Morgunblaðið - 18.10.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
21
Smájafiiréttís-
hugleiðing
eftir Bergljótu
Ríifiiar
Mikið lifandis ósköp varð ég sár
og reið þegar ég heyrði í fréttum,
að í embætti forseta og 1. og 2.
varaforseta Sameinaðs Alþingis
hefðu verið kosnar 3 konur. Þarna
voru karlarnir snjallir, búnir að búa
til nýja kvennastétt á einu auga-
bragði, létu eins og þeir væru að
stuðla að jafnrétti, hampa konum,
en voru í raun og veru að afgreiða
3 konur í eitt embætti. Þetta
minnti mig á stráka í bílaleik og
stelpur, sem vilja fá að vera með
í leiknum. „Þið megið hafa bílana
stelpur, við förum í fótbolta á
meðan, strákar,", svara þeir. Nei,
gott fólk (á Alþingi og hvar sem
er), jafnrétti snýst fyrst og fremst
um að eyða kynskiptingu, blanda
konum og körlum sem mest, hvar
sem er, og að fólk af báðum kynj-
um vinni saman, en ekki að hrúga
saman konum í 1., 2. og 3. sæti í
sama starfi, þegar talið er pólitískt
heppilegt að halda upp á jafnrétti
og hampa konum.
I dag las ég svo í Morgunblað-
Bergljót Rafnar
inu, að nokkrir þingmenn hefðu
lagt fram þingsályktunartillögu
„En þeim mun Qöl-
mennari og einlitari
veröur sú stétt, sem
nefind er „aðstoðarmað-
ur ráðherra“ og fer að
minna óhugnanlega á
gömlu kenninguna um
„konuna bak við karl-
manninn“.“
um ráðningu þriggja jafnréttisráð-
gjafa. Ja, bragð er að þá barnið
finnur. Fyrstu verkefni ráðgjaf-
anna mættu trúlega vera leiðbein-
ingar á þingheimilinu sjálfu, t.d.
að benda á, að ekki fjölgaði kven-
ráðherrum í nýrri stjórn, en þeim
mun fjölmennari og einlitari verður
sú stétt, sem nefnd er „aðstoðar-
maður ráðherra" og fer að minna
óhugnanlega á gömlu kenninguna
um „konuna bak við karlmann-
inn“. Ekki gefur heldur að líta
kvenmannsnafn meðal nefndar-
manna i nýju peninga-úthlutunar-
nefndinni.
Á vegum norrænu ráðherra-
nefndarinnar er verið að vinna 4
ára verkefni á öllum Norðurlönd-
unum, en markmið verkefnisins er,
hvernig jafna megi kynskiptingu á
vinnumarkaði þessara landa. Verk-
efni þetta hefur fengið nafnið
„Bijótum múrana", en ekki veit
ég, hvers konar herlúðra þarf til
að bijóta niður þá Jerikó-múra
skilningsleysis um jafnstöðu
kvenna og karla í þessu landi, þeg-
ar skilningurinn á sjálfu því háa
Alþingi er ekki meiri en verkin
sanna.
Höfundur er bæjarfulltrúi fyrir
Sjáifstæðisflokkinn á Akureyri.
Gullna reglan
eftir Jakob Jónsson
En svo bætir höfundur við: „Þessi
stuttu orðskifti finnum við ekki í
kristnum eða gyðinglegum helgirit-
um — eins og þó mætti ætla."
Eg veit raunar ekki, hvað „ætla“
má í þessum efnum. Hin gullna
regla er víða til í einhverri mynd,
t.d. Matt. 7,12; Lúk. 6,31; Tob.
4,15; Aristeasbréfi 207. En í einu
riti er getið um orðskipti, sem nokk-
uð svipar til orðskipta Konfúsíusar
og nemanda hans. Það er í Talmud,
hinu geysistóra skýringarriti gyð-
inglegra rabbía í fomöld (b Sab 31
a).
Fræðimenn gyðinga spreyttu sig
á því að finna setningu, sem væri
kjami lögmálsins eða gmndvallar-
regla. Jesús var eitt sinn spurður
um hið „mikla“ boðorð og svaraði
því með því að minna á boðorðið
um kærleika til Guðs og manna.
' Annars gáfu rabbrarnir ýmiss konar
svör, eins og vænta mátti.
Sagan um Rabbí Hillel, sem mun
hafa verið samtímamaður Jesú, er
á þá leið, að námsmaður kæmi til
hans og bæði hann að svara spurn-
ingunni um aðalkjarna lögmálsins.
Svarið átti að koma svo fljótt, að
spyijandinn þyldi að standa á öðmm
fæti meðan hann biði. En Hillen
svaraði samstundis: „Það, sem þér
er ógeðfellt, skalt þú ekki gera
náunga þínum. Þetta er allt lögmál-
ið. Allt annað er útskýring." Hillel
gefur gullnu regluna sem svar við
spumingu, sem í rauninni er sömu
merkingar og spurning Kínveijans.
Þegar gyðingur spyr um kjarna eða
gmndvallarreglu lögmálsins, hefir
hann það sama í huga og lærisveinn
Konfúsíusar, sem biður um „leiðar-
ljós um framkomu allt lífið“.
Eins og gullna reglan er staðsett
í fjallræðu Jesú (Matt. 7,12), bend-
ir allt til þess, að hann ætli henni
svipað hlutverk og bæði Konfúsíus
og Hillel. Hún er kjami og gmnd-
vallarregla siðferðis og breytni,
samkvæmt lögmáli guðsríkisins,
- sem Jesús boðar í fjallræðunni.
Ekki er mér kunnugt um neitt,
sem varpi ljósi á orsakasamband
milli ummæla Jesú og Konfúsíusar.
En skyldleiki hugsunarinnar dylst
Dr. Jakob Jónsson
I mannkynssögn handa
börnum, sem heitir því
skrítna nafini „Sam-
ferða um söguna“ (bls.
252), er getið um orð-
skipti milli Konfusíusar
og eins af nemendum
hans. Nemandinn spyr
um eitthvert eitt orð,
sem geti verið manni
að leiðarijósi um firam-
komu allt lífíð. Konfús-
íus taldi slíkt orð vera
„gagnkvæmni“ og
skýrði það með hinni
svonefndu gullnu reglu:
„Það, sem þú vilt ekki
að aðrir menn geri þér,
skalt þú heldur ekki
þeim gjöra.“
engum. Gullna reglan er jákvæð
hjá Jesú, en neikvæð hjá Hillel og
Konfúsíusi. Ég fyrir mitt leyti legg
ekki mikið upp úr þeim orðum.
Höfundur er guðfræðidoktor og
fyrrverandi sóknarprestur.
Laugarneskirkja:
Fræðslukvöld um þunglyndi
FRÆÐSLUKVÖLD um sjúklegt
þunglyndi verður þriðjudaginn
18. október. Fundurinn verður í
safiiaðarheimili Laugarnes-
kirkju og hefst kl. 20.30. Grétar
Sigurbergsson geðlæknir flytur
erindi og svarar fyrirspurnum.
Boðið verður upp á kaffisopa.
Eftir fyrirlesturinn verður stutt
bænastund i kirkjunni í umsjá
sóknarprestsins.
Margir kannast við þunglyndið
•óg depurðina sem svo oft hrjáir
okkur nútímafólk. Oftast eru þetta
aðeins eðlileg viðbrögð við því sem
mætir okkur á lífsleiðinni, en stund-
um verður þunglyndið sjúklegt og
þarfnast athugunar og meðferðar.
Fræðslukvöldið er opið öllum
meðan húsrúm leyfir og hvetjum
við fólk að notfæra sér þetta tæki-
færi til að fræðast um þennan al-
genga sjúkdóm.
Grétar Sigurbergsson er læknir
á Borgarspítalanum. Hann hefur
áður haldið fyrirlestur í safnaðar-
heimili Laugameskirkju fyrir fullu
húsi en þá var viðfangsefnið
„kvíði".
Jón D. Hróbjartsson
TELEFl iX l'BIX
FTS100
Vantar þig TELEFAX, en hefur ekki of mikið pláss aflögu?
Ef svo er þá ættirðu að athuga KONICA U-BIX FT 5100
sem tekur minnsta borðpláss allra telefax tækja á mar-
kaðnum.
Nú ef borðplássið er ekkert þá má festa KONICA U-BIX Ft
5100 beint á vegg.
i i i i a i i i i i i i i ■ i i i i m i i i i r i i i i i
KONICA U-BIX FT 5100 -------Verð kr. 99.800.
CCITT Staðall: Samþykkt af Alþjóða póst og síma-
málastofnunni.
★ G3 category: Sendingarhraði allt að 9600 bps.
★ Sendir frumrit í öllum stærðum að B4. Breidd
25,7cm.
★ Tekur 10 blöð til sendingar í sjálfvirka pappírs-
mötun (ADF).
★ Sjálfvirkur pappírsskurður.
★ Thermal pappírsrúlla: 50m. (A4) að lengd 21,6
cm að breidd.
★ Upplausn 8x3,85 (standard) 8x7,7 (fine).
★ Innbyggt númeraminni: 16 númereinshnappaval.
16 númer
tveggjahnappaval.
★ Sjálvirkt endurval x3 (ef lína er upptekin).
★ Fyrirferðalítið (tekur minnsta borðpláss af öllum
fax tækjum á markaðnum).
★ Aukahlutur: Veggfesting.
%
Telefax er traustvekjandi
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
'A.
Hverlisgötu 33. sími: 62-37-37