byggingu þessa álvers og virkjanir í tengslum við það sem mikið fagnaðarerindi. Formenn allra stjómarflokkanna hafa gefíð grænt ljós á þetta mál, enda hafa þeir átt fulltrúa í starfs- hópi, sem undirbjó málið. Sjávarút- vegsráðherra og félagsmálaráð- herra eiga nú sæti í sérstakri ráð- herranefnd með iðnaðarráðherra til að fjalla um framhaldið. Fjölmargar spurningar hafa komið upp vegna stefnu stjóm- valda í þessu máli. Hér verður vik- ið að nokkmm þeirra og einstökum atriðum varðandi málsmeðferðina. Engin þjóðhag'sleg úttekt Það liggur fyrir, að samningur er gerður við hin erlendu fyrir- tæki, án þess fram hafi farið nokk- ur þjóðhagsleg athugun á því, hvort hagkvæmt og skynsamlegt sé fyrir Islendinga að stuðla að frekari áliðnaði í landinu. Tillaga frá okkur Alþýðubandalagsmönn- um á þingi sl. vetur þess efnis, að á vegum Alþingis yrði farið ofan í saumana á þessum áformum um nýtt álver, hlaut ekki undirtektir annarra flokka. Þó er hér um að ræða stærstu fjárfestingaráform sem um getur í landi okkar til þessa. Ef af verður þrengja þau óhjákvæmilega að þróunarmögu- leikum í öðrum atvinnurekstri, m.a. í sjávarútvegi og almennum iðnaði. Það ætti því að vera sjálf- sagt mál, að ekki sé litið á álverið einangrað, heldur með hliðsjón af almennri stöðu og þróun atvinn- ulífs og byggðar í landinu. Það er fyrst nú sem verið er að undirbúa fyrstu athugun á vegum Þjóðhagsstofnunar um þetta mál, þótt álver hafí verið á óskalista stjómvalda árum saman. Hér er um ótæk vinnubrögð að ræða, því að auðvitað eiga menn að kort- leggja hagsmunina, áður en samið er við útlendinga um hagkvæmn- iathugun sem unnin er út frá þeirra bæjardyrum. Kísilmálmverksmiðja kistu- lögð Nánast sama daginn og iðnaðar- ráðherra undirritaði samninga við útlendingana um athugun vegna álvers í Straumsvík lagði hann nið- ur Kísilmálmvinnsluna hf., hlutafé- lag sem stofnað var sumarið 1982 í framhaldi af lagasetningu um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfírði. Þar var um að ræða verksmiðju, sem undirbúin var sem íslenskt fyrirtæki og að meirihluta í eigu íslenska ríkisins. Stofnkostnaður hennar var áætlaður nálægt 3 milljarðar króna og því um að ræða fyrirtæki, sem auðveldlega var á færi íslendinga að eiga og reka. Það sést best á því að nú ræða stjómvöld í alvöru um að íslendingar fjárfesti í virkjunum fyrir 20—30 milljarða vegna 200 þúsund tonna álvers. Þegar Sverrir Hermannsson varð iðnaðarráðherra 1983 sneri hann við blaðinu varðandi Kísil- málmvinnsluna og lagði það í vald útlendinga, hvort ráðist yrði í verk- smiðjuna. Þeim hentaði það ekki og nú hefur varaformaður Sjálf- stæðisflokksins kistulagt málið. Vert er að minna á orð eins af stjómarmönnum í Kísilmálm- vinnslunni, Harðar Þórhallssonar, sem tilnefndur var af Sjálfstæðis- flokknum í stjómina. í viðtali við Morgunblaðið 21. júlí sl. segir hann m.a.: „Arðsemisútreikningar hafa í megindráttum alltaf sýnt að þessi verksmiðja yrði arðsöm, en að vísu hafa hugsanlegir erlendir eigna- raðilar litið öðmm augum á arð- sernina." — Búið var að veija um 130 milljónum króna samtals í undirbúning þessa verksmiðju- máls, að hluta til í að byggja upp innlenda þekkingu. Nú hefur Rio Tinto Zink verið afhent sú þekking á silfurfati um leið og verksmiðjan er tekm af dagskrá. Eðlilegt er að menn spyrji, hvort það fari eftir dagprísum á afurð- um, hvort ráðast eigi í fyrirtæki, sem afskrifað er á 30—40 ámm. Í þessu máli kemur fram ein af afleiðingum erlendu stóriðjustefn- unnar, sem hér er nú fylgt: íslend- ingar afsala sér með henni forræði í atvinnurekstri í landinu og láta útlendinga um að meta málin út frá sínum forsendum! Virkjanaröð og markaður En það er ekki aðeins að það sé látið í vald útlendinga, hvort hér verði ráðist í atvinnurekstur sem hagnýti orkulindimar. Það er einnig sett í þeirra vald hvar í landinu slíkur iðnaður skuli stað- settur og þá jafnframt eins og nú er haldið á málum hvar virkjað verði. Alþingi tók vorið 1982 afstöðu til þess í. hvaða röð næstu vatns- aflsvirkjanir í landinu skuli byggð- ar. Þar var Blönduvirkjun efst á blaði, þá Fljótsdalsvirkjun og þriðja í röðinni Sultartangavirkjun. Ari fyrr vom samþykkt heimildarlög um raforkuver, en með áður- nefndri samhljóða ályktun Alþingis var til lykta leidd mikil togstreita um framkvæmdaröð í raforkukerf- inu varðandi virkjanir. Þingmenn litu á þessa samþykkt sem skuld- bindandi og um leið sem veganesti fyrir nýja og stækkaða Landsvirkj- un í hvaða röð skyldi virkja í lands- hlutunum. Auðvitað ber stjómvöldum að taka tillit til ofangreindra ákvarð- ana Alþingis ef á annað borð er ráðist í uppbyggingu orkufreks iðnaðar, eins og gert var það á sínum tíma við undirbúning kísil- málmverksmiðju á Reyðarfírði. Það era ekki frambærileg rök að vísa til þess, að útlendingum henti að fjárfesta í Straumsvík og þess vegna verði að breyta virkjanaröð- inni. Forsjármönnum Landsvirkj- unar væri nær að leggja niður fyr- ir sér hagkvæmustu virkjunarkosti á Austurlandi, m.a. skynsamlega áfangaskiptingu Fljótsdalsvirkjun- ar, í stað þess að klifa á að nú þurfí þeir að fá heimild til að reisa enn eina virkjunina syðra í þágu stóriðju útlendinga í Straumsvík. Þríðja álverið til huggunar! Eftir að sjávarútvegsráðherra áttaði sig á, að þungt væri í Aust- fírðingum og öðmm landsbyggðar- mönnum vegna áforma ríkisstjóm- Pruiu-hitamælar - 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. SöMirfjSMyyir oJ)(§)iniS®@ini VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 -21480 \ \ \ Ágamla góðaAskí er þjonustan hröð! \ Peir sem vilja ljúffengan, heitan mat koma á gamla Ask að Suðurlandsbraut 14 og velja á milli hinna ýmsu rétta. Og aðrir sem eru svo uppteknir að þeir komast ekki frá vinnu eða heimili - hringj a og láta okkur senda sérafmatseðlinum. Gamli, góði Askur er enn á sama stað og stenduralltaffyrirsínu. m Suðurtandsbraut14 \ \ Hjörleifur Guttormsson. „Áf ormin um nýtt risa- álver í Straumsvík eru slíkt kjaftshögg framan í landsbyggðina að með fádæmum verður að telja að menn sem kjörnir eru á þing úr landsbyggðarkjördæm- um ætli að styðja ákvarðanir þar að lút- andi.“ arinnar um nýtt álver í Straumsvík lét hann á sér skilja að hann hafí þar hvergi komið nærri. Iðnaðar- ráðherra hefur hins vegar greint frá því að forysta Framsóknar- flokksins hafi verið með í ráðum frá byijun, og raunar hafði ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar fmmkvæði að því að semja við Alusuisse um stækkun álversins í Straumsvík. Halldór Ásgrímsson er nú kominn ásamt Jóhönnu Sig- urðardóttur og Friðrik Sófussyni í sérstaka ráðherranefnd um málið. Iðnaðarráðherra og Morgun- blaðið vom í sameiningu fljót að fínna huggun fyrir þá landsbyggð- arþingmenn úr stjómarliðinu, sem leist ekki á blikuna hvert stefndi í stóriðjumálum með risaálveri í Straumsvík. Tilkynnt var að þriðja álverið væri í augsýn: „Morgun- blaðið hefur fyrir því heimildir að líklegt sé talið að úr hópi álfyrir- tækjanna sem vinna að könnuninni og þeirra sem ekki komust geti risið samstarfshópur um uppbygg- ingu nýs álvers annars staðar á landinu ... Forsenda þess að af slíkum samstarfshópi geti orðið er að vel takist til um fyrirhugað ál- ver í Straumsvík." (Mbl. 22. júlí 1988.) Daginn eftir, 23. júlí, upplýsir svo iðnaðarráðherrann að skilning- ur heimamanna á Norður- og Aust- urlandi sé forsenda þess að hægt verði að fá fyrrgreinda aðila til samstarfs um þriðja álverið. Menn eiga sem sagt að taka við fagnað- arerindinu og ekki vera með neitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.