Morgunblaðið - 18.10.1988, Page 16
16
I
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1988
Orgeltón-
leikar í
Landakirkju
ORGANISTINN Reidar Hauge
frá Noregi leikur í Landakirkju
í Vestmannaeyjum kl. 21 þriðju-
daginn 18. október.
Hauge lauk kantorj)rófi frá Berg-
en Musikkonservatorium og mast-
ersprófi í listum við háskólann í
Minnesota. Hann var síðan ráðinn
sem organisti við kirkjuna í Kóngs-
bergi 1973 og hefur starfað þar
samfellt síðan auk kórstjórnar og
einnig hefur hann samið nokkur
orgelverk.
+ \
Olafur Ragnar Grímsson gármálaráðherra:
Fullt samkomulag um
raunvaxtalækkun
Viðræður haftiar um vaxtalækkun hjá lífeyrissjóðum
ÖLAFUR Ragnar Grimsson Qármálaráðherra segir að ákvörðun um
lækkun á raunvöxtum spariskírteina ríkissjóðs hafí verið tekin í
fullu samkomulagi við þá aðila sem gerðu samning um sölu spariskír-
teina við fjármálaráðuneytið i sumar. Ólafur segist fljótlega munu
taka upp viðræður við fulltrúa lifeyrissjóða um vaxtalækkun á útlán-
um þeirra og segist vongóður um að markmið ríkisstjórnarinnar um
3% raunvaxtalækkun á þessu ári, náist.
Reidar Hauge
■■■■■■■■
Fjármálaráðuneytið tilkynnti á
miðvikudag raunvaxtalækkun á
spariskírteinum ríkissjóðs. Fulltrú-
ar verðbréfafyrirtækja höfðu haldið
því fram að slík vaxtalækkun biyti
í bága við samning sem gerður var
HJÁ
OKKUR MERKIR NÝR BfLL
1989
ÁRGERÐ
MMTSUBMSHM
NTTT UTLMT — JVV TÆKNM
VERÐ FRÁ KR. 524.000
Innifalinn í verðinu er m.a. eftirtalinn búnaðiir: *
Vökvastýri — Rafstýrðir útispeglar
Rafdrifnar rúðuvindur — Dagljósabúnaöur
* Á ekki við 1300 GL
í sumar þar sem bankar, sparisjóðir
og Verðbréfaþing íslands skuld-
bundu sig til að selja spariskírteini
fyrir tæpa 3 milljarða króna á þessu
ári.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
við Morgunblaðið að samningurinn
hefði falið í sér ákvæði um fasta
vexti, sem ættu að haldast óbreytt-
ir ef markaðsaðstæður væru
óbreyttar.
„ I viðræðum við söluaðila spari-
skírteina lýsti ég því yfir því yfir
að ég myndi reyna að þróa áfram
það sölukerfi spariskírteina sem
tekið var upp í sumar. Síðan fór
fram sameiginlegt mat á því að
markaðsaðstæður hefðu breyst í
Ijósi þeirra ákvarðana sem teknar
voru í vaxtamálum fyrir nokkrum
dögum og efnahags- og verðlags-
þróunarinnar í landinu. Á grund-
velli þessara viðræðna tókum við
ákvörðun um vaxtalækkun á spari-
skírteinum," sagði Ólafur Ragnar.
„Hugsunin hjá okkur er sú að
þróa vaxtakerfið á þann veg að
spariskírteini ríkissjóðs verði örugg-
asta fjárfestingin á markaðnum og
vextirnir á þeim myndi einskonar
raunvaxtagólf fyrir markaðinn í
heild. Þessi aðgerð er þess vegna
liður í því að vaxtalækkunarlestin
er farin að hreyfast og hver vagn-
inn á fætur öðrum tengist henni á
næstu vikum og mánuðum. Vaxta-
lækkun á bankabréfum og bréfum
hliðstæðum spariskírteinum mun
fylgja í kjölfarið. Ég hef síðan byij-
að óformlegar viðræður við fulltrúa
lífeyrissjóðanna, og mun á næst-
unni hefja formlegar viðræður í
beinu framhaldi af þessari þ'róun,"
sagði Ólafur.
Þegar hann var spurður hvort
hann væri bjartsýnn á að raun-
vextir lækkuðu um 3% fram að
áramótum, eins og ríkisstjórnin
stefnir að, svaraði hann að ef lestin
brunaði á sporinu væri hann bjart-
sýnn á að verulegir áfangar sæjust
um og eftir áramótin. Væntanlegt
fjárlagafrumvarj) myndi síðan von-
andi endurspegla staðfestu ríkis-
stjórnarinnar í að mynda þau efna-
hagslegu skilyrði sem gerðu frekari
vaxalækkun mögulega.
Ekki verði
hreyft við
lánskjara-
vísitölunni
STJÓRN Landssambands lífeyr-
issjóða skorar á stjórnvöld að
hreyfa ekki við lánskjaravísi-
tölunni.
Fyrirhugaðar breytingar munu
reyndar koma lífeyrissjóðunum til
góða þegar til lengri tíma er litið
en jafnframt íþyngja lántakendum.
Stjóm Landssambands lífeyrissjóða
óttast engu að síður það fordæmi,
sem slík breyting gefur. Stjórnvöld
gætu öðru hveiju skipt um grunn
vísitölunnar og tengt hana hveiju
sinni við þætti, til dæmis laun, sem
fyrirhugað er að halda föstum.
Þannig yrði lánskjaravísitalan ekki
lengur sú trygging sparifjár gegn
verðbólgu sem henni er ætlað. Það
hefði aftur ófýrirsjáanlegar afleið-
ingar fyrir eignir lífeyrissjóðanna
og þar með getu þeirra til þess að
greiða verðtryggðan lífeyri, segir í
ályktun sambandsins.
..J*'
tíÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG
"hheklahf
Laugavegi 170-172 Simi 695500