Morgunblaðið - 13.09.1988, Qupperneq 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1988
Minning:
Elín J. G. Hafstein
Ein lítil ömmubæn
í dag kveð ég ömmu mína Elínu
og þakka fyrir mig. Átján ára um-
hyggju og ást af öllu hjarta. Öll
bemskuánn mín og bestu árin
hennar. Árin okkar afa míns og
ömmu.
í dag lifa áfram öll myndbrotin
frá aldamótum. Um milda móður
hennar og glaðan bamahóp í hlýjum
föðurgarði. Heiður var hálft hennar
nafn og hálft leitt af sjálfum guði.
Um ljúfan föður í heimastjóm með
hetjuljóðin. Bað um storm en ekki
logn og að mega elska og treysta
á landið.
í dag er ég því glaður þó falli
heitu tárin. Þegar afi minn og
amma falla í faðma fyrir guði. Al-
faðir blessar nú bömin sfn og þau
leiðast aftur inn í garðinn. Hönd í
hönd á fagnaðarfund við löngu
látna soninn.
Og eftir stendur einn lftill ömmu-
strákur og þakkar fyrir sig þó falli
tárin.
Ásgeir Hannes
Frú Elín Hafstein kvaddi þennan
heim að kvöldi dags hinn 4. septem-
ber sl. á háum aldri með þeirri reisn
og virðuleik og hógværð sem ein-
kenndi hennar líf. Er Elínar sárt
saknað af aðstandendum sem og
öðrum, sem urðu þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að kynnast þessari
hjartahlýju og góðu konu. En kall
tímans fær enginn umflúið. Við sem
eftir stöndum þökkum það að hafa
fengið notið svo lengi samferðarinn-
ar með Elínu. Þótt andlát hennar
bæri brátt að og hún kenndi sér
ekki meins utan þess er fylgir háum
aldri, var eins og hún skynjaði það
að eigi væri langt í endurfund við
horfna ástvini. Einstök sálarró
hvfldi yfir Elínu, tengdamóður
minni, síðustu vikumar sem hún
dvaldi meðal okkar. Hún kvaddi
þennan heim södd lífdaga í fullri
sátt við Guð og menn. Við sem eft-
ir lifum varðveitum minningar um
góða og göfuga konu, sem með lífi
sínu vildi gjöra öllum gott.
Elín Jóhanna Guðrún Hafstein
fæddist á ísafirði jóladaginn 25.
desember 1900 og var sjöunda bam
Hannesar Hafstein, sýslumanns og
síðar fyrsta ráðherra íslands 1904,
og konu hans Ragnheiðar Stefáns-
dóttur Thordarsen. Önnur böm
þeirra Hannesar og Ragnheiðar
vom: Sigurður, f. 4. aprfl 1891 d.
2. febr. 1900, Kristjana, f. 27.
marz 1892 d. 27. jan. 1904, Ástríð-
ur f. 30. ág. 1893 d. 6. des. 1985,
Þórunn f. 19. okt. 1895, Sigríður
f. 3. des. 1896 d. 17. nóv. 1983,
Soffía Lára f. 17. des. 1899 d. 9.
febr. 1981, Ragnheiður f. 4. jan.
1903 d. 22. ág. 1981, Kristjana f.
30. maí 1911 d. 22. maí 1952 og
Sigurður Tryggvi f. 6. jan. 1913
d. 21. ág. 1985.
Við fráfall Elínar er Þórunn
Kvaran eitt bama Ragnheiðar og
Hannesar enn á lífí. Ættbogi er
stór. Böm Ragnheiðar og Hannesar
Hafstein er komust á legg, voru öll
farsællega gift og gátu sér hvar-
vetna gott orð. Þau kusu sér að lifa
og starfa í kyrrþey. Sannkallað
heiðursfólk, í þess orðs fyllstu
merkingu. Mikill hlýhugur og elska
ríkti milli systkinanna.
Elín Hafstein var sannkallaður
aldamóta íslendingur, fædd á sjálfu
aldamótaárinu. Þá kvað skáldið fað-
ir hennar hið magnþrungna kvæði,
Aldamótin. Þótt Elín flíkaði ekki
tilfínningum sínum né færi með
kvæði föður síns í heyranda hljóði,
finnst mér eins og boðskapur þessa
kvæðis hafí höfðað mest til viðhorfa
hennar og lífsskoðana. Hún elskaði
land sitt og þjóð í anda skáldsins,
er það segir:
íslenzkir menn! Hvað öldin ber í skildi,
enginn fær séð, hve feginn sem hann vildii.
Eitt er þó víst: Hún geymir Hel og Hildi.
Hlifi þér, ætljörð, guð í sinni mildi.
Hitt er og víst, að áfram, áfram miðar.
Upp, fram til ljóssins timans lúður kliðar.
Öldin oss vekur ei til værðarfriðar. /
Ung er hún sjálf, og heimtar starf, án þiðar.
Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvemig sem striðið þá og þá er blandið,
það er Að elska, byggja og treysta á landið.
Þá mun sá guð, sem veitti frægð til foma,
fóstuijörð vora reisa endurboma.
Þá munu bætast harmasár þess tiorfna,
hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.
(Hannes Hafstein)
Elín Hafstein tilheyrði þeirri kyn-
slóð sem upplifði framtíðarsýn
skáldsins. Það var þessi kynslóð
sem tryggði frelsi og sjálfstæði
íslensku þjóðarinnar. Kynslóðin sem
elskaði, byggði og treysti á landið.
Við sem á eftir komum, eigum þess-
ari kynslóð mikið að þakka og stóra
skuld að gjalda, sem er að vemda
land vort og þjóðarauð og skila
komandi kynslóðum enn betri arfí.
Á uppvaxtarárum Elínar var
stormasamt í íslenzkum stjóm-
málum. Hatrammlega og ómaklega
var ráðizt á Hannes Hafstein af
stjómmálaandstæðingum hans.
Sagan hefur sannað að stefna
Hannesar f sjálfstæðisbaráttunni,
sérstaklega í utanríkis- og öryggis-
málum, hefur reynst vera rétt. Á
þeim tíma var það ekki fyrirséð.
Óhjákvæmilega hafa þessi átök
haft áhrif á fyölskyldu hans. Þar
við bættist, að Hannes missir Ragn-
heiði konu sína en hún lézt árið
1913, á bezta aldri. Ragnheiður var
mikill harmdauði öllum, er til
þekktu.
Elín, tengdamóðir mín, sagði mér
að þau systkini hefðu notið mikillar
elsku og umhyggju frá ömmum
þeirra, frú Kristjönu, móður Hann-
esar, og frú Sigríði, móður Ragn-
heiðar, en þær bjuggu báðar í ell-
inni og samtímis á heimili þeirra.
Elín hlaut bamamenntun sína
m.a. í kaþólska skólanum í Reykja-
vík og stundaði síðan nám í 1. og
2. bekk í Menntaskólanum í Reykja-
vík. Þá tóku við störf hjá Landssíma
íslands.
Árið 1925 giftist Elín heitmanni
sínum, Ásgeiri Þorsteinssyni, verk-
fræðingi, Jónssonar eldsmiðs á
Vesturgötu í Reykjavík og Guðrún-
ar Bjamadóttur, eiginkonu hans.
Böm þeirra Elínar og Ásgeirs em:
Sigríður, húsfreyja og lögfræðing-
ur, gift Hafsteini Baldvinssyni, hrl.,
Ragnheiður, húsfr. og læknaritari,
gift Guðmundi H. Garðarssyni, al-
þingismanni, og Þorsteinn Ásgeir,
tæknimaður, kvæntur Vilhelmínu
Sveinsdóttur. Þá áttu þau Þorstein
er lézt bamungur.
Mikið jafnræði var með þeim
hjónum, Ásgeiri og Elínu. Þau
reistu sér glæsilegt heimili á Fjöln-
isvegi 12, þegar á fyrstu hjóna-
bandsárum sínum, og hélt Elín því
enn, er hún féll frá á 88. aldurs-
ári, en Ásgeir lézt 1. janúar 1971.
Höfðu þau þá verið í ástríkri sam-
búð í 45 ár.
Á Fjölnisvegi 12 var jafnan
mannmargt og minnast ættingjar
og vinir margra gleðistunda á heim-
ili þeirra Ásgeirs og Elínar. Elín
var sérstök kona, sem erfitt er að
lýsa með fáum orðum. Hún hafði
fágaða og glæsilega framkomu.
Hjálpsemi hennar var viðbmgðið.
Mátti hún aldrei neitt aumt sjá, þá
var hún boðin og búin til að rétta
hjálparhönd. Á erfíðum stundum
var Elín staðföst og sterk og veitti
þeim sem var hjálpar þörf, ömggan
stuðning. Bamgóð var hún með
afbrigðum. Fastheldin var hún á
hefðbundnar venjur og góða siði.
Til hinztu stundar fylgdist hún vel
með því sem fram fór í kringum
hana og kunni góð skil á þjóðmál-
um. Allt sem miður fór vildi Elín
færa til betri vegar. Velvilji og góð-
mennska einkenndi allt hennar líf.
Jafn fágætrar konu sem Elín var,
er sárt saknað.
Á kveðjustund er þakkað fyrir
allt hið góða er göfug kona skilaði
til samferðamanna sinna á langri
ævi. Guð blessi minningu hennar.
Þóranni Kvaran, elskulegri syst-
ur Elínar, em sendar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðmundur H. Garðarsson
Eftir langa ævi og farsæla hefur
Elín Hafstein kvatt þennan heim
og langar mig að minnast hennar
í fáeinum orðum.
Elín var ein göfuglyndasta kona
sem ég hef kynnst og sérlega greið-
vikin, sannur vinur vina sinna.
Þess fékk ég ríkulega að njóta
sem unglingur er ég dvaldi á heim-
ili þeirra einstöku hjóna, Elínar og
Ásgeirs Þorsteinssonar.
Var mér tekið sem einni af fyol-
skyldunni og naut alls til jafns við
böm þeirra. Þess fékk einnig móðir
mín, sem var æskuvinkona Elínar,
ríkulega notið í sínum veikindum
og verður það seint fullþakkað.
Þannig var hjartalag Elínar. Hún
var ávallt boðin og búin til að hjálpa
þeim sem með þurftu.
Hún fékk það endurgoldið í
ríkum mæli frá bömum sínum og
öðmm þeim sem stóðu henni nærri.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar
sendi ég bömum Elínar og öðmm
aðstandendum þakkir og dýpstu
samúðarkveðjur.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt“.
(Valdimar Briem)
Katrín Stella Bríem
+
Eiginmaður minn,
BERGUR BJARNASON
bifreiðastjóri,
Holtsgötu 11, Hafnarflrðl,
andaðist 10. september í St. Jósepsspítalanum, Hafnarfirði.
Fyrir hönd sona, tengdadætra og barnabarna,
Ingibjörg Jónsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn,
GUÐBERGUR ÞORSTEINSSON,
Álfaskeiði 29,
Hafnarfirðl,
varð bráðkvaddur þann 11. september.
Fyrir mína hönd og dætra okkar,
Margrót Þ. Slgurðardóttir.
+
Eiginkona mín,
KRISTJANA SVEINSDÓTTIR,
Hjallabraut 23,
Hafnarfirðl,
andaðist í Landspítalanum 10. september. Jarðarförin auglýst
síðar.
Jóhann Rúnar Guðbergsson.
+
Ástkær móðursystir okkar,
GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Leifsgötu 3,
Reykjavfk,
lést í Borgarspítalanum 11. september.
Guðríður J. Pótursdóttir,
Matthfas Guðm. Pótursson.
+
Móðirokkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
áöur tll heimilis f Skaftahlfð 34,
andaðist í Borgarspítalanum að morgni sunnudagsins 11. sept-
ember sl.
Valgerður Eyjólfsdóttir, Jón E. Guðmundsson,
Rósa Eyjólfsdóttir, Ingi Hallbjörnsson,
Kristbjörg Þórðardóttlr, Björn Ómar Jónsson,
Guðbjörg Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Móðir mín, tengdamóöir og amma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
fyrrv. sklpsþerna,
Möðrufelli 13, R.
lést i Landakotsspítala 11. september.
Nanna Jónsdóttir,
Hafsteinn Sigurðsson
og börn.
+
Sonur minn,
HAUKUR HAFSTEIN,
er látinn.
Ragnheiður Hafstein.
+
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SNÆBORGAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Hátúnl 12,
ferfram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 13. september kl. 14.15.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEINUNN SVEINHELGA STEFÁNSDÓTTIR,
Eyrarvegi 21,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 14. septem-
ber kl. 13.30.
Torfi Gunnlaugsson, Guðflnna Gunnarsdóttir,
Stefán Gunnlaugsson, Hugrún Engilbertsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faöir, sonur, tengdasonur, bróðir og
mágur,
SVERRIR SVERRISSON
rennlsmlður,
Kóngsbakka 5,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miövikudaginn 14. septem-
ber kl. 13.30. Jarösett verður í Hafnarfiröi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristfn Ragnarsdóttir,
Sverrlr Sverrisson,
María Jónasdóttlr, Sverrir Jónsson.