Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 15
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 ÚTFLUTNINGS /a OG MARKAÐSSKÓLI ÍSLANDS THE ICELANDIC INSTITur£ QP MARKETING AND EXPQRT Tími og staður: 27.-28. október kl. 9-17 í Ánanaustum 15. Athugið! VR og starfsmenntunarsjóöur BSRB styrkja félagsmenn sína til þátttöku í námskeiðum SFÍ. Jón Þór Gíslason myndlistarmaður. Munúð og rómantík Myndlist Bragi Asgeirsson Hið fyrsta, sem kemur upp í hug- ann við skoðun sýningar Jóns Þórs Gíslasonar í Gallerí Borg er munúð og rómantík. Þessir eiginleikar skína út úr öllum myndum hans á sýning- unni, jafnt málverkum sem blýants- teikningum og á stundum virðist list- aspíran gleyma sér og lögmálum málverksins í tilfinningalegu kjöl- sogi. í öllu falli er teikningu og upp- byggingu mynda hans oft á þann veg farið, að það er lfkast sem mynd- ræn rökvísi hans hafi látið undan tilfinningafiæðinu. Svipaða rómatík sér maður iðu- lega í myndum Sigurðar Þóris, og báðir eiga þeir sér það sameiginlegt að gera stundum myndir, þar sem allt virðist ganga upp og eru þær í algjörum sérflokki um skýra hugsun og myndræn gæði. Þannig er það með mynd nr. 1 á skrá „Án titils", sem mér þykir bera af öllum málverkunum á sýningunni fyrir form- og litræna uppbyggingu og klára myndhugsun. En annars skil ég engan veginn, hví öll mál- verkin eru nafnlaus, jafn mikið og þau byggjast á ákveðnum stemmn- ingum og hughrifum. I öðrum myndum virðist mjög lítið þurfa, til að hlutimir gangi upp og þannig lofa myndir eins og nr. 8 og 11 góðu um framtíðina, en aðrar mjmdir eins og stóra myndin á enda- vegg hefðu svo sannarlega mátt missa sín á þessari sýningu. Ljóst er, að Jón Þór Gfslason er ennþá í mótun, og eins og hann legg- ur upp myndir sínar, þyrfti hann nauðsynlega að nema hjá fígúratív- um málara og ekki aðeins eina önn heldur a.m.k. tvö ár, því að hér skort- ir á markvissa þjálfun. Tilfinninga- lega virðist listamaðurinn hafa fund- ið sig, en hins vegar ekki á mynd- rænum grundvelli. Blýantrissin vöktu sum athygli mína fýrir næmt línuspil og umbúðalausari kraft held- ur en í málverkunum. Veitir færni í sölu og samningagerð, þar sem áhersla er lögð á mannleg samskipti Efni: • íslenskur markaður • Uppbygging og mótun sölustefnu • Skipulagning söluaðgerða • Val á markhópum • Símsala • Starfsaðferðir sölufólks • Samskipti og framkoma • Mótbárur og meðferð þeirra • Söluhræðsla • Markaðsrannsóknir og Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. tengja saman aftur eða bregða upp nýju sjónarhomi. Hér eru almennir stólar, svo og hægindastólar, mjög vinsælir og þá iðulega gengið út frá hluta þeirra. Til mótvægis vaxa svo stundum út úr grunnhugmyndinni ýmis einföld en skörp frumform. Það munu vera hin einföldu en traustu form notagildishlutanna, sem hrífa mótunarlistamenn og þannig gera þeir einnig verk í yfir- stærðum til áherslu og þar sem hinn formræni kraftur verður sá ás, sem allt snýst um. Þannig geta voldug verk hinnar athyglisverðu mótunarlistakonu, Magdalenu Jetlová, stundum minnt á notagild- ishluti, þótt ekki sé beinlínis gengið út frá þeim og notagildið sé ná- kvæmlega núll. Á þetta er bent hér til aukins skilnings á mjmdum líkt og Borg- hildur Óskarsdóttir útfærir og hér bætist einnig við ótvíræð efnis- kennd og rannsókn á möguleikum skyldra sem óskyldra efna og áferð þeirra svo og hin hreint formræna kennd. Ég tel vart, að menn komist í beint samband né hafi ánægju af slíkum myndum án nokkurs skiln- ings á fyrirbærinu, og því er það misskilningur að rejma ekki að gefa skoðendunum nokkra vísbendingu í stuttum formála auk einhverrar nafngiftar á einstök verk, þótt það þyki ijári fínt og nútímalegt að hafa þau nafnlaus, „Án titils, Untit- let, Sans titre". Og þá er alpahúfan í góðu sjónmáli. Þetta er hrein og ómenguð mót- unarlist hjá Borghildi Óskarsdóttur, jafnframt því sem uppsetningin gegnir afar miklu máli — sjálf „in- stallasjónin". Og fyrir hvorutveggja hefur hún dijúgan sóma... Þú rekur þig á ýmis óþægindi ef rafmagnið fer! Yarla er hægt að hugsa sér betri eða þægi- legri orku en rafmagnið. Hljóðlaust og öruggt bíður það í leiðslunum, reiðubúið að verða við óskum okkar um næga birtu, hrein föt, hressandi kafflsopa eða stundar- korn fyrir framan sjónvarpið. Þeir sem draga að greiða rafmagnsreikn- inginn verða fyrir óþægindum. Háir dráttar- vextir leggjast á skuldina og ef lokað er fyrir rafmagnið standa þeir allt í einu uppi án helstu lífsþæginda, nánast í myrkri miðald- anna! Þá er ekkert mikilvægara en rafmagnið sem hvarf úr leiðslunum — og ekkert sjálf- sagðara en að greiða fyrir það! Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKiAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI 68 62 22 ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.