Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
Seðlabankinn:
Athugar vexti a
viðskiptavíxlum
Næsta vaxtalækkun væntanleg um
mánaðamótin
VEXTIR á viðskiptavíxlum eru
nú til athugunar hjá Seðlabank-
anum og Sambandi viðskipta-
banka að beiðni Jóns Sigurðsson-
ar, viðskiptaráðherra. Hann bað
um umsögn þeirra eftir að Félag
íslenskra iðnrekenda og samtök
bankamanna skrifuðu honum
vegna þessa máls, en iðnrekendur
og bankamir hafa deilt um
hversu háir raunvextir séu af
þessum víxlum.
Iðnrekendur telja vexti þessa
óeðlilega háa, en Stefán Pálsson,
bankastjóri Búnaðarbankans segir
hæstu raunvextir af viðskiptavíxlum
vera tæp 17% samkvæmt útreikn-
ingum bankans, eða um 5% iægri
en iðnrekendur haldi fram. Við-
skiptaráðherra sagðist búast við að
reifa málið frekar þegar umsögn og
útreikningar Seðlabanka og Sam-
bands viðskiptabanka lægju fyrir,
en hann sagðist ekki geta sagt um
hvenær það yrði.
Jón var spurður um næstu skref
ríkisstjómarinnar í lækkun vaxta.
Hann sagðist gera ráð fyrir að aftur
verði ástæða til að lækka nafnvexti
um næstu mánaðamót, að öllu
áfallalausu. Erfiðara væri að segja
fyrir um raunvaxtaþróunina, það
færi meðal annars eftir því hvemig
viðræður við lífeyrissjóði gangi. Til
að ná varanlegum árangri þyrfti
auðvitað að koma á betra jafnvægi
á lánamarkaði og þar væri mikil-
vægast að draga úr lánsfjárþörf
rfkisins í væntanlegum Qárlögum
og lánsfjárlögum.
Ragnarsbakaríi í
Keflavík lokað í gær
Keflavfk.
ENGIN starfsemi var hjá Ragn-
arsbakaríi í gær og verður ekki
í dag. Starfsmenn höfðu tilmæli
eiganda um að sitja heima i gær
að engu og mættu allir til vinnu
en aðhöfðust ekkert. Þijár versl-
anir eru reknar á vegum bakaris-
ins og voru þær ekki opnaðar.
Starfsmenn bakarisins sem eru
um 50 talsins voru siðdegis i gær
boðaðir á fund með eiganda i
dag.
„Eignastaða bakarísins er það
óljós á þessari stundu að við treyst-
um okkur ekki til að halda starfsem-
inni áfram á meðan ekki fást skýr-
ar línur í stöðuna. Á morgun verður
frndur í Keflavík með bústjóra
Ávöxtunar sf. og skiptaráðanda í
Keflavík," sagði Lúðvík Halldórsson
fulltrúi núverandi eiganda í samtali
við Morgunblaðið í gær. Eftir þann
fund munum við síðan halda fund
með starfsfólkinu og kynna því nið-
urstöðumar," sagði Lúðvík, en vildi
ekki að öðru leyti ijá sig um málið.
Ávöxtun sf. í Reykjavík keypti
þrotabú Ragnarsbakarís fyrr á
þessu ári og tók við rekstrinum.
Björgvin Víglundsson úr Reykjavík
keypti svo bakaríið í sumar af
Ávöxtun sf. en engar meiriháttar
breytingar urðu á framleiðslunni
við söluna.
- BB
Morgunblaðið/Þorkell
Jóhann Hjartarson og Jan Timman hefja skák sina i gær.
Heimsbikarmótið í skák:
Jóhann vann Timman
SIGUR Jóhanns Hjartarsonar á
Jan Timman bar hæst í tólftu
umferð heimsbikarmóts Stöðv-
ar 2 i skák í gærkvöldi að sögn
skákskýrenda Morgunblaðsins,
Braga Kristjánssonar og Karls
Þorsteins.
Tal og Nunn gerðu jafntefli,
einnig Spassky og Kasparov,
Beljavsky og Sokolov, Ehlvest og
Ribli, Nikolic og Speelman og
Júsupov og Anderson. Ungver-
jamir Sax og Portisch voru hins
vegar ekki i neinum friðarham og
lauk viðureign þeirra með með
sigri Portisch.
Margeir Pétursson tapaði fyrir
Kortsnoj. Þeir Bragi Kristjánsson
og Karl Þorsteins segja að Mar-
geir og Kortsnoj hafi teflt flókna
skák. Byijunin var drottningar-
bragð og töldu viðstaddir mögu-
leika Margeirs vænlega í miðtafl-
inu. Framhaldið tefldi Margeir
hins vegar ekki nægilega vel, lenti
í tímahraki og þegar tímamörkum
var náð við fertugasta leik var
ljóst að Margeir stóð mjög höllum
fæti og síðan varð hann að játa
sig sigraðan.
Eftir tóif umferðir em Beljav-
sky, Ehlvest og Tal efstir með 7,5
vinninga, Kasparov og Sokolov
hafa 7 vinninga, Jóhann, Nunn
og Júsupov em með 6,5 vinninga,
Timman er með 6 vinninga og
biðskák, Sax er með 6 vinninga,
Anderson, Nikolic, Kortsnoj og
Speelman em með 5,5 vinninga,
Ribli með 5, Spassky 4,5, Portisch
4 vinninga og biðskák og Margeir
rekur lestina með 8,5 vinninga.
Sjá bls. 58 og 59 frásagnir og
skákskýringar.
Yfír 50 fyrirspurnir um lán úr Atvinnutryggingarsjóði:
Alls ekkí búið að útiloka
fiskeldi og loðdýrarækt
- segir Gunnar Hilmarsson, formaður stjórnar sjóðsins
YFIR fimmtiu fyrirtæki hafa
haft samband við skrifstofu At-
vinnutryggingarsjóðs útfiutn-
ingsgreina tU að óska eftir upp-
lýsingum og gögnum í sambandi
Hyggst hætta eftir
25 ára þingsetu
MATTHÍAS Bjamason, fyrsti
þingmaður Vestfirðinga, hyggst
ekki gefa kost á sér til þingsetu
við næstu Alþingiskosningar.
Hann lýsti þessu yfir á fundi
kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
fiokksins á laugardag. Matthías
hefur setið óslitið á Alþingi frá
árinu 1963 og verið fyrsti þing-
maður Vestfirðinga frá árinu
1974.
„Þetta er ákvörðun sem ég hef
tekið fyrir löngu sfðan. Ég tel að
ég sé búinn að sitja það lengi að
ekki sé nein sérstök ástæða fyrir
mig að vera lengur. Ég er búinn
að vera í stjómmálum sfðan ég var
17 ára og f bæjarstjóm ísafjarðar
frá því að ég fékk kosningarétt,
en þar sat ég í 24 ár,“ sagði Matt-
hías er hann var spurður um ástæð-
umar fyrir þessari ákvörðun. Hann
er nú 67 ára gamail.
Matthfas sagðist ætla að draga
sig alveg í hlé frá stjómmálum um
leið og hann hættir þingmennsku,
en snúa sér að ýmsum hugðarefn-
um. „Ég hef afskaplega gaman af
að vinna að ræktun í sumarbústað-
Matthías Bjarnason
arlandi mínu í Trostansfírði, jafn-
vel að fiskræktarmálum. Ég hef
lfka mikinn áhuga á bókmenntum,
er mikill áhugamaður um sögu og
ættfræði."
Matthías sagðist mundu halda
áfram að gegna starfí sínu sem
formaður stjómar Byggðastofnun-
ar til loka kjörtímabilsins eins og
lög gerðu ráð fyrir.
við lánsumsóknir. Sjóðurinn aug-
lýsti eftir umsóknum nú um helg-
ina, en þar segir að fyrirtæki í
fiskeldi og loðdýrarækt komi
ekki til álita við lánveitingu.
Gunnar Hilmarsson, formaður
stjóraar Atvinnutryggingar-
sjóðs, segir að aðeins sé um að
ræða vinnureglur tíl áramóta, en
alls ekki búið að útiloka þessar
atvinnugreinar frá lánveitingum
fyrir fullt og allt.
Gunnar segir að fyrirtæki hvað-
anæva að af landinu hafi haft sam-
band við sig vegna auglýsingarinn-
ar og ekki síður úr Reykjavík og
af Suðumesjum en af landsbyggð-
inni. Eðlilega væru flest fyrirtækj-
anna í sjávarútvegi, bæði í fryst-
ingu, söltun og rækjuvinnslu. Einn-
ig væri um að ræða iðnfyrirtæki,
svo sem saumastofur og fyrirtæki
f ullariðnaði. í auglýsingunni er tek-
ið fram að einungis fyrirtæki með
yfir 10 milljónir króna í útflutnings-
verðmæti komi til greina.
Ástæðuna fyrir því að fiskeldi
og loðdýrarækt kæmu ekki til
greina fyrst í stað sagði Gunnar
vera þá að sjóðurinn treysti sér
ekki til að fá allt yfír sig í einu.
Málefni þessara tveggja atvinnu-
greina væru í sérstakri skoðun hjá
öðrum aðilum, og þvf hefði helst
verið talið að þær gætu beðið, til
dæmis væri búið að heimiia lán-
veitingar til fískeldisfyrirtælq'a. Öll
önnur fyrirtæki kæmu til greina við
lánveitingar, bæði í fískvinnslu og
iðnaði, svo sem ullariðnaðarfyrir-
tæki og saumastofur.
Gunnar sagðist ekki búast við
að umsóknir fæm að berast At-
vinnutryggingarsjóði fyrr en eftir
viku eða tfu daga. Þá þyrftu þær
fyrst að fara fyrir ráðgjafanefnd,
þar sem fulltrúar bankanna og
hagsmunasamtaka eiga sæti, en
ekki væri búið að tilnefna menn í
þá nefnd. Gunnar sagðist því ekki
búast við að hægt yrði að fara að
afgreiða lán úr sjóðnum fyrr en
eftir þijár til fjórar vikur, eða um
miðjan nóvember.
Sjá bls. 24.
Játvarður Jökull
Júlíusson látinn
Miðhúsum.
JÁTVARÐUR Jökull Júlíusson
rithöfundur, Miðjanesi i Reyk-
hólasveit, lést i dvalarheimilinu
Barmahlíð á Reykhólum laugar-
daginn 16. október.
Játvarður var fæddur 6. nóv"m-
ber 1914 á Miðjanesi og var bóndi
þar en hann kenndi lömunar 1957
og frá 1958 var hann alger öryrki.
Játvarður starfaði mikið að fé-
lagsmálum og var m.a. oddviti
Reykhólahrepps í 8 ár en þekktast-
ur var hann fyrir ritstörf sín. Hann
skrifaði nokkrar bækur og var rit-
stjóri . Markaskrár Austur-Barða-
strandarsýslu og var hann nýbúinn
að senda frá sér nýtt handrit sem
bíður prentunar.
Játvarður varð að skrifa öll sín
verk með munninum og notaði hann
til þess spýtu sem hann hélt með
tönnunum. Handrit hans vom frá
fyrstu hendi þannig að nær engu
þurfti að breyta, allt var skipulagt
fyrirfram.
Stoð hans og hjálparhella öll þau
ár sem Játvarður þurfti að vera upp
Játvarður J. Júlíusson
á hjálp annarra kominn var kona
hans, Rósa Hjörleifsdóttir. Þau hjón
eignuðust sjö böm og em sex á lífi.
- Sveinn