Morgunblaðið - 13.09.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.09.1988, Qupperneq 18
n r. 18 aoor wonM'íTQwo. or wTinArmTmíTrf íTHTA.Tfn/rrinQOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988 Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og fallegri ef bezta tegund af lyftidufti er notuð. Finnskir jerseykjólar, stærðir 36-48. bmnMBirm v/Laugalæk S: 33755. Bladið sem þú vaknar við! Minjasafnið á Akureyri. Minjasafnið á Akureyri 25 ára eftírSiglaug Brynleifsson Hin forna og hefðbundna verk- menning íslendinga tók að þoka fyrir nýjum háttum með vélbáta- og togaraútgerð í sjávarútvegi og við samþjöppun ullarvinnslunnar í þéttbýli um og eftir aldamótin síðustu. Fyrsta tilraunin til ullar- vinnslu í þéttbýli mistókst rneð „inn- réttingunum" á 18. öld. Á þriðja tug 20. aldar hefst túnasléttun með þúfnabananum og síðar dráttarvél- inni og heyskapartæknin gjörbreyt- ist. Þessum breytingum fýlgdu breytingar á húsakynnum og lífsmáta, svo að þau verkfæri og tæki sem höfðu gert búskap og sjáv- arútveg gjörlegan urðu úrelt á skömmum tíma. Þar með hvarf margvísleg verkþekking liðinna alda og sú verkmenning sem var henni samofín. í stað þess að gjöra sem flestum kleift að lifa á landsins gæðum og vera sjálfum sér nægur um nauðsynjar, stefndi nú alit að því að framleiða sem mest með sem minnstum mannafla fyrir markað- inn. Handiðnaður hvarf fyrir vél- væddum iðnaði, þar sem einhæfíng og vélræn störf voru þess eðlis, að vélmennið er talið heppilegra en mennskar verur. Handiðnaður og hefðbundin tækni í framleiðslu fyrri tíma krafðist meiri alhliða þekking- ar á umhverfi og eðli hlutanna og mótaði óbrigðulan semkk. Hver búshlutur var þýðingarmikill, ,jafn- vel þvaran í pottinum var merkileg sjálfstæð persóna, með aðild og rétti; aldrei virtist neitt hafa verið gert hér af handahófí né skeyting- arleysi, lítilmótlegasta handarvik unnið af sérstakri virðingu fyrir sköpunarverkinu í heild..." (H.K.L.: Fegurð himinsins.) Með öllum þessum breytingum, sem verða á fyrri hluta þessarar aldar „hurfu einnig töm og alkunn orð og orðtök úr mæltu máli...“ segir Sverrir Pálsson í inngangi að ritinu Minjasafnið á Akureyri 1962—1987, en þar rekur hann sögu safnsins. Þótt orð hverfí úr mæltu máli þá lifa þau áfram í rituðu máli en aftur á móti er annað uppi á ten- ingnum um hluti og byggingar, amboð og verkfæri, sem skillitlir framfaragosar töldu einskis nýt. Sögulega þýðingarmiklar bygging- ar frá fyrri öld hafa verið rústaðar, öbætanleg spjöll unnin á fomminj- um, og búshlutum og verkfæmm hent að frumkvæði þeirra, sem for- sjónin virðist hafa úthlutað og út- hluta naumum skilningi á gildi menningar og mennta, listræns handbragðs og lista, Skilningur á menningarsögfulegu gildi „þvörunn- ar í pottinum" vafðist fyrir ófáum og gerir sannarlega enn. En til allrar hamingju eru alltaf til einstaklingar, sem er gefíð meira skyn en þessum framfarasinnuðu barbörum og það voru menn úr þeim hópi, sem sáu hvert stefndi varðandi eyðingu fomra muna. Þeir skildu, að þegar gömlu amboði var hent, þá var oft þar með eyðilagður gripur sem gat talist til listiðnaðar- minja. Skömmu fyrir miðja öldina tóku ýmsir að vakna til meðvitund- ar um að besti úrkosturinn til þess að vemda menningarverðmæti fomrar verkmenningar væri að lög- festa vemdun fomra mannvirkja og koma upp byggðasöfnum. Jón Sigurðsson á Reynistað bar fram frumvarp um þessi efni á Alþingi 1947. Skriður komst á vemdunar- aðgerðir og upphaf Minjasafnsins á Akureyri má relga til ársfundar Mjólkursamlags KEA 1949. Þeir sem riðu á vaðið voru tveir bænd- ur, Eiður Guðmundsson frá Þúfna- völlum og Þórarinn Kr. Eldjám á Ijöm í Svarfaðardal. Síðan tekur stjóm KEA málið að sér og tveir áhugamenn halda málinu fram, sem voru Jakob Frímannsson og Jónas Kristjánsson, en sá síðamefndi var einna diýgstur flestra um að koma þessum málum í höfti. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu gengur einnig í málið. Söfnunarstarf hefst og fljót- lega er ákveðinn staður fyrir vænt- anlegt Minjasafn og fór svo að Jón- as Kristjánsson keypti Kirkjuhvol, með ábyrgð Jakobs Frímannssonar 1962. Með þessum kaupum var safninu tryggður samastaður. Ak- ureyrarbær samþykkti síðan reglu- gerð fyrir safnið og tók á sig fjár- hagslegar skuldbindingar til að tryggja rekstur þess. Síðan er val- inn safnvörður, sem var Þórður Friðbjamarson byggingameistari, sem gegndi starfí safnvarðar frá 1962 til dauðadags 1984. Þórður mótaði safnið og vart hefði verið völ á hæfari manni í þetta starf. Hugmyndin var sú að flytja gömul hús í nágrenni Kirkjuhvols, fyrsta framkvæmdin í því skyni var flutn- ingur Svalbarðskirkju á gamla kirkjugrunninn fyrir neðan Kirkju- hvol, þar var kirkjan endurvígð 1972. Síðan var byggt við Kirkju- hvol, safnsalir sem voru vígðir 1978. Sverrir Pálsson segir í þessu riti sögu Minjasafnsins frá upphafi og lýsir innra starfi safnsins og safn- deildum. Hann birtir skrá um alla þá sem unnið hafa á safninu, um stjómendur þess hveiju sinni og safnverði. í lokin em þættir um þá menn sem áttu mestan þátt í stofn- un Minjasafnsins og mótuðu það, en það vom Jónas Kristjánsson og Þórður Friðbjamarson. Þetta er ítarleg skýrsla og saga og af henni má ráða að hér er eitt merkasta safn landsins einkum varðandi verkmenningu og listiðnað geng- inna kynslóða og skipulag þess ger- ir það mjög aðgengilegt fyrir gesti, en þar hefur Þórður Friðbjamarson að unnið. Tvö verkstæði em varð- veitt í Minjasafninu, úrsmíðaverk- stæði Friðriks Þorgrímssonar go skósmíðavinnustofa Odds Jónsson- ar. Safnið húsar fleiri sérsöfn. Höf- undur skrifar um hlutverk safna og Minjasafnsins í niðurlagsorðum, en hann telur að það sé varðveislu- og sýningarsafn. Hann álítur að safnið verði e.t.v. miðstöð fomleifa- rannsókna og þjóðháttafræða í Norðlendingafjórðungi, sem ætti ekki að vera neitt álitamál, skrá- settir munir 1987 vom orðnir 5.285 auk þess sem safnið er einkum verkmenningarsafn horfínna tíma. Heimildasafn verkmenningarsögu er það þegar í sjálfu sér, einhver besta heimild sem aðgengileg er. Verði það nýtt til rannsókna í þeim efnum er engin hætta á því að það verði „skemma með stöðnuðu og þrúgandi andrúmslofti". Safnið er augljós vitnisburður um þrifnað og hagsýni þeirra sem lifðu í eyfírskum byggðum fyrri alda og varðveislu þeirrar arfleifðar og það var því rökrétt að aðalhvatamenn og stuðningsmenn og skipuleggj- endur safnsins skyldu sprottnir upp úr þessum byggðarlögum. Og í lok- in er safnið órækur vottur þess menningarlífs sem lifað var og jafn- framt afsönnun þess sóns, sem er orðin einhverskonar tíska, að ís- lendingar hafí lifað við sult og seyru, þrældóm og fátækt í óhæfi- legum mannabústöðum alla tíð, þar til um miðbik þessarar aldar. Mun- imir og listiðnaður sá sem safnið geymir er þvemeitun á þeim stað- hæfíngum, þeir hefðu ekki verið unnir af menningarsnauðum arm- ingjum. Sverrir Pálsson á þakkir skildar fyrir að hafa tekið saman rit um 25 ára sögu Minjasafnsins á Akur- eyri og unnið og skipulagt á skýran og ljósan hátt auk þess sem hann hefur átt dijúgan þátt í uppbygg- ingu og stuðningi við saftiið. Höfundur ritar um eriendar bæk- ur í Morgvnblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.