Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988
Hinn mannlegi þáttur/ÁSGEiR hvítaskáld
Japanír læra íslensku
Áf tilviljun rakst ég á japanskan
prófessor hér í Þelamörk í Noregi.
Maðurinn er ekki bara athyglisverð-
ur fyrir það sem hann er að fást
við heldur einnig fyrir persónuleika
sinn. Hann lýsir af lífsgleði og
lífsspeki. Maðurinn heitur Susumu
Okazaki og er prófessor við nor-
rænu málvísindadeildina við Tokai-
mmm
til að hreinsa KÍSILSKÁN af vaskinum, baðkarinu eða
sturtubotninum.
Reynslan hefur sýnt að árangur næst með NÚDDA.
Fáðu þér pakka og prófaðu.
Sölustaðir t.d.: Flestar matvöruverslanir og bensín-
stöðvar Esso.
HREINLÆTISÞJÓNUSTAN HF.,
sími 27490.
IMAMSKEIÐ
- Sækið námskeið hjá traustum aðila -
Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni:
Tölvunotkun:
- Grunnnámskeið
íeinkatölvum........15. - 16. og 22. - 23. okt.
- Ritvinnsla - WördPerfect (Orðsnilld) 29. - 30. okt.
- Ritvinnsla, framhald - WordPerfect.5. - 6. nóv.
Skrifstofu- og verslunarstörf:
- Bókfærsla I
- fyrrihl.........15., 16., 18., 20., 22. og 23. okt.
- Bókfærsla I
- seinni hl......25., 27., 29., 30. okt., 1.-3. nóv.
Stjórnunarnámskeið:
- Fjármál fyrirtækja...........17.-20. okt.
\
Ýmis stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku.
Frekari upplýsingar óg skráning fer fram í síma 688400.
Verzlunarskóli íslands
háskólann í Japan. En það merki-
iega er að hann er að skrifa
kennslubók í íslensku fyrir Japani.
Hann hefur þýtt allar bækur
danska rithöfundarins og heim-
spekingsins Kierkegaard yfír á jap-
önsku, 3 stór bindi. Einnig var hann
persónulegur vinur Kristmanns
Guðmundssonar, rithöfundar. Fyrir
tveim árum var hann síðast í
Reykjavík. Hann á 2 dætur sem
báðar eru tannlæknar, einn son sem
er í rannsóknarlögreglunni, en kon-
an er hjúkrunarkona og vili ekki
fljúga.
„Það er líf, það er von,“ er ein
lífsspeki hans.
Hann bjó á stúdentaheimili sem
hafði verið breytt í sumarhótel.
Blokkin stóð á grasivaxinni hæð,
með útsýni yfír gula komakra og
furuskóginn upp um allar fyalls-
hlíðar. Eg bankaði og tii dyra kom
lágvaxinn Japani, unglegur eftir
aldri, grannvaxinn og svipfríður.
Hann hafði gráhvítt hár og tinnu-
svört augu.
Hann var nýkominn úr ferðalagi
frá Svíþjóð, átti von á mér og vissi
að ég var íslenskur. Og nú færði
hann mér hangikjöt sem hann hafði
grafíð upp í Svíþjóð. Bara það lýsir
manninum.
„Þú mátt ekki verða sorgmædd-
ur, bara glaður," sagði hann og
átti við að ég mætti ekki fá heimþrá.
Hann hitti mig í hjartastað. Aðra
Bátar-Vélar-Tæki
Sýnum og reynslusiglum SKEL 80
trillubátnum í smábátahöfninni í
Hafnarfirði næstkomandi laugardag
og sunnudag frá kl. 10.oo til 17.oo.
Tæknilegur ráðgjafi frá Yanmar verk-
smiðjunum verður á staðnum.
Trefjar hf. Bílaborg hf. SONAR
Susumu Okazaki prófessor við Tokai-háskólann í Japan, með handri-
tið að islensku kennslubókinni.
eins kurteisi og hugulsemi hef ég
aldrei upplifað. Við settumst við
gluggann og urðum bestu mátar á
skömmum tíma. Það var heit sum-
armolla og mýbitið streymdi inn um
opinn gluggann.
Hann sagði mér frá lífínu í Japan
og ég kenndi honum íslensk orð.
„En hvemig voru þín yngri' ár?“
spurði ég og vildi vita allt um fram-
andi menningu.
„í stríðinu var ég í sjálfsmorðs-
sveit ogvarði Japani gegn Amerík-
önum. Eg stjómaði litlum 14 feta
bát sem knúinn var með bflmótor.
Stór sprengja var um borð, þétt við
bak mitt. Slík sprengja drap allt í
25 metra radíus og kastaði sjónum
upp í háan strók. í byijun vom
3.000 sjálfsmorðsliðar og við sigld-
um út í næturmyrkrtö að stóru
amerísku herskipunum. Ýmist köst-
uðu menn sprengjunum í sjóinn,
sumir náðu að sigla burt áður en
þær sprungu en aðrir urðu að sigla
á herskipin með sprengjumar á
bakinu. Aðeins 1.500 af okkur lifðu
stríðið.
Ég hélt lífínu því ég var látinn
kenna nýliðum," sagði Susumu og
tinnusvört augun horfðu stingandi
á mig.
Við íslendingar sem höfum eng-
an her, við skiljum ekki hvað stríð
er. En hann hafði upplifað eitthvað
sem ekki er hægt að stroka burt
úr minninu.
„Hvemig stóð á því að þú fórst
svo að nema íslensku?" spurði ég.
„Það er löng saga. Eftir stríðið
var mikil fátækt í Japan, engir doll-
arar og fólk hafði ekki leyfí til að
ferðast úr landi nema þeir sem
höfðu góða menntun. Þess vegna
byijaði ég að stúdera til að komast
í ferð til útlanda. Svo fór ég að
lesa frönsku og þýsku en þá kom
í ljós að ég varð að kunna málvís-
indi til að skilja almennilega vest-
rænar bókmenntir. í gegnum
danska sendiráðið í Japan komst
ég til Kaupmannahafnar til Louis
Hjemslev sem er prófessor í mál-
vísindum. Þar lærði ég að gmnninn
að norrænni menningu er að fínna
í íslendingasögunum. Þess vegna
lærði ég íslensku til að geta lesið
og skilið íslendingasögumar."
Og þar með hefur Susumu Okaz-
aki lært ensku, frönsku, þýsku,
dönsku, sænsku, norsku, færeysku
og íslensku, fyrir utan sitt móður-
mál.
íslenskunámið í Japan tekur 4
ár og að meðaltaii eru 8 nemar á
ári. i 30 ár hefur Susumu kennt
tungumál Norðurlanda og hafa 450
stúdentar farið {gegnum máladeild-
ina hans. Nemamir geta ekki notað
þessa kunnáttu í neitt sérstakt en
ætlunin er að skapa bakgmnn.
„Allt er gott sem endar vel,“
sagði Susumu veitandi af sinni
Iífsspeki.
Hann var vel kunnugur norræn-
um bókmenntum:
„Það em 4 stórir höfundar á
Norðurlöndum; Ibsen, Strindberg,
Hallberg og svo höfundur Fjalla-
Eyvinds." sagði prófessorinn sem
hafði greinilega lesið mikið.
Hann vissi um Guðmund Kamban
og hvemig hann hafði verið drep-
inn.
„Mér líkar best að lesa Njáls-
sögu, einnig Eddu og gömlu kon-
ungasögumar, mér fínnst gaman
að lesa um gamla siði í Flateyjar-
bók,“ sagði Susumu.
„Hvaða munur er á gömlu jap-
önsku menningunni og þeirri gömlu
íslensku?" spurði ég og sló saman
hnefunum af eftirvæntingu, því
svör hans vom full af vísdómi.
„Það er ekki mikill rnunur," sagði
hann rólega og augun brostu. „Eg
hef þá skoðun að allt fólk sé eins
innst inni i hjartanu. Fólk í þá daga
sem fólk í dag. Ef allir skildu þetta
væri aldrei stríð. Það er nákvæm-
lega þetta sem ég er að rannsaka
núna,“ sagði Susumu og hló.
„Hvað ætlarðu svo að gera þegar
bókin kemur út?“ spurði ég og virti
fyrir mér handritin að kennslubók-
inni þar sem útskýringar vom skrif-
aðar á japönsku.
„í september á síðasta ári var
stór norræn hátíð í Japan. Þá hitti
ég forsetann ykkar, Vigdísi Finn-
bogadóttur. Ég vona að hún muni
eftir mér, því þegar bókin kemur
út ætla ég að fara til íslands og
sýna henni bókina. Bókina sem ég
elska."
„Að lokum Susumu, er einhver
ein lífsspeki sem þú hefur að leiðar-
ljósi?" spurði ég.
„Við getum ekki fundið hamingj-
una neins staðar, bara ánægju sums
staðar," sagði Susumu og brosti
glettinn.
Háskóla-
fyrirlest-
ur í Odda
JACQUES LE Gofif, prófessor í
sagnfræði við Ecole Pratique des
Hautes Etudes í París, flytur
opinberan fyrirlestur í boði
heimspekideildar Háskóla ís-
lands finuntudaginn 13. október
kl. 17.15 í stofii 101 í Odda.
Fyrirlesturinn nefnist: Getum við
talað um miðaldamann? og verður
fluttur á frönsku. Útdrætti á
íslensku verður dreift á fyrirlestrin-
um.
„Jacques Le Goff er einn þekkt-
asti og virtasti sagnfræðingur
Frakka. Hann er nú helsti for-
sprakki Annálahreyfíngarinnar svo-
nefndu. Sérsvið hans er miðalda-
saga og hefur hann ritað ijölda
bóka og greina um það efni. Má
þar nefíia ritin „Intellectuels du
Moyen Age“ (1957), „Pour un autre
Moyen Age“ (1978) og „La naissan-
ce du purgatoire" (1981) sem öll
hafa verið þýdd á ensku," segir í
frétt frá Háskóla íslands.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.