Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 66

Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 Vegir á Strönd- um færir á ný Morgunblaðið/Silli ^Síðustu sýslunefndarmenn í Norður-Þingejrjarsýslu. Talið frá vinstri: Jóhann Helgason, Gunnar Hilmars- *son, Agúst Guðröðarson og Sigurgeir ísaksson. Fremri röð: Gunnlaugur Ólafsson, Stefán Jónsson, Halldór Kristinsson sýslumaður, Sigtryggur Þorláksson og Jón Jóhannsson. Sýslufundir afnumdir Húsavík. MEÐ NÝJUM sveitarstjórnarlög- um hefur sú breyting orðið á stjórnsýslu hér á landi að frá næstu áramótum eru allar sýslu- nefndir lagðar niður og við taka svokallaðar héraðsnefndir. Þær eru skipaðar fulltrúum hreppa eins og áður, en kosið til þeirra á annan hátt og ekki með sýslu- •'menn sem oddvita eins og verið hefur um áratuga skeið. Fréttaritari fékk að sitja síðasta fund sýslunefndar Norður-Þing- eyjarsýslu, sem haldinn var á Kópa- skeri sl. þriðjudag. Þar voru rædd hin ýmsu mál, sem snertu einstaka hreppa eða sýslufélagið í heild og svo nærliggjandi héruð. Þar komu til umræðu hin merkustu mál, þó ekki væru um þau öll gerðar ákveðnar ályktanir og var skipst á fróðlegum og nauðsynlegum upp- lýsingum. Skiptar skoðanir munu vera um þessa breytingu á stjómsýslu og hefí ég ekki heyrt þau rök, sem mér fínnst haldbær til að gera breytingu á þessari aldagömlu stjómsýslu eins og nú er verið að gera. - Fréttaritari Laugarhóli, Bjarnafirði. FYRSTU hreinsun vegarins norður í Norðurfjörð á Ströndum er nú lokið og er vegurinn þang- að þokkalega fær. Það er þó langt frá því að hann sé jafnvel fær og hann var fyrir rigning- arnar og skriðuföllin sem orðið hafa hvar sem fjallshlíð snýr að veginum. Bráðabirgðaviðgerð á Veiðileysuhálsi lauk á miðviku- dag. Þegar farið var úr Bjamarfirði norður, voru þegar skriður úr Bala- fjöllum norðan Asmundamess. Hélt þetta stöðugt áfram alla leið norður í Reykjarfjörð. Hefur verið áætlað að um 30 skriður hafí fallið niður undir og á veginn á þessari leið. Víða var vegurinn einnig sundur- grafínn af vatnsflaumnum. Þá var Bjamarfjarðará eins og stórfljót eftir riginguna og var til dæmis hluti túngirðingarinnar á Bakka úti á ánni. Sama er að segja um Hallárdalsána sem er þverá Bjamarfjarðarár, rétt austan við Láugarhól. Er foss í þeirri á er Goðafoss heitir. Gaf hann nafna sínum fyrir austan ekkert yjfír í fossnið, þótt ekki væri vatnsmagnið jafn mikið og í þeim þekktari. Dregið hefur úr rigningu og auk þess er nokkur vindur, svo öllu **Artline gefurlínuna Merkipennar, tússpennar, glcerupennar, töflutússpennar, plakatpennar, áherslupennar o.m.fl. Artline pennar fyrir alla notkun. Artline býður eitt mest selda úrval merki-og skrifpenna. MARKADSÞEKKING ÚTFLUTNINGSKUNNATTA VILTU VERDA KUNNATTUMADUR í ÚTFLUTNINGIOG MARKADSSÓKN? Þér gefst færi á eins vetrar námi til aö ná því marki' -án þess aö þaö komi niður á vinnunni. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS n V UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKOLI ISLANDS THf IC.f I ANDIC INSTiTijTH QF MARKf TING AND ExÞqRT þurrara er umhorfs hér nú. Vona menn að þessar haustrigningar séu nú afstaðnar. Voru þær mun verri í þetta sinn en flóðin í fyrrahaust. S.H.Þ. Harður árekstur við Haffjarðará Borg, Miklaholtshreppi. UMFERÐARSLYS varð á brúnni yfir Haffjarðará seinni partinn á laugardaginn. Tveir bílar skullu þar saman á mikilli ferð. FólksbíU var á vesturleið en jeppabifreið á suðurleið. í öðrum bilnum voru tvær stúlkur og slö- suðust þær töluvert, en ekki þó taldar i lifshættu. Voru þær flutt- ar á sjúkrahúsið i Stykkishólmi. í hinum bílnum var ökumaður einn og slapp hann að mestu ómeiddur. Svo harður var áreksturinn að jeppabifreiðin fór yfir fólksbílinn og haftiaði á hvolfi utan vegar. Bílarn- ir eru ónýtir. Vegfarendur, sem komu þama fyrstir að, kölluðu á lögreglu og lækni frá Stykkishólmi, sem voru mætt á slysstað eftir 25 mínútur. Önnur stúlkan var föst í bílflakinu, en vegfarendur gátu los- að hana úr flakinu áður en lögregla og læknir komu á staðinn. Að sögn lögreglunnar er sterkur grunur á því, að ökumaður annars bílsins hafi verið undir áhrifum áfengis. Akstursskilyrði vom í besta lagi þegar þetta óhapp varð. Úr- komulaust veður en dálítill vindur. Páll Harður árekst- ur á Jökuldal HARÐUR árekstur varð á Jök- uldal eftir hádegi á sunnudag. Tveir bílar rákust á á blindhæð rétt fyrir innan grunnskólann að Brúarási. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. í öðmm bílnum vom 3 fullorðn- ir og 2 böm, en í hinum 3 fullorðn- ir og eitt bam. Meiddist fólkið lítið utan þess sem kona, sem í öðmm bílnum var, handleggsbrotnaði og bam skarst í andliti. Álftanes: Ekið á dreng á reiðhjóli EKIÐ var á fimmtán ára pilt á reiðhjóli á Álftanesvegi um klukkan hálftíu að kvöldi föstu- dagsins. Pilturinn var fluttur á Borg- arspítalann, höfuðkúpubrotinn og tvíbrotinn á vinstri fæti. Hann er ekki talinn í lífshættu. Ánanaustum 15-101 Reykjavík - Sími (91) 62-10-66 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.