Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988. 31 Hjörleifur Guttormsson: Samnmgar um veiði- réttindi sérmál Blandist ekki við deilur um lögsögumörk Á FUNDI utanríkismálanefndar Alþingis í gær, þar sem rædd voru ummæli utanríkisráðherra Dana, Uffe Elleman-J ensens um alþjóðleg- an gerðardóm í lögsögumarkadeilum við Jan Mayen, gerði Hjöríeif- ur Guttormsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í nefndinni svohljóð- andi bókun: ingar eða undansláttur komi til greina gagnvart öðrum þjóðum og alls ekki að alþjóðlegur gerðardóm- ur fjalli um mál er varða landhelgi okkar. Spumingunni um hugsanleg skipti á veiðiréttindum, t.d. við Grænlendinga, á ekki að blanda saman við þetta mál, heldur halda slíkum þáttum algerlega aðgreind- um. 2. Varðandi deilur Norðmanna og Dana f.h. Grænlendinga um mörk lögsögu milli Grænlands og Jan Mayen tel ég að afla þurfí ítar- legra gagna og ræða málið, m.a. í utanríkismálanefnd, áður en íslend- ingar taki formlega afstöðu til hugsanlegrar aðildar að alþjóðleg- um gerðardómi um málið.l 3. Þá vísa ég til samþykktar þing- flokks Alþýðubandalagsinds frá 28. júli sl., þar sem harðlega er átalin sú ákvörðun dómsmálaráðherra að sleppa færeyska loðnuveiðiskipinu Sjúrði Tollakssyni eftir augljóst landhelgisbrot. 1. Varðandi íslensku fiskveiðilög- söguna og grannlínupunkta sem hún miðast við tel ég að engir samn- Málverka- sýning á Hvolsvelli ÓLAFUR Th. Ólafsson, búsettur á Selfossi, hefur opnað mál- verkasýningu í „Hlíðarenda“ á Hvolsvelli. Á sýningunni era 22 vatnslita- myndir, 3 blýantsteikningar og 3 olíumyndir. Ólafur lauk prófí frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1979. Hann hefur síðan þá haldið 5 einka- sýningar og tekið þátt í nokkram samsýningum. Sýningin stendur til 28. ágúst nk. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Charles Egill Hirt Þota Lion Air á Keflavíkurflugvelli áður en hún hélt upp í siðasta flugið með VR-félaga til Þýska- lands í sumar. 2000manns með Lion Air til Þýskalands SÍÐASTA flug flugfélagsins LionAir með félags- menn Verslunarmannafélags Reykjavíkur og fjölskyldur þeirra til orlofsdvalar i Þýskalandi var á fimmtudagsmorgun. Þetta var fjórða flug- ið með VR-félaga til Þýskalands. Um 500 manns hafa faríð með hveiju flugi og sætanýting hefur veríð nánast 100%. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR, hefur félagið haft 17 orlofshús á leigu. Allir, sem hafa dvalið þar, hafa komið ánægðir heim að sögn Magnúsar og allt gengið eins og best varð á kosið. „Sem dæmi um verðið get ég nefnt að fyrir fímm manna fjölskyldu kostaði flug, bíll og hús 28.300 krónur á mann,“ sagði Magnús. Magnús sagði að menn væra nú þegar famir að spyija hvort ekki yrði framhald á þessum ferðum. „Eg vona að svo verði, en einnig vona ég að við getum náð hagstasðum samningum við innlenda aðila um þessar ferðir," sagði Magnús. Mývatn: Kísilgúmám í Syðriflóa spillti lífríki vatnsins - segir Árni Einarsson líffræðingur Náttúruverndarráð kynnti um síðustu helgi skýrslu þeirra Árna Einarssonar, Hlyns Óskarssonar og Hafliða Hafliðasonar um lífríkið i Syðriflóa Mývatns. Að sögn Árna Einarssonar benda niðurstöður rannsóknanna til þess að vinnsla á kisilgúr úr Syðriflóa hefði af- drifarík áhrif á fuglalíf og silungsveiði i vatninu. „Með þvi værum við að færast aftur um 2300 ár. Jafnvel þótt vatnið dýpkaði aðeins um einn metra hefði það slæm áhrif á lifsskilyrði í vatninu og verð- ur að koma í veg fyrír að slík spjöll verði unnin,“ sagði Árni. Fram- kvæmdastjórí Kisiliðjunnar mótmælir þvi harðlega að ályktanir séu dregnar af skýrslunni um framtíð kisilgúrnámsins. „Við álitum að þetta sé ekki nægilega viðamikil rannsókn til þess að hún gefi tilefni til að álykta um framtíð Kísiliðjunnar. Það er ábyrgðarleysi gagnvart starfs- mönnum verksmiðjunnar að gefa slíkar yfirlýsingar. Þetta er spum- ing um að nýta vatnið skynsam- lega. Við höfum lært að nýta fiski- stofnana í hafínu af skynsemi og kísilgúrinn er fiskur okkar Mývetn- inga,“ sagði Róbert B. Agnarsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar.- Skýrslan byggir á niðurstöðum rannsókna á borkjama úr botni vatnsins. Hann nær í gegnum lífræn setlög niður á grann úr fostu gjalli um 9'/2 metra frá yfírborðinu. Neðstu lögin í borkjamanum era leifar lífvera sem uppi vora fyrir 2300 áram. Með samanburði við gjósku úr þekktum eldgosum er hægt að rekja breytingar á lífríki vatnsins eftir þeim plöntu og dýra- leifum sem fínnast í kjarnanum. Þegar lesið er í borkjamann kem- ur í ljós að gróskutímabil átu í vatn- inu hófst þegar það hafði grynnkað að því marki að sólarljós náði niður á botninn í ríkum mæli. Þessi þátta- skil verða á 17. öld og fær vatnið þá það svipmót sem það hefur í dag, að sögn Áma. Kisiliðjan dælir botnlögunum upp og vinnur úr j>eim kísilgúr. Þessu má að sögn Áma líkja við malar- Morgunblaðið/Snorri Snorrason Séð úr Slútnesi nám, rana er bragðið á botninn og dælt þar til eftir verður hola. Mý- vatni er skipt í tvo aðskilda hluta, Ytriflóa þar sem Kísiliðjan tekur efni og Syðriflóa. Ef Syðriflóinn dýpkaði mætti því gera ráð fyrir að áta þrifist verr í vatninu áð sögn Áma. „Mývatn er í raun tvö vötn og í Ytriflóa má heita að kúluskítur, sem er uppistaðan í fæðu kafanda, fái ekki þrifist. Syðriflói er því þýðing- armestur fyrir kafendur. Ytriflói er mikilvægur fyrir fugl eins og grá- endur og álftir sem nærast á gróðri, en það má segja að Syðriflói sé þar sem hjarta Mývatns slær,“ sagði Ámi. „Það stendur í skýrslunni að mest lífríki hafi reynst vera á 6,7 metra dýpi og næsta metranum þar fyrir neðan. Það mætti því kannski dæla upp til þess að hjálpa lífríkinu í vatninu. Eg ætla mér ekki að vera með fullyrðingar um það hvort frekara kísilgúmám eigi rétt á sér. Við þurfum að sýna fulla ábyrgð. Hér er verið að tala um fyrirtæki sem veitir helmingi fjölskylda í Mývatnssveit lífsviðurværi," sagði Róbert. „Við eram að vinna að því að kynna þessar niðurstöður og S skýrslunni felst engin afstaða til þeirrar pólitísku ákvörðunar hvort halda eigi kisilgúmámi áfram í Mývatni. Ég hef ekki legið á minni skoðun, en það er erfítt að sitja undir þeim árásum sem komið hafa frá forráðamönnum Kísilvinnslunn- ar. Þeir era augljóslega hagsmuna- aðilar í þessu máli og vilja gera sem minnst úr þessum niðurstöðum,“ sagði Ámi Einarsson líffræðingur. INNLENTV Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Tim og Pauline um borð í skútu sinni Curlew ásamt Guðmundi P. Einarssyni og Sigurvin Guðbjartssyni. Gömul seglskuta erþeirraheimili. Bolungarvík. ÞAÐ ER ekki á hveijum degi sem seglskútu utan úr heimi er siglt í höfn hér í Bolungarvík. Fyrír nokkrum dögum komu hingað, bresk hjón á 28 feta vélarlausri seglskútu eftir um 14 sólarhringa siglingu frá Nýfundnalandi. Þaraa voru á ferð hjónin Tim og Pauline Carp. Tim þessi hafði dvalið hér i Bolungarvík fyrír um 25 árum og unnið m.a. i frystihúsinu auk þess sem hann var á handfærum, en siðar vann hann við sveitastörf i ísafjarðardjúpi. Hér á íslandi var hann i tvö ár. Tim byijaði á því þegar landi var náð að hafa upp á vini sínum, Sigur- vin Guðbjartssyni, en síðan leit hann á gamla vinnustaðinn sinn, fshúsið. Guðmundur P. Einarsson yfir- verkstjóri sagði að það hefði verið skemmtilegt að hitta Tim aftur, ekki hefði hann þó munað eftir honum í fyrstu, en Tim hafði byrjað á því að spyija sig á íslensku hvort hann myndi eftir sér. Við ijúkandi kaffí og gómsætt meðlæti um borð í Curlew, en svo nefnist skútan, fékk fréttaritari nán- ari upplýsingar um það hvað á daga þessa unga manns hafði drifið frá þvi að hann var hér fyrir u.þ.b. aldar- fjórðungi. Fljótlega eftir að þau kynntust keyptu þau þessa skútu sem síðan hefur verið þeirra heimili I orðsins fyllstu merkingu. Skútan er komin nokkuð til ára sinna eða er orðin 90 ára gömul. Hún var upphaflega notuð sem feiju- bátur milli stærri skipa og lands í Suður-Englandi þar sem stórar skút- ur gátu ekki lagt að bryggju víðast hvar. Frá því að þau Tim og Pauline eignuðust skútuna hafa þau ferðast mjög víða um heiminn, þó aðallega um suðlægar slóðir. Þau hafa hagað tíma sínum þann- ig að vinna á vetuma og ferðast á sumrin. Oft hafa þau tekið þátt í kappsigi- ingum og í nokkram þeirra hafa þau unnið til verðlauna, en jafnan skilað gripunum aftur til keppnishaldara eða siglingaklúbba þar sem þau hafa ekki góða aðstöðu til að geyma slíka gripi. Tim sagði að menn hristu j gjaman hausinn er þau mættu á þessari skútu til keppni, þar sem hún þykir gamaldags og siglubúnaðurinn syarar heldur ekki kröfum tímans. Eins og áður var vikið að kann Tim ennþá nokkuð í íslensku og virðist ekki hafa gleymt miklu, allavega talar hann íslenskuna mjög skýrt, það var-því forvitnilegt að spyija Tim hvemig honum hafí tekist að viðhalda þessari íslenskukunnáttu í 25 ár. Tim sagðist bara ekki vita það, hann hefði ekkert gert í því að æfa,_ sig hinsvegar sagði Pauline að hann ætti það til að tala íslensku upp úr svefni. Það var nú kominn tími til að kveðja þessi hressu ungu hjón, þau hugðust sigla að morgni og var för þeirra heitið til Englands, enn á ný lögðu þau því í siglingu og nú yfír Atlantssála á skútunni sinni Curlew, sem ber þau hvert þangað^- sem henni er stýrt. Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.